Tíminn - 12.11.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.11.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 12. nóvember 1988 IIIIIIIIIIIHI IPRÚTTIR illllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIBIÍIlilllllllllllllllllllllllllMlllllllllllllllllllllll Knattspyrna: Lífi Donadonis var bjargað með kjálkabroti Læknir júgóslavneska knatt- spymuliðsins Red Star Belgrad, varð að kjálkabrjóta ítalann Roberto Donadoni, leikmann AC Mílan, til þess að bjarga lífl hans. Donadoni lenti í samstuði við. júgóslavneska varnarmanninn Go- ran Vasilijevic, í leik Red Star og AC Mílan í Evrópukeppni meistara- liða í knattspyrnu á fimmtudag, en leikurinn var flautaður af á miðvik- udagskvöld, vegna þoku á Belgrad. Júgóslavneski leikmaðurinn náði sér fljótt eftir samstuðið, en Dona- doni lá eftir. Leikmenn úr báðum liðum veifuðu ótt og títt til vara- mannabekkjanna eftir læknisaðstoð. „Ég sá strax að hann gat ekki andað, tungan var föst ofan í hálsin- um og hann hefði látist innan mín- útu,“ sagði Branislav Nesovic, lækn- ir Red Star Belgrad. „Ég átti einskis annars úrkosti, en að kjálkabrjóta Donadoni með hnefanum og losa um tunguna. Þegar maður fær þungt högg er oft hætta á köfnun. Ég var búinn að reyna að losa um tunguna, en hún var föst, ég varð því að beita valdi til að tungan færi frá öndunar- veginum. Donadoni fékk meðvitund í þann mund sem tungan losnaði, en líkami hans tók þá allur að hristast eins og dýr sem hefur verið skotið. „Þetta var hræðilegt," sagði júgó- slavneski landsliðsmaðurinn Refik Sabanadzovic, en hann var meðvit- undarlaus í 4 daga, eftir svipað slys í fyrra. „Það var svo mikið áfall að horfa uppá þetta, að mig langaði bara að fara eitthvað burtu." Donadoni var fluttur á sjúkrahús og þar kom í ljós að hann hafði fengið heilahristing og var tognaður á hálsi, auk kjáikjabrotsins. Hollenski landsliðsmaðurinn Marco van Basten var svo miður sín eftir atvikið, að hann ætlaði ekki að leika leikinn til enda, félagar hans gátu þó fengið hann til að leika með til leiksloka. Heilsa Donadonis mun vera eftir atvikum, en nokkrir leikmanna og stjórnarmanna AC Mflan eyddu nóttinni við sjúkrarúm Donadonis og Red Star leikmennirnir Dragan Stojkovic og Goran Vasilijevic heimsóttu hann á sjúkrahúsið strax eftir leikinn. í gær var búist við að Donadoni yrði fluttur heim til Ítalíu að beiðni lækna AC Mílan liðsins, en júgóslav- nesku sjúkrahúslæknarnir vildu hafá Donadoni á sjúkrahúsinu í nokkra daga, áður en hann færi heirrv Leiknum lauk með sigri AC Mílan, 5-3 eftir vítaspyrnukeppni. Leikmenn Red Star grétu í bún- ingsklefa sínum eftir leikinn, bæði vegna slyssins og tapsins. „Mílan er tvímælalaust með betra lið en við, en við fengum okkar tækifæri til að vinna, en glopruðum því. Það sem mestu skiptir núna er heiisa Dona- donis,“ sagði Dragan Stojkovic, fyrirliði Red Star eftir leikinn. BL Skíði Æft og keppt í 6 vikur á skíðum í Austurríki 2. nóv. s.l. lagði 9 manna hópur ungmenna af stað í rúmlega 6 vikna æflnga- og keppnisferð til Kaprun í Austurríki. Þrír af liðsmönnunum, þau Anna María Malmquist, Guðrún H. Krist- jánsdóttir og Valdimar Vaidimars- son, eru í landsliði íslands í alpa- greinum, en fjórði liðsmaðurinn, Ornólfur Valdimarsson, er við nám í Frakklandi og kemur inn í þessa ferð seinna. Að auki eru með í för aðrir níu, sem eru í endurnýjunarliði SKÍ, en þau eru: Egill Ingi Jónsson, Haukur Skíðamennirnir ásamt þjálfara sínum. Arnórsson, Arnór Gunnarsson, Kristinn Björnsson, Jóhannes Bald- ursson, Kristinn Svanbergsson, Vil- helm Þorsteinsson, Jón Ingvi Árna- son og Þórdís Hjörleifsdóttir. Eins og fyrr greindi verður hópurinn fyrst í stað við æfingar í Kaprun, en síðar verður farið á mót í Austurríki og grennd, eftir því sem aðstæður leyfa. Ferð þessi er liður í æfingaáætlun SKÍ fyrir landsliðið í alpagreinum, en helstu verkefnin sem þessir og aðrir íslenskir skíðamenn búa sig nú undir eru: 1. Bikarkeppni SKÍ sem hefst 28. jan. n.k. 2. Keppnir á nokkrum stórmótum í Evrópu í vetur. 3. FlS-mótin sem fram fara hér á landi 8. til 15. apríl n.k. 4. Heimsmeistaramót í alpagreinum sem fram fer í Vail í Colorado í jan. á næsta ári. Þjálfari Skíðasambands Islands, Helmut Maier, stjórnar þessari ferð til Austurríkis, en aðstoðarmenn hans eru þeir Ólafur Harðarson og Bjarni Þórðarson. Hópurinn er væntanlegur heim aftur 15. des. n.k. Að þessari ferð lokinni verður tekin ákvörðun um hvort sendir verða keppendur til Vail, og þá hverjir. Arnórsson, Kristinn Björr ursson, Kristir helm Þorstein: son og Þórdís í stað við æfinj verður farið á grennd, eftirþ Ferð þessi er SKÍ fyrir land en helstu verl aðrir íslenskir undir eru: 1. I hefst 28. jan. 2 Nýja'Tnr léttjógúrtin er kjörin til uppbyggingar 1 heilsuræktinni þinni, hvort sem þú gengur, hleypur, syndir eða styrkir þig á annan hátt. Svo léttir hún þér línudansinn án þess að létta heimilispyngjuna svo nokkru nemi því hún kostar aðeins kr. 32.* Allir vilja tönnunum vel. í nýju‘íTOi' léttjógúrtinni er notað NutraSweet 1 stað sykurs sem gerir hana að mjög æskilegri fæðu með tilliti til tannverndar. Hjá sumum kemur hún í stað sælgætis. Allar tegundirnar af Tnr léttjógúrtinni eru komnar í nýjan búning, óbrothætta bikara með hæfilegum skammti fyrir einn. * Leiðbeinandi verð. nmr Léttjógúrt Framleidd í Mjólkurbúi Flóamanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.