Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 15
vpf >iív1'W.c vir sln’í'TimR FiiTHntudagiH'27. október 1988 tíminn 15 Misrétti og eignarhald á fiski Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar hefur gefið úr bókina Mar- kaðsöfl og miðstýringu eftir dr. Hannes Hólmstein Gissurarson lektor. Þetta rit er ætlað til kennslu í hagfræði, félagsfræði og stjórn- málafræði í Háskóla íslands og öðr- um framhaldsskólum, jafnframt því sem kostað hefur verið kapps um að gera það aðgengilegt og auðlæsilegt fyrir áhugasama leikmenn. Lýst er kenningum fræðimanna frá Adam Smith og Karli Marx á fyrri tíð til Johns Maynards Keyness og Fri- edrich von Hayeks á okkar dögum um æskilegt fyrirkomuiag fram- leiðslu og viðskipta. Einnig er rætt um einstök ágreiningsefni nútímam- anna, svo sem hvort áætlunarbú- skapur hafi í för með sér ófrelsi, hvort tekjuskipting á frjálsum mark- aði sé réttlát, hverjir eigi fiskinn í sjónum umhverfis fsland, hvort áframhaldandi hagvöxtur sé eftir- sóknarverður, hvort konur búi við misrétti á íslandi og hvort íslending- ar eigi að veita þróunaraðstoð. Þórarínn Eldjám. Haustbóka- Gullbringu er hafið Hjá bókaforlaginu Gullbringu er komin út ný skáldsaga, SKUGGA- BOX, eftir höfund forlagsins, Þórar- in Eldjám. Hetjan í SKUGGA- BOXI er Kort Kjögx, fertugur mál- atferlisfræðingur og uppfinninga- maður af íslensku bergi brotinn, með áherslu á brotinn. Eftir langan námsferil virðist Kort hafa dagað uppi í lokaverkefni sínu við Háskól- ann í Haparanda, í endalausri tog- streitu milli skyldu og sköpunarþrár. Óvæntur arfur skilar þessari hetju heim til föðurlandsins þar sem þráðurinn skal tekinn upp á ný. En margt annað reynist óvænt, bæði í fortíð og nútíð. og þræðirliggja víða - en þó ekk ; lausu. Er leitin að munstri í ó> ínni aðeins fálm í myrkri, skuj ox? SKUGGA X er 176 blaðsíður. Prisma setti irentaði, Arnarfell batt inn, S1 Eldjárn hannaði kápu. Gissur Pétursson Guðrún Jóhannsdóttir Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi vestra verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi dagana 29. og 30. október 1988. Dagskrá: laugardaginn 29. október. 1. kl. 13:00 Þingsetning og kosning starfsmanna. 2. kl. 13:15 a. Skýrsla stjórnar KFNV, blaðstjórnar Einherja og reikningar. b. Frá laganefnd. c. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga - af- greiðsla. 3. kl,; 14.00 Ávörpgesta: a. Guðrún Jóhannsdóttir. b. Gissur Pétursson. 4. kl. 14.15 Stjórnmálaviðhorfið: Steingrímur Hermannsson. 5. kl. 15.30 Kaffihlé. 6. kl. 16.00 Frjálsar umræður. 7. kl. 18.15 Kosning nefnda og nefndarstörf. 8. kl. 20.00 Kvöldverður á Hótel Blönduós. Kvöldskemmtun [ Félagsheimilinu. Sunnudagur 30. október: 9. kl. 11.00 Nefndarstörf. 10. kl. 12.30 Matarhlé. 11. kl. 13.30 Sérmál þingsins, uppbygging og fjármögn- un atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni í nú- og framtíð. Framsögumaður Bjarni Einarsson. 12. kl. 15.30 Nefndir skila áliti - Umræður - Afgreiðsla. 13. kl. 17.00 Kosningar. 14. kl. 18.00 Önnur mál. 15. kl. 18.30 Þingslit. Gestir þingsins: Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri hjá Byggðastofnun. Gissur Pétursson, formaður SUF. Guðrún Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri LFK. Jón Guðni Skaftfellingar Aðalfundur Framsóknarfélags Vestur-Skaftafellssýslu verður haldinn laugardaginn 29. okt. í Tunguseli og hefst kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa á kjördæmisþing og flokksþing. Alþingismennirnir Jón Helgason og Guðni Ágústsson mæta á fundinn. Stjómin Aðalfundur Framsóknarfélags Mýrarsýslu verður haldinn í húsi félagsins fimmtudaginn 27. okt. kl. 21. Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Alexander Stefánsson alþingismaður kemur á fundinn. Stjórnin. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambandsins að Hamraborg 5 verður opin mánudag til fimmtudaga kl. 16-19. KFR Vesturland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldið á Akranesi 5. nóvember n.k. KSFV Aðalfundur F.R. Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 27. október að Nóatúni 21 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Stjórnmálaviðhorfið: Finnur Ingólfsson. Stjórnin f ■ , Akranes Aðalfundur Framsóknarfélags Akraness verður haldinn að Sunnu- braut 21 fimmtudaginn 27. október kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Kosning fulltrúa á flokksþing. önnur mál. Stjórnin. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi eystra »^?íÆ.urfLaLð|ð að Hótel Reynihlíð, Mývatnssveit, dagana 4.-5. nóv. Þingið hefst föstudaginn 4. nóv. kl. 20. Sérmál þingsins: Áhrif efnahagsstjórnunar á þróun byggðar. Nánar auglýst stðar. Stjórn KFNE. Aðalfundur Framsóknarfélags Selfoss Aðalfundur Framsóknarfélags Selfoss verður haldinn að Eyrarvegi 15, Selfossi, fimmtudaginn 27. október n.k. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, kosning fulltrúa á kjördæmisþing og flokksþing. Önnur mál. Stjórnin. Suðurlandskjördæmi Kjördæmisþing verður haldið í Vestmannaeyjum 4. og 5. nóvember n.k. Þingið hefst kl. 19.30 föstudaginn 4. nóv. Athugið breyttan tíma. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið sunnudaginn 13. nóvember n.k. í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Dagskrá auglýst síðar. Stjórnin. Aðalfundur fulltrúaráðsins í Reykjavík Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 5. nóvember n.k. að Hótel Lind og hefst kl. 10.00. Dagskrá fundarins nánar auglýst síðar. Stjórnin Flokksþing 20. flokksþing framsóknarmanna verður haldið dagana 18.-20. nóv. n.k. að Hótel Sögu. Þingið hefst föstudaginn 18. nóv. kl. 10. Dagskrá auglýst síðar. Framsóknarflokkurinn. Aðalfundur Aðalfundur Framsóknarfélags Árnessýslu verður haldinn að Eyrar- vegi 15, Selfossi þriðjudaginn 25. okt., n.k. kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur fulltrúaráðsins í Kópavogi Steingrímur Haukur Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Kópavogi verður haldinn þriðjudaginn 1. nóv. kl. 20.30 að Hamraborg 5. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ávarp: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Fundarstjóri: Haukur Ingibergsson. Kaffiveitingar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.