Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.11.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 25. nóvember'1988 Styrkir til háskólanáms í Svíþjóð og til námsdvalar við norska lýðháskóla eða menntaskóla 1. Sænsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa islendingi til háskóla- náms í Svíþjóö námsáriö 1988-89. Styrkfjárhæðin er 4.160 s.kr. á mánuði í 8 mánuði. - Jafnframt bjóða sænsk stjórnvöld fram þrjá styrki handa íslendingum til vísindalegs sérnáms í Svíþjóð á sama háskólaári. Styrkirnir eru til 8 mánaða dvalar, en skipting í styrki til skemmri tíma kemur einnig til greina. - Ennfremur gefst íslenskum námsmönnum kostur á að sækja um styrki þá, er sænsk stjórnvöld bjóða fram í löndum þeim sem aðild eiga að Evrópuráðinu en þeir styrkir eru eingöngu ætlaðir til framhalds- náms við háskóla. 2. Norsk stjórnvöld bjóða fram styrki handa erlendum ungmennum til námsdvalar við norska lýðháskóla eða menntaskóla skólaárið 1989-90. Ekki er vitað fyrirfram hvort nokkur styrkjanna kemur í hlut íslendinga. Styrkfjárhæðin á að nægja fyrir fæði, húsnæði, bókakaupum og einhverjum vasapeningum. - Umsækjendur skulu eigi vera yngri en 18 ára og ganga þeir að öðru jöfnu fyrir sem geta lagt fram gögn um starfsreynslu á sviði félags- og menningarmála. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. janúar n.k. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið 23. nóvember 1988 Námsstyrkur við Háskólann í Minnesota Samkvæmt samningi milli Háskóla íslands og Háskól- ans í Minnesota (University of Minnesota) er árlega veittur einn styrkur til íslensks námsmanns við Háskól- ann í Minnesota. Styrkurinn nemur skólagjöldum og dvalarkostnaði. Umsækjendur skulu hafa stundað nám við Háskóla íslands og ganga þeir fyrir sem lokið hafa prófi frá H.í. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu háskólans og skal umsóknum skilað þangað í síðasta lagi 16. janúar n.k. Háskóli íslands Laus staða í íslenskri málstöð er laus til umsóknar staða fulltrúa, sem hafi m.a. umsjón með skrifstofu, reikningshaldi og skjalavörslu. Umsækjandi um stöðuna þarf að hafa góða almenna menntun (háskólapróf æskilegt), gott vald á íslensku máli og fær um að leiðbeina öðrum um einföld málfarsatriði. Umsækjandi þarf auk þess að vera fær í Norðurlandamálum og ensku. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15 desember n.k. Menntamálaráðuneytið 23. nóvember 1988 Byggingarfélag verkamanna í Reykjavík Aðalfundur félagsins verður haldinn á Hótel Lind, Rauðarár- stíg 18, þriðjudaginn 29. nóvember 1988, kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Félagsstjórnin TÖLVUNOTENDUR Víð í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fVrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegy3, 200 Kópavogur. Sími 45000 ||Jj STRAX fetar nýja slóð V ísundarokksveitin STRAX er að leggja upp í all nýstárlega tónleika- ferð um landið með nýja meðlimi innanborðs. Auk þeirra Ragnhildar og Jakobs eru nú í sveitinni gítar- leikarinn Sigurður Gröndal úr Rik- shaw auk eyfirsku tónlistarmann- anna Sigfúsar Óttarssonar trommu- leikara og Baldvins Sigurðssonar en þeir gerðu báðir garðinn frægan með Bara-flokknum auk þess að hafa leikið með Grafík og Rikshaw. Úrbætur í málefnum skóla í dreifbýli Menntamálaráðherra hefur skip- að nefnd sem á að fjalla um málefni skóla í dreifbýli í þeim tilgangi að bæta stöðu þeirra, því Ijóst er að margir skólar í dreifbýli standa