Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 15
* » Laugardagur 15. október 1988 HELGIN m 15 Illll :BÍLAR Framtíðarsköpun Hafi eitt númer borið sérstaklega af öðrum á nýlegri alþjoðlegri bflasýningu í París, þá var það Renault Mégane. Eins og sjá má af myndum er þessi bifreið í efsta flokki bifreiða og reyndar svo háum þægindafiokki að hann verður trúlega ekki framleiddur í öðrum eintökum en sýningareintak- inu. Svona bifreið er eiginlega aðeins smíðuð fyrir bílasmiði næstu ára og til þess gerð að varpa Ijósi á þá megin stefnu sem lögð verður í bílaframleiðslu í Frakklandi á næstunni. Þetta er semsagt framtíðarbíll. Ef einhver hefur áhuga þá læt ég hér fijóta með nokkrar haldbærar upplýsingar um útfærslu og vinnslu. Vélin er sex strokka (V), um 3ja lítra, með beinni innspýtingu, forþ- jöppu og millikæli og gefur 250 DIN hestöfi. Hún kenrur honum hljóð- lega af stað og upp í hundrað km hraða á klst. á 8,3 sek. og hámarks hraðinn er gefinn upp 161 míla á klst. Það sem setur honum þessar „skorður“ (nálægt 270-280 km/klst.) er loftmótstaðan sem þó er komin niður í 0,21-0,22 Cd. og þætti gott í hvaða bíl sem er. Mégane er að sjálfsögðu með drif á öllum hjólum og einnig stýri á öllum hjólum. Þá eru það þægindin og innrétting- arnar. Þrátt fyrir glæsilegt útlit á vegi er Mégane fyrst verulega glæsilegur þegar litið er innfyrir. Þegar dyrnar hafa opnast eins og sést á myndinni getur bílstjórinn látið sæti sitt snúast um 60 gráður til að auðvelda út- göngu. Farþeginn við hlið hans getur þó snúið aðeins betur upp á sig eða um 180 gráður „omvent" og snúið sér alfarið að farþegum í aftursæt- um. Þannig settur getur hann þó ekki horft á innbyggt sjónvarpið frammí, en það hefur aðeins tvo aukaskerma í loftinu fyrir hvorn aftursætisfarþega. Þetta verður von- andi lagað í næstu árgerð! Ökumaðurinn þarf ekki að leita um langan veg að útispeglum. Þeir eru í mælaborðinu og er þar að sjá tvo litasjónvarpsskjái sem segja allt um umhverfið aftan Mégane. Þá þarf ekki að vera gamaldags gírstöng í gólfi. Þar eru nú bara nettir fjórir takkar fyrir fasta gíra sjálfskiptingar- innar. Þá ætti síminn ekki að valda vandræðum því hann er felldur inn í stokkinn milli framsæta og aftursæta (sitt hvort símtólið) og svo er að lokum rétt að geta þess að ökumaður þarf ekki að eyða tíma í að stilla sæti sitt og stýri þótt einhver annar hafi verið að aka og ruglað öllu. Sérstök fullkomin sætistölva sér um það. Það ætti því ekki að fara mjög illa um þær fjórar persónur sem ferðast geta um í þessari bifreiðarbreiðþotu framtíðarinnar, þar sem allt er bók- staflega búið til úr leðri og lúxus. Skátar kaupa Ford Það á sér mikil endurnýjun stað í bílamálum hjálparsveita skáta og stendur hún ekki síst yfir vegna skipta úr bensíntrukkum í díesel- bíla. í Hjálparsveitartíðindum var lítil og látlaus frétt um að nú bæri svo við að flestir velja sömu gerð fjalla- bifreiðar. Nú hafa ekki færri en ellefu aðildasveitir Landssambands hjálparsveita skáta keypt, eða eiga í pöntun, Ford Econoline 250 fjalla- bíla. Kostir þeirra eru fyrst og fremst þeir að lítið sem ekkert þarf að eiga við farartækin til að gera þau sam- boðin alvöru fjallaferðum, en ekki síður mjög stór átta strokka dfesel- vél sem er hvorki meira né minna en 7,3 lítrar að rúmtaki. Segja strákarn- ir í bílaflokkunum að hann reykspóli á öllum fjórum þegar þurfa þykir. Þetta mikla afl er nauðsynlegt ef bera á tólf fullklyfjaða skáta, farang- ur þeirra allan og ýmsan tækjabúnað og oftar en ekki að draga með sér tvo vélsleða á kerru með þeim farangri sem því fylgir. Það geta verið erfiðir dagar fyrir hvern bíl að gegna því hlutverki að vera hjálpar- sveitarbíll. Svo er ekki síður þörf á afli þegar búið er að tylla þessu faratæki á allt að 44 tommu dekk fyrir veturinn og koma fyrir „no spinn“ í drifin (það eru læsingar). Ekki er að efa að þeir hafa gert góð kaup, enda er verðið víst nokkuð hagstætt núna, þrátt fyrir að