Tíminn - 07.12.1988, Blaðsíða 7
- Miðvikudagup7. deserober -tOö8
Tíminn 7
Hjálparstofnun kirkjunnar hefur árlega söfnun sína
„Brauð handa hungruðum heimi“:
VONAST EFTIR
20 MILUÓNUM
Eina árlega fjáröflun Hjálparstofnunar kirkjunnar er
hafin. Fer hún nokkuð vel af stað að sögn eins stjórnarmanns-
ins, Þorbjarnar Hlyns Árnasonar, þar sem þegar hafa safnast
á aðra milljón króna áður en söfnunin er kynnt formlega í
fjölmiðlum. Miða bjartsýnustu vonir að því að hægt verði að
safna kringum tuttugu milljónum króna fram að að jólum.
Að sögn Sigríðar Guðmundsdótt-
ur, framkvæmdarstjóra HK, ermikil
þörf á neyðaraðstoð víða í Asíu og
Afríku, en þau hjá HK hafa ákveðið
að beina kröftum sínum að af-
mörkuðum verkefnum í Bangladesh
vegna flóða þar, matvælaaðstoð í
Mósambík, endurreisn barnaskóla á
Suður-Indlandi og til byggingar
heimilis fyrir vangefin börn í Tamil
Nadu í suðurhluta Indlands. Auk
þessa mun Hjálparstofnun leggja
fram fé til innanlandsaðstoðar eins
og áður ef neyðarköll berast.
Við upphaf jólasöfnunar HK, sem
gengur undir nafninu „Brauð handa
hungruðum heimi“, minnti stjóm-
arformaður HK, Árni Gunnarsson
alþingismaður, á að ríkissjóður legði
afar lítið fé fram til þróunaraðstoð-
ar. Sagði hann að Þróunarsamvinnu-
stofnun íslands fengi ekki nema sem
svaraði 0,06% af vergri þjóðarfram-
Ieiðslu. Samkvæmt ákvörðun Al-
þingis árið 1985 hafi þó verið ákveð-
ið að þetta hlutfall yrði ekki undir
0,7% af vergri þjóðarframleiðslu.
Framundan blasa við mörg aðkall-
andi verkefni að sögn aðstandenda
HK. Þau sem stofnunin hefur tekið
að sér beinast aðallega að fjórum
stöðum í Asíu og Afríku, sem flest
eru í unnin í samvinnu við systur-
stofnanir á hinum Norðurlöndunum.
Mikil flóð hafa orðið í haust í
Bangladesh og hafa þau gert um 25
milljónir manna heimilislausa og
ástandið versnaði enn er fellibylur
gekk yfir flóðasvæðin fyrir fáeinum
dögum. Mikil hætta er talin á út-
breiðslu skaðlegra sjúkdóma.
HK hefur staðið að matvælaað-
stoð í Mósambík og mun reyna að
halda því áfram meðan þörfin kallar.
Þar hefur þegar verið dreyft matvæl-
um og sáðkorni, en mikil hungurs-
neyð er í nokkrum héruðum
landsins.
Á líðandi ári var auk aðstoðarinn-
ar í Mósambík, veitt aðstoð við
byggingu stíflu í Víetnam sem stuðl-
aði að bættri hrísgrjónauppskeru
smábænda. Þeir geta nú brauðfætt
sig sjálfir. Einnig má geta þess að
bygging barnaheimilis fyrir munað-
arlaus börn í Eþíópíu er á lokastigi.
Þrátt fyrir talsvert mikla bráðaað-
stoð hefur HK nú í hyggu að verja
fé og starfskröftum í auknum mæli
til fræðslustarfsemi. „Stóra verkefn-
ið okkar er að efla fræðslustarfið
þannig að fólk hér heima vakni til
meðvitundar um daglegt líf þess
fólks sem byggir þessi lönd í Asíu og
Afríku,“ ságði Sigríður. KB
fslendingar eru komnir í fremstu röð á sumum sviðum erfðatækni:
Kennarar lækna-
deildar Háskól-
ans undir allt
of miklu álagi
íslendingar er komnir í fremstu röö á sumum sviöum
erfðatækni, þrátt fyrir fjármagnsskort og aðstöðuleysi. Ljóst
er að vaxandi rannsóknarstarf í mörgum deildum, eins og í
lífeðlis- og lífefnafræði, sýkla- og ónæmisfræði, geðlækning-
um, lyfjafræði, hjúkrunar- og lyflæknisfræði og kvensjúk-
dóma og fæðingarfræði, er nú að skila sér.
Ráðstefna var haldin á vegum
læknadeildar Háskólans um miðjan
nóvember og voru flutt þar 82 erindi,
og ber það vott um aukið rannsókn-
arstarf í læknadeild H.f.
Þau verkefni sem voru kynnt voru
meðal annars; eyðniveiran og sam-
band hennar við sambærilegar veirur
er valda sauðfjárveikisjúkdómum,
blóðfituflokkun eftir erfðum og
hegðunarmynstur Psoriasis í húð.
