Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 10
10 I HELGIN Laugardagur 15. október 1988 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMÁL Strætisvagnamorðin Fimm ungar stulkur hurfu við strætisvagnabiðstöðvar á litlu svæði í Þýskalandi. Nakin lík þeirra fundust síðar. Þegar morðinginn loks náðist, varð aðeins eitt morðið sannað á hann. Það var þegar orðið dimmt, þegar strætisvagninn kom tii Broich- weiden. Klukkan var 7.30 að kvöldi 4. mars I986. Héraðið umhverfis borgina Aachen þar sem landamæri Þýskalands, Hollands og Belgíu mætast, er nokkuð norðarlega og dagarnir því stuttir. Sólin hafði lítið látið sjá sig um daginn. Vorið var vætusamt og oftast skýjað yfir flötu landslaginu. Hitinn var 10 stig. f augum Beate Goertz var veðrið fyllilega eðlilegt. Hún var fædd í Broichweiden og hafði átt þar heima alla sína 18 ára ævi. Þó engin götuljós væru gekk hún 10 mínútna gang heim daglega og óttaðist ekkert. Strætisvagnar í V-Þýskalandi eru stundvísir, svo Hannah Goertz, móðir Beate gat ekki varist því að hugsa um slys, þegar dóttirin kom ekki heim fjórðungi fyrir 8 eins og venjulega. Ekki hvarflaði að henni að Beate hefði orðið um kyrrt í Aachen, þar sem hún starfaði sem skattaráðgjafi. Hún var líflcg stúlka og mjög vinsæl en ekki á föstu. Hún hafði oftar cn einu sinni sagt móður sinni að hún ætlaði að giftast óspjöll- uð. Því kom ekki til greina að hún eyddi nóttinni hjá karlmanni og móðir hennar vissi að ekki var hún hjá kvenmanni heldur. Auk þess var hún vön að hringja ef hún kom ekki lieim á réttum tíma. Hannah Goertz lét ugg sinn í Ijós við Friedrich eiginmann sinn, sem vísaði öllu slíku á bug. En þegar klukkan var orðin níu, stóð honum heldur ekki á sama lengur. Hann gekk að biðstöðinni án þess að búast við að vcrða neins vísari. Raunar fann hann heldur ekkert og síðasti vagninn kæmi klukkan 10. Hann var orðinn verulega smeyk- ur og beið þar til seinasti vagninn kom. Hann nam staðar, því Goertz stóð þarna, en enginn kom út. Þegar Goertz steig ekki upp í, skellti vagnstjórinn hurðinni og ók burtu. Friedrich Goertz hraðaði sér heim og án þess að ræða það við konuna, hringdi hann til lögreglunnar í Wuer- selen, 35 þúsund manna bæjar í nokkurra km fjarlægð. f Wuerselen er aðeins fámennt lögreglulið, en varðstjórinn lofaði að málið yrði athugað. Hann sendi bíl til Broichweiden, en þar var aðeins einn lögreglumaður. Fleiri strætisvagnamorð Eins og Goertz, fór lögreglan fyrst að biðstöð strætisvagnsins. Þar var leitað með vasaljósum á stórum bletti í kring. Það hafði nefnilega gerst tvisvar á fjórum seinustu árum, að stúlkur sem stigu út úr stræti- svögnum, fundust síðar sem blóðug lík. Maðurinn sem þar var að verki var ófundinn, einhvers staöar í myrkrinu og enginn vissi hver hann var. Leitin stóð ekki nema stundar- fjórðung. Þá hljóp einn lögreglum- aðurinn að bílnum og kallaði stöð- ina. - Það lítur illa út, sagði hann. - Blóðslettur á jörðinni og ummerki um átök. Við höfum ekki fundið stúlkuna ennþá. - Verið á staðnum, mælti síma- vörðurinn fyrir. - Ef Goertz kemur aftur, sendið hann þá heim. Ef aðrir koma, haldið þeim þá þangað til Aachen-lögreglan kemur. Ummerkin á staðnum þóttu rétt- læta að kalla út lögregluna frá Aachen. Þessi 250 þúsund manna borg var aðeins í 9 km fjarlægð og lögreglan þar sá um öll meiri háttar mál á stóru svæði. Innan við hálftími leið áður en fyrsti bíllinn kom. í honum voru Morris Kleber, lögregluforingi, Pitt Haarmann, aðstoðarmaður hans og tæknimaður í hvítum slopp. Verk- efni tæknimannsins var að ákvarða hvort blóðið á jörðinni væri úr manneskju eða dýri. Varla væri ástæða til að kalla út fullmannað lögreglulið ef hundar hefðu verið að slást. Það tók tæknimanninn ekki langa stund að skera úr um það. - Þetta er mannsblóð og ekki eldra en fjögurra stunda gamalt, tilkynnti hann. - Um það bil klukkan hálf átta, sagði Kleber. - Kom ekki einmitt vagn þá? Látum hcfja fulla leit, með þyrlum og hundum og það strax. Þetta voru miklar aðgerðir, en réttlætanlegar. Síðan 4. maí 1982 hafði fjórum ungum stúlkum verið nauðgað og þær myrtar á svæðinu umhverfis Aachen. Allar bjuggu í smáþorpunum og tvær þeirra höfðu rétt verið stignar út úr strætisvagni. Lögreglan í Aachen hafði öll málin til rannsóknar. Árangurslaus leit Goertz-hjónin urðu skelfingu lost- in við aðgerðir lögreglunnar. Þó þeim væri ekki sagt frá blóðinu á jörðinni eða átakaummerkjum, benti atferli lögreglunnar til að hvarf Beate væri tekið mjög svo alvarlega. Smátt