Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 2
2 Tímrnn Föstudagur 25. nóvember 1988 Búseti á 5 ára afmæli - Vígsla fjölbýlis- húss og nýjar leiðir til sparnaðar: Félögum fjölgaði um þriðjung á fimm mán. Á laugardaginn verður húsnæðissamvinnufélagið Búseti, Reykjavík, fimm ára. Á þessum tímamótum verður vígt nýtt 46 íbúða fjölbýlishús við Frostafold í Grafarvogi. Á þessu ári og næsta er stefnt að byggingu 202 nýrra íbúða, en á síðustu fimm mánuðum gengu um eitt þúsund manns í félagið og eru félagsmenn orðnir tæplega þrjú þúsund. Á þessum tímamótum kynnir fé- lagið jafnframt s.k. „Búsetusparn- að“ sem í raun felur í sér fjórar nýjar sparnaðarleiðir. Markmiðið er að opna fólki nýja leið til að fjármagna búseturéttinn. Að sögn Reynis Ingibjartssonar, starfsmanns Búseta, er hið nýja fjölbýlishús fjármagnað með þeim hætti að félagið tók lán hjá Bygg- ingasjóði verkamanna sem samsvar- ar því að vera 85% af kostnaðarverð- inu. íbúarnir greiða afganginn með kaupum á s.k. búseturétti sem er 15% af verði íbúðanna. Lánið sem félagið tók greiðist upp á 43 árum. Þetta þýðir það að félagið er form- legur eigandi, en búseturétturinn er ótímabundinn. Húsaleiga, eða bú- setugjald, skiptist þannig að 1/3 fer í rekstrárkostnað hússins og 2/3 fara í afborganir af því láni sem félagið tók. Ef einstaklingur kýs að selja búseturéttinn þá fær hann upphaf- lega framlagið greitt auk vísitölu. Reynir sagði jafnframt að þetta kerfi grundvallaðist á því að afborg- unin dreifðist á sem lengstan tíma og að húsnæðið væri ódýrt í byggingu og rekstri. Með þessum hætti verður húsaleigan langt undir því sem gerist á almennum markaði, og Reynir sagðist telja að þar munaði frá 50% allt upp í 70%. Biðtíminn, frá því að fólk gengur í Búseta og þar til það fær þak yfir höfuðið, sagði Reynir að væri lág- mark tvö ár, en úthlutun miðast við félagsnúmer, þ.e. hve lengi fólk hefur verið í félaginu. Markmið nýju sparnaðarleiðanna er m.a. að auðvelda fólki að nýta þennan biðtíma til að safna fé fyrir búseturéttinum. Búseti hefur nú hafið samvinnu við Alþýðubankann og á næsta ári verður boðið upp á fjórar sparnaðar- leiðir, sem eru sniðnar að mismun- andi aðstæðum félagsmanna; aldri, háu eða lágu félagsnúmeri eða fjár- hagsaðstæðum. Varðandi nýju sparnaðarleiðirnar hefur verið gef- inn út kynningarbæklingur en upp- lýsingar er einnig að fá í Alþýðu- bankanum. Almenningi gefst kostur á að skoða hið nýja hús Búseta við Frostafold. Húsið verður opið á laugardag frá kl. 16:00 til 19:00 og á sunnudagfrá kl. 13:00 til 19:00. ssh Ein íbúðanna í hinu nýja fjölbýiishúsi Búseta í Grafarvogi. Frostafold 20, fjölbýlishús Búseta, sem almenningi gefst kostur á að skoða á laugardag og sunnudag. Sigrún Magnúsdóttirborgarfulltrúi leggurfram bókun í borgarráði: Fyrirhyggjuskortur á tíma samdráttar? „Það er ánægjulegt ef ég les rétt úr svari borgarstjóra að borgaryfir- völd hyggjast ekki draga úr félags- legum framkvæmdum þrátt fyrir al- mennan samdrátt í þjóðfélaginu. Hins vegar er það forkastanlegt að sýna ekki fyrirhyggju á slíkunt tímum og hægja á framkvæmdum við ráðhús og útsýnishús í Öskju- hlíð. Geta menn haldið sama fram- kvæmdahraða við þessi hús án þess að taka til þess lán?