Tíminn - 12.11.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.11.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 12. nóvember 1988 Guðrún Agnarsdóttir, alþingismaður fyrir Kvennalistann, segir konum að vera þolinmóðar — Verðum aö þekkja okkar vitjunartfma: Skipti á þingmönnum og varaþingmönnum Kvennalist- ans eru til komin vegna valddreifingar og vegna þess að þingmennirnir vilja ekki missa tengslin við hjartsláttinn í þjóðfélaginu. Þær eru ekki að óvirða Alþingi að sögn Guðrúnar Agnarsdóttur. Hún segir einnig að það komi til greina að endurskoða þá reglu að þingkonur séu ekki lengur en sex til átta ár á þingi, enda stundi Kvennalistinn stöðuga endurskoðun á stefnu sinni og starfsháttum. Er þessi fimm ára hreyfing að vaxa upp úr grasrótinni og undirbúa sig fyrir stjórnarþátttöku við næstu stjórnar- myndunarviðræður? Hvers vegna eru þær ekki sýnilegar í „hörðu umræðunni" á Alþingi? Er það rétt að þið séuð að vanvirða Alþingi með frjálslegri túlkun á notkun varamanna og hvaðan kemur sú hugmynd ykkar að skipta skipulega inn nýjum vara- þingmönnum og hætta áður en kjörtímabili ykkar lýkur? „Ég vil taka það skýrt fram að við berum fyllstu virðingu fyrir störfum Alþingis og höfum alltaf lagt mikla alúð við vinnu okkar þar. Öll okkar skipti hafa verið undirbúin með það fyrir augum að þau tefðu ekki störf Alþingis. Það sem núna hefur verið talsvert í fréttum er að við ætlum að skipta um varamenn á þingi. Hugmyndin um að skipta á þingkonum og varaþingkonum á kjörtíma- bilinu og einnig hugmyndin um að tvær okkar fari út af þingi á þessu kjörtímabili eru af sama toga. Það er megin regla í hug- myndafræði Kvennalistans að stunda vald- dreifingu bæði í orði og á borði. Valddreifing gerir lýðræðið virkara og kemur í veg fyrir persónudekur og leiðtogaímyndir. Hún tryggir að margvíslegar skoðanir fólks og reynsla úti í þjóðfélaginu komist að þar sem ákvarðanir eru teknar um málefni þjóðar- innar. Vissulega er nauðsynlegt að nýta hæfileika þeirra sem sýna hæfni á þessu sviði eins og öðrum. En það er svo einkennilegt með þetta fulltrúahlutverk, sem starf þingmanns- ins er, að um leið og við förum inn í þetta kerfi til að breyta því, er eins og hendurnar fyllist af verkefnum. Ef við gætum okkar ekki, getum við einangrast frá lífinu sem er utan veggja alþingishússins. Það eru svo mörg krefjandi og áhugaverð verkefni sem berast inn á borð að áður en við vitum af erum við sokkin í annríkið. Þess vegna er hætta á að við missum virk tengsl út í grasrótina og missum tengslin við hjartslátt- inn í þjóðfélaginu. Getum þurft að endurmeta útskiptin Ein leiðin til að koma í veg fyrir að fólk festist í þessum hlutverkum þingmanna, er að hafa einhverjar reglur um þann tíma sem okkur er ætlað að gegna þessu hlutverki. Auðvitað þurfa þær að vera sveigjanlegar og taka t.d. mið af því að fólk er misjafnlega lengi að ná tökum á verkefnum. Við settum regluna sex til átta ár, en það getur vel verið að það sé ekki rétt tímalengd. Við munum þá vitanlega breyta því, enda erum við sífellt að laga starfshætti okkar að því sem hentar okkur best. Á sama hátt er stefna okkar í stöðugri endurskoðun. Þess vegna hefur líka alltaf verið virk gagnrýni innan hreyfing- arinnar. Hún hefur þó ekki orðið heyrin- kunn fyrr en í kjölfar landsfundarins. Það er hins vegar styrkleikamerki að