og smátt komu fleiri lög- reglu- og tæknimenn frá Aachen. Ökumaður strætisvagnsins var spurður og hann sagði að Beate og Helmut nokkur Weidenbroecker, 21 árs nýútlærður efnafræðingur hefðu farið úr bílnum þarna á sama tíma og venjulega. Hann hefði ekki séð neinn annan. Helmut Weidenbroecker var spurður á heimili foreldra sinna og staðfesti hann orð bílstjórans. Þau Beate hefðu farið saman úr vagnin- um og hann haldið beint heim. Hann gerði ráð fyrir að Beate hefði gert það líka þó hann hefði ekki séð hana fara. Heimili þeirra voru í gagnstæð- ar áttir. Tæknimenn komust að þeirri niðurstöðu að manneskjan, sem blóðið var úr, sennilega Beate, hefði misst mikið blóð, líklega eftir hníf- stungur. Höfði hennar hafði verið haldið fast niðri, svo greinanlegt var far eftir eyra. - Annaðhvort hefur náunginn staðið eða kropið á höfð- inu, sagði yfirmaður tæknideildar. - Höfuðkúpan hlýtur að hafa látið undan. - Hvað svo? vildi Kleber vita. - Svo var henni troðið inn í bt'l og ekið burtu, hélt tæknimaðurinn áfram. - Við höfum náð allgóðum hjólförum en þau eru gagnslítil vegna þess að hjólbarðarnir eru næstum nýir. - Þá er óhætt að fara með hundana, sagði Kleber. - Ef hún hefur verið fjarlægð í bíl, finna þeir enga slóð. - Á ég að aflýsa leitinni líka? spurði Pitt. - Það er varla líklegt að stúlkan sé hér nálægt. Kleber var sammála. í þremur af hinum fjórum tilvikunum fundust líkin óralangt frá þeim stað sem fórnarlömbin hurfu á. Fyrsta morðið var undantekningin. Þá fannst nakið lík hinnar 19 ára Mörtu Habermann aðeins tveimur biðstöðvum fjær þeim stað sem hún fór úr vagninum. Marta var lagleg og ljóshærð og henni hafði verið nauðgað og Helmut Weidenbroecker féll undir grun þegar Ijóst varð að hann hafði orðið síðastur til að sjá eina stúlkuna á lífi. misþyrmt. Dánarorskökin var blóð- missir eftir 17 stungur í kvið og brjóst. Hinar stúlkurnar Sú staðreynd að líkið fannst ekki á sömu biðstöð og hún fór úr vagnin- um, var lögreglunni ráðgáta. Milli biðstöðvanna voru um 800 metrar. Krufning leiddi í ljós að miðað við tíma gat Marta ekki hafa gengið milli stöðvanna. Engin hjólför fundust, enda vegurinn steyptur. f fyrstu var vagnstjórinn undir grun, en fljótt hreinsaður. Fjórir farþegar voru í vagninum og tveir þeirra um tíma eftir að Marta var myrt. Annar möguleiki var að þegar Marta var komin út úr vagninum, hafi bíll komið og tekið hana upp í, annaðhvort viljuga ef hún þekkti ökumann, annars nauðúga. Vinir og ættingjar Mörtu voru yfirheyrðir vandlega en enginn þeirra hefði getað framið morðið. Eitt óleyst morð er mikið mál, en innan við ári síðar, í apríl 1983 átti svipað morð sér stað. Svo margt var sameiginlegt með morðunum, að talið var víst að sami maður hefði verið að verki. í þetta sinn var fórnarlambið 16 ára skólastúlka, Karen Fink, sem fór með vagninum í skólann í Wuersel- en alla virka daga. Hún var líka lagleg og ljóshærð og vitað var að hún hafði oft áður sníkt sér puttafar með bílum. Þegar hún kom ekki heim á réttum tíma, óttaðist enginn um hríð, því Karen var frjálslynd og svaf iðulega að heiman. Hins vegar tók hún námið mjög alvarlega og þegar kennari hennar hringdi daginn eftir og spurði hvort hún væri veik, voru foreldrar hennar snöggir að hringja til lögreglunnar. Hvað sem Karen gerði, skrópaði hún aldrei í skólanum. Lögreglan fann hvorki tangur né tetur af henni. Hún fór úr skólanum á venjulegum tíma síðdegis á þriðju- degi, en kom ekki í strætisvagninn. Vagnstjórinn þekkti hana mætavel. Því var gert ráð fyrir að hún hefði sníkt sér far. Vagninn fór ekki strax eftir skóla og stansaði oft á leiðinni. Ekki þótti ótrúlegt að Karen hefði viljað komast heim fyrr, því hún vann að skólaverkefni, sem henni fannst afskaplega skemmtilegt og vildi ljúka sem fyrst. Fáar vísbendingar Tæpri viku síðar fundu tveir drengir sem voru á fleka á tjörn lík Karenar, þar sem það flaut nakið í tjörninni. Krufning leiddi í ljós, að hún hafði verið stungin 6 sinnum, kyrkt, barin og henni misþyrmt kyn- ferðislega. Kyrking var dánarorsök- in. Læknirinn taldi víst að hún hefði látist sama dag og hún hvarf. Kleber hugsaði málin. Ennþá færri vísbendingar voru varðandi morð Karenar en Mörtu. í fyrra tilvikinu hafði læknirinn getað sagt eftir sæðisrannsókn, að morðinginn væri í O-blóðfiokki. Varðandi Karen Elke Braun var enn eitt fórnarlamb morðingjans. Henni var fleygt með- vitundarlausri fram af þverhnípi nið- ur í grjótnám,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.