Tíminn - 12.11.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 12.11.1988, Blaðsíða 10
Laugardagur 12. nóvember 1988 10 Tíminn Upplýsinga- fulltrúi um alnæmi Margir Noröurlandabúar hafa smitast af alnæmisveiru vegna kynmaka erlendis. Fræðsla til ferðalanga í forvarnarskyni er því mikilvægur þáttur í baráttunni gegn alnæmi. Ætlunin er að ráða upplýsingafulltrúa um alnæmi og aðra kynsjúkdóma. Hlutverk hans verður að skipuleggja og fram- kvæma norræna upplýsingaáætlun um alnæmi og aðra kynsjúk- dóma. Fræðslan á að beinast að einstaklingum sem ferðast í lengri eða skemmri tíma til landa utan Norðurlandanna. í starfinu felst að haft sé samband við flugfélög, ferðaskrifstofur og yfirvöld. Fulltrúinn þarf að hafa • góöa þekkingu á alnæmi og öðrum kynsjúkdómum, • þekkingu á fræðslustarfsemi, • reynslu af samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og fyrirtæki, • góða kunnáttu í nokkrum norðurlandamálum og ensku. í starfinu felst að mikill tími fer til ferðalaga utan sem innan Norðurlandanna. Gert er ráð fyrir að starfið standi í a.m.k. ár og að það hefjist í janúar 1989. Starfið er á vegum Norrænu nefndarinnar um alnæmisvarnir. Vinnustaður verður á skrifstofu landsnefndar um alnæmisvarnir í einhverju Norðurlandanna. Umsóknin um starfið þarf að berast í slðasta lagi 1. desember n.k. Hana á að senda til Nordiska AIDS-gruppen, Socialstyr- eisen, Professor Robert Ohlin, 106 30 Stockholm. Getið um launakröfu. Frekari upplýsingar gefa professor Robert Ohlin, Socialstyrels- en, Stockholm, sími 08 783 30 00, Hákon Wrede, aðalritari, AIDS-delegationen, sími 08 763 10 00, Ingimar Sigurðsson, lögfr., Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, sími 28455 og Haraldur Briem, læknir, Borgarspítalanum, sími 696600. Norræna nefndin um alnæmisvarnir. (Skipuð af norrænu ráðherranefndinni) Rannsóknarstyrkir úr minningarsjóði Bergþóru Magnúsdóttur og Jakobs J. Bjarnasonar Ákveöið hefur veriö að auglýsa til umsóknar styrki úr ofangreindum sjóði, samtals að upphæð ein milljón króna. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans: 1. að styrkja kaup á lækninga- og rannsóknatækjum til skjúkrastofnana. 2. að veita vísindamönnum í læknisfræði styrki til framhaldsnáms eða sjálfstæðra vísindaiðkana. Rannsóknir á krabbameinssjúkdómum sitja að jafnaði fyrir um styrkveitingar. Umsóknum ásamt ítarlegum greinargerðum skal skilað til landlæknis, Laugavegi 116, 150 Reykjavík fyrir 1. febrúar1989. Sjóðsstjórn FJÖLBRAUTASKÓUNN BREIÐHOUI Frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti Kennsla: Raftæknifræðingur eða iðnfræðingur óskast í heila stöðu á vorönn 1989 við Rafiðnaðardeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Skólameistari. Tilkynning til söluskatts- greiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir október mánuð er 15. nóvember. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. BÓKMENNTIR lllllllllllllll „Sveinstauli sem lumaði á höfuðstaf“ Ólafur Jóhann Slgurðsson: Að lokum, kvæðl, Mál og mennlng, 1988. Svo er skemmst af að segja að hér er á ferðinni verulega góð íjóðabók og ein sú albesta sem lengi hefur borist í mínar hendur. Þó er hún bæði lítil og ljóðin fá, og þau kalla raunar á nákvæman lestur og yfir- legu sum hver. Og yrkisefni hér eru aukheldur flest hefðbundin og vel þekkt, svo sem náttúrumyndir, ádeilur á náttúruspjöll og hug- leiðingar um dauðann. En styrkur bókarinnar liggur að mínu viti