Tíminn - 12.11.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.11.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. nóvember 1988 Tíminn 5 Stórsamningur milli Kirgisíu og Islands um sútun á gærum í augsýn Sauðárkrókur stuðlar að framkvæmd perestrojku Gorbatsjovs: TIMAMOTAATBURDURI SOVÉTVIÐSKIPTUM? „Hvað okkur íslendinga varðar þá er um að ræða útflutning á hugviti og fullvinnsla skinna. Það merkilega við þessar viðræður eða samningaumleitanir er, að takist samníngar við Kirgisíumenn, þá verður það tímamótaviðburður. Það verður í fyrsta sinn sem eitt lýðveldi Sovétríkjanna gerir upp á eigin spýtur milliríkjasamning beint við Islendinga og eftir því sem ég best veit, eitt af fyrstu skiptunum sem slíkur samningur er gerður við vestrænt ríki. öll viðskipti við Sovétmenn hafa hingað til farið fram við sérstaka stofnun í Moskvu sem fram undir þetta hefur annast öll milliríkjavið- skipti fyrir iýðveldin. Hér er hins vegar um að ræða að perestrojka Gorbatsjovs er farin af stað og ríkin geta nú samið sjálf um stn viðskipti við þá sem þau sjálf telja best hcnta.“ Petta voru orð Þorbjamar Áma- sonar framkvæmdastjóra Loð- skinns á Sauðárkróki en Tímínn ræddi við Þorbjöm um samninga- viðræður sem hafnar eru við Kirgis- íjumenn um sútun og vinnslu loð- skinna. Kirgisfa er eitt Sovétlýðveld- anna og er í miðjum Asíuhluta Sovétríkjanna og liggur landið að Kína. Þar er allmikil sauðfjárrækt og er slátrað árlega um tíu milljón- um fjár en aðeins lítið brot þeirra gæra er til faUa eru nýttar. Mestum hluta þeirra er hent. Að frumkvæði Búnaðarbanka íslands hófust fyrir nokkru viðræð- ur milli íslendinga og Kirgisíu- manna um að nýta gærurnar betur og var haldinn fundur á íslandi með m.a. fjármálaráðherra lýð- veldisins, fulltrúa Búnaðarbank- ans, fulltrúum Loðskinns ásamt fleiri aðilum. Á fundinum kom fram eindreg- inn vilji allra, sem fundinn sátu, að leita allra leiða sem orðið gætu til að af samvinnu yrði og sagði Por- björn að fulltrúarnir frá Kirgisfu hefðu haldið heim á leið í gær þar sem þcir munu gera nákvæmar áætlanir og síðan er ætlunin að taka eins fljótt o'g verða má upp viðræður á grundvelli áætlana þeirra. Þorbjörn sagði að gera mætti ráð fyrir að þær viðræður hæfust fljót- lega og mætti vænta þess að niður- stöður lægju að mestu fyrir eftir þrjár til fjórar vikur. Þorbjörn sagði að ef af samning- um yrði þá mætti líta á það sem heimssögulegan viðburð þar sem það yrði í eitt af fyrstu skiptunum sem sovétlýðveldi gerir sjálfstæðan milliríkjasamning um viðskipti við vestrænt rfki. Tíminn ræddi við Heimi Hann- esson hjá Búnaðarbankanum en viðræðumar mili Islendinga og Kirgisíumanna hófust að frurn- kvæði bankans. Heímir sagði að fundurinn hefði verið mjög vin- samlegur og fullur vilji til að halda viðræðum áfram. Þá hefur Tíminn fregnað að Norræni fjárfestmgarbankinn hafi heimilað allt að 250 milljón dollara lán til þessa verkefnis og sé ætlast til að fénu verði varið til fjárfest- inga í tækjum og búnaði frá Finn- landi en tæknilegri þ.ekkingu frá íslandi og verði verkefnið undir tæknilegri stjóm Islendinga. Verslunarfulltrúi Sovétríkjanna, Alexei, sagði þessar viðræður tengjast þeim breytingum sem urðu í stjóm Sovétríkjanna árið 1986 en fram til þess tíma annaðist sérstök stofnun í Moskvu öll milli- ríkjaviðskipti fyrir öll ríki Sovét- ríkjanna. Árið 1986 voru sett á stofn sérstök fyrirtæki í hverju hinna fimmtán lýðvelda Sovétríkjanna til að annast utanríkisviðskipti landanna og eru þau nú óðum