gagnrýna sjálfa sig en ekki veikleikamerki." En nú hefur aðferð ykkar við ákvarðana- töku verið talin nokkuð svifasein. Hvernig lítur það út með tilliti til hugsanlegrar ríkisstjórnarþátttöku í framtíðinni? „Já, það kann að verða að við tökum sæti í ríkisstjórn fyrr en síöar. Við höfum hins vegar starfað hér á Alþingi í fimm ár og ég veit ekki til þess að vinnuaðferðir okkar hafi tafið eitt einasta mál á þingi. Við höfum gegnt okkar störfum eins og aðrir og ekki haft uppi meira málþóf en margir aðrir hér á þingi, né heldur hefur staðið á að við tökum afstöðu til mála. Við höfum að sjálfsögðu umboð annarra kvennalista- kvenna til vinnu okkar á Alþingi. Þing- flokksfundir okkar eru opnir öllum kvenna- listakonum og varaþingkonur hafa sótt þing- flokksfundi nokkuð reglulega.“ Erum ekki kraftaverkakonur f einlægni Guðrún. Kona með þína reynslu á þingi, er hún sátt við að hafa ekki raunveruleg áhrif? Vera á þingi, en jafn- framt að hafa ekki fullkomna aðstöðu til að koma málum Kvennalistans á framfæri? Ætlið þið bara að vera á þingi? „Bæði lífsreynsla mín ög reynsla mín sem veirufræðingur, hefur kennt mér að kapp er best með forsjá. Einnig er nauðsynlegt að hafa nokkra þolinmæði og þekkja sinn vitj unartíma. Kvennalistinn hefur þegar haft mjög mikilvæg óbein áhrif til hugarfars- breytingar í þjóðfélaginu, og til þess að styrkja konur almennt. Hugarfarsbreyting þjóðarinnar er hluti af þeirri baráttu sem við erum í. Ég er hinsvegar sannfærð um það að þau beinu áhrif sem nást í gegnum stjórnar- aðild verða hvorki markviss né farsæl ef við höfum ekki nægilegan styrk til að koma okkar málum í gegn í samningum við aðra. Til þess að geta gert málamiðlun verðum við að hafa styrk ella verðum við ofurliði bornar. Það mun ekki gagnast okkur sem hreyfingu, né heldur þeim konum sem á eftir okkur koma, verði Kvennalistinn ofurliði borinn." Ertu með þessu að segja að Kvennalistinn fari ekki í ríkisstjórn nema með hreinan meirihluta? „Nei, alls ekki. Við erum aðeins sex konur úr Kvennalistanum á þingi þrátt fyrir fylgi okkar í skoðanakönnunum. Við höfum metið það sem svo að sex konur sé ekki nægilegur styrkur." Þú talar um þolinmæði. Kemur ekki sá tími að konur sem hafa stutt ykkur missa þolinmæðina, því góðu málin nást ekki í gegn? „Við verðum að athuga- að sex konur bjarga ekki málunum á fslandi. Þa'ð hefur tekið áralanga stjórn, eða óstjórn að koma þcim í það horf sem nú blasir við. Við erum ekki kraftaverkakonur og björgum þessu ekki á svipstundu. Við erum ekki að skorast undan ábyrgð og munum ekki gera. Hins- vegar verðum við að fá að meta hvenær styrkur okkar er nægilegur. Við erum aðeins fimm ára. Fólk verður að muna það.“ Hver er að þínu mati nægilegur styrkur til að fara í ríkisstjórn. Hvað þarftu til að treysta þér í ríkisstjórn? „Ég get ekki gefið upp nákvæman þing- mannafjölda. Þar hlýtur að ráða mat á þingstyrk okkar og aðstæðum hverju sinni. Einnig veltur þetta á samningsvilja annarra flokka.