Tíminn - 07.12.1988, Blaðsíða 19
; !.•“* O K' •' '• ' A 1
Miðvikudagur 7. desember 1988
'lrlVl' •Si_
Tíminn 19
.biivnuo
miki.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Stóra sviðið:
Þjóðleikhúsið og (slenska
óperan sýna
JBjSmnííprt
iboffmanníp
! kvöld Fáein sæti laus
Föstudag kl. 20 Uppselt
Laugardag kl. 20 Uppselt
Föstudag 6. jan.
Sunnudag 8. jan.
Ósóttar pantanir seldar eftir kl. 14 daginn
fyrir sýningardag
Takmarkaður sýningafjöldi
Stór og smár
eftir Botho Strauss.
Fimmtudag kl. 20 8. sýning.
Sunnudag kl. 20 9. sýning. Síðasta sýning
Fjalia-Eyvindur
og kona hans
eftir Jóhann Sigurjónsson
Leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir
Leikmynd og búningar: Sigurjón
Jóhannsson
Tónlist: Leifur Þórarinsson
Lýsing: Páll Ragnarsson
Sýningarstjórn: Jóhanna Norðfjörð
Leikarar: Baldvin Halldórsson, Bryndís
Pétursdóttir, Erlingur Gfslason,
Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Guðný
Ragnarsdóttir, Hákon Waage, Jón
Simon Gunnarsson, Jón Júlíusson, Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir, Rúrik
Haraldsson, Þóra Friðriksdóttir, Þórunn
Magnea Magnúsdóttir, Ævar R. Kvaran,
Aðalsteinn Jón Bergdal, Þorleifur
Arnarsson, Manuela Osk Harðardóttir
o.fl.
Annan dag jóla kl. 200 Frumsýning
Miðvikudag 28.11.2. sýning
Fimmtudag 29.12.3. sýning
Föstudag 30.12.4. sýning
Þriðjudag 3.1.5. sýning
Laugardag 7.1.6. sýning
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga ki. 13-20 fram til
11. des., en eftir það er miðasölunni
lokað kl. 18. Sfmapantanir einnig virka
daga kl. 10-12.
Sími í miðasölu: 11200.
Leikhúskjallarinn er opinn öll
sýningarkvöld frá kl. 18.00.
Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltíð
og miði á gjafverði.
E
WS4
r mmm
Goldie Hawn
sést hér í myndinni
„Overboard", þar sem hún
leikur milljónamærina
Joanna Stayton, sem fellur
útbyrðis af
skemmtisnekkju sinni og
þegar hana rekur á land,
hefur hin fordekraða
ríkisbubba misst minnið,
svo hún veit alls ekki lengur
hvað hún er fín og rik. Þá er
það karlmannlegur
trésmiður sem býr einn
með fjórum börnum sínum,
sem skýtur skjólshúsi yfir
skipbrots-konuna og ræður
hana til sín sem ráðskonu!
i.i:ikI'í:ia(; 2(2 2i2
Rj-rVKIAVlkl IR nF
Miðvikudag 7.12. kl. 20
Ath. Síðasta sýning
SVEITASINFÓNÍA
eftir Ragnar Amalds
Tónlist: Atli Heimir Sveinsson
Leikmynd og búningar: Sigurjón
Jóhannsson
Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson
Fimmtudag 8.12 kl. 20.30. Uppselt
Föstudag 9.12. kl. 20.30. Uppselt
Laugardag 10.12. kl. 20.30. Uppselt
Þriðjudag 27.12. kl. 20.30
Miðvikudag 28.12 kl. 20.30
Fimmtudag 29.12. kl. 20.30
Föstudag 30.12. kl. 20.30
Miðasalan í Iðnóeropin daglegakl. 14-19
og fram að sýningu þá daga sem leikið er.
Forsala aðgöngumiða: Nú er verið að taka
við pöntunum til 9. jan. 1989. Simapantanir
virka daga frá kl. 10. Einnig símsala með
VISA og EURO á sama tíma.
VEISTU ...
að aftursætið
fer jafnhratt
og framsætið.
