Tíminn - 15.10.1988, Síða 7

Tíminn - 15.10.1988, Síða 7
Laugardagur 15. október 1988 HELGIN 7 sem er flatur mói, og notað hann í stað fjallahrings. Slíkan hring yrði auðvitað að gera sæmilega varanleg- an, eins og fjallahringurinn er, til dæmis með því að hlaða hann upp og merkja við það sem menn sjá með stöngum. Þannig mætti m.a. fylgjast með sólarhæð. Eg fór í leiðangur í sumar við þriðja mann, bæði að Múla og út í Flatey. Tek ég fram að við áttum ekki von á því að sjá neinar fornleif- ar, heldur vildum aðeins sjá fjalla- hringinn og setja okkur með því í spor Odda. Því meir kom okkur á óvart er okkur var bent á stað í Flatey, sem kallaður er Arnargerði, en þar er að finna upphlaðinn hring með sæmilega afmörkuðum mið- punkti, sem er lágur hóll. Reyndist þessi hringur vera um hundrað og upp í hundrað og þrjátíu metrar í þvermál, gerður þarna í móanum, drjúgan spöl frá byggð. Að vísu hefði verið enn merkilegra ef þetta hefði verið alveg réttur hringur, og vera má að hann hafi verið nær því einhvern tíma, en aflagast með tímanum. Kannske hafahæfilegtæki til þess ekki verið fyrir hendi. Mér skilst að ekkert sé því til fyrirstöðu að svo stöddu að þetta mannvirki sé frá dögum Stjömu-Odda. En hitt er líka hugsanlegt að þarna hafi aðeins verið túngarður kring um beitarhús. Þyrfti að gera frekari rannsóknir til að fá úr þessu skorið. Ég er því alls ekki að segja að Sjörnu-Oddi hafi notað þennan stað heldur að hann hefði getað notað hann. Um hring þennan í Arnargerði er getið í bók Theódórs Friðrikssonar „f verum“ og segir Theódór að í æsku hans í eynni hafi ekki verið neinar sögur hringnum tengdar, en að þær hafi myndast síðar. Var það fyrir áhrif frá þýskum fræðimönnum, sem hér voru á ferð á fjórða áratugn- um, en þá var áhugi mikill á forn- germönskum fræðum alls konar í Þýskalandi. Þeir komu í Flatey og vildu tengja hringinn Stjörnu-Odda. Tengsl við íslendingasögur Það er íhugunarvert hvernig þessi efni tengjast fslendingasögunum. Þótt sumir vildu kalla þetta raunvís- indi, eða eitthvað slíkt, en hitt hugvísindi, þá er þetta hvort tveggja hluti menningarinnar og að ein- hverju leyti af sömu rót. Bæði í stjarnvísi og í íslendingasögunum er fólginn vitnisburður um sjálfstæða menningu með frjóum tengslum við umheiminn. Eins og allir vita hafa skoðanir manna á heimildagildi sagnanna sveiflast frá því að álíta þær hreinan sannleika, til þess að telja þær ekki annað en skáldskap. En hvað sem því líður fer ekki milli mála að íslendingasögurnar eru heimild um hugmyndir. Alltjent um hugarheim þeirra sem þær skrifuðu og samtíma- manna þeirra á 13. og 14. öld. Já, og að einhverju leyti um þann tíma sem sagan á að gerast á. Ég hlakka til að athuga nánar þær hugmyndir um raunvísindaleg efni, sem fram koma í sögunum. Mmnum hvert annað á - Spennum beltln! Tengjum útivistar- perlurReykjavíkur Þegar Sigurður málari hóf fyrstur manna að vekja máls á nauðsyn útivistarsvæða fyrir Reykvíkinga í fyrirlestrum sínum í hinu merka leynifélagi reykvískra menntamanna „Leikfélagi andans“ einhvern tíma í kringum árið 1870, er hætt við að