Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. október 1988 Tíminn 7 Loðnuveiðar glæðast: Vantar fleiri báta á miðin Góð loðnuveiði hefur verið frá því um helgi og vantar nú aðeins að fleiri bátar fari á veiðar, að sögn Ástráðar Ingvarssonar hjá loðnu- nefnd. Á mánudag voru tíu bátar með um 8500 tonn og er það mesta veiði á einum sólarhring á vertíðinni til þessa. Ástráður var vongóður um framhaldið. Skipin voru að veiðum út undir miðlínu, norður af Húnaflóa. Tveir bátar vor á miðunum í gær, Björg Jónsdóttir PH og Helga II RE, en hin skipin voru ýmist að landa eða á leið á miðin, en alls hafa 25 bátar hafið veiðar. Von er á fleiri bátum á miðin á næstu dögum. Á þriðjudag voru sjö bátar með um 5730 tonn og í gær voru sjö bátar með um 3040 tonn á hádegi. Búið var að veiða 41.950 tonn samtals það sem af er vertíðinni, á hádegi í gær. - ABÓ Börkur NK122 landaði 1143 tonnum af loðnu á Neskaupstað á þriðjudag. Tímamynd Vilhj. Guðm. Bækur um siðvenjur, landmótun og litaval: Jólabækur Hörpuútgáfu Hörpuútgáfan á Akranesi gefur út níu bækur nú í haust. Stóru stundirn- ar er handbók um siði og venjur á merkum tímamótum sem Hermann Ragnar Stefánsson hefur samið og fjallar um ýmislegt sem máli skiptir hjá fólki varðandi atburði eins og fæðingu, skírn, fermingu, trúlofun, giftingu, áfangapróf, gestaboð, af- mæli og útfarir. Fjöldi mynda er í bókinni eftir Jóhannes Long ljós- myndara. Landmótun og byggð í fimmtíu ár flytur 50 valdar loftmyndir sem sýna fjölbreytta náttúru og staðhætti víðs vegar á landinu og ýmsar breytingar sem orðið hafa þar á síðustu 50 árin. Texti bókarinnar, sem gefin er út í samstarfi við Landmælingar íslands, er bæði á íslensku og ensku, en höfundar eru landfræðingarnir í>or- valdur Bragason og Magnús Guð- mundsson. Pá kemur út annað bindi af sjó- mannabókinni Aflakóngar og at- hafnamenn, en það er viðtalsbók Hjartar Gíslasonar blaðamanns við sex landsþekkta aflamenn. Einnig kemur út annað bindi af Lífsreynslu, safnriti sem Bragi Þórðarson tekur saman og flytur frásagnir af eftir- minnilegri og sérstæðri reynslu fólks víðs vegar af landinu. Einnig kemur út bókin Litirnir þínir, leiðbeiningar um litgreiningu. Þetta er íslensk þýðing bókarinnar „Color me beautiful" sem hefurselst í milljónum eintaka víða um heim og hefur m.a. verið notuð á nám- skeiðum hér á landi. Það er Unnur Arngrímsdóttir sem hefur haft um- sjón með íslensku útgáfunni, en bókin gefur hagnýt ráð um litaval á fötum og farða, og er hægt að spara sér umtalsverðar fjárhæðir í fata- kaupum með því að tileinka sér þær leiðir sem bent er á í bókinni. Þar að auki eru væntanlegar frá Hörpuútgáfunni í haust fjórar þýdd- ar bækur. Þær eru eftir Jack Higgins, Duncan Kyle, Bodil Forsberg og Erling Poulsen. Fyrr á þessu ári gaf Hörpuútgáfan svo út að nýju tvær bækur. Önnur er Lilja Eysteins Ásgrímssonar í útgáfu Gunnars Finnbogasonar cand. mag. Lilja var fyrst prentuð á Hólum árið 1612 í Vísnabók Guðbrandar biskups. Hin er Ljóðaþýðingar Yngva Jóhannessonar. í þeirri bók eru Ijóð margra þekktra skálda og andans manna, og fylgja frumkvæð- in með þýðingum þeirra í þessari útgáfu. -esig Blikkandi umferðarmerki Þessi óbeina hraðahindrun var sett upp nýlega við Rauðavatn. Skiltið sendir frá sér radargeisla og nemur með þeim hraða bíla sem aka í mót