Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 14
Alkunna er að íslendingar eru heimsins merkilegustu tilfelli af Homo Sapiens, hinum upprétta ’ manni. Þetta eru reyndar ekki nein ný sannindi. Frá örófi alda hafa íslendingar verið á þessari skoðun og nægir í því sambandi að nefna að einhverjum forngorturum fannst ekkert annað koma til greina en að hripa sögu frumbyggja landsins á kálfskinn til þess eins að eftirlifendur sæju svart á hvítu að þeir ættu ættir að rekja til heljar- menna og gætu því borið höfuðið hærra en aðrir jarðarbúar. Snorri í Reykholti og aðrir ritfærir snilling- ar fyrri alda bera ábyrgð á að hafa laumað þessari falshetjuhugmynd að nútíma Jónum og Gunnum þessa lands, því vitanlega eru sö- gurnar allar meira og minna vel útfærð lygi. Hvað um það, við sem eftir lifum lesum hreystisögur af for- feðrum okkar og viljum auðvitað ekki vera minni menn en þeir. En þá er bara spurningin, hvernig við förum að því að halda hreystimerki þeirra og þjóðarinnar á lofti. Varla er forsvaranlegt að nútíma íslend- ingurinn fari að dæmi fornkappa og drepi mann og annan með atgeirum og sverðum. Þótt slíkar blóðatlögur hafi þótt sjálfsagðar í þá daga eru menn nú til dags eilítið fágaðri og taka þær ekki í mál. En hetjur skulum við áfram heita og vera fremstir meðal jafn- ingja í heiminum. Einu gildir þótt hér uppi á skeri norpi um 240 þúsund hræður. Við viljum samt bera okkur saman við milljóna- þjóðir og vera fremri á öllum sviðum en þær. Við teljum okkur eiga fallegustu konur heims (sem að vísu er hverju ~ orði sannara), besta fiskinn, hold- mestu og bragðbestu fjallalömbin, sterkustu og hugumprúðustu hest- ana, elstu kellingarnar, flesta bíla (miðað við höfðatölu verkstæðis- manna) og flest óskilgetin börn í heiminum (kannski heldur vafa- samur heiður). Og svo er eilíflega vitnað til þess að íslendingar séu mestu bókaormar heimsins og heimsins hamingjusömustu verur, þrátt fyrir dýrtíðina, svo ekki sé nú minnst á yfirburði okkar í vinnu- ástundun. Við lítum á okkur sem duglegustu þjóð í heimi og teljum ekki eftir okkur að vinna allan sólarhringinn ef því er að skipta. Sannkölluð hreystimenni! Þó svo að stundum megi færa sönnur á það að við íslendingar séum heimsins bestir í einhverju skyldu menn hafa það hugfast að við höfum hreint ekki burði til þess að vera allsstaðar fremstir, þrátt fyrir góðan vilja. Sennilega eru ekki ýkja margir sammála undirrituðum um að menn eigi að vera jarðbundnari í kröfum til t.d. íþróttamanna okkar í keppni á erlendri grundu. Tökum sem dæmi nýafstaðna Ólympíu- leika. Annar hver maður, og ef- laust ríflega það, gerði þá skýlausu kröfu að handboltalandsliðið rúst- aði andstæðinga sína í Seoui, einu gilti hvort þeir nefndust Júgóslav- ar, Alsírmenn, Svíar eða Sovét- menn. Þessi krafa var út í hött. Það vissu menn innst inni, en hrópuðu samt á óraunhæfan árangur í Seoul. Mér liggur við að segja að við getum bara vel við árangur landsliðsins unað. Við erum þó altént þeir 8. bestu í heiminum og heimsmeistarar miðað við hausa- fjölda. Sé það tilfellið að fólk ætli að hætta að styðja við bakið á hand- boltalandsliðinu vegna þess eins að þeir urðu ekki í verðlaunasæti á Ólympíuleikunum, er það illa á vegi statt. Þá er eitthvað meira en lítið að. Þrátt fyrir að við norpum hér norður í heimshöfum hraustari og merkilegri en allar aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna til samans, mega menn ekki missa sjónar af þeirri staðreynd að við erum um- fram allt lítil þjóð og okkar kröfur eiga að taka mið af því. Það kann hinsvegar að koma sá dagur að við verðum stærri og öflugri og getum boðið öllum byrginn. En þar til sá dagur rennur upp geta menn lifað í sínum eigin hetjuheimi með því að lesa forn- kappasögurnar. Þær viðhalda þó a.m.k. þeirri hugmynd að íslend- ingar séu fædd hreystimenni. GETTU NU Það var Ólafsdalur, þar sem Torfi Bjarnason rak fyrsta búnaðarskólann, sem var í gátunni sl. laug- ardag. En hvert er vatnið sem hér sést á myndinni? Þar munu fást einir hinir stærstu urriðar, sem á íslandi veiðast. KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.