Tíminn - 20.10.1988, Qupperneq 2

Tíminn - 20.10.1988, Qupperneq 2
Fimmtudagur20. októbeM988 2 Tíminn Kærum um kynferðislegt ofbeldi rignir yfir Svía, eftir að norska heimildamyndin um kynferðislegt ofbeldi, var sýnd í sænska sjónvarpinu: Tólf þúsund hringdu eftir norska þáttinn Fri Þór Jónssyní fréttarrltara Tlmans I Stokkhólml: StundarfjórAungi eftir að norski sjónvarpsþátturinn um Eitt á fœ;ur oðru eru dæmi tekin ári er barn myrt. Þessa stundina cr beðið eftir dómi yfir rosknum manni og þrem- ur sambýliskonum hans sem hafa rekið sumardvalarheimili fyrir telpur og tuktað þær með svipum og neytt til kynferðislegra atlota við gamla manninn. Taiið er að þau kynferðisafbrot gegn börnum sem til kasta lögreglu koma, séu aðeins fá af þeim mörgu sem framin eru. í vor komust norskir afbrota- ekki um fjarlægan heim, sem kem- ur þeim ekki við. A íslandi einnig eru börn rænd sakleysi sínu. fræðingar að því, að í Woregi verði nítján hundraðshlutar stúlkna fyrir kynferðislegu ofbeldi einhverskon- arogfjórtánhundraðshlutarpilta. Þessar tölur ættu að sýna lslend- ingum að norski þátturinn fjallar kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hofst i sænska sjonvarp- inu á þriðjudagskvöld hringdu hinir fyrstu. Sextán sér- fræðingar höfðu komið saman í sjónvarpshúsinu til að taka við símhringingum um þetta málefni og út um alit land voru stofnanir opnar, sem beita sér gegn afbrotum af þessu tagi. Og þeirra varð þörf. Aðeins sérfræðingarnir sextán svöruðu á tólfta þúsund símtölum þetta kvöld. Þá má ímynda sér hve margir höfðu samband við stofnan- irnar beint. Og enn cru símarnir rauðglóandi. Yfir lögreglu rignir kærum, því að eftir þáttinn hafa börn talið í sig kjark til að rísa upp gegn ógnvaldi sinum, sem yfirleitt er þeirra eigið foreldri. En siík mál eru erfið meðferðar fyrir dómi. í barninu togast á skyldurækni við foreldra stna og viljinn til að losna undan misbeit- ingunni. Þar að auki hefur sýnt sig að vitnisburður barns fyrir rétti er afar léttvægur þcgar allt kemur til alls. Norski þátturinn sýnir blákaidan raunveruleikann, en þáttargerðar- menn sýna enga viðlcitni til að leita orsaka. Auðsjáanlega hafa þeir að miði að gera almenningi ijóst hví- It'ka hryllilega meðferð mörg börn verða að þola. I>au eru höfð að kynferðislegu leikfangi og síðan myrt. Þau eru fyllt af eiturlyfjum svo að þau sýni síður mótþróa. Pau eru allt frá því að vera tveggja vikna gömui! um kynterðisicga misDetttngu margskonar, á börnum. Frá Man- illa, Rio de Janeiro, Osló, London og Chicago. Tveggja vikna gamalt barn deyr eftir að faðir þess hefur nauðgað því, Austurískur læknir verður valdur að dauða lítillar telpu í Manilla þegar hann þröngvar nuddstaf í kynfæri hennar, þar sem stafurinn brotnar, þriggja ára stúlka er látin taka þátt í samförum nágranna sinna. Og hér er aðeins lítið eitt talið. En vandinn cr einnig áþreifan- legur ( Svíþjóð eins og bersýnilega hefur komið í Ijós frá því að þátturinn var sýndur. Á hverjum degi verða sex börn í Svíþjóða fyrir kynferðislegu áreiti af einhverju tagi. Tvisvar í viku er barni nauðgað. Fjórum sinnum á Undirbúningur við gerð fjárlaga í fullum gangi: Fjárlög líta dagsins Ijós ínæstuviku Undirbúningur við gerð fjárlaga er nú í fullum gangi og er stefnt að því að honum verði lokið að mestu leiti eftir næstu helgi. Stefnt er að því að fjárlagafrumvarpið verði lagt fram á Alþingi í lok næstu viku. Þá er ljóst að einhver aukning kemur til með að verða á útgjöldum ríkisins vegna aðgerða rt'kissjóðs til stuðnings við útflutningsatvinnuveg- ina, hversu mikil hún verður er ekki unnt að segja til um á þessari stundu. Standist ummæli Olafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra um meiri halla á fjárlögum þessa árs en Jón Baldvin