Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 7
Föáföðá^OftávéfíltíeF im
nnimiT 0
riminn 7
Fjölmargir erlendir sjúkraliðar starfa hér á landi, því ekki hefur tekist að manna
__ sjúkrastofnanir með innlendu vinnuafli:
Flýja útlendingar heim
undan atvinnuleysi hér?
Sjúkrahúsið á Húsavík hefur þurft að leita til Svíþjóðar
eftir hjúkrunarfræðingum, á elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund eru nú starfandi um tuttugu Danir og á Hrafnistu í
Reykjavík starfa tuttugu og fimm útlendingar. Þetta eru
aðeins þrjú dæmi um það vandræðaástand sem hefur
skapast vegna skorts á fólki í hjúkrunar- og umönnunar-
störf. Þetta virðist þó vera að breytast með tilkomu aukins
atvinnuleysis, því fólk hefur í auknum mæli sótt um störf
t.d. á elliheimilunum.
Helga Gísladóttir starfsmanna-
stjóri á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund sagði að ástandið hefði
verið alveg hræðilegt og því hefði
verið farið út í það að ráða útlend-
inga til starfa, en nú starfa sem fyrr
segir tuttugu Danir á Grund. Bæði
er um það að ræða að þeir vinni
sem almennir starfsmenn og fag-
lærðir, eins og t.d. sjúkraliðar.
„Þetta virðist þó vera að breytast
því í fyrsta skipti í nokkur ár er
fólk farið að koma til okkar og
biðja um vinnu.“
Starfsmannastjórinn á Hrafnistu
í Reykjavík hafði sömu sögu að
segja og sagði að fólk kæmi til sín
í atvinnuleit. „Til mín hafa komið
konur sem mér hefur litist ágætlega
á og þær segja að það séu um
tuttugu um hvert starf sem er
auglýst."
Enn skortir faglært fólk
Skortur á faglærðu starfsfólki er
þrátt fyrir allt enn til staðar, og
nefna má sem dæmi að sjúkrahúsið
á Húsavík hefur leitað til Svíþjóðar
eftir hjúkrunarfræðingum.
í samtali við Ólaf Erlendsson
framkvæmdastjóra sjúkrahússins á
Húsavík kom fram, að af þrettán
stöðum hjúkrunarfræðinga á spít-
alanum vantar starfskrafta í fjórar
til fimm stöður. Ólafur sagði að
vegna þess að illmögulegt hafi
verið að fá íslenska hjúkrunar-
fræðinga til starfa hefði verið gripið
til þess ráðs að auglýsa í sænskum
blöðum og hefðu margir haft sam-
band og lýst áhuga sínum.
Það er ekki nýmæli að sænskir
hjúkrunarfræðingar ráðist til starfa
á sjúkrahúsinu, ein hefur starfað í
hálft ár en önnur í eitt og hálft ár.
Aðspurður sagði Ólafur að engin
meiriháttar vandkvæði hefðu kom-
ið upp varðandi tungumálið því
þær hefðu starfað sem skurðstofu-
hjúkrunarkonur og þar sem skurð-
læknarnir væru menntaðir í Sví-
þjóð hefði það ekki verið vanda-
mál.
Það verða því tveir eða þrír
sænskir hjúkrunarfræðingar sem
hjúkra Húsvíkingum eftir áramót,
en að öllum líkindum mun einn
íslenskur hjúkrunarfræðingur
hefja störf á sama tíma.
Ólafur sagðist telja að vegna
hærri skatta í Svíþjóð þá kæmu
sænsku hjúkrunarfræðingarnir
svipað út í launum hér og í heima-
landinu, það væri fyrst og fremst út
af ævintýraþrá sem þær vildu vinna
hér.“ ssh
Pétur Pétursson með jólahangikjötið. Um síðustu jól fóru um fimm tonn af hangikjöti frá honum til útlanda.
Tlmamynd: Gunnar
Pétur í Kjötbúri Péturs segistvel undirbúinn fyrir matarsendingartil útlanda:
Hangikjötid og harð-
f iskurinn vinsælast
Það hefur löngum verið siður að
senda íslenskan mat til vina og
ættingja erlendis, og ekki virðist
ætla að verða breyting á því í ár.
Kjötbúr Péturs á Laugavegi hefur
í áraraðir annast slíkar sendingar
fyrir fólk.
„Jú, þetta er að fara af stað núna,
en aðaltíminn hefst um mánaðamót-
in.
