Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 20
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Trvggvagötu, S 28822 ÞRÖSTUR 685060 VANIR MENN Tímiini Áfengiskaup MagnúsarThoroddsen áárinu: IVIisno Ikun á heimildinni segir forsætisráðherra Magnús Thoroddsen, forseti Hæstaréttar, hefur keypt 1.440 flöskur af sterku áfengi á kostnaðarverði hjá Á.T.V.R. það sem af er þessu ári. Magnús hefur sem einn af handhöfum forsetavalds nýtt sér heimild til slíkra áfengiskaupa þegar forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, liefur farið utan. Það hefur gerst átta sinnum á þessu ári sem Ieiðir til þess að að meðaltali hefur Magnús keypt 180 flöskur í hvert skipti. Af þessum 1440 flöskum eru rúmlega 1000 þeirra af vodka-tegund en afgangurinn viskí. Alls munu þessar 1440 flöskur innihalda tæpa 1100 lítra áfengis. Magnús Thoroddsen vildi í gærkvöldi ekki láta hafa annað eftir sér en það að þetta væri sitt einkamál. Handhafar forsetavalds eru vildi ekki tjá sig utti málið að þrír, þau Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings og Magnús Thoroddsen, forseti Hæstaréttar. t>au hafa öll heimild til að kaupa áfengi á kostnaðarverði þegar þau sinna starfi sínu sem slík. Eftir því sem næst verður komist hafa hvorki Steingrímur né Guðrún nýtt sér þessa heimild á þessu ári. Lít málið mjög alvarlegum augum Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, sagði í samtali við Tímann í gærkvöldi að hann öðru leyti en því að hann hefði farið fram á það við forstjóra Á.T.V.R. aðhannfærði séryfirlit yfir þessi áfengiskaup síðastliðin ár. Hann vildi ekki staðfesta þær tölur sem nefndar eru hér að ofan en ef þær stæðust væri málið vissulega mjög alvarlegt. Ólafur vildi ekki tjásig um hver viðbrögð yfirvalda yrðu ef í ljós kæmi að svo væri í pottinn búið. Aðspurð- ur sagði hann að þessir þrír aðilar hefðu heimild til áfengiskaupa á kostnaðarverði, í fjarveru forseta fslands, og þá eingöngu sem opin- berir gestgjafar. Því færi hinsveg- ar fjarri að þeim væri heimilt að kaupa það til einkanota. Löglegt en siðlaust? Lögfræðingur með þekkingu á stjórnskipunarrétti, sem Tíminn ræddi við í gær, sagðist ekki telja að hér væri um lagalegt brot að ræða. Handhafar forsetavaldsins auk utanríkisráðuneytis, forsæt- isráðuneytis, forsetaembættis, sendiráða og jafnvel fleiri aðila, hefðu gert með sér samning um áfengiskaup þeirra. Þær reglur væru hvergi birtar og fáir séð þær nema þeir sem í gegnum embætti sín tengdust þessum samningi. Því væri ómögulegt að segja hvort þar væri kveðið á um eitthvert hámark í kaupum. Höskuldur Jónsson, forstjóri Á.T.V.R., vildi í gær ekkert tjá sig um þetta mál og vísaði því alfarið til fjármálaráðuneytisins. Ráðuneytið hefði mótað þessar reglur og þar væri helst að finna svör við þeirri spurningu hvort farið hefði verið í kringum þær. Fjármálaráðherra segir að handhafar forsetavalds komi ávallt fram sem hópur þegar til dæmis lög þarfnast undirskriftar. Því væri ekki annað að sjá en áfengiskaup af því tagi sem hér er um rætt þyrftu að vera í tilefni af sameiginlegum veislum þessara aðila. Það að heimild þeirra til Magnús Thoroddscn, forseti Hæstaréttar. áfengiskaupa gilti aðeins þegar forseti væri fjarverandi undir- strikaði þetta enn frekar. „Einn þeirra getur ekki haldið veislur eða boð og keypt áfengi til þeirra á þennan hátt, þeir verða að gera það allir í einu. Mér er ekki kunnugt um að á þessu ári hafi nein slík boð verið haldin, þó það kunni að vera,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson í gær. Aldrei nýtt mér þessa heimild Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, sagði í gær- kvöldi að hann hefði aldrei nýtt sér heimild sína sem handhafi forsetavalds til áfengiskaupa. Steingrímur sagðist líta þetta mál mjög alvarlegum augum þó að í einhverjum tilfellum gæti verið um að ræða risnu sem þessi aðili gæti þurft á að halda sem handhafi forsetavalds, en eftir því sem honum væri tjáð væri þarna um miklu meira magn að ræða en svo. Aðspurður vildi Steingrímur ekki, að svo komnu máli, tjá sig um það hvort Magnús þyrfti að víkja úr starfi sínu ef þessar tölur reynast réttar. „Mér hafa verið sýndar þessar úttektir en ég vil ekki úttala mig um þetta mál. Ég vil hinsvegar segja að þetta er því miður misnotkun á þessari heimild, á því leikur ekki nokkur vafi. Svona heimildir eru vandmeðfarnar og verða vitan- ' lega að notast af mikilli gát, það er aðalatriðið. Ég hef ekki haft tíma til að ræða þetta mál við Magnús, en þarna hefur sem sé veruleg misnotkun átt sér stað.