Tíminn - 25.11.1988, Side 9

Tíminn - 25.11.1988, Side 9
Tíminn 9 Föstudagur 25. nóvember 1988 Þórarinn Þórarinsson: Hvers vegna átti Jónas ekki heimangengt? í umræðum og skrifum um að- dragandann að stofnun Framsókn- arflokksins hefur þess stundum gætt, að hlutur Gests á Hæli hafi verið vanmetinn en hlutur Jónasar Jónssonar ofmetinn. Einkum gæti þessa í sambandi við framboð óháðra bænda í landkjörskosning- um 1916, en sigur þeirra hafi mjög stuðlað að stofnun Framsóknar- flokksins. Þá hefur verið vakin athygli á því að Jónas hafi ekki verið á Þjórsárbrúarfundinum, þar sem framboðslisti óháðra bænda var ákveðinn og því haft minni áhrif á skipun listans en ella. Fjarveru Jónasar á fundinum er auðvelt að skýra. Hann átti ekki heiman- gengt, ef svo má að orði komast um fjarveru hans. Þjórsárbrúarfundurinn var hald- inn 19. janúar 1916 og voru aðeins boðaðir á hann þeir menn, sem stunda landbúnað. Sú ástæða gat nægt til þess, að Jónas var fjarver- andi, en til heimasetu hans liggja önnur veigameiri rök. Jónas hafði fljótlega eftir að hann settist að í Reykjavík farið að starfa í Háseta- félaginu (nú Sjómannafélag Reykjavíkur) og Verkamannafé- laginu Dagsbrún. Hann átti öðrum meiri þátt í því að skipuleggja lifrarverkfallið svonefnda en það var fyrsta sigursæla verkfall sjó- manna í Reykjavík. Hásetafélagið viðurkenndi þessa forustu hans með því að kjósa hann haustið 1915 sem fulltrúa sinn í nefnd, sem verkalýðsfélögin kusu til að undir- búa stofnun Alþýðusambands íslands. Jónas varð aðalmaðurinn í þessari nefnd og fékk m.a. það verkefni að semja uppkast að lög- um fyrir sambandið. Að ráðum hans var það ákveðið, að skipulag þess skyldi sniðið eftir enskri fyrir- mynd þannig að það starfaði í tvennu lagi eða sem verkalýðssam- band og verkalýðsflokkur. Jafn- framt því að ráða skipulagi sam- bandsins, vildi Jónas hafa áhrif á hvernig stjórn þess yrði skipuð. Hann hafði þá kynnst Jóni Bald- vinssyni og hófst með því samvinna þeirra, sem setti meginsvip á ís- lensk stjórnmál næstu áratugina. Jónas Jónsson. Jónas hafði þá þegar fengið þá hugmynd, að Alþýðuflokkurinn, sem verið var að stofna, og Fram- sóknarflokkurinn, sem hann ætlaði að stofna, yrðu samstarfsflokkar og færu saman með stjórn landsins. Jónas var þannig önnum kafinn og átti illa heimangengt, þegar Jón Baldvinsson. Þjórsárbrúarfundurinn var haldinn. Nefndin, sem vann að undirbúningi Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins sat að störfum í janúar og febrúar 1916, en stofn- þing Alþýðusambandsins var hald- ið 12. mars 1916. Jónas hafði fyrir fundinn við Þjórsárbrú haft náið samstarf við Gest á Hæli og samkomulag var milli þeirra um skipun manna í efsta og næstefsta sæti á lista óháðra bænda. Þá hafði Jónas unnið að því, að Sveinn í Firði færi í framboð í Suður-Múlasýslu í nafni óháðra bænda. Auk þessa átti Jónas sem fulltrúa á Þjórsár- brúarfundinum hóp ungra Þingey- inga, sem dvöldu um veturinn í Reykjavík. Fyrirliði þeirra var Jón Sigurðsson, sonur Sigurðar á Ysta- felli, sem skipaði efsta sætið á lista óháðra bænda. Draumur Jónasar á þessum tíma var að sameina óháða bændur og Bændaflokkinn, sem einnig bauð fram lista í landkjörinu 1916. Þetta tókst fyrirhafnarlítið haustið 1916, þegar Framsóknarflökkurinn var stofnaður á Seyðisfirði. Þar sam- einuðust nokkrir þingmenn þess- ara flokka í nýjum þingflokki, sem samrýmist síðar hugmyndum um hinn nýja flokk, sem Jónas var að undirbúa og átti að verða og varð samstarfsflokkur Alþýðuflokksins. Þáttur Jónasar Jónssonar í stofn- un Framsóknarflokksins verður seint ofmetinn en hitt ber einnig að meta, að forusta Gests á Hæli og sigur óháðra bænda í landkjörinu 