“ Þetta er bókun sem Sigrún Magn- úsdóttir borgarfulltrúi lagði fram í tilefni af svari borgarstjóra, Davíðs Oddssonar við fyrirspurn Alfreðs Þorsteinssonar í borgarráði 15. nóv- ember s.l. Alfreð spurði annars vegar um hvort sérstaklega væru áform uppi hjá borginni um sparnað í rekstri og hagræðingu og hins vegar um hvort borgin hygðist hægja á framkvæmd- um við ráðhús og Öskjuhiíðarhús í Ijósi alntenns samdráttar í þjóðfélag- inu. I svari borgarstjóra við fyrri lið fyrirspurnar Alfreðs kom fram að ekki væri ætlunin að draga úr fram- kvæmdum hjá borginni enda væri það óheillaskref í Ijósi samdráttar í þjóðfélaginu. Hagræðis og sparnað- ar yrði gætt í rekstri borgarinnar hér eftir sem hingað til. Seinni lið fyrirspurnar Alfreðs svaraði borgarstjóri með einu orði: Nei. - sá Lánasjóður ís- lenskranámsmanna: Nýjar reglur væntanlegar Menntamálaráðherra hefur skipað vinnuhóp sem á að fjalla um Lánasjóð íslenskra náms- manna. Vinnuhópurinn er þannig skipaður að í honum eiga sæti allir fulltrúar námsmanna í stjórn Lánasjóðsins, einn iðnnemi, auk fjögurra fulltrúa sem skipaðir eru af menntamálaráðherra. Vinnu- hópurinn á að skila áliti fyrir lok jan. 1989. Verkefni hópsins er að fjalla um með hvaða hætti lánareglur verði settar er komi í stað þeirra sem ákveðnar hafa verið af fyrr- verandi menntamálaráðherrum. Eitt af því sem vinnuhópnum er ætlað að fjalla um er hvort nauð- synlegt sé að breyta framfærslu- viðmiðunum í úthlutun lána til námsmanna með því að beita sér fyrir framfærslukönnun sem fari fram á meðal námsmanna hér heim og erlendis. Menntamálaráðherra ætlast til að hópurinn geri grein fyrir tillög- um um breytingar á lánareglum þessa skólaárs áður en fjárlög verða endanlega afgreidd frá Al- þingi. - ág Hótelstjórí Pullman hótelsins ásamt ýmsum aðilum sem hann hefur átt samstarf við hér á landi. Karel Hilkhuyzen hótelstjóri er hér á miðri mynd, til vinstri við Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða. Islandshátíð í febrúar á næsta ári verður opnuð ný Flugleiðaskrifstofa í Luxemborg og á sama tíma opnar einnig íslensk ferðamálaskrifstofa. Nýlega var staddur hér landi hót- elstjóri Pullman hótelsins í Luxem- borg og hefur hann tilkynnt að dagana 15. til 26. febrúar n.k. verði Íslandshátíð haldin á Pullman hótel- inu. Verndari þessarar hátíðar, sem ber heitið: „A taste of Iceland“, verður Einar Benediktsson sendi- í Luxemborg herra íslands í Belgíu og Luxem- borg. Meðan á hátíðinni stendur verður sett upp sýning í anddyri hótelsins, þar sem kynntar verða ýmsar útflutningsvörur íslendinga; einnig verður kynning á ýmsum vinsælum ferðamannastöðum. Að lokum má geta þess að Ferða- málaskrifstofa Luxemborgar hefur látið gefa út upplýsingabækling á íslensku. ssh Fjárglæfrar gríska auðjöfursins teygja anga sína inn í flokk Papandreous forsætisráðherra: Á H. Loftleiðum undir dulnefni Gríski aitðjöfurinn, George dóttir. móttökustjóri á Hótel Loft- Koskotas, sem alþjóðalögreglan ieiðum, sagði í samtali viðTímann Interpol hefur verið að grennslast að enginn hefði veitt þeint sérstaka fyrir um undanfama daga, kom eftirtekt, enda ekki ástæða til, þar hingað til lands þann tiunda nóv- sem mikið er um aö millilent sé á ember sl. og