Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn.: . Föstudagur 25. nóvember 1988 Talinn fremstur í geislarannsóknum Lækkandi heimsmarkaðsverð á laxi kom laxeldismönnum ekki á óvart: í ráðherraleik. Leikfélag Keflavíkur: Revía í Glóðinni Leikfélag Keflavíkur sýnir um þessar mundir revíu eftir leikstjór- ann Huldu Ólafsdóttur. Félagið var með frumsýningu í veitingahúsinu Glóðinni á föstudagskvöldið og eru leikendur alls 17. Leiknum var mjög vel tekið, enda kemur höfundurinn víða við og dregur gjarnan fram broslegu hliðarnar á mönnum og málefnum. Á myndinni má sjá karlkyns- leikarana í ráðherraleik með fallegu bílana sína, en boltamaðurinn er úti í kuldanum og fær ekki að vera með. Ari Brynjólfsson heiðraöur af bandarískum kjarnorkuvísindamönnum: Samtök kjarnorkuvísindamanna í Bandaríkjunum veittu dr. Ara Brynjólfssyni árlega heiðursviðurkenningu sína fyrir að hafa á undanförnum árum og áratugum veriö fremstur í flokki þeirra, sem rannsakað hafa áhrif geislunar á matvæli og á geymsluþol þeirra, og rannsókna á notkun geisla til dauðhreinsunar á læknaáhöldum. Afhending viðurkenningarinnar fór fram þann 1. nóvember sl. Dr. Ari sagðist að vonum vera ánægður með þessa viðurkenn- ingu, þegar Tíminn hafði samband við hann til Hollands, en þar starfar dr. Ari á vegum Sameinuðu þjóðanna, hjá International Fac- ulty for Food Irradiation Techno- logy (IFFIT). Hann sagði að það væri honum mikils virði að fá slíka viðurkenningu frá mönnum sem störfuðu á svipuðu sviði og hann. Viðurkenning sem þessi er veitt einu sinni á ári þeim sem sam- tökunum þykir hafa skarað framúr í þágu vísinda á einn eða annan hátt. „Ég hef unnið við geislarann- sóknir í mörg ár, bæði í sambandi við notkun geisla til dauðhreinsun- ar á læknaáhöldum, einkum sem skurðlæknar nota og einnig notkun geisla á matvæli, þá einkum í sambandi við áhrif þess á geymslu- þol matvæla og hvort geislunin hefði nokkuð skaðvænleg áhrif á hollustu matarins," sagði dr. Ari. Hann sagðist jafnframt hafa búið til mælitæki til notkunar á þessum sviðum. Þá hefur þessi aðferð sem dr. Ari hefur þróað verið viður- kennd af alþjóða heilbrigðismála- stofnuninni (WHO), kjarnorku- stofnun SÞ og landbúnaðarráðu- neyti SÞ. Dr. Ari sagði að senni- lega myndu íslendingar nota þessa geislaaðferð til að geisla fisk og þar með lengja geymsluþol hans án þess að minnka hollustuna. Dr. Ari hefur fengist við geisla- rannsóknir í um 32 ár. Hann lauk mag. scient. prófi í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1954 og doktorsprófi frá sama skóla 1973. Hann vann á sínum tíma við bergsegulmælingar á ís- landi 1954 til 55 og í Danmörku var hann forstöðumaður geislarann- sókna um tíma. Hann hefur þó lengst af starfað í Bandaríkjunum og var hann forstöðumaður deildar á vegum ríkisins sem vann að geislun matvæla með það að mark- miði að halda heilnæmi matarins. Nú starfar hann í Hollandi á vegum SÞ til þess að hjálpa þróunar- löndunum að kynnast þessari aðferð, sem talin er sérstaklega mikilvæg einkum fyrir þann heimshluta. -ABÓ Vidbúnir verðlækkun Lækkandi heimsmarkaðsverð á laxi, kom fískeldismönnum hér á landi ekki í opna skjöldu, enda gerðu þeir ráð fyrir lægra skilaverði í haust og hafa flest öll fyrirtæki á þessu sviði tekið slíka lækkun á markaðsverði inn í útreikninga sína. Því mun þessi verðlækkun ekki hafa afdrifarík áhrif á rekstur þessara fyrirtækja eins og látið hefur verið að liggja í fréttum. Jóhann Arnfinnsson líffræðingur hjá ísnó hf. sagði í samtali við Tímann að hann hefði ekki orðið var við þetta verðfall sem talað væri um. „Það er alkunna á mörkuðum er- lendis að verð fer lækkandi þegar nálgast jól, því framleiðendur hafa stílað upp á að vera með mikið magn á þessum tíma,“ sagði Jóhann. Hann sagði að þeir hefðu selt lax á ágætu verði til Bandaríkjanna undanfarið, en ekki á toppverði, eins og á sumrin. „Við hefðum gjarnan viljað slátra á öðrum tíma, ef hægt væri. En eins og staðan hefur verið í landinu, þá er pressan hjá okkur að ná inn pening í reksturinn. Við erum að slátra núna og látum engan bilbug á okkur finna og fáum um 10 dollara fyrir, sem telst allgott," sagði Jóhann. Hann sagði að þeir væru fyrst og fremst að selja inn á lúxus- geirann en ekki á hinn almenna neytendamarkað. „Það hefur verið