Tíminn - 07.12.1988, Blaðsíða 3
Miövikudagur 7. desember,1988
'Tímihh ' 3
Georg Ólafsson, verölagsstjóri, segir að stunduó séu vörusvik
á bak við kjötborð í sjö verslunum og einni kjötvinnslu:
Svín, kindur, naut og
fleira í „nautahakkinu"
Nautahakk er ekki allt þar sem það sýnist þegar neytandinn
gælir við það með augum sínum. Þar getur verið að fínna
blöndu af kinda-, svína- og nautakjöti eins og kom í Ijós við
athugun á nýlegu sýni frá Kostakaupum í Hafnarfírði.
Verðlagsstofnun hefur nú komist að því að í fjórum
verslunum af 32 var að finna kindakjöt í nautahakkinu, í einni
verslun og einni kjötvinnslu var að fínna svínakjöt í bland við
nautakjötið í nautahakkinu. í fjórum verslunum af þessum
32 var að fínna kjöt af þremur tegundum húsdýra, svínum,
kindum og nautgripum, í hakki sem merkt var sem nauta-
hakk. Einnig fannst tUtöIulega mikið magn kolvetnis og
bendir það til að m.a. sé notast við sojaduft til drýginda.
Verslunin með þreföldu blönd-
una, kinda-, svína- og nautakjöt í
nautahakkinu, var Kostakaup í
Hafnarfirði. Svínakjöt fannst auk
nautakjötsins í nautahakkinu í
kjötvinnslunni Goða og versluninni
Arnarhrauni. Kindakjöt fannst í
Óli J. Kristjánsson í
Kostakaupum í Hafnarfirði:
Áekkiað
vera svona
Óli J. Kristjánsson, kjötiðn-
aðarmaður, varð fyrir svörum
í Kostakaupum í Hafnarfirði
þar sem fundist hefur bæði
kinda- og svínakjöt ásamt
nautakjöti í nautahakki. „Þetta
á ekki að vera svona, en það
má vel vera að einn og einn biti
áf öðru kjöti fiækist með í
hakkavélina,-1 sagði Óli. „Ann~
ars hcld ég að þetta hljóti bara
að vera einhver vitleysa.'-
Sagði Óli að yfirleitt væri
ekki farið upp fyrir 10% fitu-
magn í nautahakki og greini-
iegt væri að þeir væru þó undir
þeim mörkum. Það mældist í
milliflokki með 7,6% fituprós-
entu og var fjórða ódýrasta
„nautahakkið“ í könnuninni.
Taldi hann að ekki væri um
annað að ræða en að sýnin hafi
verið tekin úr nautahakki sem
lent hefði í hakkávélinni strax
á eftir kindakjötshökkun og
svínakjötshökkun. Sagði hann
að það væri hvergi þar sem
hann þekkti til skoiað úr
hakkavéluin þótt aðrar tegund-
ir væru settar í gegn. „Maður
væri þá bara í því að þrífa allan
daginn," sagði Óli. KB
bland við nautakjöt í nautahakkinu
í Kaupfélagi Hafnfirðinga, Kjötbúri
Péturs, Kjötvinnslu Dúdda Akur-
eyri og Kjörmarkaði KEA Akur-
eyri.
Þá kom skýrt í ljós í sömu könnun
Verðlagsstofnunar að fituríkt kjöt
Kjörmarkaður KEA
á Akureyri:
Kemur mjög
áóvart
Magnús Gauti Gautason,
aðstoðarkaupfélagsstjóri
KEA, sagði að sér kæmi þetta
mjög á óvart. „Við munum
kanna málið, en eins og er veit
ég ekkert um þetta." Vísaði
hann að öðru leyti til starfs-
manna Kjörmarkaðar KEA.
Búi Ármannsson varð fyrir
svörum við kjötborð Kjör-
markaðar KEA. Hann er ekki
lærður kjötiðnaðarmaður en
hefur yfirumsjón með kjöt-
borði verslunarinnar. Sagði
hann að þeir notuðu söniu
hakkavél fyrir allt kjöt og auð-
vitað gæti það hafa hist svo á
að sýnið hafi verið nautahakk
sem rennt hafi veriö í gegnunt
hakkavélina næst á eftir hökk-
un á kindakjöti. „Við blöndum
ekki nautakjötið vísvitandi
enda væri okkur ekki nokkur
haguraf þvf,“ sagði Búi.
Búi sagði ennfremur að
hakkavélin væri ekki þrifin
með skolun þó skipt væri um
kjöttegund. Staðfesti hann að
allt að hundrað grömm af
kindakjöti geti legið eftir í
hakkavél þegar farið er að
hakka nautakjöt eða aðrar teg-
undir. Auðvitað mætti vel þrffa
vélamar á milli tegunda en það
myndi um teið auka á almcnna
kjötrýrnun verslunarinnar.
