Tíminn - 25.11.1988, Síða 13

Tíminn - 25.11.1988, Síða 13
Föstudagur 25. nóvember 1988 Tíminn 13 llllllllllllilllllllllllllll ÚTLÖND llllillllllllllllllililllllllllllllllillllllllillllllllll Beðið um regn í Bangladesh! Fyrir tveimur mánuðum óðu Bangladeshbúar vatn upp í axlir. Nú biðja þeir um rigningu vegna vatnsleysis. Ástandið er ýmist í ökkla eða eyra í hinu síhrjáða landi Bangladesh. Fyrir tveimur mánuðum var axladjúpt vatn yfir stórum hluta þessa lands vegna storma og mikilla rign- inga. Nú liggja landsmenn á bæn og biðja um rigningu. Flóðin fyrir tveimur mánuðum kostuðu þúsundir landsmanna lífið og rústuðu bágan efnahag landsins, enda eru flóðin talin þau mestu í sögu landsins. En nú er það þorstinn sem hrjáir fólkið. „Við erum að klára síðustu vatns- dropana því það hefur ekkert rignt,“ sagði Subodh Bhandari sem er bóndi í þorpinu Haludbunia en það er á ströndinni 400 km suðvestur af Dhaka. Það eru einmitt strandhér- uðin sem verst fara út úr regnleysinu, en þau fóru einnig verst út úr flóðunum. Það vatn sem fáanlegt er á þessum slóðum er brimsalt og ódrekkandi. Ekki er hægt að dæla upp ferskvatni vegna þess hve sendinn jarðvegurinn er, svo eina leiðin til að fá drykkjar- vatn er að safna regnvatni. Þorpsbú- ar safna venjulega vatni á regntím- anum, en þá vantar ekki úrkomuna. Regnvatnið er sfðan geymt til þurrkatíma í leirgámum undir yfir- borði jarðar. Flóðin í haust eyði- lögðu flesta þessa vatnsgeyma. „Erfiðleikar okkar hafa aukist því sama og ekkert hefur rignt frá því flóðin rénuðu. Engin úrkoma þýðir ekkert drykkjarvatn," segir Bhand- ari. , Flóðin í haust eyðilögðu vegakerf- ið í strandhéruðunum svo ekki er hægt að flytja vatn með tankbílum frá nærliggjandi svæðum þar sem vatn er að finna. Hins vegar senda ættingjar hinna illa stöddu vatn í plastbrúsum til vatnslausu þorp- anna. „En hvernig er hægt að svala þorsta þúsunda manna með því að senda vatn á flöskum þegar vatns- þörfin er milljónir lítra á degi hverjum?“ spyrja þorpsbúar sig og aðra þessa dagana. Neyðarástand Neyðarástandi og útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Baku höfuð- borg Azerbaijan í kjölfar kynþátta- óeirða Azera og Armena sem kostað hafa þrjá hermenn lífið. Vopnaðir hermenn og brynvarðar bifreiðar gæta þess að allt sé með felldu á götum borgarinnar. Útgöngubannið gildir frá því klukkan tíu að kvöldi til fimm að morgni. Um það bil 400 þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum í Baku gegn Armenum í síðustu viku eftir að ungur Azeri var dæmdur til dauða fyrir aðild að morðum á sjö Armenum í borginni Sumgait í febr- úarmánuði, en þá létu 32 menn lífið í kynþáttaóeirðum, flestir Armenar. Neyðarástandi var lýst yfir í hér- uðunum Kirovobad og Nakhichevan íBaku þriðj udaginn eftir að múslímskir Az- erar og kristnir Armenar lentu í átökum. Þau átök kostuðu hermenn- ina þrjá lífið og á annað hundrað slasaða. Hermenn gæta nú heimila Arm- ena víðs vegar um Azerbaijan til að koma í veg fyrir aðsúg að þeim, en Armenar eru í miklum minnihluta í héraðinu. 