Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.10.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. október 1988 HELGIN 5 „Já, það er ástæða til að ætla að víkingarnir, sem oft voru taldir hálf- gerð óargadýr, hafi tileinkað sér ýmsa kunnáttu sem að gagni mátti koma á úthafssiglingum, en þær höfðu fram til þess tíma ekki verið stundaðar að neinu marki. Mér þykir sérlega forvitnilegt að hugleiða þá þekkingu sem gerði ntönnum kleift að rata - hafa nokkra hugmynd um hvar þeir voru staddir og hvert þeir ætluðu. Þetta hlaut að vera erfitt á opnu hafi og á ferð um ókunn lönd. Vikur og misseratal Það er sæmilega ljóst að einhvers konar tímatal hefur verið komið í notkun á Norðurlöndum, áður en ísland byggðist. Þetta tímatal hefur byggst á tvennu, annars vegar misseristali - tíminn var ekki talinn í árum, heldur í ntisserum og voru tvö misseri í árinu - og hins vegar á vikunni. Mikil áhersla var lögð á vikuna og styttri tímabil fyrst og fremst mæld í vikum, fremur en dögum og mánuðum. Vikan er talin hafa verið notuð af öllum germönsk- um þjóðum á þessari tíð. Sumir fræðimenn hafa haldið því fram að vikuna hafi menn ekki tekið upp fyrr en með kristni. Hitt þykir mér þó líklegra, sem aðrir hafa bent á, að Germanir hafi fengið þessa þekkingu eftir óbeinum leiðum frá kristnum mönnum, án þess að þeir væru sjálfir kristnir. Lengd ársins þarf að vera sem nákvæmust í tímatali, enda gengur ella allt úr skorðum, bæði sólargang- ur og veðurfar er þetta vel þekkt úr sögu tímatalsins. M.a. voru Egyptar hinir fornu að glíma við þetta. Hið júlíanska tímatal var að vísu komið til sögu á dögum Sesars, árið 45 fyrir Krist. Samkvæmt því voru 365 dagar í árinu og hlaupár hið fjórða hvert ár. En til Germana barst þetta tímtal ekki fyrr en löngu síðar. Munu Norðurlandabúar á þessum tíma hafa haft tímatal þar sem 364 dagar reiknuðust vera í árinu. En með því hefur komið fram það mikil skekkja á stuttum tíma að óhugsandi er annað en að eitthvað hafi verið gert í því máli. Kannske sáu menn um að laga þetta hver á sínum stað, án þess að það yrði viðtekin regla. Segir enda í íslendingabók Ara fróða að íslend- ingar hafi tekið sérstaklega á þessu. Má benda á brýna nauðsyn sem skapast hefur af samkomudegi Al- þingis, sem var í tiltekinni viku sumars. Hefði sprottið af því mikið óhagræði, ef þessi vika hefði flust til, með tilliti til sumarsólstaða og veðurfars. Svipaðar þarfir spretta af ýmsum árlegum verkum til lands og sjávar. Þótt menn hefðu nú getað séð það af gróðurfarinu hvenær rétt væri að hefja slátt, þá var betra að hafa tímatal til að fara eftir um ýmis önnur búverk, eins og það hvenær hleypa átti til ánna, þau verk voru viðkvæm og betra að fara eftir tímatali. Gerðist þetta of snemma var hætta á að ærnar mundu bera í vorhretum, en of seint þýddi að dilkarnir yrðu rýrir á haustum. Fleira mætti tína til. „Eyjaleiðin" og stjarnvísin Það er erfitt fyrir okkur sem nú lifum að gera okkur grein fyrir þessu. Nú höfum við nákvæmt daga- tal við hendina og vitum að á sjó nota menn áttavita, ratsjá og kort. En af heimildum má sjá að á sjó hafa menn einkum notast við tvær aðferð- ir. Önnur var eyjaleiðin svonefnda: Menn sigldu þá t. d. frá Suður-Nor- egi, fyrst til Hjaltlands, þá um Fær- eyjar og loks til íslands. Þarna var byggt á því að hafa landsýn megin- hluta leiðarinnar. Þessa aðferð má líka kenna við Hrafna Flóka, því einnig mátti ráða ýmislegt af fari fugla, og af skýjafari, þegar skýja- flákar söfnuðust við fjallatinda. Önnur aðferð, sem notuð hefur verið í bland við þessa var sú að fylgjast með himintunglunum, að minnsta kosti að einhverju leyti, og smám saman hefur