höll- um fæti t.d. vegna skorts á kennur- um. Verkefni nefndarinnar verða m.a. að spá um heildarþróun skóla í dreifbýli til aldamóta, gera yfirlit um stöðu og spá um þróun hvers skóla og skila tillögum um hvað hægt sé að gera til úrbóta strax. í nefndinni eiga sæti Guðmundur Ingi Leifsson, fræðslustjóri Norður- landsumdæmis vestra sem er for- maður nefndarinnar, Alda Gísla- dóttir, kennari, Varmalandi, Eiríkur Jónsson, skólastjóri Blönduósi, Pét- ur Bjarnason, fræðslustjóri Vest- fjarðaumdæmis, Valgarð Hilmars- son, oddviti og Ölvir Karlsson, oddviti. Með nefndinni starfa Run- ólfur Birgir Leifsson, deildarstjóri og Sigþór Magnússon, námstjóri, menntamálaráðuneyti. ssh Nokkur aurbleyta er nú á vegum landsins: Aurbleyta vestanlands Að sögn vegaeftirlitsmanns hjá Vegagerð ríkisins er mikil aurbleyta á Vestfjarðarvegi, á öllu svæðinu frá Þorskafirði og vestur á Þingeyri. Á þessum slóðum hefur öxulþungi ver- ið takmarkaður við tvö tonn sem í raun þýðir að vegurinn er tæplega fær þyngri bílum en fólksbílum og jeppum. Ekki er talið loku fyrir það skotið að á næstu dögum gæti komið til takmarkana víðar þó ekki hafi kom- ið til þess enn. Þar mun einna helst vera um að ræða Barðastrandarveg en hann ku vera orðinn nokkuð illfær vegna bleytu. -áma Það sem hefur vakið athygli í þessu sambandi er að tónleikar, dansleikir og aðrar uppákomur hljómsveitarinnar verða nú á ólík- legustu tímum sólarhrings, nótt sem nýtan dag, morgna, kvölds og miðj- an dag. Það mun hafa verið í Kína- ferð STRAX sem kostir morgun- og hádegistónleika urðu tónlistarfólk- inu ljósir. Hins vegar verður áfram leikið á hinum hefðbundnu miðnæt- urtónleikum milli klukkan 12 og 3 á nóttunni, einkum um helgar, en að sögn keyrt fyrst og fremst á kraft- miklu og fjörugu rokki. Sveitin kemur fram á afmælishátíð Félagsmiðstöðvarinnar að Bústöð- um föstudagskvöld, laugardags- kvöld á Hótel Selfossi og síðar verður haldið á Blönduós, Sauðár- krók, Akureyri, Húsavík, Egils- staði, Neskaupstað og víðar. Verðlaunahafamir ásamt Davíð Oddssyni borgarstjóra. Kjörorðasamkeppni grunnskólanema vegna hreinsunarátaks í Reykjavík: Orðsnilld og hugarflug í fyrradag voru afhent verðlaun í kjörorðasamkeppni grunnskólanema vegna hreinsunarátaks í Reykjavík. Hver nemandi mátti skila inn tveimur kjörorðum á sérstökum seðli, sem dreift var til allra grunnskólabarna í Reykjavík. Markmiðið var að kjörorðin væru skýr og á góðu máli, ásamt því að hvetja til bættrar umgengni í höfuðborginni. Veitt voru ellefu verðlaun, fimm reiðhjól og 6 útvarpstæki, auk þess fengu börnin viðurkenningarskjal og einnig þeir skólar sem þau stunda nám í. Davíð Oddsson borgarstjóri veitti verðlaunin og lýsti kjörorð- unum þannig að þau lýstu hug- myndaflugi og orðsnilld. Hér á eftir eru þau fimm kjörorð sem dómnefndin taldi best: - Rusl + fata = Hrein gata Gunnar Örlygsson, Grandaskóla - Strætin eru stofugólf borgarinnar Páll Hilmarsson, Vesturbæjarskóla - Átt þú í basli með allt í drasli? Kolbrún Ýr Gísladóttir, Austurbæj arskóla - Rusl á lóðum lýsir sóðum Dögg Guðmundsdóttir, Breið- holtsskóla -Hreinsaðu til, það er öllum í vil ísak Þór Davíðsson McKee, Lang- holtsskóla Tjarnarskóli fékk einnig viður- kenningu fyrir dugnað í hreinsun- arkeppni eldri nemenda grunn- skóla. Kennarar og nemendur gerðu verkáætlun sem unnið verð- ur eftir í vetur og svæðin í kringum skólann hreinsuð reglulega. ssh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.