lækkandi verð á eldislaxi síðan í október, en þá varð verðfall vegna mikils framboðs á laxi einkum frá Noregi,“ sagði Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Sam- bands fiskeldis og hafbeitarstöðva í samtali við Tímann. Hann sagði að sú verðlækkun sem varð nú í haust hafi verið lægri í prósentum en verðlækkunin sem varð í fyrra. „Þetta er svona árstíðabundin verð- lækkun á eldislaxi, vegna þess að framboðið eykst alltaf á haustin, þegar slátrun hefst í kvíaeldisstöðv- um. Ástæðan er sú að langflestar þjóðir sem framleiða lax, Norðmenn, Skotar, írar, Kanada- menn, Chilebúar og Færeyingar, framleiða meginhlutann í sjókvíum og gusa öllum laxinum inn á haustin. Við eigum að geta selt lax á sumrin úr hafbeit og úrstrandeldi á vormán- uðum, en þá hefur verðið alltaf farið stighækkandi," sagði Friðrik. Friðrik sagði að þetta verðfall sé vel skiljanlegt þar sem Norðmenn setja 11 til 12.000 tonn á markað á mánuði. Til samanburðar má geta þess að heildarframíeiðslan á íslandi á þessu ári var áætluð um 1200 tonn og má ætla að um 60 til 70% séu alin í kvíum. Hann sagði að verðið ætti eftir að hækka aftur með vorinu. „Hún var fyrirséð þessi framleiðslu- aukning hjá Norðmönnum og sú verðlækkun sem varð í október kom laxeldismönnum ekki á óvart,“ sagði Friðrik. Aðspurður um stöðu greinarinnar um þessar mundir, sagði hann að hún væri slæm, en ástæðuna er ekki að rekja til verðlækkunarinnar. „Það stafar fyrst og fremst af því að menn hafa ekki eðlileg afurðalán. Það er mánuður síðan nefnd skilaði af sér, sem landbúnaðarráðherra skipaði til að koma með beinharðar tillögur um hvernig afurðalán ættu að vera til þessarar atvinnugreinar, en það er ekki komið neitt frumvarp frá fjármálaráðherra ennþá. Þetta er verulega erfitt. Menn gera ráð fyrir að geta fengið hækkun á afurðalán- um ekki síðar en um áramót og ef það á að takast þá þurfa þeir að fara að vinna eins og menn í ráðuneyt- inu,“ sagði Friðrik. „Við erum sífellt að einbeita okk- ur meir að hafeldi og strandeldi og því mikið betur í stakk búin til að dreifa framleiðslunni jafnt á allt árið, heldur en hinar þjóðirnar, þar sem við erum ekki eingöngu í kvía- eldi. Við megum ekki útiloka eina eldisaðferð, þar sem kjörnar aðstæð- ur eru til kvíaeldis, eins og í Vest- mannaeyjum, á að halda því eldi áfram og nýta þær aðstæður sem eru fyrir hendi," sagði Friðrik aðspurður hvort þorandi væri að leggja fram mikla fjármuni í fiskeldi á komandi árum, með hliðsjón af verðsveiflun- um, og einbeita okkur frekar að hafbeit og strandeldi til að vera ekki á sama tíma og hinir og fá þá betra verð fyrir laxinn. „Ég er einn af þeim sem hafa tröllatrú á þessari atvinnugrein og tel að þetta sé ein af björtustu útflutningsgreinunum, ef vel er á spöðunum haldið. Það verður ekkert aftur snúið héðan af og því verður að tryggja þessari atvinnugrein eðli- leg rekstrarskilyrði eins og öðrum greinum, og þar förum við með skarðan hlut frá borði eins og aðrar útflutningsgreinar," sagði Friðrik. Guðbrandur Sigurðsson hjá Sjáv- arafurðadeild Sambandsins sagði að verðið á Frakklandsmarkaði hefði verið heldur lágt undanfarið og hefðu menn verið að fá um 33 til 38 franska franka, sem gæfi í skilaverð um nálægt um 200 til 230 krónum. Vanalegt verð sagði hann vera um 42 franska franka, eða um 265 krónur fyrir óslægðan lax. Guð- brandur sagði að verð á Bandaríkja- markaði væri skárra og verið fast í 8 til 9 dollurum, eftir þyngd þeirra, sem gæfi í skilaverð um 265 krónur í dag. „Ég held að menn hafi gert ráð fyrir þessari verðlækkun, hún hefur hangið yfir okkur eins og vofa undanfarin tvö ár. Menn hafa verið að bíða eftir framleiðslusprengingu hjá Norðmönnum og það er það sem var að gerast núna,“ sagði Guð- brandur. Hann bjóst við að það verð sem væri í dag myndi haldast fram að jólum, en síðan bjóst hann við að verðið færi hækkandi fram eftir ár- inu, fram á næsta haust. „Ef við lítum á þetta til lengri tíma, þá eru þeir aðilar sem eru með óhagstæð framleiðsluskilyrði, eins og í Norður Noregi, þar sem framleiðslukostnað- ur er mjög hár, illa settir og geta allir farið á hausinn. Það má kannski segja það sama um aðila hérna innanlands, þá sem eru með háan framleiðslukostnað," sagði Guð- brandur. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.