SPENWUM BELTIN
Vanessa Redgrave
er heldur betur valkyrjuleg
á meðfylgjandi mynd. Hún
leikur þarna i mynd sem
hefur titilinn „Consuming
Passions" (Altekin af
ástríðum - eða þannig).
Vanessa leikur þar ekkju
sem hefur þjáðst af
karlmannsleysi, og svo sem
sjá má, - ætlar hún ekki að
láta karlmanninn á
myndinni sleppa frá sér.
Það er Jonathan Pryce sem
leikur hinn yfirbugaða
mann.
Hönnum auglýsingu
FRfTT
þegar þú auglýsir
í Tímanum
AUGLÝSINGASÍMI 680001
MEGAN FOLLOWS
- sem Anna í Grænuhlíð
„Anna í Grænuhlíð var
uppáhaldsbókin mín þegarég
var stelpa. Mér fannst ég sjálf
svo oft líkjast henni,“ segir
Megan Follows. Hún hefur
leikið hina frægu Önnu í
Grænuhlíð, en ekki byrjaði
það vel hjá Megan.
Of gömul og of feit
Megan var 15 ára þegar
auglýst var eftir stúlku til að
leika í kanadískum sjón-
varpsþáttum unt Önnu í
Grænuhlíð. Hún sótti um, en
var sagt að hún væri of gömul
- því Anna er 12 ára í byrjun
sögunnar - og svo væri hún
allt of feit!
Hún gafst samt ekki upp,
þvf að það hefði verið ólíkt
henni Önnu sjálfri. Megan
grennti sig og þegar hún frétti
það, að ekki hefði enn tekist
að fá stelpu sem passaði í
hlutverkið, þá fór hún aftur
af stað.
Nú klæddist Megan í
barnalegan kjól vafði sig yfir
brjóstin, hún var ómáluð og
gerði sér far um að vera sem
barnalegust.
Þegar hún kom í viðtalið
sagðist hún vera 12 ára. Hún
var tekin trúanleg og fékk
hlutverkið.
Megan lék Ónnu
12 áraog
til 25 ára aldurs
Megan Follows lék svo áfr-
amhaldið af þáttunum um
Önnu í Grænuhlíð sem gerðir
voru eftir bókunum, en þætt-
irnir enda þegar Anna er gift
kona. Megan var þá orðin 19
ára og tókst jafnvel að leika
Önnu 25 ára og henni 15 ára
tókst að leika sögupersónuna
12 ára að aldri.
Megan er dóttir kanadískra
leikarahjóna: Dawn Green-
halgh og Ted Follows. Hún
lék í kanadískri kvikmynd
aðeins 11 ára. Sú mynd hét
„Ósk Klöru“. Síðan lék hún í
auglýsingum og sjónvarps-
myndum.
Megan sem Anna í Grænu-
hlíð með leikkonunni Colleen
Dewhurst í síðustu þáttunum
af Önnu. Þarna er Anna
trúlofuð og ætlar að fara að
gifta sig
Foreldrar Megan Follows eru
kanadískir leikarar og hún
hefur sjálf leikið í kvikmynd-
um frá 11 ára aldri
Þegar Megan fluttist til Los
Angeles var hún fyrst í gesta-
hlutverki hjá NBC-sjón-
varpsstöðinni í sjónvarps-
þáttunum „Facts of Life“ en
fékk síðan hlutverk í kvik-
myndurn.
í framtíðinni segir hin
rauðhærða og brúneygða
Megan að sig langi til að leika
í gamanmyndum, eins og t.d.
með Woody Allen eða öðrum
slíkum snillingum.
THEO
HNEYKSLAR
Malcolm-Jamal Warner leikur, ekki bara soninn Theo
í Fyrirmyndarföður hjá Bill Cosby. Heldur kemur hann
víðar við. Nýlega lék hann pilt sem selur blíðu sína og
reynir að fyrirfara sér. - Þetta hlutverk olli mörgum reiði,
segir Malcolm-Jamal. - Ég held að fólk vilji helst hafa mig
eins og Theo alla tíð. Nú rignir yfir mig bréfum þar sem
ég er beðinn í öllum bænum að leika aldrei svona hlutverk
í kvikmynd framar.
Malcolm-Janial Warner er greinilega orðinn fastur í
hlutverki Theos fyrirmyndarsonar.