Tíminn - 07.12.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn
Miðvikudagur 7. desember 1988
DAGBÓK
lnga Þyri Kjartansdóttir kynnir Collin snyrtivöhir
Snyrtivörukynning
í Kristu í Kringlunni
Nýlega voru kynntar á íslandi G.M.
Collin snyrtivörur fyrir snyrtistofur, en
þessar vörur eru eingöngu ætlaðar til
meðhöndlunar og sölu undir leiðsögn
fagfólks.
G.M. Collin snyrtivörurnar eru
franskar. Það má nefna 3ja maska kúr,
sem er „mini face lift“, Algedente fóta-
maska fyrir þreytta, bólgna fætur. Hita-
maska fyrir andlit, augnmaska og bólu-
meðferð.
Meðferðinni fylgja snyrtivörur til
áframhaldandi notkunar heima, undir
umsjá snyrtifræðings.
G.M. Collin snyrtivöru verða kynntar
af snyrtistofunni Kristu í Kringlunni
fimmtud. 8. des. og býðst þá þeim sem
vilja að kynna sér meðhöndlanir og fá
sýnishorn af kremum. Auk Kristu eru
þessar snyrtistofur með G.M. Collin
snyrtivörur: Greifynjan, Rofabæ 39,,
Snyrtistofa Ingibjargar Andrésdóttur,
Engjateig 9, Mandý, Laugavegi 15,
Snyrtistofa Þórdísar, Sólheimum 1 og
Snyrtistofan Snót, Kópavogi.
F.v.: Frank Cassata og Áslaug Cassata,
eigendur fyrirtækisins og Jóhann Kiesel
verslunarstjóri.
Týli opnar nýja verslun
Ljósmyndavöruverslunin Týli hefur
opnað nýja verslun í Kringlunni 4. Eig-
endur eru Áslaug og Frank Cassata. Þau
eiga einnig verslunina Fókus í Lækjar-
götu. Þessar verslanir eru með elstu og
þekktustu ljósmyndavöruverslunum í
Reykjavík og hafa umboð fyrir þekktustu
Ijósmyndavélar heims.
Myndin er tekin þegar nýja verslunin
var opnuð.
Glermyndir Leifs Breiðfjörðs
í veitingastofu
Listasafns íslands
í veitingastofu Listasafns íslands eru
nú til sýnis nokkrar glermyndir eftir Leif
Breiðljörð myndlistarmann, sem hann
gerði í tilefni 100 ára afmælis Listasafnsins
1984.
Verkin eru öll til sölu, og geta safngestir
notið þeirra meðan þeir gæða sér á
smáréttum, nýbökuðum tertum og jóla-
smákökum, sem Sveinn Kjartansson
matreiðslumeistari safnsins hefur á boð-
stólum í tilefni jólanna.
Veitingastofan er opin á almennum
opnunartíma safnsins kl. 11:-17:00 alla
daga nema mánudaga og lýkur sýningunni
15. desember nk.
Á sama tíma býður safnið börnum að
föndri upp á jólaepli og smákökur.
Digranesprestakall
Jólafundur kirkjufélagsins verður í
safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg
fimmtudaginn 8. des. kl. 20:30. Gestir
fundarins verða: Svava Sigmar söngkona
og sr. Eric Sigmar, prestur Vestur-íslend-
inga.
Salómon Einarsson gerður að heiðurs-
félaga. Almennur söngur og helgistund.
Veislukaffi.
Híkur og form í Söðlakoti
Nýlega opnaði Kristín Schmidhauser
Jónsdóttir sýningu í Sýningarsalnum og
listiðnaðargalleríinu „Stöðlakoti", Bók-
hlöðustíg 6 í Reykjavík.
Sýninguna nefnir Kristín „Flíkur og
Form“. Sýningin er opin alla daga nema
mánudaga kl. 14:00-18:00 og lýkur henni
11. desember.
Jólasýning í Nýhófn:
Kátt er um jólin
Laugard. 3. des. kl. 14:00, var opnuð
jólasýning í Listasalnum Nýhöfn, Hafnar-
stræti 18, undir yfirskriftinni: Kátt er um
jólin, koma þau senn!
