Tíminn - 12.11.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.11.1988, Blaðsíða 20
20 Tíminn Laugardagur 12. nóvember 1988 llllilllllllll DAGBÓK lllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli Félag eldri borgara Laugardag: Opið hús verður í dag, laugardag 12. nóv. í Tónabæ, frá kl. 13:30. Kl. 14:00 - frjálst. Kl. 17:30 Danskennsla til kl. 20:30/Kl. 20:30 Diskótek. Sunnudag: Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun sunnudag. Kl. 14:00 frjálst spil og tafl. Kl. 20:00 Dansað til 23:30. Mánudag: Opið hús í Tónabæ á mánudag frá kl. 13:30. Kl. 14:00 verður félagsvist. Breiðfirðingar Félagsvist verður í Sóknarsalnum, Skipholti 50A sunnudaginn 13. nóvember kl. 14:30. Spilaðhjá Húnvetningafélaginu Félagsvist verður hjá Húnvetningafé- laginu í Reykjavfk laugardaginn 12. nóv. kl. 14:00. Spilað verður í Húnabúð, Skeifunni 17. Þriggja daga keppni að hefjast. Allir velkomnir. Kristniboðsdagurinn Hinn árlegi kristniboðsdagur þjóð- kirkjunnar er á morgun, annan sunnudag í nóvember. Verður kristniboðsins þá minnst í guðsþjónustum víða um land og á nokkrum samkomum og tekið við gjöfum til starfsins. íslenska kristniboðið í Eþíópíu hefur m.a. unnið mikið starf fyrir sjúka þar ■ landi. Hér er mynd af sjúkraskýlinu í Konsó. Þar er legurými fyrir 20 sjúldinga. Um 30 þúsund meðferðir voru skráðar á sl. ári. Tugþúsundir ungmenna hafa notið skólagöngu á vegum kristniboðsins Skaftfellingafélagið Skaftfellingafélagið spilar félagsvist í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178 n.k. sunnudag kl. 14. Nefndin. Kvenfélagið Seltjðm Fundur verður í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi þriðjudaginn 15. nóv. Kon- ur úr Kvenfélagi Garðabæjar koma í heimsókn. Gestir velkomnir. Breiðfirðingafélagið 50ára I tilefni 50 ára afmælis Breiðfirðingafé- lagsins verður haldin afmælis- og árshátíð að Hótel Sögu, Súlnasal föstudaginn 18. nóvember og hefst hún með borðhaldi kl. 20.00. Húsið opnar kl. 19.00. Miðasala og borðapantanir í Sóknar- salnum Skipholti 50A sunnudaginn 13. nóv. kl. 14.00-18.00. Upplýsingar veita: Birgir í síma 4459, Finnur í sínta 30773 og Ólöf í siríia 51446. Neskirkja Biblíuerindi Á morgun, sunnudaginn 13. nóv. kl. 15:15 flytur dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor Biblíuerindi um 1. Mósebók. Erindið er flutt í safnaðarheimili Nes- kirkju. öllum er heimill aðgangur. Hamlet í MÍR Hamlet-mynd sovéska kvikmynda- gerðarmannsins G. Kozintsévs, frá sjö- unda áratugnum, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnud. 13. nóv. kl. 16:00. Kvikmyndin er gerð eftir leikriti W. Shakespeares, og fara margir af fremstu leikurum Sovétríkjanna með aðalhlut- verkin, en titilhlutverkið leikur Innókenti Smoktúnovskf. Aðgangur að kvikmyndasýnmgum MÍR er ókeypis og öllum heimill. Erindi um umhverfismál Mánudaginn 14. nóvember kl. 17:15 flytur Vilhjálmur Lúðvíksson, verk- fræðingur, framkvæmdastjóri Rannsókn- arráðs ríkisins, erindi í húsi Verkfræði- deildar Háskóla íslands, Hjarðarhaga 6, stofu 158. Erindið nefnist: Verkfræðileg- ar áætlanir og valkostir. Öllum er heimill aðgangur. ÆSKR Laugardag 12. nóv.: Haustsamvera á vegum Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmi í Fella- og Hólakirkju. Þema dagsins: Jónas í hvalnum. Hópvinna. Messa kl. 22. Að- gangseyrir 500 kr. Kvenfélag Bústaðasóknar heldur fund mánudagskvöld 14. nóv. kl. 20:30 í safnaðarheimili Bústaðakirkju. Gestur fundarins verður Guðrún As- mundsdóttir. Sunnudagsferð F.í. 13. nóv. Kl. 13:00 - Kjalarnesljörur. Kjalarnes er framan undir Esju. Ekið verður í áttina að Nesvík og gengið þaðan með strönd- inni eins og tíminn leyfir. