Tíminn - 12.11.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.11.1988, Blaðsíða 2
•2 Tfminn ..... ..........Laugataaaui-f2.rt6»éMBeY1S88 Utandagskrárumræöur um fordæmingu á mannréttindabrotum ísaraelsmanna: STJORNARSINNAR DEILA UM UTANRÍKISSTEFNUNA Þaö gengu lítt duldar meiningar á milli Hjörleifs Guttormssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar á Alþingi í gær. Hjörleifur sagöi að Jón væri í forsvari fyrir flokk sem væri viðundur í utanríkismálum og að hann hefði bankað upp á rangar dyr þegar hann leitaði eftir samstarfi við Alþýðubandalagið. „Eg ætla svo sannarlega að verja hendur mínar í þessu máli“, sagði Jón á móti. Tilefnið var að Hjörleifur óskaði eftir umræðu utan dagskrár í samein- uðu þingi vegna hlutleysis Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkis- ráðherra, við atkvæðagreiðslur á þingi Sameinuðu þjóðanna um til- lögur til fordæmingar á mannrétt- indabrotum fsraelsmanna gagnvart Palestínumönnum og um frystingu kjarnorkuvopna. Þar gagnrýndi hann Jón Baldvin harðlega fyrir afstöðu sína og taidi að hún gengi í berhögg við vilja meirihluta ríkis- stjórnarinnar og skoraði á hann að breyta ákvörðun sinni. Páll Péturs- son og Kristín Einarsdóttir tóku einnig undir þá áskorun, en þó kvaðst Páll að sumu leyti skilja afstöðuna til mannréttindabrotatil- lögunnar þar sem hún væri ekki uppbyggjandi. Jón Baldvin kvaðst reiðubúinn að fordæma mannréttindabrot, en ekki tilbúinn til að fordæma annan deilu- aðilann einhliða í jafn viðkvæmu máli og þessu. Varðandi tillöguna um frystingu kjarnorkuvopna sagði hann hana úrelta og frystingu á ójafnvægi sem kæmi í veg fyrir útrýmingu þeirra. Undir þetta sjón- armið tóku þingmenn Sjálfstæðis- flokks, þar á meðal Geir H. Haarde og Eyjólfur Konráð Jónsson. Páll Pétursson sagði það siðferðislega kúvendingu af fslands hálfu að hverfa frá stuðningi við frystingu kjarnorkuvopna og afturhvarf til kaldastríðsviðhorfa. Það að Jón Baldvin skyldi hverfa frá utanríkis- stefnu Steingríms Hermannssonar hefði komið samstarfsflokkum krata í ríkisstjórn mjög á óvart, þar sem gengið hefði verið út frá því í stjórnarmyndunarviðræðunum að utanríkisstefna íslands yrði óbreytt. Jón Baldvin hefur nægan tíma Utanríkisráðherra tók það fram í ræðu sinni að hann hefði fengið fimm tillögur inn á borð til sín í gærkveldi og þurft að taka afstöðu til þeirra á þrjátíu mínútum. Hann gagnrýnir einnig sendinefnd íslands hjá SÞ í DV í gær fyrir að senda sér ekki tillögur um leið og þær eru Utanríkisráðherra situr undir ásökunum Hjörleifs Guttormssonar. Tímamynd: Gunnar lagðar fram svo tími gefist til um- fjöllunar um þær. Skilaboð bárust frá sendinefnd- inni í New York þess efnis að mönnum sárnuðu slíkar kveðjur frá utanríkisráðherra. Þar kom einnig fram að furðu hafi vakið meðal annarra þjóða á þingi SÞ að Islend- ingar skyldu sitja hjá við atkvæða- greiðsluna. Atkvæðagreiðslu um fordæmingu á mannréttindabrotum ísraelsmanna var hins vegar frestað þar til seinni partinn í gær, þannig að utanríkisráðherra hafði alla nótt- ina og fyrripart gærdagsins til að hugsa málið. Tillagan um frystingu