115 Thailendingar farast í flóðum Að minnsta kosti 115 manns hafa látið lífið í flóðum og skriðuföllum í suðurhluta Thailands, en þar hafa miklar rigningar gengið yfir undan- farna daga. Verst er ástandið í Lan Saka héraði og í Nakhon Si Tham- marat héraði. Þar er 180 manns saknað og hefir 81 lík verið grafið upp úr leðjunni eftir að aurskriður hafa fallið á þorp. í Nakon Shi Thammarat grófust 45 manns í einu þegar aurskriður féllu. Samgöngur og símsamband er í rúst á þessum slóðum vegna flóð- anna og hafa hundruð húsa flotið á brott í mörgum þorpum. Fólk hefur leitað upp á þök húsa sinna í von um björgun með þyrlum. Hundruð manna hafa bjargast á þann hátt, en ljóst er að margir hafa drukknað þar sem björgunarþyrlur hafa komið of seint á staðinn. Tuttugu og fjórir drukknuðu í Sonkhla héraði og tíu í Yala, en flóðin þar eru þau verstu í tíu ár. Þá er ferðamannaeyjan Koh Samui algerlega einangruð frá umheimin- um. Enbættismenn telja að ekkert lát verði á flóðunum og að ástand kunni að versna í ýmsum hlutum landsins þar sem enn rignir og von er á miklum stormi af hafi. Filippseyjar: MORÐÁRÁS Á KAPELLU Moröóöir byssumenn réðust inn í þéttsetna kapellu á Filippseyjum í gær og skutu á allt kvikt. Sautján manns lágu dauðir eftir í valnum og tólf særðir. Meðal hinna föllnu voru gamalmenni og börn á aldrinum tveggja til níu ára. Ekki er vitað hverjir byssumennirnir voru, en skæruiiðar kommúnista eru sterklega grunaðir um ódæðið. „Fólkið í kapellunni öskraði og grét. Ég kastaði steinum að byssu- mönnunum og þegar ég hafði ekki fleiri steina lagðist ég flatur á jörðina," sagði hinn 27 ára bóndi Jose Canillo þar sem hann lá særður á sjúkrahúsi cftir árásina. Stjórnarherinn segist ekki hafa neina vísbendingu hverjir árásar- mennirnir eru en grunaðir skæru- liðar kommúnista hefðu vcrið færðir til yftrheyrslu vegna íirásar- innar. Canillo sagði skæruliða reiða út í þorpsbúa þar sem þeir hefðu neitað samvinnu við kommúnista. Taldi hann líkur á að sú væri ástæðan fyrir árásinni. BÆKUR Bókaútgáfan Hildur: Bárusog eftir Bergsvein Skúlason Eins og í fyrri bókum Bergsveins er í þessri bók að finna fjölbreyttan fróðleik um líf og störf þess fólks sem byggði eyjar og strendur Breiðafjarðar á liðinni tíð. í bókinni leitar hinn aldni sagnamaður, sem nú er nær níræður að aldri, víða fanga og öruggt er að efni hennar er kærkomið öllum þeim sem unna þjóðlegum fróðleik. Bókaútgáfan Hildi: Sporðdrekar í Monte Carlo eftir Ib H. Cavling Bækur Cavling hafa um langa hríð notið vaxandi vinsælda lesenda og óhætt er að segja að þessi nýjasta bók Cavling sem kemur út á íslensku sé einstaklega viðburðarík og spennandi. Alveg milljón - eftir Andrés Indriðason Mál og menning hefur gefið út nýja unglingabók, ALVEG MILLJÓN, eftir hinn vinsæla höfund, Andrés Indriðason. Sagan er um 14 ára strák sem s verður vitni að ráni á Laugaveginum. Hann hikar við að láta lögguna vita og tekur málin í sínar hendur þegar hann kemst á slóð ræningjanna. Sagt er frá átökum stráksins við skúrkana en jafnframt kemur skólalífið og fjölskyldan við sögu og síðast en ekki síst vinkona sem hann eignast óvænt. Bókin er 190 blaðsíður, unnin i Prentsmiðjunni Odda. Kápumynd gerði Brian Pilkington. BILALEIGA meö utibú allt í kringurri landiö, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla eriendis interRent Bílaleiga Akureyrar Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Komið og bakið með okkur laufabrauð fyrir basarinn laugardaginn 26. nóvember kl. 13.30 að Nóatúni 21. Mætið velog hafið með ykkur áhöld. Stjórnin Akranes Fundur um bæjarmálefni verður haldinn í Framsóknarhúsinu laugar- daginn 26. nóv, kl. 10.30. Bæjarfulltrúarnir mæta á fundinn. Fulltrúaráðið

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.