Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. nóvember 1988 Timinfi - 3 Undanþágur fyrir leiðbeinendur eru síst færri en í fyrra: Fimmti hver kennari án kennara- menntunar Kennurum með réttindum fer fækkandi í nokkrum um- dæmum og er nú svo komið að alls er talið að um 700 manns starfi við kennslu í grunnskólum landsins, án þess að hafa kennsluréttindi. Þetta jafngildir því að um fimmti hver kennari er án réttinda og kallast því leiðbeinandi. Ástandið hefur ekki batnað frá síðasta ári, þrátt fyrir að 70-80% allra þeirra sem útskrifast með kennarasmenntun fari rakleiðis í kennarastörf við grunnskólana og nokkur hluti þeirra skili sér auk þess innan fárra ára. Kennaraskortur er verstur í Norðurlandskjördæmi vestra, en staðan hefur verið viðun- andi í grunnskólum Reykjavíkur og á Reykjanesi. Þrír skólastjórar í hópi leiðbeinenda í nýjasta fréttabréfi Bandalags kennarafélaga er grein um þetta stóra vandamál eftir Sylvíu Guð- mundsdóttur. Þar rekur hún nokkur sláandi dæmi um fjölda og mikilvægi leiðbeinendanna og kemur m.a. fram að við a.m.k. þrjá grunnskóla er kennarafæðin alger og eru skóla- stjóramir þar jafn réttindalausir og aðrir kennarar. Undanþágunefnd kennarafélaga hefur haft nóg að gera þetta árið ekki síður en árið í fyrra. Um miðjan nóvember hafði nefndin af- greitt tæplega 700 undanþáguum- sóknir fyrir yfirstandandi skólaár. Það er síst betra ástand en í fyrra, eins og að framan greinir. Stjórn KÍ hefur vitanlega fjallað um málið og á nýlegum stjómarfundi var fjallað um þann möguleika að koma á laggirnar kennaramenntun sem fram fari á heimaslóðum þeirra sem læra vilja kennslu. Bendir Sylvía á það í grein sinni að dreifing kennaramenntunar með aðstoð bréfaskóla, æfingakennslu, heima- námi og námskeiðum, hafi reynst vel t.d. í Norður-Noregi þar sem áður fyrr var viðvarandi skortur á kennurum með réttindi. Á áðurnefndum stjórnarfundi KÍ urðu menn sammála um að sennilega væri vænlegasta leiðin sú sem reynd hefur verið í Noregi, þannig að fólk þurfi ekki að flytjast búferlum úr byggðarlögum sínum til að öðlast kennaramenntun. Auk þess fullyrðir Sylvía að með slíku framtaki yrði komið í veg fyrir að þeir sem flytjast þurfa til Reykjavíkur til að sækja menntun sína, hyrfu áfram sporlaust úr byggðarlögum sínum. Þeir sem hvað mest hafa kannað þessa svokölluðu dreifðu menntun í Noregi eru þau Þuríður Kristjáns- dóttir, prófessor, og Sturla Krist- jánsson, fyrrverandi fræðslustjóri. KB r:Imk&.wlm ■ . Þar sem dökka línan er á milli akreina er fyrirhugað að setja grindverk. Tímamynd:Pjetur. Borgarráð sammála um tillögu Alfreðs Þorsteinssonar: Vegrið í Ártúnsbrekku Hafist verður handa fljótlega við að gera grindverk á miðja Ártúns- brekkuna á kaflann milli Rafstöðv- arvegar og Breiðhöfða en þar fara milli þrjátíu og fjörutíu þúsund bílar daglega. Upphaf þessa er að Alfreð Þor- steinsson flutti tillögu um málið í borgarráði og var hún samþykkt þann 25. okt. sl. Umferðardeild borgarverkfræðings var falið að kanna á hvern hátt þetta yrði framkvæmt og segir í skýrslu hans m.a.: „Athugun á tölvugagnagrunni um umferðaróhöpp í Reykjavík („slysabanka") leiddi í ljós að hættulegasti kaflinn í sambandi við framanákeyrslur var 200 m langur kafli milli tenginga við annars veg- ar Rafstöðvarveg og hins vegar Veiðimannaveg“. Þetta var eini kaflinn á Vestur- landsvegi sem náði að komast inn á „svartbletta“ listann, varð nr. 154 í röðinni af hættulegustu götu- bútum í Reykjavík sakir óhappa- tíðni. Þarna urðu samtals 23 lögreglu- skráð óhöpp á tímabilinu 1983- 1987 þar af eitt með meiriháttar meiðslum. Þetta er töluvert mikið fyrir aðeins 200 metra langan kafla. ( áfangaskýrslu sem vinnuhópur um vegakerfi á höfuðborgarsvæð- inu skilaði af sér fyrir ári síðan er gert ráð fyrir að Vesturlandsvegur verði breikkaður í fjórar akreinar frá Höfðabakka að væntanlegum Suðurlandsvegi í Smálöndum. Þórarinn Hjaltason verkfræðing- ur hjá umferðardeild borgarverk- fræðings sagði þetta verða gert þannig að riý akbraut verði lögð norðan þeirrar sem nú er (nær sjónum) og verða þá þriggja ak- reina brautir í hvora átt og þær aðskildar með umferðareyju. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist 1992 en borgarráðsmenn voru sammála á fundi sínum á þriðjudaginn var að slysahætta í sjálfri brekkunni á kaflanum milli Rafstöðvarvegar og Breiðhöfða væri svo mikil að hún réttlætti fullkomlega að aðskilja gagnstæða umferð á þessum kafla þrátt fyrir að um bráðabirgðaráðstöfun yrði að ræða. Borgarráð ákvað á fundi sínum að fela umferðardeild borgarverk- fræðings að kanna kostnað við að setja upp tvöfalt vegrið sem þykir vera heppilegasti kosturinn og voru fulltrúar sammála um að fram- kvæmdir hæfust hið fyrsta. - sá T J a, h ver þrefaldur! Þrefaldur fyrsti vinningur á laugardag! Láttu ekki þrefalt happ úr hendi sleppa! Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.