Tíminn - 12.11.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.11.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 12. nóvember 1988 Tíminn 9 p LAUGARDAGURINN 12. NÓVEMBER 1988 Áskirkja í Reykjavík. rauninni felst í þessu sú skoðun að lúterska kirkjan og boðskap- ur hennar sé óaðskiljanlegur hluti íslenskrarmenningar. Slík- ur menningarskilningur hlýtur að útiloka allt rex um forms- ástæður, sem í sjálfu sér er auðvelt að vekja upp í sambandi við trúfrelsisákvæði stjórnar- skrárinnar. Rökin fyrir lagaleg- um sérréttindum lútersku kirkj- unnar eru sögulegs og þjóð- menningarlegs eðlis og verða aldrei önnur. Elsta menningar- stofnun þjóðarinnar Hvernig sem rakið verður, munu menn komast að því, að kirkjan er elsta menningarstofn- un íslenskrar þjóðar og á sér órofna sögu í nærfellt 1000 ár. Kirkja og kristinn siður hafa um aldaraðir mótað íslenska menn- ingu, að líkindum meira en flest önnur öfl, sem áhrif geta haft á menningu einnar þjóðar. Þótt kirkjan hafi kannske alltaf verið „barn síns tíma“, kirkjuhöfð- ingjar ýmsir illa að embættum komnir og prestastéttin misvel mönnuð í aldanna rás, þá mun hitt sönnu nær að kirkjan og kirkjunnar þjónar hafa haldið uppi merki menningarinnar í andlegum og veraldlegum mál- um meira en mælt verður á venjulegan kvarða. Því er ekki að leyna, að íslendingar hafa um skeið verið iðnir við að safna sögum af þeim geistlegum mönnum, sem unnu sér sitthvað til áfellis, enda fylla slíkar sögur margar bækur. Hins vegar myndu þær bækur verða fleiri og þykkari, sem hefðu að geyma lof um kirkj unn- ar menn, ef það væri til siðs að halda saman sögum og fróðleik af mönnum, sem hegða sér vel og skikkanlega, - og þurfa slíkar frásagnir þó ekki að vera neinar heilagra manna sögur, heldur sannorðar lýsingar á starfi kirkj- unnar um aldir. íslendingar njóta þeirrar gæfu að vera samstæð menningar- heild hvað varðar mál og sið, ekki síst trúarsið, sem flestir munu gera sér grein fyrir að varðar þjóðlíf og mannleg sam- skipti meira en flest annað í samfélaginu. Ólíkir trúarsiðir meðal þjóðfélagsþegna er orsök mikils félagslegs og stjórnmála- legs vanda í ótal löndum um allan heim. Slíkt ástand sundrar ríkjum og þjóðum. íslendingar eru lausir við vanda af þessu tagi og geta þakkað það þjóðkirkju- stefnunni framar öðru. Það form sem stjórnarskráin hefur að geyma um starfsemi þjóðkirkju hefur gefið góða raun og hentar íslensku þjóðfé- lagi og menningarsamfélagi eins og best verður á kosið. Þótt kirkjunnar mönnum þyki e.t.v. á skorta að fólk sinni kirkjulegu starfi af þeim lifandi áhuga sem æskilegur er, m.a. með reglu- bundinni kirkjugöngu og safn- aðarstarfi, þá nýtur þjóðkirkjan almenns álits og trúnaðar. Hið sama má segja um stjóm- málamenn og ráðamenn þjóðar- innar. Þess verður naumast vart í þjóðmálaumræðu hér á landi að hugmyndum sé hreyft um það að breyta kirkjuskipulaginu eins og stjórnarskráin hefur ákveðið það. Þvert á móti virð- ast allir stjórnmálaflokkar líta á þjóðkirkjuna sem óaðskiljanleg- an hluta íslenskrar menningar- og samfélagsheildar. í því kem- ur fram sá trúnaður við kirkj- una, sem kirkjunnar menn hljóta að fagna. í þessu felst viðurkenning á mikilvægi þjóð- kirkjunnar, sem ætti að vera kirkjunni styrkur og hvatning til lifandi starfs og áhrifa. Endurreisnartími Það er ekki á færi þess sem hér ritar, að gera því nákvæm skil, hversu lifandi og áhrifa- mikið starf kirkjunnar er í nú- tímanum. Síst af öllu verður gerð tilraun