dvaldi hér í rúman Rcykjavíkurflugvelli og gist á sólarhring á lcið sinni vestur um hótelinu. haf. Hann er grunaður um stórfelld Georg Koskotas hefur, sam- fjársvik, skjalafals og blekkingar, kvæmt Newsweek, á fáum árum auk þess sem hann cr talinn hafa unnið sig úr gjaldkerastarfi upp í mútað IJölda grískra áhrifamanna. stöðu helsta fjárntálamanns ígrísk- Talið er líklegt að Koskotas sé nú um viðskiptaheimi. Fyrir fjóruni staddur i Brasilíu. árum var vitað að hann hafði keypt Interpol fór frarn á við dóms- m.a. Bank of Crete, einn stærsta málaráðuneytið sl. sunnudag að fá banka Grikklands, þrjú dagblöð, upplýsingar um dvöl mannsins hér útvarpsstöö og knattspyrnulið. á landi og á þriðjudaginn sl. bað Velgengni hans í fjármálaheimin- Interpol um nákvæntari upplýsing- um |auk snögglega ísíðasta mánuði ar unt dvöl hans og fylgdarliðs og þegar hann var formlega ákærður hafa þær verið veittar. fyrjr fjárdrátt og skjatafölsun. Koskotas hefur að undanförnu Rannsóknaraðilar segja að hann verið mikið í fréttum og greinir hafi fjármagnað útgáfufyrirtæki vikuritið Newsweek m.a. frá því sitt, það stærsta í Grikklandi, og að endurskoðandi nokkur upp- eigin eyðslu með því að draga sér götvaði að 31 milljón dollara var fé úr bankanum og hylma yfir með horfin úr einum stærsta banka hálfgerðum hókus pókus milli- Grikklands, Bank of Crete. Grun- færslum á gjaldeyrisreikningum. urinn féll fljótlega á hinn 35 ára f>a hefur málið teygt sig inn í gamla Koskotas, sem er stjórnarf- raðir stjórnmálanna og eru sam- ormaður og jafnframt eigandi starfsmenn Papandreou forsætis- bankans og teygðust angarnir fljótt ráðherra taldir tengjast því. Þá á inn íæðstustöðurflokks Papandre- Koskotas að hafa reynt að fæla ou forsætisráðherra. I síðustu viku rannsóknaraðila frá frekari rann- neyddist forsætisráðherrann til að sóknum með því að sýna þeim gera mannabreytingar í ríkisstjórn óyggjandi sönnunargögn þess efnis sinni jafnframt því sem hann sam- að háttsettir menn innan stjórnar- þykkti að sérstök þingrannsókn mnar hafi þegið samtais um 5,3 skyldi fara fram á þvi sem hann milljónir dollara í mútur og hafi sjálfur kallaði „martröð." emn þejrra verið sonur Papan- Koskotas kont hingað til lands dreou, George. Koskotas hefur snemma morguns 10. nóvember, neitað öllum ásökunum. ásamt fjölskyldu sinni og skráði sig Eftir aö Kostotas hafði verið inn á Hótei Loftleiðir undir fölsku tilkynnt formlega ákæran, var hann nafni. Eftir því sem Tíminn kemst frjáls fcrða sinna, en gert að yfir- næst voru þau sex saman á ferð. gefa ekki landiö. Einhvern veginn Koskotas dvaldi hér f rúman sól- tókst honum það þó og er talið að arhring, en þá hélt hann vestur um hann hafi komist fram hjá þeim haf. Flugvélin sem hann var I tók sem eftir|jt höfðu með honum með hann á leigu og hófst flugferðin þv( að fela sig í dagblaðaflutninga- þann 9. nóventber, aðöllum ltkind- bíl I eigu útgáfufyrirtækis hans. um í einhverju nágrannalanda Eftir flóttann faldi hann sig og Grikklands. Áður en til íslands komst síðar, að því er talið er, til kom er vitað til þess að millilent Brasilíu m.a. með viðkomu á Is- var á Englandi. Geirlaug Magnús- landi. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.