því. Aki bílarnir hraðar en sextíu þá blikkar Ijós á merkinu og gefur mönnum til kynna að þeir skuli slá af ferðinni og halda sig á réttum hraða. Tímamynd Gunnar. Athugasemd frá íþróttafulltrúa Vegna furðurlegrar og villandi blaðagreinar í Tímanum í dag (25. okt.) finn ég mig neyddan til þess að skrifa ykkur bréf og rifja upp aðdrag- andann að byggingu íþróttavallar í Engihlíðarhreppi. Þegar ég kom norður til ykkar og hitti Valdimar Guðmannsson bónda í Bakkakoti að máli varðandi hugs- anlega vallargerð, þá sýndi hann mér það svæði sem líklegast væri til þessara framkvæmda. 1 minnis- punktum mínum frá þessum tíma voru ráðleggingar mínar í stórum dráttum þessar: 1. Vallarsvæðið er greinilega mjög gott til grasvallargerðar. 2. íbúar hreppsins eru tæplega 100 og verður því að gæta þess i hvívetna að dugmiklir hugsjóna- menn reisi sér ekki hurðarás um öxl. 3. Umræður um hlaupabraut hef ég skráð þannig: a. Hlaupabraut hér verður kostn- aðarsöm vegna flutninga efnis og hugsanlegrar blöndunar yfirlags. b. Mjög stutt er á Blönduós (3-4 km) þar sem hlaupabraut er við íþróttavölllnn. c. Æfa má hlaup á grasvellinum og jafnvel keppa. d. Hlaupabraut vlð aðra langhlið- ina 110-120 m myndi leysa úr óskum margra. e. Ef ekki nást sættir um fyrr- greind atriði heima fyrir mætti hugsanlega huga að 370 metra hlaupabraut þó slíkar brautir séu ekki lengur vinsælar. Slík braut yrði mun ódýrari en 400 m braut og hún er þó lögleg til keppni, samkvæmt staðfestingu for- manns laganefndar FRÍ. Þar sem landleysi er eða mikið fámenni, er ekki óeðlilegt að slíkra kosta sé leitað. f. Til þess að spara mikinn hönn- unarkostnað mætti hugsanlega leita til fagmanna heima fyrir og skoða leiðbeiningarrit íþrótta- nefndar um gerð íþróttavalla. í þessum bæklingi eru tværteikn- ingar, önnur fyrir íþróttavöll með 370 metra hlaupabraut og hin með 400 metra braut. í þeim gögnum sem ég sendi norður skrifaði ég á teikninguna (sem greinilega var merkt „íþrótta- leikvangur, knattspyrnuvöllur 62x100 - hlaupabraut 370 m 4 braut- hyT~„Þessa^teikningu gætuð þið notað.“ Á seinpi stigum kom í ljós að Valdimar "hafði vænst þess að geta komið fyrir 400 metra hlaupabraut á Ungmennafélagiö Vorboöinn hefur í tvíganc ayggt eftir röngum teikningum frá íþróttafulltrú; GERA ÞRIÐJl TILRAUN VIG ÍÞRÓTTAVÖLL Vorboðúui, Utiö uafmeonafcUg A-llaoatitnuydu hcfur orðtð niMaka iproltaruUtnra nktuas. 'éUfið hcfur á uotUfónwm fjór- im ámra tUÖiA i MórframkTKmd- ua vli fcrð (þróttavaliar Of i vifa«{ á þrna tuna fengið rupr eikningar frá embarlti iþróttafull- rúa. Tabmenn Vorboðau hafa m farlð fram á að aflnr ankakoctn- iður vrgna þestnra mbtaka verði ireiddnr nr íþróttaijóði. Vcllinum var valinn slaður ( andi Bakkakots f Engihlfðar- ircppi og jafnaður þar út hallandi nclur og þakinn. Er farið var að tuela út fyrir hlaupabrautum kom Ijós að hlaupahringurinn scm era átti 400 metrar var einungis 70 metrar. Við nánari athugun arð Ijóat að um ranga teikningu ar aö rrða og fengu þá Vorboða- tenn nýja teikningu sem gcrði ráð yrir tuttugu metra lengingu á vell- tum. Nú var ráðist I lcngingu allarins samkvrmt nýju teikning- nni. Er þvf verki var lokið vont tenn ckki enn ánxgðir þvl beygjur iaupabraularinnar rcyndust anú rappar og þegar betur var að gáð pplýstist að seinni teikningin frá elt og