Tíminn - 12.11.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.11.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 12. nóvember 1988 Iíiiiinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. sentimetri. Einokun Stödvar 2 Samningur sá, sem gerður var fyrr í vikunni milli forráðamanna fyrstu deildar liða í handknattleik og Stöðvar 2 um einkarétt á sjónvarpssýningum frá kappleikjum í deildinni, hefur vakið athygli alþjóð- ar og reyndar hneykslun. Sem við var að búast hefur þessi samriingur mætt gífurlegri andstöðu hjá almenningi. Er reyndar gleðilegt til þess að vita, að enn er von á sterku almenningsáliti, sem fært er um að sýna yfirgangs- mönnum í tvo heimana. Fréttir berast af því, að stjórn Handknattleiks- sambands íslands muni ekki staðfesta einokunar- samninginn við Stöð 2, heldur leggja til að samið verði um útséndingarrétt við starfandi sjónvarps- stöðvar á jafnræðisgrundvelli. Full ástæða er til þess að hvetja forystumenn íþróttahreyfingarinnar til þess að vera vel á verði í þessu máli og öðrum skyldum. Ekki skal úr því dregið, að íþróttahreyf- ingin þarf á mikilli tekjuöflun að halda. Hins vegar sæmir íþróttahreyfingunni ekki hvað sem er í því efni. íþróttahreyfingin er ein mikilvægasta félags- málahreyfing landsmanna, sem á mikinn hljóm- grunn og hefur ævinlega verið litið á sem sameigin- lega þjóðinni allri og hafna yfir viðskipta- og stjórnmálaríg. Með einokunarsamningunum við Stöð 2 var íþróttahreyfingin að fara inn á vafasamar brautir í viðskiptum og fjármálum. En þetta mál hefur aðra hlið, engu síður umræðuverða. Með þessum samningi var sjón- varpsfyrirtæki, sem sagst hefur berjast fyrir því að brjóta fjölmiðlaeinokun á bak aftur, að stofna til einokunarréttar á fréttaflutningi sér í hag með því að greiða fúlgur fyrir. Stöð 2 hefur þar með gert frelsið að verslunarvöru. Stöð 2 hefur beinlínis forgöngu um það að skapa sér einokunarrétt í stað þess að vera stefnu sinni trú um að aflétt verði einkarétti á sviði fjölmiðlunar. Samningsdrögin, sem fyrir liggja milli hennar og forráðamanna handknattleiksdeildanna, eru eins augljós vísbend- ing um að Stöð 2 sækist eftir einokunaraðstöðu í sjónvarpsrekstri sem frekast má verða. Hvað varðar rétt íþróttahreyfingarinnar til þess að leyfa og banna sjónvarpssendingar frá íþrótta- leikjum, þá verður hann í sjálfu sér ekki dreginn í efa. Hins vegar skiptir máli hvernig hreyfingin beitir þessum rétti. Fað getur ekki talist í anda íslenskrar íþróttahreyf- ingar að selja sýningarrétt af kappleikjum á leigu með þeim hætti að stofnað sé til einokunar á fréttaflutningi og gert að gróðalind eins fjölmiðils. Að gefnu þessu tilefni þarf íþróttahreyfingin að ræða gaumgæfilega grundvallaratriði fjáröflunar- stefnu sinnar og fara með gát í því að breyta út af venjum sínum í því efni. En þetta mál verður ekki síður umhugsunarefni í almennum umræðum um frelsi fjölmiðlanna í landinu. Er hugsanlegt að sjálfir „frelsispostularnir“ grípi til einokunarað- ferða, þegar það hentar þeim ? i MORGUNBLAÐINU 3. þ.m. er sagt frá því að prófessor við viðskiptadeild Háskóla íslands, dr. Þorvaldur Gylfason, hafi látið svo ummælt á fundi með kaupsýslumönnum á Akur- eyri, að mikilvægi sjávarútvegs í efnahagslífi íslendinga hafi „sí- fellt verið að minnka", þar sem öðrum atvinnugreinum hafi smám saman vaxið fiskur um hrygg. Prófessorinn er sagður hafa nefnt í því sambandi iðnað, verslun, samgöngur og þjón- ustu, og munu allir kannast við þessar atvinnugreinar að góðu án sérstakrar upprifjunar. Viðskiptafræðiprófessorinn er borinn fyrir því að hann sé viss um að hlutur sjávarútvegs í öflun gjaldeyristekna íslendinga verði kominn niður fyrir helm- ing eftir fáein ár og eftir alda- mótin jafnvel