Tíminn - 07.12.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 7. desember 1988
Tíminn 5
SOLTUN
SENN
LOKIÐ
Síldarsöltun er nú senn lokið, en í
fyrrakvöld var búið að salta í 230.900
tunnur. Þá á aðeins eftir að salta í
um 3000 til 4000 tunnur til að fylla
gerða samninga. Búist var við að
saltað yrði í 1000 tunnur í gær.
Helstu veiðisvæðin eru í Mjóafirði
og við Ingólfshöfða.
Mest var búið að salta á Eskifirði
eða í 37.892 tunnur, á Homafirði
var búið að salta í 36.483 tunnur, á
Seyðisfirði 25.912 tunnur, í Grinda-
vík 25.386 tunnur og á Reyðarfirði
var búið að salta í 21.052 tunnur.
-ABÓ
Ríkisskattstjóri ítrekar skattlagningu á blaðsölubörn:
BORGA SKATT AF
Hr wi iwn wiin ■ ■ m mu
VASAPENINGUNUM
Skrifstofa ríkisskattstjóra sendi nýlega dagblöðunum
tilkynningu þar sem ítrekað var að laun fyrir dreifingu og
sölu dagblaða og tímarita eru að fullu staðgreiðsluskyld.
Þar er einnig bent á að ef launamaður nær ekki 16 ára aldri
á staðgreiðsluári beri að halda 6% eftir af launum án
persónuafsláttar og standa skil til innheimtumanns.
Samkvæmt breytingum ergerðar lágar, felur þetta ákvæði skattalag-
anna í sér að böm yngri en 16 ára
sem bcra út blöð þurfa að greiða
skatt af sínum launum en krakkar
sem eru eidri en 16 ára geta unnið
sér inn aukapening á þennan hátt
voru 1980 er skattlagning barna
6% óháð því hversu tekjur eru
háar en persónuafsiáttur er enginn.
Þar sem tekjur fyrir blaðburð og
lausasölu dagblaða em yfirieitt svo
skattfrjálst, þar scm yfirleitt er um
svo iágar fjárhæðir að ræða að
tekjurnar eru undir skattleysis-
mörkum. Sem dænti má nefna að
fyrir útburð á 25 blöðum fást
fjögur þúsund krónur á ntánuði
mcð rukkuninni. Fyrir lausasölu fá
börnin 15 krórrur fyrir eintakið.
Dagblöðin hafa yfirleitt ekki far-
ið eftir þessum ákvæðum skattalag-
anna, enda er sem fyrr segir ekki
um ntiklar fjárhæðir að ræða og
skriffinnskan sem þessari fram-
kvæmd fylgdi yrði gríðarieg.
Stjórnvöldum virðist því ekki
hafa komið til hugar að iáta alla
einstaklinga samfélagsins njóta
pcrsónuafsláttar óháö aldri og slík
hugmynd hefur ekki komið til
umsagnar hjá ríkisskattstjóra.
Fyrrnefnd tilkynning frá ríkis-
skattstjóra var borin undir Ólaf
Ragnar Grímsson fjármálaráð-
herra í gær, cn hann vildi ekki tjá
sig um þetta atriði að svo kornnu
raáli. SSH
Vörygjaldsfrumvarpiö líklega að lögum fyrir helgina:
Byggingavörur og nammi hækka
Frumvarp um breytingar á lögum
um vörugjald sem fjármálaráðherra
lagði fram á Alþingi í fyrradag gerir
ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs af
vörugjaldi aukist úr 1200 milljónum
í 2800 milljónir á næsta ári.
Þessu fé á að ná inn með því að
leggja vörugjald á vörur sem hafa
verið undanþegnar því og með því
að hækka gjaldið á öðrum vöru-
flokkum.
Þannig hækkar vörugjald á sæl-
gæti, gosdrykki og ávaxtasafa úr 14
í 25% og á byggingavörur og ýmis
heimilis- og raftæki verður gjaldið
10-20% en var áður ýmist 10% eða
ekki neitt.
Á innréttingar ieggst samkvæmt
frumvarpinu 10% vörugjald sem var
ekkert áður.
Einn viðmælandi Tímans hefur
keypt hús sem hann flytur í í mars
n.k. Hann hafði ekki ætlað sér að
kaupa innréttingu fyrr en hann flytti
inn í húsið en brá við hart og fór að
skoða teikningar og reikna.