Margir þeirra sem gegna stöðum
dósenta og lektora í H.Í., eru í 37%
starfi ofan á 100% starf hjá spítölun-
um. Rannsóknarskyldan er ekki
nema 1% og því eru rannsóknimar
flestar unnar í frístundum. Af því
leiðir að óheyrilegar tafir verða á
því, að læknargeti lokið rannsóknar-
verkefnum vegna þess að menn eru
allt of uppteknir af daglegu amstri
og skortir næði.
Læknir, sem einungis vill starfa
við Háskólann þarf að sjá af tölu-
verðum tekjum, því að t.d. dósentar
sem starfa við Háskólann em oftast
með 25% lægri laun en sérfræðingar
sem starfa á spítölum og hafa svip-
aða lengd menntunar. Þetta gerir
Háskólanum erfiðara um vik að
keppa um hæft vinnuafl. Varðandi
kennslu kom fram, að tímaskortur
og lág laun em kennurum lítt hvetj-
andi í þá vem að þeir leggi mikið í
undirbúning námskeiðahalds.
Karl Tryggvason, prófessor, flutti
erindi á ráðstefnunni sem vakti
mikla athygli. Hann hefur starfað og
unnið í Finnlandi við háskóla sem er
svipaður að stærð og H.f. og býr við
svipaðar landfræðilegar aðstæður.
Sá skóli hefur skipað sér í fremstu
röð á sviði rannsókna og skiptir þar
eflaust mestu að 6-8 sinnum meira fé
er varið í vísindasjóði þar en hér.
Sjálfsaflafé hefur að mestu staðið
undir vísindasjóði og happdrættisfé
undir tækjakaupum. Verði happ-
drættisfé skattlagt er ekki von á
aukningu. Þáhafa margir notið lítilla
styrkja til rannsóknarstarfa hérlend-
is. í Finnlandi em þeir rannsóknar-
hópar sem mestum árangri ná,
styrktir hlutfallslega mest. Vel-
gengni þeirra smitar út frá sér og
hvetur aðra til að standa sig betur.
Hæfir nemendur fá tækifæri og geta
með því lagt gmnn að doktorsnámi.
meðan á almennu námi stendur.
Reynsluleysi á rannsóknarsviði
háir mörgum sem útskrifast úr
læknadeild. Háskólinn stæði mur
betur að vígi, væri svipað kerfi tekié
upp hér og gæfi jafnframt nemend
um og kennurum aukin tækifæri
Þetta erm.a. aðfinnaínýútkomnun
Stúdentafréttum frá Háskólanum.
Drangavík ST-71 við bryggju á Hólmavík (til hægrí). Hólmadrangur ST-70 í baksýn.
Drangavík ST-71 úr
fyrstu veiðiferðinni
Holmavík:
Drangavík ST-71 iagðist í fyrsta sinn að bryggju á Hólmavík 30. nóv.
sl., en skipið var að koma úr sinni fyrstu veiðiferð eftir að það var keypt
til Steingrímsfjarðar.
Það var hlutafélagið Drangavík hf. sem keypti rækjuskipið Drangavík
fyrr í haust. Skipið hét áður Akumesingur AK-71, og var gert út frá
Akranesi. Hlutafélagið sem keypti skipið er að mestu leyti í eigu
fyrírtækja á Drangsnesi og Hólmavík. Stærstu hluthafarnir era Hóima-
drangur hf., Kaupfélag Steingrímsfjarðar og Hraðfrystihús Drangsness
hf., og er skipið skráð á Drangsnesi. Markmiðið með skipakaupunum var
einkum að jafna árstíðabundnar sveiflur í hráefnisöflun rækjuvinnslunnar
við Steingrímsfjörð.
Drangavík er 292 brúttórúmlest-
ir að stærð, smíðuð í Noregi fyrir
10 árum. Skipið er útbúið til rækju-
veiða, og er gert ráð fyrir að
úthafsrækja verði meginuppistað-
an í afla skipsins. Mestur hluti
aflans verður væntanlega frystur
um borð, og síðan þíddur að nýju
og unninn í vinnslustöðvum á
Hólmavík og Drangsnesi. Þó verð-
ur hluti aflans fullunninn í skipinu
og sendur beint á markað erlendis.
Aflinn í fyrstu veiðiferð Dranga-
víkur var mjög tregur, enda hafa
veiðar á úthafsrækju gengið fremur
illa undanfarnar vikur. Reiknað er
með að skipið haldi til veiða á ný
um næstu helgi í von um að
rækjuveiði glæðist.
Hólmadrangur ST-70 liggur í
höfn á Hólmavík þegar þetta er
skrifað. Viðlegupláss í höfninni er
af skornum skammti, og kemur
það glöggt í ljós þegar þessi tvö
stærstu skip Strandamanna liggja
þar við festar. Stækkun viðlegu-
rýmis á Hólmavík er í undirbún-
ingi, en sem stendur er málið í
höndum fjárveitingavaldsins.
Skipstjóri á Drangavík er Óskar
Kristinsson frá Seljanesi í Árnes-
hreppi, en framkvæmdastjóri út-
gerðarinnar er Högni B. Halldórs-
son.