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bíl (600 kr.). Frítt fyrir börn og unglinga að 15 ára aldri. Kvöldvaka miðvikudaginn 23. nóv. Sýndar verða kvikmyndir Guðmundar frá Miðdal Aðventuferð til Þórsmerkur 25.-27. nóv. Fararstjóri: Kristján Sigurðsson. Kvöldvaka - jólaglögg. Útivist, Simar 14606 og 23732 Sunnudagsferð Útivistar: Fjallið eina - Sauðabrekkugjá Létt og skemmtileg ganga norðan Vatnsskarðs. Brottför frá BSl. bensín- sölu. Farmiðar við bílinn (800 kr.) Frítt fyrir börn með fullorðnum. Til leigu Herbergi til leigu í Seljahverfi. Aðgangur að sameiginlegri stofu, eldhúsi og baði. Upplýsingar í síma 78321. t Útför Valgerðar Hjördísar Sigurðardóttur Álftahólum 2 fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna. SigurðurGuL Jón G. Guðla. BárðurGuðlau. Guðlaugur Eyjólfsson Þorbjörg Guðlaugsdóttir Ingólfur Guðlaugsson isson Magna Baldursdóttir .on Lára Jónsdóttir jsson Guðný Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Tónleikar í Gerðubergi Sunnudaginn 13. nóvember heldur 8 manna hópur tónlistarmanna tónleika í sal menningarmiðstöðvarinnar Gerðu- bergi í Reykjavík. Á fyrri hluta tónleik- anna verða tvö íslensk verk frumflutt, þ.e. „Ljómur“ fyrir klarínettu og strengjakvartett eftir Atla Heimi Sveins- son og „Tengsl" fyrir söngrödd og strengjakvartett við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar, en tónverkið er eftir Hjálm- ar H. Ragnarsson. Á síðari hluta tónleik- anna verður fluttur Silungakvintett Schuberts, en hann hefur um árabil ekki heyrst í íslenskum tónleikasölum. Flytjendur eru Gerður Gunnarsdóttir, Sean Bradley, Helga Þórarinsdóttir, Nora Kornblueh, Jóhannes Georgsson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Jóhanna Þór- hallsdóttir og Sigurður I. Snorrason. Tónleikarnir hejast kl. 20:30 og fást aðgöngumiðar við innganginn. Gítartónleikar í Norræna húsinu Sunnud. 13. nóv. mun bandaríski gítar- leikarinn William Feasley halda tónleika í Norræna húsinu i Rcykjavík og hefjast þeir kl. 17:00. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Menningarstofnun Banda- ríkjanna. William Feasley hóf gítarnám tíu ára að aldri í Málaga á Spáni. Hann hefur verið hjá þekktum kennurum, bæði í Mexíkóborg og í Baltimorc í Bandaríkj- unum. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun og bera þar hæst 1. verðlaun í Tónlistar- keppni Sinfóníuhljómsveitar Baltimore. Við útskrift hans frá Peabody Conservat- ory hlaut hann hina cftirsóttu viðurkenn- ingu „Artist Diploma" fyrstur gítar- leikara, og árið 1986 var hann valinn til þess að leika fyrir Andrés Segovia á námskeiði í Los Angeles. W. Feasley hefur komið fram sem einleikari í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada, auk þess sem hann hefur veitt gítardeild háskólans í Maryland forstöðu og kennt við listaskólann í Baltimore og Levine-skólann í Washington D.C. Efnisskrá hans hér spannar öll helstu tímabil tónlistarsögunnar. Hann hefur frumflutt mörg verk eftir bandarísk tónskáld, sem sum hver hafa verið samin sérstaklega fyrir hann. Á tónleikunum mun hann m.a. flytja eitt þeirra „La Selca“ (Frumskógurinn) eftir Álan Hirsh. Hann leikur morg kunn gítarverk og útsetningar eftir J.S. Bach, M. Giuliani, D. Agguado, G. Regondi, N. Paganini, R. Gerharad og J. Rodrigo. Hafdís sýnir í Gallerí Gangskör Hafdís Ólafsdóttir sýnir um þessar mundir grafíkmyndir í Gallerí Gangskör og stendur sýningin til 13. nóvember. Myndirnar eru allar unnar á þessu ári. Opið er virka daga kl. 12:00-18:00, en um helgar kl. 14:00- 18:00. Lokað er mánudaga. Listasafn Sigurjóns Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laug- amesi, er opið laugardaga og sunnudaga, kl. 14-17. Kaffistofan er opin á sama tíma. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30/16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla dagafrá kl. 11:00-17:00. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið, fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. ÚTVARP/SJÓNVARP Laugardagur 12. nóvember 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Rúnar Þór Egils- son flytur. 7.00 Fréttir. 7.03„Góðan dag, góðir hlustendur". Pétur Pétursson sér um þáttinn. Fréttir sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum heldur Pétur Pétursson áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Litli barnatíminn. „Fúfú og fjallakrílin“ eftir Iðunni Steinsdóttur. Höfundur les (11). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Hlustendaþjónustan. Sigrún Bjömsdóttir leitar svara við fyrirspumum hlustenda um dagskrá Ríkisútvarpsins. 9.30 Fréttir og þingmál. Innlent fréttayfirlit vik- unnar og þ'ngmálaþáttur endurtekinn frá kvöld- inu áður. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir 10.25 Sígildir morguntónar 11.00 Tilkynningar. 11.05 í liðinni viku. Atburðir vikunnar á innlendum og erlendum vettvangi vegnir og metnir. Umsjón: Sigrún Stefánsdóttir. 12.00Tilkynningar. Dagskrá. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tllkynningar. 13.00 Hér og nú. Fréttaþáttur í vikulokin. 14.00 Tilkynningar. 14.05 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Friðrik Rafnsson og Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspeglll. Þáttur um tónlist og tónmenntir á líðandi stund. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 16.00 Fréttlr. Tilkynningar. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 (slenskt mál. Jón Aðalsteinn Jónsson flytur þáttinn. (Einnig útvarpað á mánudag kl. 15.45). 16.30 Laugardagsútkail. Þáttur í umsjá Arnar Inga sendur út beint frá Akureyri. 17.30 Hljóðbyltlngin - „Nær fullkomnun". Þriðji þáttur af fjórum frá breska ríkisútvarpinu (BBC) sem gerðir voru í tilefni af aldarafmæli plötuspil- arans. Umsjón: Sigurður Einarsson. 18.00 Gagn og gaman. Hildur Hermóðsdóttir fjallar um brautryðjendur í íslenskri bamabókaritun. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tllkynningar. 19.33 „... Bestu kveðjur41. Bréf frávini til vinar eftir Þórunni Magneu Magnúsdóttur sem flytur ásamt Róbert Arnfinnssyni. (Einnig útvarpað á mánudagsmorgun kl. 10.30). 20.00 Litli barnatíminn. (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Bjarni Marteins- son. (Einnig útvarpað á miðvikudag kl. 15.03). 20.45 Gestastofan. Stefán Bragason ræðir við tónlistarfólk á Héraði, að þessu sinni Pál og Guttorm Sigfússyni frá Krossi í Fellum. (Frá Egilsstöðum) (Einnig útvarpað nk. þriðjudag kl. 15.03). 21.30 Sigurður Björnsson syngur lög eftir Gylfa Þ. Gíslason og Árna Björnsson. Agnes Löve leikur með á píanó. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Danslög 23.00 Nær dregur miðnætti. Kvöldskemmtun Út- varpsins á laugardagskvöldi undir stjóm Hönnu G. Sigurðardóttur. 24.00 Fréttir. 00.10 Svolítið af og um tónlist undir svefninn. Setið aðallega yfir tveimur strengjakvartettum eftir Joseph Haydn og Franz Schubert. Jón Öm Marinósson kynnir. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 03.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 8.10 Á nýjum degi. Þorbjörg Þórisdóttir gluggar í helgarblöðin og leikur bandaríska sveitatónlist. 10.05 Nú er lag. Gunnar Salvarsson leikur tónlist og kynnirdagskrá Útvarpsinsog Sjónvarpsins. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Dagbók Þorsteins Joð. - Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. 15.00 Laugardagspósturinn. Skúli Helgason sér um þáttinn. 17.00 Fyrirmyndarfólk. Lísa Pálsdóttir tekur á móti gestum og bregður léttum lögum á fóninn. Gestur hennar að þessu sinni er Lára Stefáns- dóttir. 19.00 Kvöldfréttir 19.33 Kvöldtónar. Islensk dægurlög. 22.07 Út á lífið. Stefán Hilmarsson ber kveðjur milli hlustenda og leikur óskalög. 02.05 Góðvinafundur. Ólafur Þórðarson tekur á móti gestum í Duus-húsi. Meðal gesta eru Margrét Pálmadóttir, Kór Flensborgarskóla og Jón Páll Sigmarsson. Tríó Guðmundar Ingólfs- sonar leikur. (Endurtekinn frá sunnudegi). 03.05 Vökulögin. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.20,16.00,19.00, 22.00 og 24.00. SJÓNVARPIÐ Laugardagur 12. nóvember 12.30 Fræðsluvarp. Endursýnt Fræðsluvarp frá 7. nóv. og 9. nóv. sl. 1. Samastaður á jörðinni (45 mín.) 2. Frönskukennsla (15 mín.) 3. Brasilía (20 mín.) 4. Umferðarfræðsla (7 mín.) 5. Ánamaðkar (11 mín.) 6. Vökvakerfi (8 mín.) 14.30 íþróttaþátturinn. Meðal annars bein út- sending frá leik Bayern og Köln í vestur-þýsku knattspyrnunni. Umsjónarmaður Jón Óskar Sólnes. 18.00 Mofli - síðasti pokabjörninn. (11).(Mofli - El Ultimo Koala) Spænskur teiknimyndaflokkur fyrir börn. Leikraddir Arnar Jónsson og Anna Kristín Arngrímsdóttir. Þýðandi Steinar V. Árna- son. 18.25 Smellir. Umsjón Ragnar Halldórsson. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Á framabraut. (2) (Fame). Bandarískur myndaflokkur. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 19.50 Dagskrárkynning 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.35 Já, forsætisráðherra. (Yes, Prime Minister). Áttundi þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í átta þáttum. Aðalhlutverk Paul Eddington, Nigel Hawthorne og Derek Fowlds. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.05 Maður vikunnar. Umsjón Sigrún Stefáns- dóttir. 21.20 í sviðsljósinu (I Could Go on Singing) Bandarísk bíómynd frá 1963. Leikstjóri Ronald Neame. Aðalhlutverk Judy Garland og Dirk Bogarde. Fræg söngkona kemur til Lundúna til að syngja, en einnig til að hitta þá tvo menn sem hafa verið hvað mestir áhrifavaldar í lífi hennar. Þýðandi Ýrr Bertelsdóttir. 23.00 Dsuðadá (Coma) Bandarísk spennumynd frá 1977. Leikstjóri Michael Crichton. Aðalhlut- verk Genevieve Bujold, Michael Douglas, Eliza- beth Ashley og Richard Widmark. Dularfullir atburðir eiga sér stað á sjúkrahúsi einu þegar sjúklingar þar deyja án nokkurra skýringa. Ungur læknir ákveður að rannsaka málið og fær í lið með sér unnusta sinn sem einnig er læknir. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.50 Útvarpsfréttir í dagskrártok. Laugardagur 12. nóvember 08.00 Kum, Kum. Teiknimynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. 08.20 Hetjur himingeimsins.He-man. Teikni- mynd. Þýðandi: Sigrún Þorvarðardóttir. Filma- tion. 08.45 Kaspar. Casper the Friendly Ghost. Teikni- mynd. Þýðandi: Guðjón Guðmundsson. World- vision._________________________________________ 09.00 Með afa. Afi skemmtir og sýnir stuttar myndir með íslensku tali. Myndimar sem afi sýnir í þessum þætti eru Emma litla, Skeljavík, Selur- inn Snorri, Óskaskógur, Toni og Tella, Feldur, Skófólkið o.fl. Leikraddir: Arnar Jónsson, Guð- mundur Ólafsson, Guðný Ragnarsdóttir, Guð- rún Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson, Saga Jóns- dóttir og Sólveig Jónsdóttir. 10.30 Penelópa punturós. The Perils of Penelope Pitstop. Teiknimynd. Þýðandi: Alfreð S. Böðv- arsson. Worldvision. 10.50 Einfarinn. Lone Ranger. Teiknimynd. Þýð- andi: Hersteinn Pálsson. Filmation. 