“ - áma Svínakjötsframleiðendur sjá fram á hörgul á hamborgarhryggjum: Margir verða hryggir að ekki eru fleiri hryggir Þeir sem ætla aö leggja sér hamborgarhrygg til munns um jól eða áramót að þessu sinni ættu að hafa hraðann á því allt stefnir í að færri fái notið þessháttar krása en vilja. Fari svo sem horfir er hætt við að margir verði hryggir yfir því að fá ekki hrygg. Tíminn ræddi í gær við nokkra framleiðendur svínakjöts og bar þeim öllum saman um að saga undanfarinna ára myndi að öllum líkindum endurtaka sig í ár, þ.e. ekki tækist að anna eftirspurn eftir hamborgarhryggjum. Þessvegna þyrftu eflaust einhverjir að sætta sig við annarskonar svínakjöt verði það fyrir valinu. Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk sagði að hann geymdi ekki hryggi til jólanna, því kjöt batnaði aldrei við frystingu. Af því leiðir að aukin neysla svínakjöts á öðrum árstímum en áður tíðkaðist bitnar ekki svo mjög á framboðinu um jólin. Þorvaldur tók undir það með kollegum sínum að sennilega myndi það verða eins um þessi jól, og svo oft áður, að eftirspurnin verði meiri en framboðið. Þorvaldur sagði að fyrirtæki sitt hefði aldrei getað annað eftirspurn enda vildu allir Ali! Aðspurður sagð- ist Þorvaldur telja að smygl á svína- kjöti hefði minnkað frá því sem var enda væri það ekki til neins. Það væri hreinlega verra en íslenska kjötið. Þegar haft var samband við nokkr- ar kjötverslanir kom í ljós að fólk virðist í einhverjum mæli sýna fyrir- hyggju í jóla-matarinnkaupunum þvf töluvert mun vera um að fólk sé búið að kaupa kjötmetið, t.d. marg- umrædda hamborgarhryggi. En er möguleiki á að hagræða framleiðslunni þannig að þessi skort- ur á jólamat fjölmargra fjölskyldna í landinu hætti að vera jafn árlegur viðburður og jólin sjálf? Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfélags fslands, sagði að það væri nokkrum erfiðleikum bundið. Vissulega væri þægilegt ef hvert svín hefði tvo hryggi en því væri bara ekki þannig farið. Að öllu gamni slepptu sagði Kristinn að svínakjötsframleiðendur reyndu eft- ir fremsta megni að framleiða ekki meira en markaðurinn óskaði eftir hverju sinni þannig að ekki yrðu til umframbirgðir. Staðreynd málsins er sú að af t.d. 60 kílóa skrokk er þungi hryggsins aðeins um 8 kg. Því er það illmögu- legt að auka framboð á hamborgar- hryggjum því hætt væri við að þá sætu framleiðendur uppi með ýmsar aðrar afurðir af svínunum sem ekki tækist að selja. Kristinn sagði og að framleiðendum væri meinilla við að frysta framleiðslu sína ekki síst með tilliti til þess að neytendur hafna slíku kjöti. Hann sagði einnig að þeir hryggir sem seldir væru um jólin væru af dýrum sem hefði verið slátrað í mesta lagi fyrir um fjórum mánuðum. Salan á svínakjöti hefur að sögn Kristins dreifst mun jafnar yfir árið í seinni tíð en áður var og gerir það að verkum að birgðir safnast ekki upp. Hann sagði að þeir sem ekki fengju hamborgarhryggi í jólamatinn breyttu margir hverjir til og á jólaborðinu yrði því til dæmis svínalæri, hnakki eða kótilettur svo eitthvað væri nefnt. - áma Eitraðar fíkjur? Hollustuvernd ríkisins hafa borist upplýsingar þcss efnis að lítill hluti af gráfíkjum sem rækt- aðar voru í Tyrklandi á þessu ári. sé mengaður af eiturefni sem er þekktur krabbameinsvaldur og getur myndast af myglugróðri við sérstök vaxtarskilyrði. Tyrkneskar gráfíkjur á mark- aði hér hafa þegar verið teknar í forrannsókn hjá hollustuvernd- inni, en fullnaðarrannsókn getur ekki farið fram hérlcndis. Þar tii niðurstöður endanlegra rann-' sókna liggja fyrir hefur Hollustu- vernd ríkisins ákveðið að stöðva nú þegar dreifingu og sölu á umræddum fíkjum. -ág

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.