kjarnorkuvopna verður tekin fyrir á vettvangi SÞ á mánudag, en ekki er talið líklegt að Jón Baldvin breyti afstöðu sinni til hennar yfir helgina. _ág Stöö 2 býöur Sjónvarpinu ókeypis tengingu, útvarpsstjóri viðurkennir ekki Stöð 2 sem heildsölu: Enn er rifist um handboltann Softver, hugbúnaðarfyrirtæki sem býr til ýmis konar viðskiptaforrit, á nú í erfiðleikum: Hafa tapað miklu á gjaldþrotum annarra „Að fyrirtækið sé gjaldþrota og komið til meðferðar hjá skiptaráð- anda er algerlega úr lausu lofti gripið. Það eru vissir erfiðleikar í rekstrinum. Við höfum tapað mikl- um upphæðum í gjaldþrotum ann- arra fyrirtækja og auk þess er mjög hár fjármagnskostnaður okkur erf- iður Ijár í þúfu,“ sagði Páll Péturs- son framkvæmdastjóri Softvers sem framleiðir ALLT hugbúnað. Páll sagði að verið væri að reyna að semja við lánardrottna og gengi það misjafnlega, t.d. gengi illa að semja við ríkið. Þá væri einnig unnið að því að fá fjársterka aðila til að leggja fé í fyrirtækið og framtíðin réðist af því hvernig til tækist í þessum efnum. Páll sagði að þjónusta væri með eðlilegum hætti og erfiðleikarnir hefðu ekki skaðað viðskiptavinina neitt og til þess kæmi heldur ekki. Þótt svo illa færi að fyrirtækið yrði gjaldþrota þá myndu viðskiptavinir þess ekki skaðast, því þjónustu við þá yrði haldið áfram eftir sem áður þótt með öðru sniði yrði. Páll sagði að ekki yrði farið fram á greiðslustöðvun því strax upp úr helginni yrði ljóst hvort björgunar- aðgerðir þær, sem í gangi væru, hefðu tekist eða ekki. Þá yrði sem sagt ljóst hvort fyrirtækið héldi áfram eða færi til gjaldþrotameð- ferðar. Softver hefur aðallega framleitt viðskiptahugbúnað og viðskipta- vinirnir eru orðnir 450 talsins en þeir eru alls konar fyrirtæki bæði stór og smá og hugbúnaðurinn fyrir bæði einmenningstölvur og stór tölvukerfi, t.d. nota öll frysti- hús í Vestmannaeyjum ALLThug- búnað. Samdrátturinn í þjóðfélaginu er farinn að segja til sín innan tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækjanna og eru erfiðleikar Softvers ekki eins- dæmi. Skammt er síðan Hughönn- un, sem framleiddi hugbúnað, varð gialdþrota en það gerðist þegar Avöxtun fór á hausinn og dró fyrirtækið niður með sér í fallinu. - sá Gengið frá fæöingarorlofi kennara gagnvart sumarleyfum skólanna: „90 daga“ mánuður Staðan í hinni umtöluðu hand- boltadeilu sjónvarpsstöðvanna er nú enn flóknari en áður. Ástæða þess er sú að í gær skrifaði Jón Óttar Ragnarsson á Stöð 2 Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra bréf, þar sem hann býður Sjónvarpinu að tengjast útsendingum Stöðvar 2 frá leikjum 1. deildar karlaendurgjalds- laust að fengnu samþykki 1. deildar- félaganna. í bréfinu segir Jón meðal annars: „Með þessu móti ætti að vera tryggt að allir landsmenn til sjávar og sveita fái notið þessarar íþrótta- greinar." Markús Örn Antonsson svaraði bréfi Jóns Óttars samdægurs og þar var tilboðinu hafnað. í bréfi sínu nefnir Markús eftirfarandi atriöi: „Á morgun hefur verið boðaður fundur með forystu HSÍ og fulltrúum Ríkisútvarpsins þar sem ræddir verða samningar við Ríkisútvarpið um sýningar Sjónvarpsins frá