11.20 Ég get, ég get I Can Jump Puddles. Framhaldsmynd í 9 hlutum. Myndin byggir á sjálfsævisögu rithöfundarins Allans Marshall sem veiktist af lömunarveiki í æsku. 5. hluti. Aðalhlutverk: Adam Gamett og Lewis Fitz- Gerald. Þýðandi: Birna Bemdsen. ABC Australia. 12.05 Laugardagsfár. Tónlistarþáttur. Vinsælustu dansstaðir Bretlands heimsóttir og nýjustu popplögin kynnt. Musicbox 1988. 13.10 Viðskiptaheimurinn. Wall Street Journal Þættimir um viðskiptaheiminn verða framvegis sýndir á laugardagseftirmiðdögum eingöngu. 13.35 Litla djásnið. Little Treasure. Nektardans- mær heimsækir dauðvona föður sinn sem segir henni frá fólgnum fjársjóði. Ásamt góðum vini, heldur stúlkan á vit ævintýranna. Aðalhlutverk: Margot Kidder, Burt Lancaster og Ted Danson. Leikstjóri: Alan Sharp. Framleiðandi: Herb Jaff- ee. Þýðandi: Pétur S. Hilmarsson. Columbia 1985. Sýningartími 95 mín. 15.10 Ættarveldið. Dynasty. Bandarískur fram- haldsmyndaflokkur. 15.40 Ruby Wax. 16.40 Heil og sæl. Allt sama tóbakið. Endurtekinn þáttur frá síðastliðnum miðvikudegi um skað- semi tóbaks. Umsjón: Salvör Nordal. Handrit: Jón Óttar Ragnarsson. Stöð 2. 17.15 ítalski fótboltinn. 17.50 íþróttir á laugardegi. Meðal annars verður litið yfir íþróttir helgarinnar og úrslit dagsins kynnt. Gillette-pakkinn o.fl. skemmtilegt. Umsjón: Heimir Karlsson._____________________ 19.1919.19 Fréttir og fréttatengt efni ásamt veður- fregnum og íþróttaféttum. 20.30 Laugardagur til lukku. Nýr getraunaleikur sem unnin er í samvinnu við björgunarsveitimar. í þættinum verður dregið í lukkutríói björgunar- sveitanna en miðar, sérstaklega merktir Stöð 2, eru gjaldgengir í þessum leik og mega þeir heppnu eiga von á glæsilegum aðalvinningum. Dagskrárgerð: Gunnlaugur Jónasson. Stöð 2. 21.15 Kálfsvað. Chelmsford. Breskur gaman- myndaflokkur sem gerist á dögum Rómaveldis. Aðalhlutverk: Jimmy Mulville, Rory McGrath, Philip Pope. Leikstjóri: Johrv Stroud. Þýðandi: Órnólfur Árnason.____________________________ 21.45 Hátt uppi II. Airplane II. Bandarísk gaman- mynd frá 1982. Aðalhlutverk: Robert Hays, Julie Hagerty og Lloyd Bridges. Leikstjóri: Ken Fink- elman. Framleiöandi: Howard W. Koch. Param- ount 1982. Sýningartími 80 mín. 23.10 Saga rokkslns. The Story of Rock and Roll. Við höldum áfram með sögu rokksins og að þessu sinni verður fjallað um þá tegund tóniistar sem á slæmri íslensku hefur verið kölluð „fönk“. Þýðandi: Eiríkur Brynjólfsson. LBS. 23.35 Ástarsorgir. Advice to the Lovelom. Róm- antísk gamanmynd sem segir frá ungri og atorkusamri blaðakonu í Los Angeles. Hlutverk hennar er að svara lesendabréfum, sem berast blaðinu og greiöa úr hinum margvíslegustu vandamálum sem lesendur hennar eiga í. Heilræðin koma öðmm í góðar þarfir en þegar hún stendur frammi fyrir eigin sálarflækjum og tilfinningamálum horfið málið öðm vísi við. Það er Cloris Leachman, Óskars- og Emmyverð- launahafinn, sem fer með hlutverk hinnar áræðnu blaðakonu. Aðalhlutverk: Cloris Leachman, Joe Terry, Kelly Bishop, Walter Brooke og Melissa Sue Anderson. Leikstjóri: Harry Falk. Framleiðandi: Jon Epstein. Univers- al 1981. Sýningartími 105 min. 01.05 Samningar og rómatík. Just Tell Me What You Want. Max er margslunginn persónuleiki bæði í viðskipta- og einkalífi og sölumannshæfi- leiki hans hefur fært honum allt sem hugann gimir. En Max kemst að raun um að hamingjan er ekki eingöngu fólgin í auði og völdum. Aðalhlutverk: Ali MacGraw, Alan King og Myrna Loy. Leikstjóm: Sidney Lumet. Framleiðandi: Burt Harris. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir. Wamer 1980. Sýningartími 110. mín. 02.55 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.