fáir samtíðarmanna hans hafi tekið hugmyndina alvarlega enda Reykjavík þá ekki nema smábær miðað við það steinsteypuflæði er síðan hefur breiðst um holt og hæðir þessa höfuðstaðar íslands. En nú eru breyttir tímar. Nú- tímafólk sækist í auknum mæli eftir útivist og tengslum við náttúr- una að vinnudegi loknum, enda steinsteypa og malbik ekki vel til þess fallið að lífga upp á mannlífið. Augu sífellt fleiri hafa opnast fyrir þeim útivistarperlum sem Reyk- víkingar eru svo lánsamir að eiga enn tiltölulega óskertar. En blikur eru á lofti og malbikið virðist flæða yfir græn svæði borgarinnar og ef ekki verður aðgát höfð mun perlu- festin slitna og óbætanlegur skaði unninn. Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi Framsóknarflokksins er í hópi þeirra er vilja vernda þær útivist- arperlur sem Reykvíkingar eiga enn og hefur lagt fram í borgar- stjórn hugmyndir sem eiga að tryggja tilveru útivistarsvæðanna, bæta þau jafnvel og stækka og tengja þau með göngu- og hjól- reiðastígum þannig að borgarbúar geti notið útivistar allt frá miðbæ Reykjavíkur upp í Heiðmörk án þess að eiga það á hættu að verða keyrðir niður af bifreiðum sem bruna á manndrápshraða um götur borgarinnar. Nú hefur þú sett fram róttækar hugmyndir um Tjarnarsvæðið. í hverju eru þær fólgnar? Ég hef varpað því fram hvort ekki sé rétt að fjarlægja núverandi brú yfir Tjörnina ásamt uppfylling- um sent að henni liggja. Þess í stað verði komið fyrir tveimur léttum göngubrúm á sama stað sem tengist í tilbúnum hólma í miðju Tjarnar- innar. Ég legg þetta til því mér þykir afar vænt um þetta svæði og mér finnst það mikils virði fyrir Reykja- vík að eiga svona stórkostlegt úti- vistarsvæði sem Tjarnarsvæðið er. Miðbærinn tengist í huga fólks Tjarnarsvæðinu og við erum nýbú- in að gera deiliskipulag að Kvos- inni þar sem við teljum forsenduna vera að þar sé miðstöð stjórnsýslu þannig að þar verður þéttur mið- bæjarkjarni. Tjörnin og Hljómskálagarður- inn liggja að þessum kjarna sem ákjósanlegt útivistarsvæði. Tjarn- arbrúin og uppfyllingarnar beggja vegna hennar taka allt of mikið af því svæði auk þess sem Skothús- vegurinn sem liggur yfir brúna sker Tjörnina í sundur sem útivistar- svæði. Hljómskálagarðurinn er núna umlukinn umferðaræðum á alla vegu og erfitt að komast að hinum. Því liggur beinast við að leggja niðurSkothúsveginn ogfjar- lægja brúna í núverandi mynd. En hvað um tengsl Hljóm- skálagarðsins við Vatns- mýrina og Háskólasvæðið? Já, ég sé fyrir mér hvernig tengja má háskólakjarnann þarsem fjöldi fólks stundar vinnu sína við mið- bæjarkjarnann með göngustígum ’ um stórkostlegt útivistarsvæði þar sem hvergi þarf að fara yfir umferð- argötu. Því lagði ég til að við undirbúningsvinnu á þeim umferð- armannvirkjum sem eiga áð koma á þessu svæði í kjölfar fyrirhugaðr- ar færslu Hrinabrautar. verði tryggt að þægileg undirgöng verði gerð undir Hringbrautina þannig að gönguleiðin sé greið frá Há- skólanum og niður í bæ. Þá er ég smeyk um að þau miklu umferðarmannvirki sem fyrirhug- uð eru á þessum slóðum stofni lífríki Vatnsmýrarinnar í hættu, enda