að taka þau í eigin hendur. Alexei sagði að viðræður Kirgis- , íumanna heföu verið könnunarvið- ræður og vænta mætti framhald- sviðræðna innan skamms. - sa Þrjú innbrot Þrjú innbrot voru framin í Reykjavík aðfaranótt föstudags og er ekki ólíklegt að í tveim tilfellum að minnsta kosti hafi sömu menn verið að verki. Brotist var inn í bílaleiguna Geysi og þaðan stolið peninga- skáp með ýmsum verðmætum í, s.s. skjölum, tékkheftum, víxlum og skuldabréfum. Skápurinn er a.m.k. 100 kíló að þyngd og því vel tveggja manna tak. Þá var einnig stolið bifreið frá bílaleig- unni, hvítri Toyota Corolla bif- reið, með skráningarnúmerið R-3512. Veitingahúsið Naustið á Vest- urgötu varð einnig fyrir barðinu á innbrotsþjófum aðfaranótt föstudags, en þaðan var stolið áfengi og einhverju af peningum. Þá var einnig brotist inn í hár- greiðslustofu, sem er til húsa við hliðina á Naustinu, og þaðan stolið einhverri skiptimynt. Bílvelta Bíll valt á Hellisheiði skammt frá skýli Slysavarnafélagsins á öðrum tímanum í gærdag. Kona, sem var ökumaður skarst á and- liti, ogvarfluttásjúkrahús,en 11 ára gömul stelpa, sem sat í aftur- sæti, slapp ómeidd. - ABÓ Sjávarútvegsráðherra segir að þvingunaraðgerðir hljóti að hafa neikvæð áhrif á samskipti aðila: LÍTT HRIFINN AF BEITINGU HÓTANA „Þessi ákvörðun er nú frekar óljós, en það virðist vera að þeir hafi hugsað sér að hætta tímabundið að kaupa af íslenskum fyrirtækjum,“ sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, aðspurður um fregnir þess efnis að þýska fyrirtækið Nord- see hafi ákveðið að hætta að kaupa frystan fisk frá íslandi, vegna and- stöðu viðskiptavina fyrirtækisins við hvalveiðar fslendinga. Halldór sagði að Þjóðverjarnir ætluðu hins vegar að standa við þá samninga sem þeir hafi gert og kaupa jafnframt ferskan fisk frá íslandi vegna mikilvægis þess mark- aðar fyrir Þjóðverja. „Það sem við munum gera er að athuga þetta mál allra næstu daga og fá nánari upplýs- ingar um hvað hér er á ferðinni," sagði sjávarútvegsráðherra. Kemur til greina að neita þeim um ferskan fisk? „Ég er andvígur því að beita hótunum í samskiptum landa. Hitt er svo annað mál að þegar fyrirtæki sem þetta, sem við höfum átt mjög vinsamleg samskipti við, beitir okk- ur þvingunaraðgerðum, þá hlýtur það að hafa neikvæð áhrif á sam- skipti aðila. Því er nauðsynlegt að fá sem gleggstar upplýsingar um það hvað hér er á ferðinni, áður en frekar er aðhafst í þessu máli,“ sagði Halldór. Hann sagði það liggja ljóst fyrir að vegna vaxandi frystingar úti á sjó og mikillar afkastagetu í landi, þá hefðum við meiri möguleika en áður til að beina viðskiptum okkar annað. „Ég er hins vegar þeirrar Halldór Ásgrímsson. skoðunar að við eigum að halda vinsamlegum samskiptum við þýsk fyrirtæki og Þjóðverja. Til þess að það sé mögulegt verður það að vera gagnkvæmt. Við munum fara vel ofaní þetta einstaka mál,“ sagði Halldór. Eins og Tíminn skýrði frá á fimmtudag myndu fiskmarkaðir í Bremerhaven og Cuxhaven skaðast verulega ef íslendingar hættu að flytja út ferskan fisk á þá markaði. Um 50% af þeim fiski sem fer í gegn um uppboðsmarkaðinn í Bremer- haven kemur frá íslandi og um 15% í gegn um markaðinn í Cuxhaven. Þannig að ljóst má vera að þarna er um rnikla og gagnkvæma hagsmuni að ræða. - ABÓ Ódýrar bókahillur fyrir skrifstofur og heimili í eik, teak, furu, beyki, hvítar með beykiköntum og askur svart og hvít-bæsað HÚSGÖGN OG INMRÉTTINGAR . SUÐURLANDSBRAUT32 * 68 69 00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.