1916 auðveldaði Jónasi að koma áformum sínum í verk. Með miklum rétti má segja, að árið 1916 verði bylting í sögu íslenskrar flokkaskipunar, þegar Alþýðuflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn komu til sögu og íhaldsflokkurinn fylgir síðan í kjölfar þeirra, en allir eldri flokkar þurrkast út. 7 Þorkell Guðbrandsson: Urkoma og grunn- vatnsstaða á íslandi Það er eins og kunnugt er mjög mismunandi, hversu menn eru vakandi fyrir umhverfi sínu og náttúrunni. Vafalaust tengist það ekki hvað síst persónugerð manna, en þó má leiða að því líkur, að eðli málsins samkvæmt sé fólk, sem býr og starfar við skilyrði, sem mynda bönd milli þess og náttúrufars- ins, meira vakandi fyrir náttúrunni og breytingum á henni en aðrir. Það er svo annað mál, hvort þetta sama fólk sé nógu vel á verði gagnvart því, að athafnir þess valdi óæskilegum breytingum á umhverfinu, eða valdi náttúrunni skaða. Meðal starfsstétta, sem lifa og starfa í nánum tengslum við umhverfi sitt má að sjálfsögðu nefna bændur, enda byggja þeir afkomu sína beinlínis á náttúrunni og afrakstri hennar. Með athöfnum sínum hafa þeir oft áhrif á náttúruna, og í sumum tilfellum byggist afrakstur starfs þeirra beinlínis á þessum áhrifum, því öll ræktun er umhverfisbreyting. Grunnvatnið Eins og áður segir, má ætla, að bændur geri sér öðrum starfsstétt- um fremur grein fyrir breytingum á náttúrunni. Þær breytingar geta verið fleiri en þær, sem mest eru í umræðunni,þ.e. breytingar ágróð- urþekjunni. Eitt af því, sem athug- ulir bændur hafa orð á nú um þessar mundir, eru þær breytingar á grunnvatnsstöðu, sem þeir telja að eigi sér stað, og koma m.a. fram í sífellt vaxandi erfiðleikum við neysluvatnsöflun til sveita, og raunar víðar. Margir bændur, sem komnir eru um og yfir miðjan aldur hafa orð á því, að uppsprett- ur og lindir, sem þeir telja sig hafa þekkt frá barnæsku, hafi minnkað eða jafnvel þorrið með öllu. Jafn- framt hafi ótræðismýrar og flóar breyst í móa og vallendi. Þama er í flestum tilfellum ekki verið að tala um framræst svæði, slíkt land er enn til hér, þrátt fyrir það kapp, sem menn hafa lagt á framræsluna. Nú eru slíkar fullyrðingar ekki vísindi, og byggjast sjaldnast á skipulegum athugunum og mæling- um. Þrátt fyrir það, er ástæða til að gefa þessum fullyrðingum gaum. Ef við skoðum okkur um í náttúr- unni, er einmitt margt sem bendir til þess að þær hafi við nokkur rök að styðjast. Hverjar eru ástæðurnar? Nú er eðlilegt, að við spyrjum okkur sjálf, í hverju þessar breyt- ingar felist og af hverju þær stafi. Vafalaust vefst það jafnvel fyrir vísindamönnum að gefa viðhlít- andi svar við þvílíkum spurning- um, einkum og sér í lagi vegna þess, að eldri mælingar vantar til að byggja á. Við leikmenn getum þó leyft okkur meira í getgátum og hugleiðingum en vísindamennirn- ir, því þeir verða auðvitað að fara varlega og gæta að sínum fræði- mannsheiðri. Hér verður því gammurinn látinn geysa, og hugur- inn fljúga í leit að ástæðum og líkum. Það fyrsta sem kemur í hugann, er hvort úrkoma hafi minnkað. Margt bendir til þess, að nú um all langa hríð hafi vetrarúrkoma breyst frá því, sem áður var. Ekki er vafi á, að vetur hafa hlýnað, það sýna mælingar, og trúlega hefur vetrarúrkoman einnig minnkað. Þó má vera, að þarna vegi einnig þungt, að vetrarúrkoman falli meira sem regn en snjór. Ef sú fullyrðing stenst, má ætla, að hún renni fljótar af landinu og sitri í minna mæli niður í jarðveginn en ella, því þegar jörðin er meira og minna frosin, rennur úrkomuvatn- ið mun fljótar af landinu og til sjávar. Standist sú skoðun, að vetrarsnjór hafi nú um skeið verið til muna minni en í ótiltekinni fortíð, hlýtur afleiðingin