hefur háskólarektor lýst áhyggjum sínum yfir þeim fram- kvæmdum. f þeim miklu umræðum sem spunnust um ráðhúsið og Tjörnina var mikið rætt um lífríkið og vatna- svæði hennar. Það er alveg vitað mál að Vatnsmýrin er Tjörninni afar mikilvæg, því Tjörnin fær í rauninni sitt vatnsmagn ofan úr Öskjuhlíðinni um Vatnsmýrina. Síðan er stórkostlegt lífríki í Vatnsmýrinni sjálfri og það er tjörn líka fyrir framan Norræna húsið. Þá má benda á að núna er verið að skoða háskólasvæðið í heild og skipuleggja það fyrir fram- tíðina svo nú er tækifærið að skoða málið í heild sinni. Menn verða að fara sér hægt og líta á gildi útivist- arinnar og náttúrunnar í leiðinni. Eitthvað hefur þú minnst á íþróttasvæði Vals í þessu samhengi. Já, á þessum slóðum er einnig íþróttasvæði Vals sem við getum litið á sem útivistarsvæði enda hafa Valsmenn lagt áherslu á að það sé einn hlekkurinn í þessari keðju útivistarsvæða. Færsla Hringbraut- ar heggur nærri íþróttasvæði Vals og því útivistarsvæði sem þar er. Það gerir framlenging Bústaðaveg- arins einnig. Það er áhyggjuefni hve Valssvæðið fer að verða lokað af og það þarf að tryggja aðkomu fólks að því. Þá get ég ekki annað séð en með færslu Hringbrautar sé verið að torvelda umferð gangandi fólks upp í Öskjuhlíð, þetta frábæra útivistarsvæði. Hlíðarfóturinn þrengir einnig að. En ef það er hugsað fyrir því í tíma að gera undirgöng undir göturnar bar sem þau liggja vel að landslagi þá er liægt að bjarga miklu. Það verður að gcra, en það er alls ekki sama hvcrnig þau eru gerð. Nú hefur þú talað um dalina þrjá? Já. Maður getur tínt hverja úti- vistarpcrluna af annarri upp á fest- ina. Þegar við komum úr Öskju- hlíðinni þá erum við komin í Fossvogsdalinn. Þessi svæði þarf að tengja með undirgöngunt eða göngubrúm. Við eigum frá náttúr- unnar hendi þrjá dali hér í Reykja- vík og þeim dölum viljum við framsóknarmenn viðhalda sem úti- vistarsvæði og ekki eyðileggja þá með bílaumferð. Þessir dalir eru náttúrlega Laug- ardalurinn sem byggður hefur ver- ið upp sem íþrótta og útivistar- svæði, Fossvogsdalurinn sent er gróðursæll með afbrigðum og ákjósanlegur sem útivistarsvæði og Elliðaárdalurinn sem tengist Foss- vogsdalnum og liggur alla leið upp að Elliðavatni og Heiðmörk. Ég er mjög fylgjandi þeim hug- myndum sem bæjaryfirvöld í Kóp- avogi hafa sett fram um skipan Fossvogsdalsins sem sameiginlegs útivistarsvæðis Reykvíkinga og Kópavogsbúa. Þeint hugmyndum þyrfti að hrinda í framkvæmd hið fyrsta og leggja öll áform um Fossvogsbraut á hilluna. Það eru nú þegar undirgöng undir Reykjanesbrautina svo það er aðeins spurning um frágang að tengja Fossvogsdalinn og Eliiðaár- dalinn saman. Þá erum við komin með samfellt útivistarsvæði allt frá miðbæ Reykjavíkur upp í Heið- mörk. Um þetta útivistarsvæði þarf að leggja göngu- og hjólreiðastíga sem jafnvel er hægt að nota fyrir skíðagöngu að vetrinum. Þessari gersemi eigum við að hlúa að og tryggja að hún verði ekki eyðilögð í skammsýni og asagangi. Um það ættu borgarbúar að geta verið sam- mála. -HM

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.