Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 12
Föstudagur 25. nóvember 1988 12 Tíminn FRÉTTAYFIRLIT BÚDAPEST - Ungverjar vísuöu háttsettum sendimanni Rúmena úr landi til aö svara brottrekstri ungversks sendi- ráðsmanns sem rekinn var frá Rúmeníu fyrir stuttu. Sambúö ríkjanna hefur verið meö ein- dæmum köld aö undanförnu, en Ungverjar saka Rúmena um að ofsækja ungverska minnihlutann í landinu. HÖFÐABORG - pw Botha forseti Suöur-Afríku hef- ur ákveðið að þyrma lífi hinna svokölluðu Sharpville sex- menninga sem dæmdir hafai veriö til dauða vegna meintsi morðs, en Ijóst er að Ijúgvitnii var borið gegn þeim. Ákvörðum Botha hefur vakið mikla ánægju meðal þeirra er berjast gegn aðskilnaðarstefnunni. BÚDAPEST - Þing Ung- verjalands kaus hinn fertuga hagfræðing og umbótasinna Miklos Nemeth forsætisráð- herra í stað Karoly Grosz sem lætur af störfum þar sem hann er nú aðalritari Kommúnista- flokksins. Nemeth var útnefnd- ur af Kommúnistaflokknum oa var það gert í samráði við, Þjóðlegu alþýðufylkinguna, sem er regnhlífarsamtök ým- issa félagasamtaka í Ung- verjalandi sem ekki tilheyra, Kommúnistaflokknum. Grosz tók við að Janos Kadar senr aðalritari flokksins á sögulegu flokksþingi í vor þegar umbóta- sinnar tryggðu sig í sessi. LONDON - Dollarinn hélst slappur á gjaldeyrismörkuðumi og man fífil sinn fegri. LIMA - Að minnsta kosti 16; hermenn og allt að 100 skæru-1 liðar marxista féllu í bardögum! ( Perú á miðvikudag. t VÍN - OPEC ráðherrar eru enn að rífast um olíukvóta og hafa þeir verið að í átta daga. Kröfur írana og íraka hafa komið í veg fyrir samkomulag, en olíuverð hríðfellur nú á alþjóðamörkuðum vegna of- framleiðslu. Því verðaolíuríkin að draga saman fram- leiðsluna, en þar stendur hníf- urinn í kúnni. KAIRÓ - Egyptar og Alsírs-. menn hafa tekið upp fullt stjórnmálasamband eftir níu ára vinslit er urðu þegar Egypt- ar gerðu Camp David frióar- samkomulagið við israel. Opnunarstefna Gorbatsjovs opnar nýjar leiðir: Verða japanskir bílar framleiddir í Sovét? Sovétmenn hafa boðiö fjórum japönskum stórfyrirtækjum að taka þátt í samstarfi sem tryggja myndi stærsta viðskipta- samning sem gerður hefur verið á milli Sovétríkjanna og Japans frá því fyrir síðari heimsstyrjöldina. Er hugmynd Sovétmanna að fá Japana til samvinnu um bflaframleiðslu innan Sovétríkjanna og að Sovétmenn kaupi rétt til að nota japanskt hugvit og tækni í eigin framleiðslu. Þau japönsku fyrirtæki sem um er að ræða eru bílaframleiðendurnir Mitsubishi Motors og Suzuki Motors, og kaupsýslufyrirtækin Mitsubishi og Marubeni. Sovésk viðskiptayfirvöld hafa ekki viljað greina frá smáatriðum í hug- myndum sínum og tilboðum, en næsta Ijóst er að Sovétmenn leiti eftir japanskri tækni til að geta framleitt bifreiðar með 800 cc vélum og að fá japanskt fjármagn til að byggja upp nútímalegar bílaverk- smiðjur í Sovétríkjunum í samvinnu við fyrrgreinda bifreiðaframleiðend- ur. Gera Sovétmenn ráð fyrir að í byrjun næsta áratugs verði fram- leiðslan á sovéskum japönskum bíl- um orðin 300 þúsund bílar á ári og að þeir verði að megninu til fluttir út til að afla dýrmæts gjaldeyris. Japanar eru þekktir fyrir bílaframleiðslu sína. Hugsanlegt er að Sovétmenn fari að framleiða japanska bða í samvinnu við japanska bflaframleiðendur. SOVÉTMENN VILJA BANDARÍSKAN HER i VESTUR-EVRÓPU Það er nauðsynlegt að hafa banda- rískt herlið í Vestur-Evrópu til að halda eðlilegu hernaðarjafnvægi milli NATO og Varsjárbandalags- ins. Þetta er skoðun Sovétmanna, en háttsettur sovéskur embættismaður skýrði frá þessari afstöðu á ráðstefnu í Brussel þar sem vestrænir sérfræð- ingar í öryggismálum Evrópu og Sovétríkjanna réðu ráðum sínum. Sergei Karaganov, sem ersérfræð- ingur Sovétmanna í hernaðarmál- efnum Vestur-Evrópu, sagði að hernaðarbandalögin tvö væri hægt að lcggja niður í framtíðinni ef Austur- og Vestur-Evrópuríkjunum lærðist að lifa saman í stöðugu og öruggu „sameiginlegu evrópsku heimili". En Karaganov bætti við: „Ég tel aðild Bandaríkjamanna í öryggis- kerfi Evrópu í nútíð og framtíð nauðsynlega. Ef Bandaríkjamenn draga herlið sitt algjörlega frá Evr- ópu ... þá gæti það leitt til óstöðug- leika í Vestur-Evrópu vegna inn- byrðis ósamkomulags og úlfúðar“. Karaganov sagði einnig að brott- flutningur bandarísks herliðs myndi skapa „vaxandi ótta“ meðal Vestur- Evrópuríkja vegna þess hve örygg- ismál þeirra eru samtvinnuð öryggis- kerfi Bandaríkjanna. Hann bætti því við að hann kysi að Evrópuríki hefðu meiri áhrif á hernaðarstefnu Bandaríkjanna og stjórnmálaþróun í Bandaríkjunum, frekar en að Bandaríkjamenn drægju sig út úr varnarkerfi Evrópu. Eina friðarskref íraka og írana stigið: Sjúkum stríðsföngum sleppt Fyrsti hópurinn af rúmlega 1500 föngurn hélt heim á leið frá Teheran samkomulag írana og Iraka um sjúkum og særðum írökskum stríðs- til Bagdad í gær í samræmi við fangaskipti. Annar hópur átti að koma frá írak til írans í staðinn. Það var IRNA, hin opinbera fréttastofa í íran, sem skýrði frá þessu í gær. Sagði fréttastofan að fimmtíu og tveir stríðsfangar hafi haldið frá Mehrabad flugvellinum í Teheran í gær. Þá var gert ráð fyrir að fjörutíu og einn íranskur, sjúkur eða særður stríðsfangi kæmi heim til Teheran í nótt. I frétt IRNA sagði að starfsmenn alþjóðanefndar Rauða krossins hefðu kannað líkamlegt ástand stríðsfanganna áður en þeir voru fluttir heim á leið. Skipti á sjúkum og særðum stríðs- föngum er eini árangurinn sem náðst hefur í friðarviðræðum íraka og írana sem fram fara undir stjórn sérlegs sáttasemjara Perez de Cuel- lars aðalritara Sameinuðu þjóðanna í Genf. Gerir samkomulagið ráð fyrir að 1158 írakskir stríðsfangar og 411 íranskir stríðsfangar verði látnir lausir. íranar og írakar hafa rúmlega 100 þúsund stríðsfanga í haldi eftir átta ára stríð milli landanna. Norður-írland: TV0 FARAST I TILRÆDIIRA Eldri maður og bamabarn hans, þrettán ára stúlka, létu lífið í sprengjutilræði írska lýðveldis- hersins fyrir utan lögreglustöð í sveitaþorpinu Bcnbur í Tyronsýslu á Norður-írlandi í gær. Átta manns særðust og þar af var ein 78 ára gömul kona. Sprengjan var falin í stolinni sendiferðabifreið og var hún gífurlega öflug. Þrátt fyrir að hringt hafi verið í lögreglu og hún vöruð við þá náðist ekki að flytja fólk á brott í tíma og því fór sem fór. „Ég stóð í garðhliðinu hjá mér og var að kveðja gesti þegar skyndilega heyrðist gífurleg sprenging. Allar rúður í húsinu brotnuðu," sagði einn íbúa þorps- ins eftir tilræðið. „Það er enginn vafi á því að hryðjuverkamennirnir munu að venju biðjast hræsnislega afsökun- ar, á að hafa myrt afa og barnabarn hans. Afsakanir þeirra munu þó ekki lífga þau við,“ sagði talsmaður lögreglunnar í gær. Talsmaðurinn hafði rétt fyrir sér því IRA hefur beðist opinberlega afsökunar á því að hafa myrt fólkið og sagt að sprengjunni hafi á engan hátt verið beint gegn saklausum borgurum. Sovésk viðskiptayfirvöld hafa átt í löngum viðræðum við japönsku fyrirtækin og búast við endanlegu svari þeirra fyrir árslok. Samskipti Sovétríkjanna og Jap- ana hafa verið vægast sagt köld, jafnvel djúpfryst allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar, en þá yfirtóku Sovétmenn fjórar japanskar eyjar sem stríðsgóss. Yfirvöld í Tokyo gera enn kröfu til þeirra landsvæða. r UTLO UMSJÓN: Hallur Magnússon Mannrán í Líbanon draga dilk á eftir sér: Rauði krossinn yfirgefur Sídon Liðsmenn Alþjóðanefndar Rauða krossins hafa yfirgefið hafnarborgina Sídon í suðurhluta Líbanons í kjölfar þess að einum starfsmanni líknarsamtakanna var rænt. Vika er nú liðin frá því Svisslendingnum Peter Winkler var rænt, en hann hefur starfað að líknarmálum á vegum Rauða krossins í Sídon ásamt fimm lönd- um sínum. Félagar Winkler hafa haldið sig í aðalstöðvum sínum og forðast að ferðast á milli staða af hræðslu við mannræningja. Þeir eru nú komnir úr landi. „Hver á nú að sjá um okkur. Þeir voru verndarenglar okkar,“ sagði ein Palestínukona í flótta- mannabúðum þar sem mennirnir hafa unnið að hjálparstarfi. Talsmaður Alþjóðanefndar Rauða krossins sagði að liðsmenn líbanska Rauða krossins og pal- estínska Rauða hálfmánans, sem eru systursamtök Rauða kross- ins, myndu taka við störfum Svisslendinganna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.