Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Launþegar á Vesturlandi Aðalfundur launþegaráðs framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldinn í Snorrabúð, Borgarnesi, mánudaginn 31. okt. kl. 20.30. Dagskrá: Kosning stjórnar launþegaráðsins og fulltrúa á kjördæmisþing. Sérstakur gestur fundarins verður Guðmundur J. Guðmundsson, form. Verkamannasambands íslands, sem mun ræða „Tengsl stjórnmálaflokka og verkalýðshreyfingarinnar". Einnig munu Stefán Guðmundsson, alþm., og Sigurður Geirdal, frkv.stj. Framsóknarflokksins, ávarpa fundinn. Allir stuðningsmenn Framsóknarflokksins velkomnir á fundinn. Stjórnin Hafnarfjörður Aðalfundur Framsóknarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn miðviku- daginn 2. nóv. kl. 20.30 að Hverfisgötu 25. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing 13. nóv. og flokksþing hinn 18.-20. nóv. 3. önnur mál. Að loknum aðalfundi F.H. kl. 21.30 hefst aðalfundur Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Hafnarfirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillögur stjórnar um lagabreytingar (tvöföldun fjölda fulltrúa í fulltrúaráðinu). Stjórnirnar Flokksþing 1988 Undirbúningur - samræming Samband ungra framsóknarmanna boðar til sérstaks fundar ungra framsóknarmanna til að stilla saman strengi fyrir flokksþing 18.-20. nóv. Tími: þriðjudagur 1. nóv. kl. 20.00. Staður: Nóatúni 21, Reykjavík. Stjórn SUF Aðalfundur FUF Árnessýslu Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Árnessýslu (framhalds- aðalfundur) verður haldinn að Eyrarvegi 15, Selfossi, sunnudaginn 30. okt. og hefst kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Gissur Pétursson, formaður SUF, og Egill Heiðar Gíslason, starfsmaður SUF, mæta á fundinn. Stjórnin Viðtalstími - Vestur-Skaftafellssýsla Guðni Ágústsson, alþingismaður, verður til viðtals á eftirtöldum stöðum: Föstudaginn 28. okt. nk. í Vík - Vfkurskála - kl. 10-12 f.h. Sími 98-71230. Kirkjubæjarklaustri sama da& í Kirkjuhvoli frá kl. 15-17. Sími 98-74621. Konur Árnessýslu Aðalfundur Félags framsóknarkvenna í Árnessýslu verður haldinn að Eyrarvegi 15, Selfossi mánudagskvöldið 31. okt. kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, önnur mál. Fjölmennum Stjórnin Aðalfundur FUF Kópavogi Aðalfundur FUF í Kópavogi verður haldinn að Hamraborg 5 mánudaginn 31. okt. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Stjómin Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla Aðalfundur Framsóknarfélags Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu verður haldinn mánudaginn 31. október kl. 21.00 í kaffistofu Hróa h.f. Ólafsvík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Alexander Stefánsson alþingismaður kemur á fundinn. Allt framsóknarfólk velkomið. Stjórnin Fimmtudagur 27. október 1988 lllllllllll DAGBÓK llllllllllllllllllllllllllllllillllll Lögfræðiaðstoð Orators Orator, félag laganema, veitir okeypis lögfræöiaðstoö á fimmtudögum frá kl. 19.30-22.00, í síma 1 10 12. H.í.-Fyrirlestrar um þekkingarkerfi og sjálfvirkni Tveir þekktir erlendir vísindamenn halda fyrirlestra í dag, fimmtudaginn 27. október, í stofu 158 VR-II, húsi verk- fræði- og raunvísindadcilda Háskóla ís- lands við Hjarðarhaga 2-6. Kl. 16.15: Þekkingarkerfi fyrir tölvu- vædda hönnun. Prof. Charles E. Hutchin- son flytur fyrirlestur um þróun þekkingar- kerfis. Kl. 17.15: Staða sjálfvirkni og væntanleg þróun. Prof. Dr. Ing. Hans-Júrgen Warn- ecke, heldur fyrirlestur um fyrmefnt efni. Báðir fyrirlestramir verða á ensku og allir sem áhuga hafa era velkomnir. Tónlistarbandalag íslands Tónleikar í október 1988 Föstud. 