Tíminn - 07.12.1988, Blaðsíða 6
,6 Tíminn
MlÓvikudagur 7. 'desember 1988
Batanet a Faxaflóa eru nú mjög fá vegna aflatregðu en samt teljast þau um 2.000 talsins:
Næðu þrefaldri lögn milli
Reykjavíkur og Njarðvíkur
Bátanet í Faxaflóa eru ná-
lægt því að ná tæplega 140
km ef þau yrðu lögð enda í
enda. Þetta samsvarar því að
ef netin væru hnýtt saman
værí hægt að draga fyrír
Faxaflóa frá Garðskaga á
Reykjanesi að Hellnum á
Snæfellsnesi og hálfa leið til
baka tvíríðið. Enn til saman-
burðar má geta þess að
samanlögð netin spanna ná-
lægt sjö sinnum þá vegalengd
sem Akraborgin siglir í hverri
ferð sinni milli Reykjavíkur
og Akraness og hægt yrði að
leggja þau þreföld eftir þjóð-
veginum milli Reykjavíkur
og Njarðvíkur. Þrátt fyrir að
netin virðist mörg í Faxaflóa
eru bátarnir frekar fáir. Um
helmingi færrí eru nú við
veiðar vegna þess að veiði er
treg og kvóti margra báta
búinn. Nú er talið að ekki rói
nema um 27-30 bátar á netum
frá Keflavík, Njarðvík,
Hafnarfirði, Reykjavík og á
Akranesi.
Útreikningur þessi byggir á þeim
upplýsingum sem Tíminn hefur aflað
sér meðal netaveiðimanna og ann-
arra sem nálægt þessum veiðum
koma. f flestum tilfellum eru bátar
undir tíu tonnum ekki með fjöl-
mennari áhöfn en tvo menn. Þeir
afkasta ekki nema um 40-50 netum
en í sumum tilfellum eru tveir menn
þó með allt að 60 net í sjó. f stærri
bátunum eru netin fleiri, enda eru
áhafnirnar stærri. Sex til sjö menn
eru að jafnaði með um og yfir
hundrað net í sjó í nokkrum
trossum.
Mjög dregist saman
Þyki mönnum þetta mörg net er
Siglt á miðin í Faxaflóa frá Reykjavík. Tímamynd Ámi Bjama.
rétt að benda á að hér áður fyrr voru
menn ekki að víla fyrir sér að hafa
um og yfir tvö hundruð net á bát, en
þá var áhöfnin gjarnan fjölmennari.
I síðari tíð hafa verið settar reglu-
gerðir sem hindra menn í að hafa
eins mörg net og þeir vilja og hefur
það einnig dregið mjög úr magninu.
í samtölum við menn á Akranesi
og í Hafnarfirði kom fram að þar er
bátaútgerð orðin mjög lítil miðað
við fyrri daga. Á Akranesi eru t.d.
ekki gerðir út nema þrír bátar á net
og eru þeir allir undir 10 tonnum. Sá
fjórði er í lamasessi þar sem hann
lenti í árekstri við Akraborgina og
hafði sú síðarnefnda betur er hún
bakkaði yfir bátinn í Akraneshöfn á
dögunum. Á Akranesi voru gerðir
út um 20-30 bátar á net í haust og er
því um mikinn samdrátt að ræða.
Flestir þessara báta hafa farið á línu
eða eru búnir með kvóta sinn.
í Hafnarfirði, þeim forna útgerð-
arbæ, eru ekki gerðir út nema þrír
til fjórir bátar á net, eða „þrír alvöru
bátar“, eins og einn viðmælandinn
hafði á orði. Kvóta flestra er að
verða lokið og hafa nokkrir bátaeig-
endur þurft að halda sér á floti með
því að kaupa sér kvóta. Er gangverð
hans nú um 10 krónur á kíló en mjög
erfitt er nú að finna kvóta sem er
falur.
Landa flestir í
Reykjavík og í Landshöfn
Flestir netabátar á Faxaflóa eru
gerðir út frá Reykjavík og Lands-
höfninni í Keflavík og Njarðvík. í
Reykjavík landa milli 10-12 netabát-
ar og í Landshöfninni landa 7 stærri
netabátar og 4 netabátar sem eru
undir tíu tonnum.
