Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 5
rrj-rii'T t. Fimmtudagur 27. október 1988 Tíminn 5 Frumvarp um bann við hvalveiðum lagt fram: Deilt um vísindaveiðar í neðri deild Alþingis Frumvarp til laga um hvalveiði- bann til ársins 1993 var tekið til fyrstu umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Þetta frumvarp er lagt fram af Hreggviði Jónssyni (Rn.) og Aðal- heiði Bjarnfreðsdóttur (Rvk.) þing- mönnum Borgaraflokksins og mælti Hreggviður fyrir því. f umræðunum komu fram skiptar skoðanir á vís- indaveiðum íslendinga og er ljóst að álit manna fer ekki eftir hinum hefðbundnu flokkspólitísku línum. í máli Hreggviðs Jónssonar kom fram að hann taldi þetta frumvarp tákn breyttra tíma í hvalveiðistefnu íslendinga og jafnframt staðfestingu á því ástandi sem skapast hefur á mörkuðum okkar erlendis vegna aðgerða Greenpeacemanna og ann- arra náttúruverndarsamtaka. Hann dró upp mjög dökka mynd af ástand- inu og sagði gjaldþrot blasa við mörgum af stærstu útflutningsat- vinnuvegum þjóðarinnar ef svo héldi fram sem horfði. Hreggviður lýsti þeirri skoðun sinni að við ættum að taka forystu í umhverfismálum í heiminum og gekk jafnvel svo langt að stinga uppá að græningjum yrði boðið að flytja höfuðstöðvar sínar til íslands. Ótrúieg hræsni stórveldanna Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra svaraði Hreggviði og sagði að ekki kæmi til greina að láta undan þrýstingi grænfriðunga og yrði það gert myndi þar skapast fordæmi og létum við undan nú fylgdi trúlega ýmislegt á eftir. Halldór benti jafn- framt á þann tvískynnung að stór- veldi sem drepa vemdaða hvali í hundraða tali og losa geislavirkan úrgang í sjó, skyldu leggjast á sveif með mönnum sem hafa það að yfirlýstu markmiði að koma í veg fyrir að íslendingar gætu stundað vísindalegar rannsóknir á hvölum. Það væri ótrúleg hræsni og sýndar- mennska, sem þyrfti að biðjast af- sökunar á, að þessar þjóðir skyldu á sama tfma eyða stórfé í björgum tveggja hvala úr vök í Norðurhöfum. Þá lægi einnig fyrir að Japanir hygð- ust drepa 300 hvali í vísindaskyni í Suður-lshafinu í desember n.k.. Hann lagði áherslu á að farið yrði eftir og unnið á grundvelli samþykkt- ar Alþingis frá 1982 þar sem segir að rannsóknir á hvalastofnum skuli auknar, þannig að ávalt skyldi til staðar besta vísindalega þekking sem skyldi vera grundvöllur um áfaramhaldandi veiðar eftir 1990, þegar banni Alþjóðahvalveiðiráðs- ins lýkur. Hann minnti á að þá hefði verið full samstaða um málið á Alþingi og sú stefna mörkuð að nýta skyldi sjávarspendýr í hafinu um- hverfis landið. Halldór benti jafn- framt á að vísindaveiðar íslendinga brytu hvorki í bága við stofnskrá né lög Alþjóðahvalveiðiráðsins og niðurstöður þeirra væru mikilvægt framlag í upplýsingasöfnum ráðsins um stærð hvalastofna í Norðurhöf- um. Hins vegar vildu grænfriðungar ekkert vita um stærð né ástand hvalastofna og kærðu sig þar af leiðandi ekkert um rannsóknir þar að lútandi. Halldór kvaðst að lokum ekki vanmeta ástandið, hér væri um harðsnúið lið áð ræða sem svifist einskis. En vildu menn halda áfram hvalveiðum yrðu þeir að hafa kjark til að standa að vísindalegum rann- sóknum, en sleppa þeim að öðrum kosti. Umræðum frestað Fleiri tóku til máls, þar á meðal Árni Gunnarsson (A.NI.ey.) og var hann sammála því að hvalveiðar skyldu stöðvaðar tímabundið, en samt ekki með frumvarpi sem fjötr- aði hendur ríkisstjórnarinnar í þessu viðkvæma máli. Eins og greint var frá í Tímanum í gær hefur Árni lagt fram þingsályktunartillögu er felur stjórninni að stöðva vísindaveiðar tímabundið. Þingfundum lauk klukkan sjö í gærkveldi og voru þá enn eftir a.m.k. tólf á mælendaskrá í neðri deild og var því umræðum frestað til næsta fundar. Þess má geta að lokum að þeir Guðmundur Eiríksson sendiherra og Kjartan Júlíusson deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu halda til Þýskalands í dag til viðræðna við þarlenda aðila um viðbrögð þýskra fyrirtækja við