HanniÉíUsson fráfar- andi fjármálaráðherra gerði ráð fyrir, má gera ráð fyrir að sá halli bitni á fjárlögum ársins 1988-1989. Það má því búast við að annasamt verði hjá ríkisstjórninni á næstu dögum á meðan verið er að ganga endanlega frá þessum málum. Verulegur niðurskurður hefur verið boðaður í flestum ráðuneyt- um, en ráðherrar eru þögulir sem gröfin um einstaka efnisþætti fjár- laga. -ág. Flugleiðir undirrita samn- ing um kaup á tveimur þotum í gær var merkisdagur í sögu Flugleiða því þá var undirritaður kaupsamningur sem hljóðar upp á kaup á tveimur Boeing 757-200 far- þegaþotum. Þær verða af- hentar frá verksmiðjunum haustið 1990 og eiga að leysa af hólmi DC8-63 vélar félags- ins í Norður Atlantshafsflug- inu. Þetta er annað skrefið í endurnýjum millilandaflug- flotans, en vorið 1987 var undirritaður samningur um kaup á tveimur Boeing 737- 400 þotum til flugs á Evrópu- leiðunum, sem verða afhent- ar næsta vor. í kjölfar þess- ara endurnýjana verður flugfloti Flugleiða sá yngsti í Evrópu, og þó víðar væri leitað. Samanlagt eru þetta fjárfestingar upp á um átta milljarða króna. En eins og Sigurður Helgason benti á í ávarpi við undirritun samningsins, þá samsvarar þetta því að vera 12-13% af fjárlögum íslenska ríkis- ins á síðasta ári. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði þessar miklu fjár- festingar bera vott um þann hug sem ríki hjá stjórn og starfsfólki Flug- leiða, og líkti þessu við sköpun nýs flugfélags. Það eru fjórar megin ástæður sem liggja að baki því að félagið ræðst út í þessa miklu endurnýjun flugflot- ans. í fyrsta lagi hefur Norður At- Gæsaskot og byssur í úrvali Hagstætt verð Verslunin eiÖivi Langholtsvegi 111 104 Reykjavík 'T 68 70 90 Sigurður Helgason og Borge Boeskov, sölustjóri Boeing í Evrópu, undirrita kaupsamninginn. Tímamynd: Gunnar lantshafsmarkaðurinn breyst Flug- leiðum í óhag og það hefur kallað á breytta stefnu félagsins. Þessi nýja stefna byggir fyrst og fremst á því að minni áhersla er lögð á lágfargjalda- markaðinn varðandi Atlantshafs- flugið. Einnig verður ferðum til Bandaríkjanna fækkað og meiri áhersla lögð á Evrópuflugið. Jafn- framt þessu verður aukin áhersla lögð á að ná til þeirra farþega sem tilbúnir eru að greiða hærra verð vegna betri þjónustu. Aðrar ástæður sem spila þama inn í eru þær að nýjar og strangari hávaðareglur taka gildi 1990 og vélakostur Flugleiða í dag uppfyllir ekki þær kröfur sem þá verða gerðar. Meðalaldur flugvéla félagsins er orðinn hár, eða um tuttugu ár. En hár aldur flugvélanna leiðir meðal annars til aukins við- haldskostnaðar og tafa á flugi. Mikil vinna liggur að baki þeirri ákvörðun að kaupa 757-200 þoturn- ar, sem geta borið allt að 239 farþega. Sú niðurstaða varð að þess- ar vélar búi yfir eiginleikum sem þjóni vel starfsemi Flugleiða miðað við markað félagsins og horfur á næstu árum. Til dæmis má nefna að Boeing 757-200 er einhver hljóðlát- asta farþegaþota sem er fáanleg í dag. EldSneytiseyðsla er lítil og vél- arnar eyða ailt að 43% minna elds- neyti á hvert sæti en DC8-63 vélarnar sem þær munu leysa af hólmi. Enn- fremur er flugstjórnarklefi og tækja- kostur einhver hinn fullkomnasti sem völ er á í dag. Einnig má geta þess að Boeing 757 getur notað stutta flugbraut og til dæmis má nefna að vél af þessu tagi getur notað Akureyrarflugvöll. Skrokk- stærðin er hin sama og á eldri gerðunum en vegna breyttra innrétt- inga er rými örlítið meira. Kaup á þessum vélum felur í sér endurnýjun til langs tíma, en talið er að þær geti þjónað Flugleiðum næstu tuttugu árin. Stefnt er að því að endurnýjun innanlandsflugflotans geti hafist fljótlega, en í vetur er markmiðið að ljúka athugun á þeim kostum sem þar liggja fyrir. ssh

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.