fyrst og fremst í því mikla valdi sem Ijóst er af henni að Ólafur Jóhann hefur verið búinn að ná á Ijóðforminu, jafnt bundnu sem lausu, undir lok ævi sinnar. Nú veit ég ekki hvað brageyra þjóðarinnar er næmt nú orðið, á tímum tölva og disklinga. En á einum stað þarna er ljóð sem heitir Að Hreðavatni og byrjar svona: Sekkur í voginn syngjandi lindar silfurstrengur. Lækurinn kliðar á leid til þagnar, og lagvís áin fossar um gljúfur, fellur í vatnsins faðm - og er ekki lengur. Veita menn því kannski athygli að þetta erindi er þrælstuðlað að forn- um sið, með s- í fyrstu þrem línun- um, með 1- í þrem þeim næstu og með f- í þrem þeim síðustu? Og rekur nokkur augun í það að hér eru línur settar upp með tveim risum eða áhersluatkvæðum líkt og í fom- yrðislaginu gamla? Utan í lokalín- unni, sem er lengri og orsakar líkt og uppbrot á móti undanfarandi formfestu, kannski ekki ólíkt því sem er í ljóðahættinum forna, þó að stuðlum sé ekki beitt hér með sama hætti og þar? Nú vita kunnugir vitaskuld vel að hér er aðeins á ferðinni svipuð tækni við stuðlasetningu og rím og víða er að finna í fyrri Ijóðum Ólafs Jóhanns. En það má víst kallast meir en almannarómur að íslensk ljóða- gerð hafi verið í kreppu síðustu árin. Ástæður þess eru meira mál en svo að rætt verði að nokkru gagni í stuttum dagblaðsritdómi, og líka get ég að sjáifsögðu á engan hátt gert mér grein fyrir því hvað höfundur hefur verið að hugsa á meðan hann orti þessi ljóð sín. En þó má meir en vera að í einu ljóði bókarinnar sé hann að gefa okkur nokkuð ákveðna vísbendingu um einmitt þessar hugsanir sínar, og þar með einnig það sem máski er leyfilegt að tala um sem boðskap bókarinnar. Það ljóð heitir Hvað átti maðurinn að segja? og fjallar á viðeigandi líkingamáli um skáld sem hyggst leiða lesendur sína burt „úr fjallaríki þrælstuðlaðrar ánauðar“, með öðrum orðum burt frá gömlu rím- og ljóðstafahefðinni og þá yfir í formleysu nútímaljóða. Svo er skemmst frá að segja að skáld ljóðs- ins með söfnuð sinn lendir í hinum mestu ógöngum vegna þessa, en þegar hvað verst horfir: Kemur þá ekki askvaðandi piltur af norðurslóðum, utansafnaðar sveinstauli sem lumaði á höfuðstaf, oglýsturhonum við sandfáða klöpp. Það má svo meir en vera með ráði gert að þetta ljóð er undir frjálsu formi, og verður formleysi þess þá til þess að undirstrika enn ádeiluna í því á nútímaskáidin; mótsögnin felst nefnilega í því að ljóðið sýnir að hægt er að yrkja vel undir nýja forminu, sem þama er deilt á, líkt og undir hinu gamla. Ólafur Jóhann Sigurðsson rithöf- undur. Það Ieynist annars fjöldamargt í þessari Iitlu bók, en ein leiðin til að túlka hana, og svo sem ekkert verri en hver önnur, getur því verið sú að líta á hana sem framlag höfundar til lausnar á núverandi kreppu íslenskr- ar ljóðagerðar. Dæmið, sem hér var tekið um stuðlað afbrigði af fomyrð- islagi, er nefnilega aðeins eitt af mörgum um svipuð vinnubrögð í bókinni. í stuttu máli sagt þá sýnist mér að höfundur hafi hér lagt sig fram við sækja fyrirmyndir um form í ljóð- hefðina gömlu. Hann stuðlar og rímar eftir því sem andinn innblæs honum, hann notar gamla og vel kunna bragarhætti sem fyrirmyndir, en umfram allt notar hann þetta sem hver önnur tæki til að móta formið, og án þess að verða þræll hins gamla. í þessu þykist ég hér sjá talsvert merka tilraun til þess að endurnýja ljóðformið með því móti að hleypa nýju lífi í þær rætur íslenskrar nú- tímaljóðagerðar