“ Ríkisstjórnarsamstarf byggir á málamiðl- un, hefur núverandi forsætisráðherra sagt. „f síðustu stjórnarmyndunarviðræðum átti að láta okkur kyngja þeim tillögum sent lagðar voru fram. f raun var okkur ekki boðið að breyta þeim. Samkomulag af þessum toga verður að vera báðum í hag, ekki aðeins öðrum aðilanum, eins og boðið var upp á í síðustu stjórnarmyndunarviðræðum. Slíkt gengur aldrei. Hvorki í ríkisstjórn, hjónabandi eða vináttusambandi." Málefni frekar en persónur Er engin hætta á því að Kvennalistakonur, sem ekki hafa verið valdar með kosningu til trúnaðarstarfa, hafi óeðlileg áhrif á ákvarð- anatöku? „Fólk hlýtur að kjósa um málefni miklu fremur en persónur, af því að persónur eru ekki ómissandi. Það er ekki tilviljanakennt hvaða sjónarmið eru ríkjandi hverju sinni, í Kvennalistanum. Þó að einhver manneskja komi inn á fund okkar er ekki þar með sagt að hún sveigi ákvarðanir allra hinna sem eru þar fyrir. Þær eru teknar í lok umræðu. En | hún leggur samt sitt af mörkunt. Traustasta stefnan er sú sem allar hafa tekið þátt í að móta og vilja því styðja." En hvernig stóð á því að þið komuð aldrei alvarlega til greina sem ríkisstjórnarflokkur við síðustu stjórnarmyndun? „Ríkisstjórnarþátttaka er megin ákvörð- un fyrir Kvennalistann, og á því þarf enginn að vera undrandi, að fimm ára gömul hugsjónahreyfing fer ekki að missa fjöregg sitt í hendurnar á einhverjum sem ekki kann einu sinni að meta það. í síðustu stjórnar- myndun lá það fyrir að ekkert yrði komið til móts við okkar málstað. Það skiptir okkur megin máli á hvaða forsendum við förum í ríkisstjórn. Þess vegna komu 40-60 konur saman á hverjum degi stjórnarmyndunarvið- ræðnanna til að ræða málin og við höfðum auk þess símafundi út um allt land. Tókum þær alvarlega Auðvitað þótti okkur ástandið ískyggilegt víða úti á landi og við vildum íhuga alla möguleika á þátttöku í þessari stjóm. Vitan- lega tókum við þessar viðræður alvarlega. Eftir mikla íhugun tókum við hins vegar þá ákvörðun að slík þátttaka væri ekki mögu- g dáist reyndar að því hvað það gekk vel að taka slíka valddreifingarákvörðun, þrátt fyrir nauman tíma sem var til umráða og hvað það voru margar konur sem tóku hana.“ En hvernig stendur á því að þið eruð ekki mjög áberandi þegar verið er að taka ákvarðanir um þessi hörðu efnahagsmál eins og stundum er sagt? „Við tökum vissulega þátt í þessari um- ræðu á Alþingi og höfum mótað okkar stefnu í þessum málum. Það er hins vegar athyglisvert að þér finnist við ekki vera sýnilegar í þessari umræðu. Við emm e.t.v. ekki eins sýnilegar og við ættum að vera og senniiega er það vegna þess að mönnum finnst þetta ekki vera hefðbundið hlutverk kvenna. Þess vegna eru þær ekki spurðar og því er okkur e.t.v. ekki gefið eins mikið rými fyrir skoðanir okkar á þessum málum - eða teknar alvarlega. Samt halda konur um rekstur heimila sinna og þótt stærðarhlutföll- in og fjölbreytileikinn sé ekki sambærilegur við þjóðarbúið er það þó fjármálaumsjá og | rekstur á svipuðum nótum. Þannig eru j konur ekki óvanar því að velja og hafna og reyna að fara skynsamlega með það sem þær hafa milli handanna." I Ekkert gengi hagf ræðinga En eruð þið ekki með gengi af hagfræðing- um og viðskiptafræðingum á bak við ykkur sem þið getið leitað ráðgjafar hjá eins og stjómmálaflokkarnir hinir? „Nei, það höfum við ekki. Við höfum engin slík ítök í kerfinu eða hagsmunahópa sem tengjast því. Við teljum okkur verja málstað mjög störs hagsmunahóps sem fyrst og fremst eru konur og börn á íslandi. í okkar hópi eru auðvitað konur sem hafa notið menntunar á ýmsum sviðum án þess að þær séu forsvarsmenn í kerfinu. Við leitum ráða hjá þeim og einnig leitum við svara hjá Þjóðhagsstofnun og öðrum