28. okt. Listasafn íslands, kl. 12.30. Áshildur Haraldsdóttir, flautuleik- ari, leikur við harpsicordundirleik Önnu M. Magnúsdóttur, verk eftir Handel, Berio, Hauk Tómasson og Bach. íslenska óperan kl.20.30, Michaela F. Christensen, sellóleikari, leikurviðundir- leik Bohumila Jedlikova á píanó og Olle Persson, baritónsöngvari syngur við undirleik Mats Jansson á píanó. Flutt verða verk eftir Grieg, Schumann, Blake, Martinu, von Koch og Ginastera. Laugardaginn 29. okt. kl. 12.30, í íslensku óperunni, Leif Ove Andsnes leikur á píanó, verk eftir Haydn, Carl Nielsen, Debussy og Janácek. Háskólabíó, kl. 16.00, Dan Laurin, blokkflautuleikari, Geir Draugsvoll, harmoníkuleikari, Jan-Erik Gustafsson, sellóleikari og Anders Kilström, píanó- leikari leika einleik við undirleik Sinfón- íuhljómsveitar íslands. Stjórnandi er Petri Sakari, aðalhljómsveitarstjóri S.l. Flutt verða konsert fyrir blokkflautu og konsert eftir Vivaldi, frumflutt harmon- íkuverk eftir Frounberg, sellókonsert eft- ir Elgar og píanókonsert eftir Brahms. Sunnudagur 30. okt, Norræna húsið kl. 17.00, Brynjar Hoff leikur á óbó og Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó, verk eftir Vivaldi, Sommerfeldt, Reizenstein, Grieg, Nielsen, Satie, og de Falla. Minningarkort Styrktarsjóðs - barnadeildar Landakotsspítala Styrktarsjóður barnadeildar Landa- kotsspítala hefur látið hanna minningar- kort fyrir sjóðinn. Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður og kennari teiknaði fjögur mismunandi kort. Eftirtaldir staðir selja minningarkortin: Ápótek Seltjarnarness, Vesturbæjar- apótek, Hafnarfjarðarapótek, Garðsapó- tek, Holtsapótek, Mosfellsapótek, Ár- bæjarapótek, Lyfjabúð Breiðholts, Reykjavfkurapótek, Háaleitisapótek, Kópavogsapótek, Lyfjabúðin Iðunn. Blómaverslanirnar; Burkni, Borgarblóm, Melanóra Seltjarnamesi og Blómaval Kringlunni. Einnig era þau seld á skrif- stofu og barnadeild Landakotsspítala. Hátíðarguðsþjónusta í Hallgrímskirkju Að venju verður hátíðarguðsþjónusta í Hallgrímskirkju í kvöld, 27. október, sem er dánardægur séra Hallgríms Péturs- sonar. Við guðsþjónustuna að þessu sinni predikar sr. Sigurður Pálsson og sr. Ragnar Fjalar Lárusson þjónar fyrir alt- ari. Norski óbóleikarinn Brynjar Hoff lcikur á hljóðfæri sitt við undirleik Ann Toril Lindstad orgelleikara. Auk þess tekur Mótettukór Hallgrímskirkju þátt í guðsþjónustunni, undir stjórn Harðar Áskelssonar organista kirkjunnar. Guðsþjónustur þessar eru orðnar fastur liður í helgihaldi við Hallgrímskirkju og er þess að vænta að margir leggi þangað leið sína, til að heiðra minningu þess manns sem hefur lagt íslendingum fleiri bænarorð á tungu en nokkur maður annar. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag kl. 14. Frjáls spilamennska. 19.30: Félagsvist, hálft kort. Kl. 21.00: Dans. Gallerí Borg Helga Egilsdóttir sýnir olíumálverk í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Þetta er seinni sýningarhelgin og er opið virka daga frá kl. 10.-18, og um helgar frá kl. 14-18. Sýningunni lýkur þriðjudaginn 1. nóvember. Tónleikar á Austurlandi Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari og Páll Eyjólfsson, gítarleikari munu halda tvenna tónleika á Austurlandi um helg- ina. Þeir munu spila í Egilsstaðakirkju klukkan 5, laugardaginn 29. október og í safnaðarheimilinu í Neskaupstað klukkan 5, sunnudaginn 30. október á vegum menningarmálanefndar. Á efnisskránni era verk frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar, bæði eftir hin þekktari tónskáld, svo sem Atla Heimi Sveinsson, Georg Friedrich Hánd- el og Hjálmar H. Ragnarsson, og önnur sem hafa óverðskuldað fallið í gleymsku t.d. Italann Pietro Locatelli og Þjóðverj- ann Kummer. Þrátt fyrir háan aldur sumra tónsmíðanna og lágan aldur ann- arra verður þetta allt að teljast hin aðgengilegasta tónlist. Þeir félagar hafa haldið allmarga tón- leika vítt og breitt um landið undanfarin ár og munu halda áfram í vetur, m.a. í Borgamesi í desember. BILALEIGA meö útibú allt í kringuiTi landið, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.