til þess að gera úttekt á kenningum, guðfræði- legum eða trúarlegum út- skýringum og prédikunum, sem prestastéttin hefur uppi í nafni kirkjunnar. Hins vegar er ástæða til að geta þess sem verðugt er, að íslenska prestastéttin ber það með sér, að hún er vel menntuð, svo að ekki verður séð að þar sé um neina afturför að ræða nema síður væri. Hvað varðar sýnilegt kirkju- starf og athafnir á vegum kirkj- unnar, þá er ekki ólíklegt að síðari hluti 20. aldar verði talinn blómaskeið í kirkjubyggingum og eins konar endurreisnartími kirkjulegra minja og menningar- verðmæta. Ekki fer milli mála að biskupar og prestar hafa haft forystu í þessu uppbyggingar- starfi og lagt mikið á sig til þess að koma því fram. Að nefna dæmi um þetta uppbyggingar- starf er vandalaust. Þau eru mörg og margvísleg. Tiltækt er að minnast endurreisnar Skálholts, sem telja má til mestu afreksverka síðustu áratuga. Það endurreisnarstarf, sem nú á sér stað á Hólum í Hjaltadal með því að hefja dómkirkjuna þar úr niðurlægingu sinni, er glöggt dæmi um menningar- áhuga kirkjunnar og þann skilning, sem er að vakna hjá þjóðinni yfirleitt um varðveislu menningarverðmæta, vitundina um það að allt, sem lifir frá fortíðinni, er í rauninni lífsneist- inn í nútímanum. Svo lengi sem íslensk þjóð á sér slíka vitund og svo lengi sem ráðamenn þjóðar- innar rækta með sér slíkan skilning. þá er nokkur von um það að lslendingar haldi áttum í menningarumróti samtímans. Hlutur þjóðkirkjunnar í því að viðhalda menningareiningu landsmanna og forða henni frá óhugnaði menningar- og trúar- legrar sundrungar, verður ekkf dreginn í efa. Hér verður það enn undirstrikað, að íslenska þjóðkirkjan nýtur álits, og þjóð- arviljinn er allur í þá átt að viðhalda stöðu kirkjunnar eins og ’stjórnskipun landsins ákveð- ur. Kirkjunnar menn þurfa ekki að berjast við neinn pólitískan vanda í þeim skilningi sem hér er bent á. Lagalegstaða íslensku þjóðkirkjunnar er því sterk en ekki veik. Frelsi kirkjunnar til andlegs starfs síns og boðunar trúar- og siðakenninga sinna e'r óskert af pólitískum yfirvöldum. Kirkjan á það undir sjálfri sér, hver áhrif hún hefur innan þeirra marka, sem öllum áhrifamætti eru sett í frjálsu þjóðfélagi. 1000 ára afmæli kristnitöku Vert er að minnast þess að aðeins er rúmur áratugur tií 1000 ára afmælis kristnitöku á íslandi. Ekki kemur annað til greina en að minnast þessa af- mælis með myndarlegum hætti, enda þegar hafnar umræður inn- an þjóðkirkjunnar um það efni. Eins og öllum er kunnugt er kristnitakan einn minnisstæðasti atburður í sögu Alþingis. Af því tilefni samþykkti Alþingi fyrir tveimur árum að fela forsetum þingsins að vinna að athugun þess með hvaða hætti afmælis kristnitökunnar skuli minnst af þingsins hálfu. í þessu sambandi þarf að takast virkt samstarf milli þjóðkirkjunnar og Alþingis og ríkisstjórnar. Ljóst er að hugmyndir um hátíðahöld og aðrar framkvæmdir af því til- efni, hljóta að verða margvísleg- ar. Slíkar hugmyndir þurfa langrar umræðu við áður en ákvörðun verður tekin um hvernig afmælisins skuli minnst. Að því verður að stefna að afmæli kristnitökunnar beri ein- kenni þeirrar þjóðareiningar um trúarsið sem Þorgeir Ljósvetn- ingagoði mælti fyrir í upphafi. Þeim mun frekar er ástæða til að leggja áherslu á hugsjón þjóðar- einingar í þessu sambandi, að stjómarskráin gengur út frá henni sem forsendu þess að þjóðin sundrist ekki menningar- lega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.