sölu- skatturinn var settur á bílakaup þeirra aftur. Það getur verið mikill sparnaður í því að þurfa ekki að liggja undir nýjum bflum til að breyta þeim mánuðum saman. Þá er bara að vona að skátarnir selji vel af lukkutríói og flugeldum til að þeir geti áfram staðið undir þeim miklu kröfum sem gerðar eru til þeirra á neyðarstundu. Vikuritið Motor Transport í Bretlandi hefur valið Volvo FL10 til verðlaunanna „Fleet T ruck“ árs- ins 1988 (Skyndiflutningabíll). Þessi verðlaun eru studd þeim rökum að FL10 sé hagkvæmur í rekstri, áreiðanlegur og auðveldur í akstri. Bretland er stærsti markaður Volvo í Evrópu á sviði þungaflutn- inga og þar eiga þeir um 17.7% markaðshlutdeild. Þessi verð- launabíll er að sjálfsögðu kominn til íslands og birtum við hér mynd af einum fyrsta bílnum sem kominn er til margvíslegra starfa á ísafirði, í 79. Volga, Volga Volga er enn flutt inn til íslands þótt við verðum ekki mikið vör við það. Það eru nokkrir bílar fluttir inn fyrir sendiráð Sovétmanna til hæfi- legrar endurnýjunar. Hér fylgir svo með lítil sæt mynd af herlegheitun- um eins og þau líta út í árgerð 1988. Þetta er reyndar nýjasti meðlimur Volgufjölskyldunnar, eins og segir í bæklingum Avtoexport, og ber kenniheitið GAZ-3102. Tæknilegar upplýsingar eru í stór- um dráttum þær að vélin er fjögurra strokka og 72 DIN hestafla. Volgan er um fimm metra löng, um eitt og hálft tonn að þyngd og tekur fimm manns í sæti. Suzuki Vitara ALX 4+4: Ný gerö Skoda væntanleg upp úr áramótum: Skodi orðinn uppáhald? Skoda Favourit - uppáhalds- skódi - heitir nýjasta útgáfan af Skódanum, en þessi bíll er gjör- breyttur frá þeirri gerð sem alþekkt er hér á landi. Skoda fólksbílar hafa um 23 ára skeið verið framleiddir með vélinni að aftanverðu og með drifi á aftur- hjólunum, en nú hefur hlutunum verið snúið við. Hinn nýi bíll, sem leysa á hinn gamla af hólmi, er með vélina fram í og drifið er á framhjólunum. Bíllinn er fimm dyra og er hann- aður af hinu heimsþckkta ítalska hönnunarfyrirtæki, Stile Bertone. Bíllinn uppfyllir alla öryggis og þægindastaðla sem bílar í þessum fiokki eru smíðaðir eftir nú til dags. Hann er sagður mjög þægilegur í akstri og hefur mjúka cn þó stöðuga fjöðrun og á ekki að sögn að taka upp á neinu óvæntu í akstri hvort sem ekið er rólega eða veru- lega hratt. Þá er hann sagður hljóðlátur og búinn öflugri miðstöð. Nýi Skódinn var fyrst kynntur á alþjóðlegu iðnsýningunni í Brno í septembcr á síðasta ári en hingað til lands er hann væntanlegur snemma á næsta ári að sögn um- boðsins Jöfurs hf. -sá Vítara í sportið Hér sjáum við hvernig nýi Suzuki Vitara jeppinn lítur út með tilheyr- andi skíðabúnaði og græjum. Hann verður sjálfsagt heppilegur í þannig ferðalög og annað svipað sport. Þess vegna var hann líka hafður svona sportlegur í útliti. Vitara er í mörgu frábrugðinn Suzuki Fox jeppanum. Helsta sjáanlega breytingin sem reyndar veldur mestu þegar reyna á fjórhjóladrifið, er að hann er ekki með stífri hásingu að framan eins og sá gamli sem byggði á Willysinum, heldur með einhvers konar útfærslu á McPerson að framan. Fróðlegt verður að reynsluaka honum ein- hvern tíma í góðu tómi og þá geta lesendur Tímans fengið meira að vita og meira að sjá. „Mercedes“ Daihatsu Charade hefur nú verið á Bandaríkjamarkaði í eitt ár og er ekki að sjá annað cn Kaninn ætli að taka þcssum smávaxna bíl vei. “Mercedes smábílanna“ er ein einkunnin og hún ekki smá. Hin er á þá leið að Charade bjóði upp á þá sérkennilcgu tilfinningu að öku- maður geti ímyndað sér að hann aki bcint út í brimið og sigli á haf út (hvað svo sem Lew Scarr meinar með því). Markaðssetningin í Bandaríkj- unum cr markviss og er Charadinn aðeins scttur á markað í einu fylki ( einu. Nú þegar er hann til sölu f flcstum suðurríkjunum og er þar búið að ná áætlaðri markaðshlut- deild. í stuttu máli sagt eru Da- ihatsu-menn ánægðir með árangur sinn í Ameríku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.