Honum reiknaðist til að innrétting
ásamt eldavél kostaði um 170 þús-
und krónur. Verslunin sem selur
innréttinguna á hana til og telur að
næsta sending muni verða um 12%
dýrari. Hann sparar því 20.400 krón-
ur með því að kaupa innréttinguna
strax.
Hvemig er gjaldið lagt á?
„Á innfluttar vörur er vörugjaldið
lagt á tollverð vörunnar, sem er
innkaupsverð vörunnar og flutnings-
kostnaður til landsins. Á vörugjald-
skylda vöru sem framleidd er innan-
lands er gjaldið lagt þegar varan er
seld. Þá bætir framleiðandinn því
við söluverð sitt og stendur síðan
ríkissjóði skil á því,“ sagði Guðrún
Ásta Sigurðardóttir hjá tekjudeild
fj ármálaráðuneytisins.
Tíminn spurði Guðrúnu hvort
ekki væri hætta á að fólk hamstraði
þegar það nú veit af yfirvofandi
hækkunum. Þar með yrði ríkið af
tekjum þar sem sala þessa varnings
dytti niður um langan tíma.
Hún sagði að svo væri vissulega
enda hefði ríkisstjórnin leitað sam-
þykkis stjómarandstöðunnar um
skjóta afgreiðslu frumvarpsins, áður
en visst kaupæði skylli á.
Mistök í prentun
Þau mistök urðu að þegar laga-
frumvarpið um vörugjald var sett í
prentun gleymdist að taka út úr IV.
lið bráðabirgðaákvæða þar sem
stendur að framteljendur skulu skila
vörugj aldsskýrslum frá 8. desember.
Guðrún sagði að ráðuneytið
myndi óska eftir því við fjárhags- og
viðskiptanefnd að hún flytji breyt-
ingatillögu um að fella þetta niður.
Annars yrði hætta á að lögin virkuðu
aftur fyrir sig ef frumvarpið yrði
samþykkt eftir 8. desember en það
væri ekki ætlunin.
Guðrún sagði að þarna hefði átt
að standa; „frá og með gildistöku-
degi laganna“.
„Það er meiri ös núna en ella væri,
engin spurning um það, og mikið um
fyrirspurnir. Auðvitað hefur það
alltaf áhrif á viðskipti þegar fyrirsjá-
anlegar eru verðhækkanir, en þetta
virðist gerast mánaðarlega nú orðið
og ástæðurnar annaðhvort gengis-
fellingar eða aðrar hremmingar svo
þetta er að verða daglegt brauð og
fólk hefur varla undan að bjarga
sínu undan skriðunum,“ sagði Jón
Snorrason framkvæmdastjóri hjá
Húsasmiðjunni.
- En þetta er talsverð hækkun
núna ef vörugjaldsbreytingarnar ná
að verða að lögum.
Lítil sala eftir áramót
„Þetta verða umtalsverðar breyt-
ingar og að jafnaði sýnist mér að þær
muni hafa í för með sér um eða yfir
10% verðhækkun.
Þegar síðan kaupmáttur í landinu
dregst saman þá má eiga von á að
þessi lög muni hafa gríðarleg áhrif
og ekki víst að þau verði ríkissjóði
til tekjuauka.“
Jón sagði að Húsasmiðjan hefði
ekki selt byggingarvörur gegn
skuldabréfum. Það borgaði sig ein-
faldlega ekki vegna þess hve afföll
væru mikil.
Fyrirtækið hefði jafnan veitt viss-
an gjaldfrest þegar keypt væri mikið
magn og væri þá farið fram á vissa
lágmarksinnborgun. Auk þessa tíðk-
uðust greiðslukortaviðskipti og
greiðslur með raðgreiðslufyrirkomu-
lagi kortafyrirtækjanna.
Jón sagði að búast mætti við að
lítil verslun yrði eftir áramót ef ailir
reyndu að tæma buddur sínar núna
áður en hækkanimar skyllu yfír.
Eldhúsinnréttingar búnar
„Það er greinilega eitthvað komið
af stað núna, fólk er að hugsa um
raftæki. Það er hins vegar ekki hægt
að segja að neitt áhlaup sé farið af
stað,“ sagði Edwald Skúlason versl-
unarstjóri hjá Byggingarvöruverslun
Sambandsins.
Hann sagði að fólk gæti vitanlega
keypt þær vörur og byggingarefni á
gamla verðinu sem til væru á lager
og sparað þannig 10-15% en eldhús-
innréttingar ættu þeir ekki lengur.
Þær væru búnar.