átti að vcra kominn ú umferð fyrir tveimur árum. Borgar íþróttasj&áur? Vorboðamenn hafa þcgar lenj völlinn og er nú unnið að breikku hans Ifka. Þ*r breytingar eru þ töluvcrt mil og er áctlaður kostr aður þcirra á bilinu 300-40 þúsund, en flytja þarf til jarðve svo og brjóta upp og fjarbegj sökkul fyrir geymsluskúr. Þá e einnig Ifklegt að brjóta þurfi up. kaslhring scm stcyptur hafði veii utan við völlinn en lendir sennileg inn (hlaupabrautinni við breikkun ina. „Við crum virkilega svekktír yfi þcssu” scgir Valdimar Gunnarssoi formaður Umf. Vorboðans, „*tl unin var að taka vðllinn I notkun haust en nú er Ijóst að af þvl getu ckki orðið. En við hðldum áfran hvað sem á gengur og stefnum al því aö klára n*sta vor“. Kostnaðu við vðllinn stendur nú f um tveimu miljónum og þar af er lcp milljór bein fjánítlát, en afgangurinn unn ið f íjálfboðaliðavinnu. „Ég trú ekki öðru en að (þróttasjóður kom á móts við okkur og greiði auka kosuð vegna þessara mistaka" þessu svæði. Fékk hann þá í hendur teikningu af íþróttaleikvangi með 400 metra hlaupabraut. 1 henni eru ritvillur varðandi heildarbreidd svæðisins, en allar tölur og línur er varða úttekt á hlaupabrautinni sjálfri eru réttar. Að dómi höfundar hefði því ekki átt að þurfa að koma til mistaka vegna úttektar á hlaupabrautinni. Með þessum skýringum vil ég á vinsamlegan hátt skýra frá þcim staðreyndum að milli mín og Valdi- mars hefur frá upphafi ríkt nokkur misskiiningur varðandi gerð hlaupabrautar við þennan umrædda völl. Taldi ég að verið væri að vinna að 370 m hlaupabraut, en Valdimar hefur greinilega haft 400 m braut í huga. Eg réði honum frá því í fyrstu að ráðast í gerð hlaupabrautar, en hann hóf þessa framkvæmd síðar án minn- ar vitundar, eða eins og hann sagði „það var svo mikill áhugi að við byrjuðum bara“. Eg vildi þá reyna að aðstoða hann og Iþróttanefnd ríkisins samþykkti að mæla með stuðningi við gerð íþróttavallarins þrátt fyrir nálægðina við Blönduós. Var það gert með því fororði að leitað yrði allra ráð til þess að gæta aðhalds í kostnaði. Að mínu mati var í þessu máli gengið eins langt til móts við óskir heimamanna og nokkur var kostur. Að framansögðu finnst mér mál- flutningur formanns Ungmennafé- lagsins Vorboðinn koma okkur í opna skjöldu og að okkur vegið á ódrengilegan hátt, þar sem við höf- uni bæði samþykkt að veita þessunt framkvæmdum stuðning og viljað aðstoða hann eftir þvf sem kostur hefur verið. Þá get ég ekki skilið hvaða tilgangi það þjónar að birta órökstudd gífur- yrði í fjölmiðlum sem einungis eru til þess fallin að skaða málstað íþrótta- og æskulýðsfélaga og upp- byggingu íþróttamannavirkja í land- inu. Vil ég að lokum vekja athygli á ráðleggingum Birgis Guðjónssonar, formanns laganefndar Frjálsíþrótta- sambands Islands, sem fenginn var til þess að líta á þessi mál ykkar. Get ég ekki betur séð en ábend- ingar hans séu að verulegu leyti í sama anda og fyrstu viðbrögð mín voru við spurningunni um hlaupa- braut við völlinn í Engihlíðarhreppi. Það er von mín að ykkur takist að ljúka gerð íþróttavallarins og leysa ykkar mál á farsælan hátt. Ég vonast einnig eftir að geta haft gott samstarf við Ungmennafélagið Vorboðann og íbúa Engihlíðarhrepps í framtíðinni. Með íþróttakveðju. Reynir G. Karlsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.