Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.10.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 27. október 1988 llllllllllllllllllllll ÚTLÖND lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Hermenn Rauða hersins á undanhaldinu í upphafi seinni heimstyrjaldar: Fjöldamorð í Litháen Rauði herinn framdi (jöldamorð í grennd bæjarins Tyelshyai í Litháen 24. júní 1941. Hermenn úr Rauða hernum, á undanhaldi undan hernámsliði Þjóð- verja í Litháen í síðari heimsstyrjöld, pyntuðu og tóku af lífi 73 pólitíska fanga og grófu limlest líkin í skógi, segir nú í sovésku dagblaði. Að sögn blaðsins Sovietskaya Litva, sem gefið er út af Kommún- istaflokki Litháens, framdi hersveit ■ Rauða hernum fjöidamorðið í grennd bæjarins Tyelshyai aðfara- nótt 24. júní 1941. Þó að nú ríki „glasnast" í sovéskri blaðamennsku hefur ekki til þessa tíðkast að bera beinar sakir á her- sveitir úr Rauða hernum og minning- ar um hlutverk hersins og afrek í styrjöldinni eru enn friðhelgar. í blaðinu sl. föstudag, sem barst ekki til Moskvu fyrr en í gær, sagði að fangelsisverðir og hermenn hefðu valið pólitísku fangana úr hópi fanga í fangelsi bæjarins, bundið þá og keflað og fært þá á brott. Þar er líka sagt að sovésku hermennirnir, sem hefðu verið í þann veginn að yfirgefa svæðið, hefðu verið undir stjórn „Dontsovs majórs og Yermolayevs kafteins". Fjórum dögurn síðar, þegar her- mennirnir hefðu hörfað brott og svæðið var komið undir hernám Þjóðverja, hefðu gyðingar, búsettir á staðnum, grafið upp líkin 73 að skipun lögreglu. Hundruð þessara gyðinga voru síðar skotnir, segir í greininni. „Byssukúlur voru aðeins í fáum líkanna. Af því sem næst öllum höfðu kynfærin verið skorin af. Það var augljóst að þeir voru að reyna að spara byssukúlurnar. Þeir notuðu byssustingi, járnstengur, axir og hermannastígvél," segir blaðið. Þessar upplýsingar eru meðal þeirra uppljóstrana um kúgun undir stjórn Jósefs Stalíns, sem hafa skotið upp kollinum eftir að Míkhail Gor- batsjov hvatti til að fyllt yrði upp í „auða kafla“ í sögu Sovétríkjanna. Þriðji ársfjórðungur í Bandaríkjunum: Hagvöxtur í 2,2 prósent Þessi skýrsla gæti dregið eitthvað úr vinsældum George Bush, forseta- frambjóðanda repúblikana, sem hef- ur vísað til góðrar stöðu efnahags Bandaríkjartna sem góðrar ástæðu til að kjósendur ættu ekki að taka neina áhættu með óreynda stefnu Michaels Dukakis. Um tæpra sex ára skeið hefur hagvöxtur Bandaríkjanna sífellt ver- ið að eflast og er svo langt tímabil óslitins vaxtar efnahagslífsins óþekktur annars á friðartímum. Auk þess hefur atvinnuleysi ekki verið minna undanfarin 14 ár. En demókratar halda því fram að þessi árangur hafi náðst með geysi- legri skuldasöfnun sem hafi gert það að verkum að staða Bandaríkjanna undir stjórn Ronalds Reagans, hafi breyst frá því að vera stærsti lána- drottinn heims í það að verða skuld- ugasta ríki heimsins. Hagvöxtur í Bandaríkjunum var ekki nema 2,2% á mánuðunum júlí-september og hefur dregið úr honum frá öðrum ársfjórðungi, en þá var hann 3%. Bandaríska viðskiptaráðuneytið gaf út tilkynningu þessa efnis í gær. Þar kom ennfremur fram að þjóðar- framleiðslan, heildarframleiðsla á vörum og þjónustu, hefði orðið 0,6% meiri ef þurrkarnir fyrri hluta sumars hefðu ekki dregið úr fram- leiðslu landbúnaðarvara. Þrátt fyrir að mátt hefði greina merki þess að hagvöxturinn yrði hægari á þriðja ársfjórðungi