hand- knattleikjum sem Stöð 2 telur sig Akranes: Brotist inn Brotist var inn í útibú Sjóvá á Akranesi aðfaranótt föstudags og þaðan stolið peningaskáp með einhverjum skjölum og öðrum verðmætum í. Ætla má að að minnsta kosti tveir menn hafi verið á ferð, því skápurinn er 40x50 að stærð og á annað hundr- að kíló að þyngd. Þá var einnig brotist inn í söluskálann Ferstiklu í Hvalfirði sömu nótt. Að sögn lögreglu var einhverju stolið, en ekki alveg ljóst hverju. - ABO hafa samið um við 1. deildar liðin s.l. miðvikudag. Ríkisútvarpið semur beint og milliliðalaust við viðkomandi íþróttafélög eða íþróttasambönd um sýningarrétt á íþróttaviðburðum. Einnig viðurkennir Ríkisútvarpið ekki Stöð 2 sem heildverslun fyrir íslenskt íþróttaefni þó að um gjafa- tilboð sé að ræða í þetta sinn.“ Að lokum segir Markús að fyrra tilboð Ríkisútvarpsins, sem hljóðar upp á það að báðum stöðvunum sé tryggður réttur til sýninga á leikjum I. deildar, standi og að Ríkisútvarp- ið muni að sjálfsögðu greiða sinn skerf af slíku samkomulagi. HSÍ með Salómonsdóm? Handknattleikssamband íslands fundaði í gærmorgun og á þeim fundi var ákveðið að sambandið muni reyna að beita sér fyrir því að báðum sjónvarpsstöðvunum verði gert kleift að senda frá 1. deildar- leikjum íslandsmótsins og bikar- keppninni. I viðtali við Steinar J. Lúðvíksson kom fram að þau afskipti sem HSÍ mun hafa af þessu máli séu að beita sér fyrir þvt' að samkomulag náist. „í fyrra var það þannig að stjórn HSÍ samdi við RÚV og þá lagði RÚV mikla áherslu á einkarétt og um það var samið, en 1. deildarfélögin sættu sig ekki við það samkomulag sem HSÍ gerði.“ Steinar tók einnig undir það að meiri peningar yrðu í húfi ef báðar stöðvarnar fengju rétt til sýn- inga. „Mér sýnist alveg ljóst að 1. deildarfélögin fara fram á hærri greiðslur." Steinar sagði að lokum að það væri ljóst að allir aðilar myndu reyna að hraða þessu máli eins og mögulegt er, en það væri sýnd veiði en ekki gefin að samkomulag næðist. ssh Nýlega var gengið frá reglum varðandi fæðingarorlof kennara, en frágangur á þessu máli hefur dregist í nokkurn tíma vegna þess að ekki lá ljóst fyrir hvernig lenging fæð- ingarorlofs kæmi út gagnvart sumar- tíma hjá kennurum. Niðurstaða ligg- ur nú fyrir og er hún sú að mánuð- urnir júní, júlí og ágúst teljast sem einn. Tíminn hafði samband við Svan- fríði Jónasdóttur, aðstoðarmann fjármálaráðherra, sem mun hafa unnið að framgangi þessa máls og spurði hana í hverju þessar breyting- ar væru fólgnar. Svanfríður tók sem dæmi að: „Sumarfæðing, fæðing í júní og júlí, er þá þannig að fæð- ingarorlof er tekið frá 1. ágúst, þetta gengur einn mánuð inn á sumarið. Að öðru leyti þá tekur fæðingarorlof gildi frá fæðingardegi, nema sérstak- lega sé óskað eftir þá getur kona fengið að hefja töku fæðingarorlofs fyrr. Það er bara eins og allir eiga rétt á.“ Samkvæmt þessu stæði fæðingar- orlof kennara, sem eignaðist barn í maí, yfir í sex mánuði, þ.e. lögboðna fjóra mánuði, sumarleyfismánuð og allt til loka ágústmánaðar. Ekki náðist í talsmenn kennara- samtakanna í gær. ssh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.