niður í þriðjung. Ræðumaður taldi það „fagnað- arefni“ að hlutur sjávarútvegsins í efnahagslífinu minnkaði, enda nauðsynlegt að „dreifa kröftun- um“ í samsetningu atvinnulífs- ins. Fjölbreytt atvinnulíf Enginn ágreiningur er um það, að íslendingum er hin mesta nauðsyn að hafa atvinnu- lífið sem fjölbreyttast, enda ekki ný kenning. Sannleikurinn er sá, að atvinnusaga síðustu mannsaldra, reyndar alla þessa öld og vel það, einkennist af þessu, sem allir tönglast á, að gera þurfi atvinnulífið sem fjöl- breyttast. íslendingar hafa reyndar ekki verið lokaðri fyrir þessari stefnu en svo, að í landi þeirra hefur orðið eins mikil umbylting á þjóðfélagsgerð og atvinnuháttum og dæmi eru frekast um í öðrum löndum á þessu tímabili. Er naumast vitað um aðra þjóð hér í námunda við okkur sem hefur verið jafnötul við að byggja upp fjölbreytt nútímaþjóðfélag á skömmum tíma, þar sem obbinn af fólkinu hefur framfæri sitt af hvers kyns þjónustu og milliliðastarfsemi, þ.e.a.s. öðru en því að vinna erfiðisvinnu í framleiðslustörf- um í sjávarútvegi og landbún- aði, sem sífellt þarfnast færra starfsfólks af ástæðum, sem allir þekkja og ekki þarf skýringar við. Þess vegna hljómar það eins og ófrumleg endurtekning sömu ræðunnar áratug eftir áratug, þegar kennari í viðskiptadeild, eða talsmaður einhvers kaup- þingsins, eða hver sem er úr hópi þeirra, sem mest tala um atvinnubyltingar, er að leggja út af nauðsyn fjölbreytts atvinnu- lífs eins og slíkt tal sé eitthvert nýmæli, sem fróðlegt sé að heyra. Upplýsingavandinn í sam- bandi við atvinnuuppbygging- una felst ekki í því að innræta fólki nauðsyn þess að hafa at- vinnulíf íslendinga sem fjöl- breyttast. Vandinn liggur í því að benda á lífvænlegar atvinnu- greinar, sem geri atvinnulífið fjölbreytt, en um leið traust og áfallalítið. En vandinn liggur ekki síður í hinu, að fólk tapi ekki áttum að því er varðar eðli og auðlindir landsins, sem það býr í, og raunverulegan grnpd- völl efnahagskfrfis og þjóðar- búskapar í sínu eigin landi. Það er hægt að óska sér þess, ef menn eru þannig sinnaðir, að sjávarútvegurinn skipti íslend- inga engu máli. Það er jafnvel hægt að halda því fram sem einhvers konar þjóðhagsspá óskhyggjunnar að hlutur sjávar- útvegs í öflun gjaldeyristekna íslendinga „verði kominn niður fyrir helming“ eftir fáein ár og eftir aldamótin „niður fyrir þriðjung". Þegar svona er tekið til orða er allt nógu óljóst til þess að slíkt tal verður ákaflega marklítið. Mikilvægi sjávarútvegs Auðvitað veit enginn maður á þessari stundu, hvort atvinnulíf Islendinga á eftir að þróast á þann hátt, þegar fram í sækir, að sjávarútvegur skipti svo sem engu fyrir útflutningsstarfsem- ina og efnahagslífið. En nær væri að gera sér grein fyrir því að um þessar mundir skiptir afkoma sjávarútvegs og fisk- iðnaðar höfuðmáli fyrir afkomu þjóðarbúsins. Þrátt fyrir þau orð sem höfð eru eftir viðskiptafræðikennar- anum, að sjávarútvegurinn skipti íslendinga sífellt minna máli, þá standa sakir eigi að síður þannig í raunveruleikan- um, að sjávarútvegurinn, sem aðalútflutningsgrein og gjald- eyrisskapandi atvinnuvegur ís- lendinga, er aðalmáttarstoð þjóðarbúskaparins. Enn í dag eru auðlindir sjávarins sú náma, sem íslendingum stendur næst að nytja. Ekki aðeins það: ís- lendingar kunna best til verka á þessu sviði atvinnulífsins og eru samkeppnisíærastir á alþjóða- mörkuðum sem sjósóknarar og fiskframleiðendur. Það er á því sviði sem íslendingar skara e.t.v. fram úr öðrum þjóðum og eru taldir menn með mönnum í heimsbúskapnum. Því fer fjarri að tímabært eða viðeigandi sé að tala um að hlutur sjávarútvegsins í þjóðar- búskapnum færi minnkandi. Þeir sem slíku halda fram beita hæpnum rökum. Ef til vill bygg- ist þessi