höfðu hagfræðingar í Wall Street gert sér vonir um að vöxturinn yrði a.m.k. 3%. Hagvöxturinn á síðasta fjórðungi ársins yrði að verða a.m.k. 3.4% ef markmið Reagans ætti að nást um 3.0% aukningu yfir allt árið. Umhverfisnefnd Norðurlandaráös: Gagnrýnir til- lögur ráðherra Umhverfisnefnd Norðurlanda- ráðs hefur harðlega gagnrýnt ráð- Ein í risaþotu Einungis einn farþegi var um borð í risaþotu British Airways, er flaug frá Tokyo til London í gær. Japanska konan, sem upp- lifði þetta gat valið um 353 sæti og sex kvikmyndir. Ástæður þessa sérstaka flugs, sögðu talsmenn BA vera að ris- aþotunni, af gerðinni Boeing 747 Jumbo, seinkaði á þriðjudags- kvöld. Farþegar sem áttu bókað með vélinni, fengu sæti með öðr- um vélum, utan konan sem flaug ein með vélinni. herra Norðurlandanna, sem fara með umhverfismál, fyrir að geta ekki ákveðið hvernig taka eigi á mengun eigin hafsvæða. Nefndar- rnenn sögðu jafnframt að endur- skoða verði tillögur og áætlanir ráð- herranna, hvað þennan málaflokk varðar. Á fréttamannafundi í Osló talaði fulltrúi Danmerkur um álætlunina sem málamyndun. Hún innihaldi hvorki takmarkanir hvað varðar los- un á iðnaðar- og landbúnaðarúrg- angi, né ákveðin tímamörk. Norskur fulltrúi tók í sama streng og lagði áherslu á að tíminn væri naumur. Ákveðinna aðgerða væri þörf og því hefði nefndin ákveðið að hafna til- lögum ráðherranna. Loftárásir ísraels- manna í Suður-Líbanon í gær gerðu ísraelskar herflugvélar loftárás á búðir skæruliðahreyfingar- innar Fatah sem er stjórnað af Arafat leiðtoga PLO. Skæruliðabúðirnar eru staðsettar innan flóttamannabúða Palestínu- manna tæpa 40 kílómetra suður af Beirút. Að sögn sjónarvotta létust fjórir og 18 særðust. Við árásina braust út eldur í flóttamannabúðun- um og skemmdir urðu miklar, en íbúar búðanna leituðu skjóls í hreys- um sínum. Loftárásin er sú þriðja sem ísraels- menn gera á fimm dögum, samtals hafa 13 látist og 59 særst í þessum árásum. Fréttaskýrendur telja að þessar árásir ísraelsmanna séu hefndarráð- stafanir. Fyrsta árásin sem gerð var síðastliðinn föstudag er talin vera í beinum tengslum við sjálfsmorðs- árás sem leiddi til dauða átta ísra- elskra hermanna í Suður-Líbanon í síðustu viku. Á mánudag lýsti Fatah hreyfingin yfir ábyrgð sinni á árásar- ferð sjö skæruliða inn í norðurhluta ísraels þar sem þeir reyndu að taka gísla í þvt' markmiði að þvinga stjórnvöld í ísrael til að láta lausa palestínska fanga. Ferð sjömenning- anna mistókst og voru þeir hand- teknir. Filippseyjar: Fellibylur gengur yfir Síðastliðinn mánudag gekk mik- ill fellibylur yfir Filippseyjar, sá sautjándi á þessu ári. Áquino for- seti lýsti yfir neyðarástandi í höfuð- borginni Manila og fimm öðrum landsvæðum eftir að í Ijós kom að yfir eitt hundrað höfðu farist í flóðum og um hundrað þúsund orðið heimilislausir. Líklegt er tal- ið að þessar tölur eigi eftir að hækka þegar skýrslur berast frá afskekktari svæðum. í óveðrinu fórst ferjan Dona Marilyn. Farþegar eru taldir hafa verið 518, jafnvel fleiri, nú þegar hefur verið staðfest að 27 hafi látist og enn er yfir 300 saknað. Aquino forseti hefur fyrirskipað ítarlega rannsókn á ferjuslysinu, en þetta er í annað sinn á tíu mánuðum sem ferja ferst á þessum slóðum. Fyrra ferjuslysið varð þegar ferjan Dona Paz fórst eftir árekstur við olíu- flutningaskip, en þá fórust 2500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.