aðgerðum grænfrið- unga. - ág. Ólafur Ólafsson landlæknir: Opinberir aðilar eigi og reki lyfjabúðirnar Ólafur Ólafsson landlæknir hef- ur gert það að tillögu sinni að sveitarfélögum verði veitt heimild til þess að kaupa lyfjabúðir. Jafn- framt þessu leggur landlæknir til að sett verði ákvæði um faglegt Ni'irlit lyfjafræðinga með allri lyfja- afgreiðslu, og þar með séð fyrir því að gæði lyfjaþjónustunnar séu tryggð. Landlæknir fjallar um þessa til- lögu í nýútkomnum Sveitastjómar- málum og þar rekur hann helstu rök með þessari breytingu á rekstri lyfjabúða. í fyrsta lagi er rekstur lyfjabúða orðinn mun einfaldari í sniðum en áður var, því lyfjagerð fer ekki lengur fram í lyfjabúðum nema í mjög litlum mæli. Meira en 90% þeirra lyfja, sem seld em í lyfja- búðum, em nú keypt frá heildsölu í stöðluðum formum og umbúðum, sem ekki má rjúfa. Landlæknir nefnir ennfremur í grein sinni að í heilbrigðiskerfinu hafi þróun kostnaðar orðið sú, að nær enginn geti greitt þjónustuna að fullu. Þar af leiðandi greiði ríkið mestalla þjónustuna, og á sömu leið sé þessu farið í lyfjamálum. Landlæknir segir orðrétt í grein- inni: „Lyfin em orðin það dýr, að Ólafur Ólafsson landlæknir. fæstir hafa efni á að greiða að fullu fyrir lyfjameðferð við smávægileg- um kvillum, enda greiðir ríkið langt yfir 90% af lyfjakostnaði einstaklinga. Með hliðsjón af þess- ari þróun, þ.e. að ríkið greiðir meira en 9/io af kostnaðinum, liggur beinast við, að opinberir aðilar eigi og reki lyfjabúðimar. Þar eð hagn- aður af lyfsölu er góður, ýtir það á, að lyfsalan verði hluti af heilsugæsl- unni.“ Svipuð tillaga og sú sem land- læknir hefur nú sett fram hefur áður litið dagsins ljós. Þá strandaði framkvæmdin á því að ríkið var ekki í stakk búið til þess að kaupa lyfjabúðirnar. Varðandi þetta bendir landlæknir á að sveitarfélög eru ekki síður í stakk búin til þess að standa að fjármögnun og lán- töku við yfirtöku lyfjabúða en einstaklingar. Tíminn hafði samband við Guð- mund Reykjalín, framkvæmda- stjóra Apótekarafélags fslands, og innti hann eftir áliti félagsins á þessum tillögum landlæknis. Guðmundur sagði að landlæknir hefði kynnt þessar tillögur á fundi hjá Apótekarafélaginu. Ekki hefði verið samin nein ályktun, en skoð- un þeirra væri sú að lyfsala ætti að vera undir faglegri umsjá eins og segir í þeim lögum sem nú gilda. Til að tillögur landlæknis nái fram þurfi því að koma til lagabreyting. ssh Borgarráð: Fyrirspurn vegna rafmagnsleysisins Á borgarráðsfundi á þriðjudag lagði Alfreð Þorsteinsson varaborg- arfulltrúi Framsóknarflokksins fram fyrirspurn vegna rafmagnsleysisins í Reykjavík þann 16. þessa mánaðar, en við slíkar aðstæður á vararafstöð Borgarspítalans að fara í gang, en gerði það ekki. Alfreð Þorsteinsson sagði að- spurður að Ijóst væri að töluvert hættuástand gæti skapast á spítalan- um, t.d. á gjörgæsludeild þar sem öndunarvélar eru tengdar rafmagni. „Þegar svona staða kemur upp þarf að beita handafli til að halda lffi í sjúklingum og eins ef skurðaðgerð væri í gangi þá væru menn svo til varnarlausir. Það hlýtur að vera krafa að þarna sé almennileg vara- rafstöð fyrir hendi og því lagði ég fram þessa fyrirspurn hvort menn telji ekki að einhverra úrbóta sé þörf,“ sagði Alfreð. -ABÓ Finnur Ingólfsson tekur sæti á þingi Fyrsti varaþingmaður Framsókn- arflokksins í Reykjavikurkjördæmi, Finnur Ingólfsson, tekur sæti á Al- þingi í dag í fjarveru Guðmundar G. Þórarinssonar. Finnur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Fram- sóknarflokkinn, til að mynda var hann formaður Sambands ungra framsóknarmanna um margra ára skeið, var aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra í tíð ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar 1982-1986 og síðan að- stoðarmaður Guðmundar Bjarna- sonar heilbrigðismálaráðherra frá 1986 og til dagsins í dag. Þá situr Finnur sem gjaldkeri í stjórn Fram- sóknarflokksins. -ág.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.