Flestar sendingar fara til Norður-
landanna og Bandaríkjanna, en ann-
ars er þetta sent um allan heim, og
hangikjötið er orðið heimsfrægt“,
sagði Pétur.
Vinsælast er hangikjötið, því næst
taldi Pétur harðfiskinn. Reyktur lax
er líka mjög vinsæll, svo og reykt
síld.
Margt fólk hefur skrifað að utan
og pantað íslenskan mat, og þá
sérstaklega hangikjötið. Þá getur
landsbyggðarfólk hæglega hringt og
pantað, langi það til að gleðja ástvini
erlendis. Þá er séð um öll atriði er
varða sendinguna.
En hvað ætli svona meðalpakki af
jólamat kosti?
Ef reiknað er með að maturinn
eigi að duga fyrir tvær manneskjur
sem búa í Danmörku, gæti dæmið
litið svona út:
Úrbeinað hangilæri, meðalstórt,
um 400 gr. af reyktum laxi, þrír
pakkar af harðfiski, 400 gr. smjör,
Eitt oststykki um 300 gr., tvö bréf af
reyktri síld, tvær dósir af sviðum og
saltfiskpakki. Samtals vegur þetta
um 5 kíló, og myndi því kosta um
5000 krónur.
Fyrir síðustu jól fóru á milli um
átta tonn af mat frá Kjötbúri Péturs
til útlanda; og þar af voru um fimm
tonn eingöngu hangikjöt. elk
YaoLaf þig peninga?
þcgar banbmir lirn þér ekki... þá (etm við það.
0 Fáðu Visacóa Master-kort
Fjárhxðir alll að 10 þús. dollarar.
Allir era saroþykkjanlegir.
0 Fjárbzðir lil að bjija eða stxúa fynrtxh
Fyrir fyrirtiki og húseignaviöskipti.
Frá50þús.dolluiumupp að50mi
Endutgriiðslaáalltað20áifflra...-
□ Fyrir upplýsingar og umsðbu, sendið g Inc
P.O.Box 8465,
128 Reykjavík.
Auglýsing í Morgunblaðinu síðastliðna helgi
vekur athygli:
BJARGVÆTTUR
SKULDARANS?
Síðastliðna helgi birtist auglýsing í Morgunblaðinu þar sem
fyrirtækjum jafnt sem einstaklingum er boðiðupp á lánsfjármagn
án, að því er virðist, þeirra skilyrða sem íslendingar eiga að
venjast. í auglýsingunni segir að peningar fáist að láni án
lánstrausts með aðeins 6-7% vöxtum. Þar er einnig látið að því
Iiggja að hægt sé að fá tæplega 500.000.- króna lán út á ákveðin
kreditkort. Lán til fyrirtækja og þeirra er hyggjast standa í
húseignaviðskiptum getur numið 50 milljónum Bandaríkjadollara
og jafnvel meira. Slík lán endurgreiðast á allt að 20 ára tímabili.
Sé áhugi fyrir hendi og upplýsinga óskað á að senda 500,-krónur
á ákveðið heimilisfang í Reykjavík.
En er slík lánveiting lögleg? grein fyrir afstöðu sinni. Einnig
Tíminn grennslaðist fyrir um það í
gær.
Þórður Ólafsson forstöðumaður
Bankaeftirlits Seðlabankans sagði
að eftirlitið hefði látið málið til sín
taka. Þegar þetta mál var kannað
kom í ljós að ekki er hægt að segja
að auglýsingin sem slík sé ólögleg
en hinsvegar sé óeðlilegt að láta að
því liggja að hægt sé að fá lán útá
ákveðin greiðslukort því slíkt sé
ekki heimilt. Þórður sagði að
Bankaeftirlitið hefði haft samband
við þann aðila sem að baki auglýs-
ingunni stendur og gert honum
hefði honum verið bent á reglur
um gjaldeyrisinnflutning en sam-
kvæmt þeim er óheimilt að veita
erlendu lánsfé inn í landið án
sérstakrar heimildar. Þórður ítrek-
aði að þessi starfsemi kæmi Banka-
eftirlitinu í rauninni ekki við því
hér væri ekki um að ræða hreina
umboðsmennsku fyrir erlendan
banka. Sér virtist hinsvegar ekki
ástæða til að banna þessa starfsemi
en það væri alveg ljóst að sækja
þyrfti um ieyfi fyrir hvern einstak-
an lántaka hverju sinni. -áma
AUGLÝSENDUR!
PÓSTFAX TÍMANS