KB
var alls ekki ódýrasta nautakjötið,
eins og það á að vera, en varðandi
verðlagningu á nautakjöti eftir fitu-
magni, var Kjörmarkaður KEA á
Akureyri með dýrasta nautahakk
allra verslana eða 50% dýrara en hjá
Vogaveri í Reykjavík. Kom á daginn
að þetta dýrasta nautahakk taldist í
mesta fituflokki. Það bendir til að
frekar sé um kýrkjöt að ræða en
nautakjöt. Reyndar var ekki kannað
sérstaklega hvort um kýrkjöt var að
ræða en það þekkist á því að töluvert
hærri fituprósenta er í hakkinu.
Venjulega er miðað við að fituprós-
enta sé ekki yfir 10% en hún mældist
mest tæplega 15% í versluninni
Austurstræti 17 í Reykjavík.
Georg Ólafsson, verðlagsstjóri,
segir að könnun þeirra hafi verið
ætlað að svara þeirri gagnrýni
kaupmanna að verðkannanir stofn-
unarinnar tækju ekki tillit til vöru-
Auðunn B. Ólafsson: 1
Menn standi
við loforð
„Ég held að við gctum fengið
þarna góða lexíu um að kjöt-
kaupmenn og kjötiðnaðar-
menn standi við gæðakröfur,"
sagði Auðunn B. Ólafsson hjá
Markaðsnefnd landbúnaðar-
ins. Sagði hann að allar afurðir
yrðu að seljast á réttum for-
sendum og því þyrftu aðilar í
kjötframleiðslu nú að setjast
niður og fara vel í saumana á
þeini vandamálum sem nú hef-
ur verið bent á. Taldi Auðunn
að rétt væri að fara þá leið að
kalla eftir því að stöðlun verði
komið á við vinnslu og sölu á
nautakjötinu, en það tæki lang-
an tíma og miklar umræður.
„Það sem hægt er að gera er
að menn standi við það sem
þeir lofa. Fara verður ofan í
verðlagningu og ég reikna með
að ég verði að fara ofan í
niðurstöður þessarar könnunar
með kaupmönnuni og kjötiön-
aðarmönnum," sagði Auðunn.
Benti hann á að ekki væri
alveg nýtt að íblöndunarefni
fyndust í nautakjöti. Það hafi
kornið í Ijós fyrir u.þ.b. ári að
flestir skyndibitastaðir hafi
keypt nautahakk mcð nokkru
magni af vatnsblönduðu soja-
dufti. Þá hafi verið gengið út
frá því að slík vörusvik væru úr
sögunni, en niðurstöður þessar
sýna að svo er ekki með öllu.
KB
gæða. Niðurstöðurþessarar könnun-
ar eru óvefengjanlega á þá lund að
verðlagning kaupmanna fer ekki eft-
ir gæðum nautahakks þótt ekki sé
tekið tillit til annars en gæðaflokkun-
ar kjöts eftir fitumagni. Segir Georg
að blöndun kjöttegunda sé hægt að
flokka sem skýlaus vörusvik. Auð-
vitað megi bjóða blandað hakk og
það hefur verið gert í verslunum en
niðurstöður þessar bendi til að Holl-
ustuvernd verði að skerast í leikinn
með staðlagerð.
Rannsóknarstofnun landbúnaðar-
ins stóð að úrvinnslu þessarar
könnunar með Verðlagsstofnun og
var Guðjón Þorkelsson, matvæla-
fræðingur, fulltrúi Rala. Sagði Guð-
jón að lengi hafi verið þörf á því að
gerðir verði staðlar fyrir nautakjöt
og annað kjöt líkt og unnið hefur
verið varðandi mjólkurvörur. Þessar
niðurstöður bentu eindregið til að
neytendur geti því miður ekki gengið
að því sem vísu að þegar þeir kaupi
dýrasta nautahakkið séu þeir um
leið að kaupa það besta. í þriðja
fituflokki var verð á nautahakki
yfirleitt um og yfir fimm hundruð
krónur kílóið, en þama er um að
ræða fituprósentu yfir 10%. Til
samanburðar má nefna að í Kjöt-
stöðinni í Reykjavík fékkst fitu-
minnsta kjötið (0,4%) á innan við
fimm hundruð krónur.
Kom fram hjá fulltrúum Rala og
Verðlagsstofnunar að ef Kjörmark-
aður KEA á Akureyri væri tekinn út
úr dæminu gerðist verðdreifing eftir
fitugæðaflokkun eðlilegri. Þó væri
alls ekki nægilega mikill verðmunur
á fituríku og slöku nautahakki og
því sem telst vera í hæsta gæða-
flokki. KB
Ármúla 3-108 Revkiavík - Sími 91-680988