hún þróast áfram. Þekktasta aðferðin suður í löndum, var sú að fylgjast með hæð Pólstjörnunnar. Suðurfrá er hún ekki mjög hátt á himninum og hæðarbreyting hennar er greinileg, þegar farið er um nokkurn veg til norðurs eða suðurs. En hér norður frá var erfiðara að átta sig á henni, vegna þess að hún var hærra á lofti og svo vegna þess að menn sigldu einkum á sumrin, þegar nótt var björt og stjörnur sáust ekki. En það voru að mínu mati til fleiri aðferðir, sem menn hafa notað. Þar kemur helst til sólargangurinn: Menn gátu fylgst með því hve hátt sólin færi að deginum. Sú aðferð hefur að vísu þann ágalla að sólin lækkar á lofti frá sumarsólstöðum. En hafi menn verið á ferð um sumarsólstöður er um litla breytingu að ræða og aðferðin því nothæf. En þegar leið á sumarið hafa menn orðið að hafa þekkingu á hve mikið hin svonefnda stjörnubreidd sólar breyttist. Ef við víkjum aftur að tímatalinu, þá er að finna hjá Ara fróða merki- lega klausu, sem er að vísu nokkuð erfið og tvíræð í túlkun. Hún er í fjórða kafla íslendingabókar, sem talin er skrifuð á árunum 1122-1133, og hljóðar þannig: „Það var og þá er hinir spökustu menn á landi hér höfðu talið í tveim misserum fjóra daga hins fjórða hundraðs (þ.e. 364 daga), - það verða vikur tvær hins sjötta tugar, en mánuðir tólf þrítug náttar og dagar fjórir umfram, - þá merktu þeir af sólargangi, að sumarið munaði aftur til vorsins; en það kunni enginn að segja þeim að degi einum var fleira en heilum vikum gegndi í tveim misserum, og það olli. En maður hét Þorsteinn surtur ... (Hann) leitaði þess ráðs að lögbergi, að hið sjöunda hvert sumar skyldi auka viku og freista hve þá hlýddi. ... var þá það þegar í lög leitt að'ráði Þorkels mána og annarra spakra manna. Að réttu tali eru í hverju ári fimm dagar hins fjórða hundraðs, ef eigi er hlaupár, en þá einum fleira; en að voru tali verða fjórir. En þá er eykst að voru tali hið sjöunda hvert ár viku en engu að hinu, þá verða sjö ár saman jafn löng að hvoru tveggja. En ef hlaupár verða tvö á milli þeirra er auka skal, þá þarf að auka hið sjötta." Kjarni málsins er sá að menn hafa í fyrstu haft tímatal með 364 dögum í árinu. Það hefur svo verið leiðrétt eftir nokkra áratugi, vegna þess að menn sáu að þá hafði „sumarið munað aftur til vorsins," eins og Ari orðar það. Hefur skekkjan þá verið orðin 30 - 40 dagar og þinghaldið komið fram í maí að okkar tímatali. Þetta hefur og ruglað öðrum störfum manna, svo þeir hafa svo að segja fundið skekkjuna á sjálfum sér. En það er gaman að velta því fyrir sér hvernig Þorsteinn surtur hefur fundið út hvernig þessari breytingu skyldi hagað. Líklegasta túlkunin á þessum texta er sú að hann hafi komið á sumarauka sjöunda hvert ár, en með því hefði meðalárið orðið 365 dagar - þ.e. eins og það var í Egyptalandi og Rómarríki fyrir daga Sesars. Surtur bjó á Þórsnesi og hann hefur getað fylgst með sólar- gangi við Snæfellsnesfjallgarðinn, hvernig sól hækkar á lofti frá vetrar- sólstöðum o. s. frv. Hann hefði því getað notað það sem ég kalla „fjalla- hringsaðferð" - t.d. fylgst með því á HEIMILANIM Getum nú boöiö þennan fullkomna og hentuga Bondstec örbylgjuofn á ótrúlega hagstæðu og milliliöalausu heildsöluveröi beint til þín. 18 lítra, 500 vatta, affrysting, snúningsdiskur. Nákvæmur íslenskur leiöbeiningarbæklingur fylgir. Sparið tíma, fé og fyrirhöfn, meö Bondstec og lækkiö um leið rekstur heimilisins. VERÐ AÐEINS 14.950 STGR. Opið mánudag—fimmtudag frá kl. 9—22 föstudag frá kl. 9—19 laugardag frá kl. 10—16 OPUS-VERSLUN SEM ER TIL FYRIR ÞIG. (Uk | SNORRABRAUT29 SIMl 62-25-55 ftOWER rmm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.