hugsun að verulegu leyti á þeirri tölfræðilegu stað- reynd, að „fiskveiðar sjá 13% þjóðarinnar fyrir atvinnu“, eins og haft er eftir kennaranum í viðskiptadeildinni. í því felst hins vegar ekki, að afkoma 87% þjóðarinnar sé þar með óháð starfi fiskimannanna. Ef við- skipta- og hagfræðingar hafa ekki sjón til að sjá samhengið á milli framleiðslustarfsemi sjó- sóknara og atvinnustarfsemi þjóðarheildarinnar og átta sig ekki á drifkraftinum, sem kemur frá sjávarútveginum og breiðist út um allt efnahagskerfið, þá eykur það ekki mönnum með almenna dómgreind traust á sérfræðingatali af þessu tagi. Sveiflur og áhætta Svo nauðsynlegt sem það er að renna sem flestum stoðum undir atvinnulífið, þ.e.a.s. halda áfram á þeirri braut, sem farin hefur verið mannsöldrum saman hér á landi, þá er jafn óskynsam- legt að gera lítið úr aðalatvinnu- vegi þjóðarinnar, sem sjávarút- vegurinn er og verður um langa framtíð. Jafnvel talið um það að sjávarútvegurinn sé einhæfur at- vinnuvegur er að ýmsu leyti rangt. Sannleikurinn er sá að þróun sjávarútvegs og fiskiðnað- ar hefur verið í átt til fjölbreytni í veiðiaðferðum, nýtingu sjávar- dýra, úrvinnslu og markaðssetn- ingu. Það er heldur ekkert sem segir að sveiflur í sjávarútvegs- greinum séu endilega meiri og tíðari en gerist í öðrum atvinnu- greinum, t.d. orkufrekum iðn- aði. Ef út í það er farið, þekkja íslendingar vel til þess, hver áhætta fylgir sjávarútvegi og fiskiðnaði, þótt hitt sé annað mál að ekki hefur tekist vel til um að nýta þá þekkingu til þess að draga úr áhrifum samdráttar og sveiflna í þessari atvinnu- grein. Hvað það varðar þurfa íslenskir ráðamenn að taka sig á. Það á ekki að gera með því að mikla fyrir sér áhættuna, heldur gera ráð fyrir henni og búa þannig um hnútana að hægt sé að mæta þeim sveiflum sem geta orðið vegna tímabundins afla- samdráttar eða markaðsað- stæðna. Vafalaust geta hagfróðir menn ráðlagt eitt og annað skynsamlegt í því efni, enda sérfræðilegs eðlis. Hins vegar er óvíst að hagfræðingar séu betri framtíðarspámenn en gerist og gengur um dauðlega menn. Staða þjóðkirkjunnar Kirkjuþingi er nýlokið í Reykjavík og var hið 19. í röðinni frá því að það var fyrst haldið árið 1958. Kirkjuþing sækja 20 kjörnir fulltrúar úr öllum landshlutum. Þar eiga sæti jafnt leikmenn sem prestar, þ. á m. biskup íslands, sem er aðal- talsmaður þingsins og virðinga- mestur inn á við og út á við. Kirkjuþing er ráðgefandi sam- koma í eðli sínu og umræðuvett- vangur um kirkjuleg málefni, e.t.v. ekki ósvipað því sem gerist um Fiskiþing eða Búnaðarþing að því er varðar málefni sjávar- útvegs og landbúnaðar. Kirkjuþing leiðir hugann að stöðu kirkjunnar í íslensku þjóðfélagi og hver sé hin kirkju- lega starfsemi í landinu. Þótt fullt trúfrelsi sé á íslandi og hafi verið frá því að stjórnarskrá Kristjáns 9. gekk í gildi 1874, er svo ákveðið í gildandi stjórn- skipunarlögum að evangelisk- lútersk kirkja skuli vera þjóð- kirkja í landinu og beri að styðja hana og styrkja sem opinbera stofnun. Nú gætu einhverjir haldið því fram að þetta sé óeðlilegt fyrirkomulag á starf- semi trúfélaga í lýðræðislandi, því að þarna sé verið að gera einu trúfélagi hærra undir höfði ien öðrum. Formlega séð er það rétt, að stjórnarskráin tekur lútersku kirkjuna fram yfir önnur trúfé- lög og kirkjudeildir. Þar með er ekki sagt að þetta sé óeðlilegt eða óútskýranlegt stjórnar- skrárákvæði. Ákvæðin um stöðu kirkjunnar í stjórnarskránni byggjast á sögulegum og menn- ingarlegum rökum. Eins og í ýmsu öðru, sem varðar félags- og menningarmál, eiga íslend- ingar samstöðu með Norður- landaþjóðum að því er varðar kirkjuleg málefni og afstöðu til þjóðkirkjuhugmyndarinnar. í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.