Á sýningunni, sem er sölusýning, verða
verk eftir lifandi og látna íslenska lista-
menn.
Opnunartími fram að jólum verður kl.
10:00-18:00 virka daga, á opnunartíma
verslana á laugardögum og kl. 14:00-
18:00 á sunnudögum.
Listasafn íslands:
Sýning Kristínar framlengd
-ogsýnd eru verkeftir Ásgrim, Kjarval,
Scheving og Jón Stefánsson
Vegna mikillar aðsóknar hefur verið
ákveðið að framlengja sýningu Kristínar
Jónsdóttur listmálara í Listasafni Islands
fram til 15. desember. Á sýningunni eru
25 verk og er þema hennar blóm og
uppstillingar.
Mynd mánaðarins er verk eftir Krist-
ínu: Uppstilling, olíumálverk, málað um
1950. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins“ fer
fram á fimmtudögum kl. 13:30.
Nú stendur einnig yfir sýning á íslensk-
um verkum í eigu safnsins. Þar eru sýnd
verk eftir Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Ó.
Scheving, Jóhannes S. Kjarval og Jón
Stefánsson.
Á efri hæð eru sýnd ný aðföng, málverk
og skúlptúrar eftir íslenska listamenn.
Aðgangur að sýningum og auglýstum
leiðsögnum er ókeypis.
Listasafn fslands er opið alla daga,
nema mánudaga, kl. 11:00-17:00. Veit-
ingastofa hússins er opin á sama tíma. Þar ,
eru nú sýnd verk eftir Leif Breiðfjörð og
eru verkin öll til sölu.
Tónleikar Kammermúsík-
klúbbsins í Bústaðakirkju
Aðrir tónleikar Kammermúsíkklúbbs-
ins á starfsárinu 1988-’89 verða í dag,
miðvikud. 7. desember kl. 20:30 í Bú-
staðakirkju.
Flytjendur eru: Laufey Sigurðardóttir
fiðla, Sean Bradley fiðla, Helga Þórarins-
dóttir lágfiðla, Ólöf Sesselja Oskarsdóttir
knéfiðla, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson
klarínetta og Þorsteinn Gauti Sigurðsson
píanó.
Á efnisskrá eru verk eftir Wolfgang
Amedeus Mozart (1756-1791):
Tríó fyrir píanó, fiðlu og lágfiðlu í
Es-dúr, K. 498 („Kegelstatt-tríóið"
1786),
Ludwig van Beethoven (1770-1827):
Tríó fyrir píanó, klarínettu og knéfiðlu í
B-dúr, op. 11 (1797).
Carl Maria von Weber (1786-1827):
Kvintett fyrir klarínettu og strengjakvar-
tett í B-dúr op. 34 (1815).
Ásgrímssafn
Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaöa-
stræti 74 er opið á sunnudögum, þriöju-
dögum, fimmtudögum og laugardögum
kl. 13:30-16:00.
Álafoss gólfteppi
í Teppabúðinni
Teppabúðin á Suðurlandsbraut hefur
nú tekið við smásöludreifingu á Álafoss
gólfteppum, sem undanfarið
hafa eingöngu verið til sölu í verksmiðj-
unni í Mosfellsbæ. Álafoss hf. er eina
fyrirtækið á íslandi sem framleiðir gólf-
teppi.
Jólakort Félags eldri borgara
Fjáröflun til styrktar Félagsheimilis-
sjóðs Félags eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni stendur nú yfir. Fjáröflunar-
nefndin hefur látið gera jólakort til að
afla sjóðnum fjár. Aðalbjörg Jónsdóttir
annaðist gerð myndanna sem á kortunum
eru og gaf vinnu sína.
Kortin verða til sölu á skrifstofu félags-
ins að Nóatúni 17, 2. hæð. Einnig verða
kortin til sölu í „Opnu húsi“ i Tónabæ, á
mánudögum og laugardögum frá kl. 13:30
og í „Opnu húsi“, Sigtúni 3 á fimmtudög-
um og sunnudögum á sama tíma. Kortin
verða send til félagsmanna ásamt gíró-
seðli.
Jólafundur
Styrktarfélags vangefinna
Styrktarfélag vangefinna heldur jóla-
fund í Bústaöakirkju fimmtudaginn 8.
des. kl. 20:30.