sem hún á hvað sem öðru Iíður lengst aftur í aldir. Og ástæða kann að vera til að taka fram að þetta hefur ekkert með löngu steingeldar deilur um rímuð ljóð eða órímuð að gera. Hér er þvert á móti aðeins um að ræða Bókaútgáfa Máls og menningar hefur sent frá sér bókina Húsið með blindu glersvölunum eftir norsku skáldkonuna Herbjprgu Wassmo, í þýðingu Hannesar Sigfússonar. Bók þessi kom út í Noregi árið 1981 og vakti mikla athygli og hefur nú verið þýdd á tólf tungumál. Sagan gerist á eyju við strönd Norður-Noregs snemma á sjötta ára- tugnum. Aðalpersónan er stúlkan Þóra, sem er dóttir þýsks hermanns úr hernámsliðinu, og þurfa bæði hún og móðir hennar að líða fyrir það. Sagan lýsir draumum og angist Þóru í þessu sjávarþorpi, þar sem sam- skipti fólks verða oft hörð og misk- unnarlaus. Engu að síður hefur sag- an verið lofuð fyrir Ijóðræna fegurð, jafnvel þar sem sagt er frá voveifleg- um atburðum. Húsið með blindu glersvölunum er fyrsti hluti þríleiks Herbjargar Wassmo um Þóru, en fyrir síðasta hlutann hlaut hún bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs árið 1987. Hún kom hingað til lands í tilefni spuminguna um endurnýjun ljóð- formsins. Og af þessum sökum hygg ég að flestir þeir, sem nú á dögum fást við að yrkja, þurfi eiginlega að lesa þessa bók býsna vandlega. Hún gæti orðið þeim mörgum töiuvert notadrjúg fyrirmynd. En þó má enginn skilja orð mín svo að hér sé ein saman einhver kennslubók handa skáldum á ferð- inni. Þetta er fyrst og síðast verulega vel ort ljóðabók. Því fer fjarri að form ljóðanna sé það eina sem er hérna áhugavert. Þarna er til dæmis töluvert mikið af verulega ljúfum og hugnæmum íslenskum náttúru- myndum. Þarna eru líka talsvert harðar ádeilur á mengun og náttúru- spjöll hvers konar. Og þarna er töluvert mikið tekist á við þau mann- legu samskipti sem alltaf eru, þegar öllu er á botninn hvolft, undirstaðan að lífshamingju flestra manna. Og vilji menn til dæmis fá tækifæri til að velta fyrir sér þessari sömu lífshamingju þá geta þeir, svo eitt- hvað sé nefnt, dokað þarna um stund yfir ljóði sem er í lokakafla bókarinnar og heitir Maður spyr lyklavörð um lykil. Hér verður ekki gerð tilraun til að endursegja það, en ég sé þó ekki betur en að þar sé á ákaflega listrænan hátt verið að lýsa sjálfum lyklinum að lífshamingj- unni, sem efalaust margir vilja eiga í hendi sér. Og máski leyfist mér einnig að benda væntanlegum les- endum á að fara vandlega yfir loka- ljóð bókarinnar, Maður kveður að haustlagi. Þar er með smekklegu líkingamáli fjallað um hest dauðans, sem að leiðarlokum ber fólk yfir landamærin eilífu. Ljóðinu lýkur svona: Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig, fákur minn. Stíg ég á bak og brott ég held, beint inn í sólarlagsins eld. Það hefur margt gott verið ort á íslensku í aldanna rás um dauðann og það þegar skáldin hafa fundið á sér að hann nálgaðist. Þetta lokaljóð hér er án efa meðal þess besta sem við eigum þeirrar tegundar. Frágangur bókarinnar er góður frá hendi útgefanda. Jón Reykdal hefur gert kápu og myndskreytt bókina smekklega. -esig bókarútgáfunnar í boði forlagsins og Norræna hússins, þar sem hún kynnti verk sitt fyrirfullu húsi áheyr- enda. Bókin er 177 blaðsíður að stærð, prentuð í Prentstofu G. Benedikts- sonar en Amarfell annaðist bókband. Kápu gerði Sigurborg Stefánsdóttir. Húsið með blindu glersvölunum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.