Edwald sagði að þar sem vextir
væru lágir núna þá myndi vafalítið
borga sig fyrir þá sem vantaði bygg-
ingarvörur núna að fá lán eða gjald-
frest og kaupa vörurnar strax áður
en vörugjaldið skellur á. Tíminn
væri hins vegar ekki langur þar sem
líklegt er að lögin um gjaldið verði
afgreidd á morgun.
Straxídag...
„Ef menn eru að velta fyrir sér
einhverjum kaupum þá er engin
spurning um að gera þau í dag,“
sagði Edwald Skúlason verslunar-
stjóri Byggingarvöruverslunar Sam-
bandsins.
„Fólk er sjálfsagt að lesa þessi
tíðindi þessa klukkutímana svo það
má búast við aukinni ös seinnipart-
inn,“ sagði Jón Þór Hjaltason hjá
BYKO í gær.
Jón Þór sagðist telja vörugjaldið
vera afturhvarf til fortíðarinnar svo
næmi tugum ára. Gert væri ráð fyrir
að leggja vörugjaldið á hráefni eins
og timbur og yrði það sannarlega
ekki til að bæta samkeppnisaðstöðu
tréiðnaðarins.
Jón sagði að vörubirgðir BYKO
væru mjög venjulegar miðað við
árstímann. Sala á byggingarvörum
væri ekki mikil almennt á þessum
tíma og ef fólk tæki að hamstra gengi
fljótt á birgðirnar. -sá
Sjálfstæðismenn eru þess minnugir hvernig
stjórnarandstaðan lék þá í fyrra og:
Ætla ekki að
beita málþófi
Ólafur G. Einarsson formaður
þingflokks sjálfstæðismanna sagði
það ekki ætlun sjálfstæðismanna að
tefja vörugjaldsfrumvarpið, en það
var tekið til fyrstu umræðu í neðri
deild Alþingis í gær.
Ólafur tók það fram að sjálfstæðis-
menn væru ósammála ákvæðum
frumvarpsins þar sem það fæli ekkert
annað í sér en hækkun skatta. Um-
ræður um vörugjaldsfrumvarpið
stóðu fram eftir kvöldi í gær og er
reiknað með að það verði afgreitt til
fjárhags- og viðskiptanefndar neðri
deildar í dag. Ekki er talið að
frumvarpið hljóti endanlega af-
greiðslu frá Alþingi fyrir helgi.
Tekjuöflunar- og
hagstjórnartæki
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra sagði er hann mælti
fyrir frumvarpinu sem felur í sér
rúmlega 1.700 miljón kr. tekjuaukn-
ingu til ríkissjóðs, að hann vonaðist
til að mál þetta hlyti skjóta af-
greiðslu. Hann tók það fram að þó
að vörugjald væri góð leið til tekju-
öflunar fyrir ríkissjóð væri það ekki
síður gott til að stýra fjárfestingu
einstaklinga og viðskiptaaðila inn á
skynsamlegar brautir.
Fjármálaráðherra kom að því í
máli sínu að uppi hefðu verið hug-
myndir á undanförnum árum um að
leggja sérstakan skatt á sykur. Það
hefði hins vegar ekki reynst auðvelt
að koma því í kring og þess vegna
hefði sú leið verið farin að leggja
Ólafur Ragnar Grímsson, fjármála-
ráðherra, mælti fyrir frumvarpi um
vörugjald í neðrí deild í gær.
sérstakt vörugjald á vörur er inni-
halda mikinn sykur. Ólafur Ragnar
sagði að verið væri að vinna að
undurbúningi sérstaks fjárfestingar-
skatts í sínu ráðuneyti. Hann yrði
ekki lagður fram fyrir en nauðsyn-
legri undurbúningsvinnu væri lokið.
Þess í stað væri nú lagt 10% vöru-
gjald á ýmis efni til bygginga, svo
sem steypu og timbur. Mætti þess
vegna líta svo á að þetta gjald á
byggingarvörur væri eins konar
Ólafur G. Einarsson segir að sjálf-
stæðismenn muni ekki tefja af-
greiðslu vörugjaldsfrumvarpsins þó
þeir séu algerlega á móti því.
bráðabirgðaráðstöfun uns fjárfest-
ingaskatturinn, sem væri nauðsyn-
legur til stýringa fjárfestinga, yrði
lagður á.
Ólafur Ragnar vakti athygli
ábyrgra þingmanna, eins og hann
orðaði það, á því að það tekjutap
sem verður hugsanlega í meðförum
málsins í þinginu yrði að vinna upp
einhversstaðar annars staðar, ellegar
beita auknum niðurskurði. -ág