að vera sú, að land þorni mun fyrr að vori og sumri, og þar með lækki grunn- vatnsfilman af þeim sökum. Framræslan Önnur ástæða, sem til gæti komið, ásamt fyrr greindu, er að landið eigi verra með að halda í sér raka af einhverjum ástæðum. Þær ástæður geta verið margvíslegar. í fyrsta lagi kemur manni í hug framræsla, og sú skýring á auðvitað fyrst og fremst við meira og minna ræktað land, og beitiland næst byggð. Framræsla hefur verið gíf- urleg hér á landi síðustu fimm áratugi. Stundum virðist sem kapp- ið hafi verið meira en forsjáin. Hvað um það, tilgangur framræslu er að lækka grunnvatnsstöðu. Þeg- ar hún er svo gífurlega víðáttu- og umfangsmikil og hér er um að ræða, fer ekki hjá því, að stór svæði taki breytingum. Þetta sam- hengi hefur líklega lítið eða ekki verið rannsakað, en vafalítið er hér um meiri umhverfisáhrif að ræða en menn hafa í upphafi gert sér ljóst. Bæði er, að slík lækkun grunn- vatnsfilmunnar á stórum svæðum getur áreiðanlega teygt sig út fyrir hið framræsta svæði, vegna áhrifa þekktra náttúrukrafta svo og hitt, að land, sem alsett er þéttu neti skurða veitir úrkomu mun fljótar af sér en ógrafið, enda tilgangurinn með skurðgreftrinum. Gróðurfarið í þessu samhengi er óhjákvæmi- legt að fara nokkrum orðum um gróðurþekjuna, og eiginleika hennar til að halda í sér raka. Nú liggur ekki fyrir, hvort rýrnun hennar hefur verið hlutfallslega meiri síðustu áratugina en þá næst- liðnu. Líkur má þó leiða að því, að beitaráhrif hafi ekki verið minni, því bústofn hefur vafalítið aldrei í íslandssögunni verið jafn stór og áratugina frá stríðslokum og fram undir 1980. Margir benda þó á, að áhrif vetrarbeitar fyrr á tíð megi ekki vanmeta, þegar þetta er borið saman. Hér skortir líklega því miður mælingar, sem hreki þessar fullyrðingar eða sanni. En hafi úrkomumagn minnkað, má einnig geta sér þess til, að slíkt hafi haft áhrif á gróðurþekjuna, og það mun meira en flestir gera sér ljóst. Hér eru vafalaust, sem í mörgu öðru, margir þættir sem verka saman. Meiningin var ekki í þessari grein að fara langt út í umræðuna um gróðureyðingu, því það er auðvit- að víðtækara en svo. Hinsvegar verða menn að fara að gera sér ljóst, að gróðurþekjan verður að hafa möguleika á að endurnýja sig, ef hún á að vera viðvarandi. Ef húmuslaginu leggjast ekki til plöntuleifar í ákveðnum mæli, þá endurnýjast það ekki né eykst, og af því leiðir að hinar grænu plöntur hafa sífellt minna til vaxtar og viðgangs. Þótt nauðbeitt land fái fyrr grænan lit að vori en t.d. friðað, þýðir það ekki að gróður- þekjan sé þar sterkari sem slík, síður en svo. Niðurlag Vangaveltum þessum fylgja eng- ar niðurstöður, enda tilgangurinn ekki sá, heldur að vekja menn til umhugsunar og umræðu. Þær hug- myndir, sem hér eru settar á blað, eru fengnar úr viðtölum við marga menn, karla jafnt sem konur, sem hafa atvinnu sinnar vegna eða almenns áhuga, náið samneyti við landið sitt. Það er þó varla ástæða til að ætla, að ályktanir svo stórs hóps, sem hér um ræðir, séu með öllu rangar,. og því væri æskilegt, að skipulegar rannsóknir færu fram á þessum atriðum, því þær skipta okkur verulegu máli. Nægilegt og gott neysluvatn er mikil nauðsyn, og í okkar þjóðfélagi, sem fæst svo mjög við matvælavinnslu, verður öflun þess að vera sem auðveldust og nærtækust. Séu hinsvegar að verða róttækar breytingar til hins verra á vatnsbúskap landsins vegna áhrifa umsvifa okkar á það, verð- um við að hugsa okkur vel um, og reyna að bæta úr, ef mögulegt er. Afleiðingarnar geta nefnilega orð- ið miklu afdrifaríkari en menn órar fyrir. Þorkell Guðbrandsson skrifstofum. Sauðárkróki

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.