Útreikningurinn á vegalengd net-
anna er fenginn með því að áætla
netafjölda á hvern bát eftir stærð
hans og áhöfn hans, en slíkar tölur
liggja hvergi fyrir hjá opinberum
aðilum. Miðað við neðri mörkin eru
netin líklega um 1.830 net sem
samanlögð ná yfir rúmlega 117 km
leið, en hvert net er um 33 faðmar
og það samsvarar 64 metrum. Þetta
samsvarar ríflega tveimur ferðum á
milli Keflavíkur og Mosfelissveitar.
í efri mörkunum eru tölurnar
stærri og verður vegalengdin þá
rúmlega 135 km en þar í eru talin
2.120 net. Þetta samsvarar vega-
lengdinni milli Njarðvíkur og
Reykjavíkur u.þ.b. þrisvar sinnum.
Það er svipuð lengd og sjóleiðin milli
Garðskaga á Reykjanesi að Hellnum
á Snæfellsnesi og hálfa leið til baka
að auki. Með netum þessum væri því
hægt að draga fyrir Faxaflóann eins
og hann leggur sig og hafa netin auk
þess tvíriðin hálfa leið.
Mikill niðurskurður á þorsk- og ýsukvóta Breta í Norðursjó:
HÆRRA FISKVERÐ A
BRETLANDSMARKADI
Þær fréttir berast nú frá Bretlandi að útlit sé fyrir
stórvaxandi eftirspum eftir ísfíski þar í landi á næsta ári
vegna fyrirsjáanlegs gífurlegs niðurskurðar á þorsk- og
ýsukvótum í Norðursjó. í nýjasta tölublaði Fiskifrétta
kemur fram að ýsukvóti Breta á þessu árí er 128.000 tonn
en ef faríð verði að ráðleggingum flskifræðinga verði hann
skorinn niður í 48.000 tonn. Þorskkvótinn nú er 71.000
tonn en verður, ef flskifræðingar fá að ráða, 55.000 tonn.
Aðspurður sagði Kristján Ragn-
arsson að þessar tillögur fiskifræð-
inga hefðu reyndar ekki verið sam-
þykktar í Efnahagsbandalaginu
ennþá en ef til kæmi væri ljóst að
um hroðalegan niðurskurð yrði að
ræða hjá Bretum. Kristján sagði að
ástandið í Norðursjó væri þannig
að það yrði að teljast mjög var-
hugavert af Bretum að fara ekki að
ráðum fiskifræðinganna ellegar
væru fiskstofnarnir í enn aukinni
hættu.
Kristján sagði að það væri ljóst
að ef af yrði þyrftu Bretar að leita
sér fiskjar annarsstaðar frá og yrði
jafnt um ferskan sem frosinn fisk
að ræða. Þar gæti því opnast enn
aukinn markaður fyrir íslendinga,
auk þess sem minnkandi framboð
gæti kallað á hærra verð, þó ekkert
væri hægt að segja til um það á
þessari stundu.
Nokkuð hefur verið um það í
haust að verslað væri með kvóta,
þ.e. kvóti fyrir eitt skip seldur til
annars. Kristján staðfesti að veru-
legar tilfærslur hefðu átt sér stað,
þótt sumir nýttu sér heimild til að
geyma hluta kvótans til næsta árs.
Varðandi verð á kvótanum sagði
Kristján að kílóið hafi verið selt á
8 kr. en sú tala sem Tíminn hefur
heyrt nefnda er 10 kr. pr. kíló.
Tíminn greindi í fyrri viku frá
umsóknum tveggja frystitogara til
siglinga með ferskan fisk. Kristján
sagði að nú væri ljóst að annar
þeirra myndi ekki sigla. Hinn færi
að öllum líkindum eina ferð á
næsta ári Þýskalands. Þar er um að
ræða Margréti EA-710 sem er gerð
út af Samherja á Akureyri. Að
auki hefur ein ferð verið pöntuð
fyrir Margréti á milli jóla og nýárs.
-áma