Á dagskrá er leikhópurinn Perlan,
kórsöngur o.fl. Jólahugleiðingu flytur sr.
Ólöf Ólafsdóttir. Kaffiveitingar í safnað-
arheimilinu.
Gallerí EVA á Miklubraut 50
Nýlega opnaði Eva Benjamínsdóttir
nýtt gallerí - Gallerí Eva - að heimili
sínu, Miklubraut 50. Þar sýnir hún vatns-
litamyndir og myndir unnar með bland-
aðri tækni. Þetta er önnur einkasýning
Evu hér á landi, sú fyrri var í Ásmundar-
sal 1983.
Eva útskrifaðist frá School of the
Museum of Fine Arts í Boston og lauk
BFA gráðu frá Tufts University 1984.
Hún hefur áður tekið þátt í samsýningum
bæði hér á landi og erlendis.
Sýningin er opin alla daga kl. 15:00-
21:00 til 6. desember.
Gírónúmer
íþróttafélags fatlaðra
íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík þakk-
ar landsmönnum stuðninginn við bygg-
ingu íþróttahúss, og biður menn að muna
gíróseðlana. Númer félagsins hjá íslensk-
um getraunum er 121.
Pennavinur í London
Blaðinu hefur borist bréf frá 27 ára
gömlum Lundúnabúa, Stephen
Harmsworth, sem langar til að eiga
pennavin á svipuðum aldri á Islandi.
Hann skrifar að hann hafi áhuga á músík,
bréfaskriftum, ferðalögum, listum og
lestri bóka.
Utanáskrift til hans er:
Mr. S.J. Harmsworth,
53 Eccleston Square,
Pimlico,
London SWl
England
Pennavinur í Englandi
14 ára skólapilt, sem kom til íslands á
síðastliðnu ári, langar mikið til að eignast
pennavin á íslandi. Hann hefur mikinn
áhuga á íþróttum og poppmúsík, og
langar til að hafa bréfaviðskipti við stelp-
ur eða stráka á íslandi á aldrinum 12 til
18 ára.
Utanáskrift til hans er:
Mark Ollard
Woodcote Road,
Wallington,
Surrey, SM6 OPS,
England
ÚTVARP/SJÓNVARP llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Rás I
FM 92,4/93,5
Miðvikudagur
7. desember
6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Hreinn Hákonar-
son flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30,
fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr
forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfir-
liti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30,8.00,
8.30 og 9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Jólaalmanak Utvarpsins 1988. Umsjón:
Gunnvör Braga. (Einnig útvarpað um kvöldið kl.
20.00).
9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Bjöms-
dóttir.
9.30 íslenskur matur. Kynntar gamlar íslenskar
mataruppskriftir sem safnað er í samvinnu við
hlustendur og samstarfsnefnd um þessa
söfnun. Sigrún Bjömsdóttir sér um þáttinn.
9.40 Landpósiurinn - Frá Vestfjörðum.
Umsjón: Finnbogi Hermannsson.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Óskastundin. Helga Þ. Stephensen kynnir
efni sem hlustendur hafa óskað eftir að heyra,
bókarkafla, smásögur og Ijóð. Tekið er við
óskum hlustenda á miðvikudögum milli kl. 17.00
og 18.00.
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur - Tónlistarmaður vikunnar,
Jórunn Viðar. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir.
11.55 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn - Börn og foreldrar. Þáttur
um samskipti foreldra og barna og vikið að vexti,
þroska og uppeldi. Félagsráðgjafarnir Nanna K.
Siguröardóttir og Sigrún Júlíusdóttir og sál-
fræðingarnir Einar Gylfi Jónsson og Wilhelm
Norðfjörð svara spurningum hlustenda. Sím-
svari opinn allan sólarhringinn, 91-693566.
Umsjón: Lilja Guðmundsdóttir. (Einnig útvarpaö
miðvikudagskvöld kl. 21.00 að viku liðinni).
13.35 Miðdegissagan: „Konan í dalnum og dæt-
urnar sjö“. Ævisaga Moniku á Merkigili skráð
af Guðmundi G. Hagalín. Sigríður Hagalín les
(8).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson.
(Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi).
14.35 íslenskir einsöngvarar og kórar. Elísabet
Erlingsdóttir, Halldór Vilhelmson og Kammer-
kórinn syngja.
15.00 Fréttir.
15.03 Vísindaþátturinn. Umsjón: Ari Trausti
Guðmundsson. (Endurtekinn þáttur frá mánu-
dagskvöldi).
15.45 Þingfréttir.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. Kynnt bók vikunnar, „Jakob
ærlegur", eftir Frederick Marryat í þýðingu
Guðnýjar Ellu Sigurðardóttur. Umsjón: Kristín
Helgadóttir.
17.00 Fréttir.
17.03Tónlist eftir Jórunni Viðar. a. Úr „Sex
sönglögum". Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran
syngur; Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á
píanóið. b. Þjóðlífsþættir. Laufey Sigurðardóttir
leikur á fiðlu og höfundur á píanó. c. „Ólafur
liljurós", balletttónlist. Sinfóníuhljómsveit ís-
lands leikur; Páll P. Pálsson stjórnar.
18.00 Fréttir.
18.03 Á vettvangi. Umsjón: Bjarni Sigtryggsson,
Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson.
Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.33 Kviksjá. Þáttur um menningarmál. Umsjón:
Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir.
20.00 Jólaalmanak Útvarpsins 1988. (Endurtekið
frá morgni).
20.15 NútímatónlisL Þorkell Sigurbjörnsson kynn-
ir verk samtímatónskálda.
21.00 Lítil saga um litla bók. Stefán Júlíusson
segir frá tildrögum sögunnar um Kára litla og
Lappa sem kom fyrst út fyrir réttum fimmtíu
árum.
21.30 Lestrarörðugleikar. Umsjón: Bergljót Bald-
ursdóttir. (Áöur flutt í þáttaröðinni „1 dagsins
önn" 21. f.m.)
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Samantekt um aukinn áliðnað á íslandi.
Fyrri hluti. Umsjón: Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll
Heiðar Jónsson. (Einnig útvarpað daginn eftir
kl. 15.03).
23.10 Djassþáttur. - Jón Múli Ámason. (Einnig
útvarpað nk. þriðjudag kl. 14.05).
24.00 Fréttir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
SJÓNVARPIÐ
01.10 Vökulögin. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar
fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00
og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með
fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00.
Leifur Hauksson og Olöf Rún Skúladóttir hefja
daginn með hlustendum, spyrja tíðinda víða um
land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni
líðandi stundar. Veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar
dagblaðanna kl. 8.30.
9.03 Viðbit. - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri)
10.05 Morgunsyrpa. Evu Ásrúnar Albertsdóttur
og Óskars Páls Sveinssonar.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Í Undralandi með Lisu Páls. Sigurður Þór
Salvarsson tekur við athugasemdum og ábend-
ingum hlustenda laust fyrir kl. 13.00 í hlustenda-
þjónustu Dægurmálaútvarpsins og í framhaldi
af því spjallar Hafsteinn Hafliðason við hlust-
endur um grænmeti og blómagróöur.
14.00 Á milli mála. - Eva Ásrún Albertsdóttir og
Óskar Páll Sveinsson.
16.03 Dagskrá. Stefán Jón Hafstein, Guðrún
Gunnarsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp
mynd af mannlífi til sjávar og sveita og þvi sem
hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr
kl. 16.00, „orð í eyra" kl. 16.45 og dagsyfirlit kl.
18.30. Bréf af landsbyggðinni berst hlustendum
á sjötta tímanum.
19.00 Kvöldfréttir.
19.33 íþróttarásin. Umsjón: íþróttafréttamenn og
Georg Magnússon.
22.07 Á rólinu með Önnu Björk Birgisdóttur.
01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00
verður endurtekinn frá sunnudegi þátturinn „Á
fimmta tímanum" þar sem Stefán Bragason
leikur lög í dægurlagakeppni sem haldin var á
Egilsstöðum 12. f.m. Að loknum fréttum kl. 4.00
flutt brot úr dægurmálaútvarpi miðvikudagsins.
Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri,
færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30.
Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00,
10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00,
17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2
8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
SJÓNVARPIÐ
Miðvikudagur
7. desember
18.00Töfragluggi Mýslu í Glaumbæ. Umsjón
Árný Jóhannsdóttir.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Poppkorn. Umsjón Stefán Hilmarsson.
19.25 Föðurleifð Franks. (7). (Frank’s Place).
Bandarískurgamanmyndaflokkur. Þýðandi Þor-
steinn Þórhallsson.
19.50 Jólin nálgast í Kærabæ.
20.00 Fréttir og veður.
20.40 Allt í hers höndum (’Allo ’Allo) Fjórði þáttur.
Breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Guðni
Kolbeinsson.
21.05 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjón Sigurður
Richter.
21.40 Caruso (The Great Caruso) Bandarísk bíó-
mynd frá 1951. Leikstjóri Richard Thorpe.
Aðalhlutverk Mario Lanza, Ann Blyth, Dorothy
Kirsten og Jarmila Novotna. Enrico Caruso ólst
upp í fátækt í borginni Napolí á Ítalíu. Hann
lofaði móður sinni á dánarbeði hennar að helga
líf sitt óperunni. í þessari mynd segir frá hvernig
hann braust áfram til frægðar og varð einn mesti
tenórsöngvari allra tíma. Þýðandi Ýrr Bertels-
dóttir.
23.00 Seinni fréttir
23.10 Caruso frh.
23.35 Dagskrárlok.
Miðvikudagur
7. desember
15.55 Þröngsýni. Woman Obsessed. Ekkja á
búgarði í Kanada ræður til sín mislyndan
vinnumann. Þrátt fyrir slæmt samband við
ungan son ekkjunnar biðlar vinnumaðurinn til
hennar í þeim tilgangi að lægja illar tungur.
Aðalhlutverk: Susan Hayward, Stephen Boyd
og Barbara Nichols. Leikstjóm: Henry Hatha-
way. Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir. Sýningar-
tími 100 mín.
17.35 Jólasveinasaga. The Story of Santa Claus.
Teiknimynd. Sjöundi hluti af 23. Leikraddir:
Róbert Arnfinnsson, Júlíus Brjánsson og Saga
Jónsdóttir.
18.00 Ameríski fótboltinn. Sýnt frá leikjum NFL-
deildar ameríska boltans. Umsjón: Birgir Þór
Bragason.___________
18.40 Handboltinn. Fylgst með 1. deild karla í
handbolta. Umsjón: Heimir Karlsson. Stöð 2.
19.1919:19. Fréttir, veður, íþróttir, menning og
listir, fréttaskýringar og umfjöllun. Allt í einum
pakka.
20.45 Auður og undirferli. Gentlemen and Play-
ers. Þriðji hluti breskrar framhaldsmyndar sem
segir frá tveim keppinautum í spilasölum Lund-
únaborgar. Aðalhlutverk: Brian Prothero, Nicho-
las Glay og Claire Oberman. Leikstjóm: Dennis
Abey og William Brayne. Þýðandi: örnólfur
Ámason. ______________________
21.40 Veröld - Sagan í sjónvarpi. The World - A
Television History. Vönduð og stórbrotin þátta-
röð sem byggir á Times Atlas mannkynssög-
unni. Þulur: Júlíus Brjánsson. Þýðandi: Guð-
mundur A. Þorsteinsson.
22.10 Refskák. Gambit. Seinni hluti Leikstjóri: P.F.
Gringman. Þýaðndi: Svavar Lárusson. Sýning-
artími 95 mín.
00.00 Englaryk. Angel Dusted. Ungur piltur ánetj-
ast fíknilyflum og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
gengur honum erfiðlega aö losa sig úr viðjum
fíknarinnar. Myndin lýsir vel því hugarangri og
þeim sálarkvölum sem eiturlyfjaneysla eins
fjölskyldumeðlims hefur á alla fjölskylduna.
Aðalhlutverk: Jean Stapleton, Arthur Hill og
John Putch. Þýðandi: Ásthildur Sveinsdóttir.
Wamer 1981. Sýningartími 95 mín.
01.35 Dagskrárlok.
Þaö
getur valdiö
slimhúöar-
bólgum aö
taka i nefiö
eöa vörina.
LANDLÆKNIR