stofn- unum sem við höfum rétt til að notfæra okkur eins og aðrir. Við leitumst hins vegar við að bjarga okkur sjálfar og okkur hefur gengið það bærilega hingað til. Ég verð stundum vör við vantrú á því sem við leggjum til í efnahagsmálum. Ég skil hins vegar ekki alveg hvers vegna þessir ! sömu menn hafa svona mikla trú á sjálfum j sér, því þeir ásaka hver annan óspart fyrir afglöp í þessum efnunt. Allt rekur á reiðan- um núna og er í kalda koli þrátt fyrir margra ára góðæri og þrátt fyrir alla þá fræðinga sem menn hafa stuðst við. Þannig sé ég ekki að slíkt 'sé nein trygging fyrir farsælli útkomu, eða að þeirra aðferðir séu trúverðugar. Ég sé því ekki neitt sem mælir gegn því að við reynum annað gildismat og aðrar aðferðir. Til dæmis byggðar á reynslu kvenna." Er þetta frétta- mönnum að kenna? Eruð þið e.t.v. minna sýnilegar í þessum málum vegna áherslu fréttamanna að ykkar mati? „Fréttamenn eru auðvitað börn síns tíma og uppeldi þeirra eins og annarra leiðir oft til vanmats á konum til þess að ráða við efnahagsmál. En mig langar að víkja að öðru. í tengslum við umfjöllun af nýlegum landsfundi okkar hef ég leitt hugann að því hvers konar fréttamennska sé að ryðja sér til rúms á íslandi. Nú veit ég að það er erfitt fyrir mörg blaðanna sem berjast í bökkum fjárhagslega. Þau reyná því eðlilega að bjarga sér og leiðast e.t.v. þess vegna út í æsifréttamennsku. Mig langar að nefna dæmi sem ég er mjög ósátt við og tel að sé blöðunum ekki tií vegsemdar. Annað er uppsláttur á Þjóðviljanum þar sem útskipt- ingar Kvennalistans á þingi eru látnar líta mjög tortryggilega út. Þar er gefið í skyn að vinnureglur Kvennalistans muni kosta meira fyrir þjóðina en eðlilegt er við starfslok þingmanna. Þar er litið framhjá þeirri stað- reynd að samkvæmt lögum eiga kvennalista- þingkonur, hvenær sem þær hætta, rétt á biðlaunum eins og aðrir þingmenn. Mér gramdist þessi ómaklega umfjöllun. Við höfum kallað inn varaþingkonur alls tólf sinnum síðastliðin fimm ár, sem er mun minna en flestir aðrir þingflokkar. f sex skipti vorum við launalausar á meðan aðrar konur sátu þingið. f hin sex skiptin vorum við í opinberum erindagjörðum og fengum i því laun. Það er því engin ástæða til að ætla ' að við munum misnota almannafé. Kald- hæðnislegt er að sjá á sömu síðu blaðsins umfjöllun um hvernig villandi upplýsingum var vísvitandi komið til almennings í banda- rísku forsetakosningunum til að sverta ímynd andstæðinga sinna. Hitt dæmið er umfjöllun á baksíðu Tím- ans fyrir stuttu um niðurstöður nefndar, sem fjallað hefur um nauðgunarmál. Ekki veit ég hvað vakti fyrir mönnum að beina ljósi að vinnu nefndarinnar á þennan hátt og vona að það byggi á misskilningi en gefi ekki til kynna viðhorf þeirra til nauðgunarmála. Það hryggði mig að sjá svo ómaklegar aðdróttanir gerðar að meira áberandi frétta- efni en efni skýrslunnar og tillögur nefndar- innar, sem allur almenningur hefur hag af að komist til framkvæmda. Dæmin eru fleiri, en þegar maður hnýtur um þau sjálfur vekja þau til umhugsunar um það hvert fréttamennska á íslandi stefnir og slæmar fyrirmyndir utan úr heimi. Auðvitað er gott að eiga hér fjölmiðla sem hrista upp í fólki og stunda gagnrýninn fréttaflutning ' en hann verður jafnframt að vera vandaður og heiðarlegur." - ES/KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.