Tíminn - 07.12.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn
•Miðvikudagur 7. desember 1988
Siglaugur Brynleifsson:
Myndir og bréf Collingwoods
Komnar eru út svipmyndir og sendibréf úr islandsför
W.G. Collingwoods 1987. Haraldur Hannesson hafði
umsjón með útgáfunni, samdi ævisögu Collingwoods,
þýddi sendibréf hans og samdi við þau skýringar, ritaði
eftirmála, kannaði allt myndefni og samtíi ásamt Ásgeiri.
S. Björnssyni texta með Ijósmyndum.
Umsjón með útgáfunni hafði Ásgeir S. Björnsson.
Hann kannaði allt myndefni og samdi texta með lista-
verkum Collingwoods.
Haraldur Hannesson, Björn Th. Björnsson og Janet B.
Collingwood Gnosspelius rituðu formála. Sigurþór Jak-
obsson sá um uppsetningu og útlit. Bókaútgáfan Örn og
örlygur 1988.
Upphafið að ferðalagi Williams
Gershoms Collingwoods og dr. Jóns
Stefánssonar til Islands má rekja til
tveggja íslenskra menntamanna,
Guðbrands Vigfússonar prófessors í
Oxford og meistara Eiríks Magnús-
sonar bókavarðar í Cambridge á
síðari hluta 19. aldar.
„Meðal þeirra sem Eiríkur Magn-
ússon kynntist var William Morris,
skáld, listhönnuður og mikill áhuga-
maður um miðaldabókmenntir, ekki
síst íslenskar. Morris tók að „nema
íslensku undir handleiðslu Eiríks
Magnússonar haustið 1868, og unnu
þeir jafnframt að þýðingum á nokkr-
um perlum hinna íslensku forn-
sagna“ (Haraldur Hannesson: ís-
landsförin 1897). „Morris ferðaðist
hér á Iandi á árunum 1871 og 1873.
Síðar stofnaði hann eitt frægasta
einkaprentverk á Englandi, Kelm-
scott Press, sem starfaði frá 1891-
1898. Þær 52 bækur, sem þar voru
fullprentaðar og unnar eru meðal
fegurstu bóka 19. aldar.“ (William
S. Peterson: A Bibliography of the
Kelmscott Press. Oxford 1984).
Meðal vina Morrisar var Colling-
wood og þannig kynntist hann Eiríki
Magnússyni og einnig dr. Jóni Stef-
ánssyni sem varð ferðafélagi Colling-
woods um ísland. Collingwood hóf
rannsóknir á norrænum menningar-
áhrifum í Miðlöndum og leitaði þá
oft til Eiríks Magnússonar varðandi
norræn efni og arfleifð.
Samstarf Eiríks og Collingwoods
við þýðingu Kormákssögu og síauk-
inn áhugi hans á íslenskum bók-
menntaarfi varð til þess að ákveðið
var að hann og dr. Jón Stefánsson
færu til íslands í þeim tilgangi að
kanna sögustaði íslendingasagna og
teikna þá og mála, dr. Jón skyldi rita
textann í væntanlegri bók um ferð-
ina. Afrakstur ferðarinnar voru um
300 myndir, sem sýnir augljóslega
að Collingwood hefur ekki slegið
slöku við á ferðalaginu. Margar
þessara mynda vann hann nánar
þegar heim var komið. Af þessum
myndum birtust 152 myndir í bók
þeirra félaga um ferðina, sem kom
út 1899, „Að Pilgrimage to the
Saga-Steads of Iceland."
Þegar um sagnfræðirit og enn
frekar ferðalýsingar og lýsingar á
samfélagsháttum er að ræða, er
nauðsynlegt að vita hver höfundur-
inn er, þá fyrst og fremst úr hvaða
umhverfi hann er sprottinn. Hver
setning er persónuleg tjáning, yfir-
gripsmiklar lýsingar eru mótaðar af
viðfangsefninu, en viðhorf höf-
undarins til þess skiptir meginmáli.
Hver var William Gershom Colling-
wood?
„W.G. Collingwood fæddist í
Liverpool 6. ágúst 1854. Faðir hans
var kunnur vatnslitamálari, móðir
hans af svissneskum ættum... hann
stundaði heimspeki og fagurfræði
við háskólann í Oxford og síðar við
listaháskólann í London. .„ (Harald-
ur Hannesson: W.G. Colingwood -
Ævi hans og starf). Collingwood
stundaði fornminjarannsóknir og
búsetusögu og ritaði bækur um fag-
urfræðileg efni að námi loknu. Hann
kynntist John Ruskin, sem var talinn
fremsti Iistfræðingur Englendinga þá
og fram á 20. öld. Hann var sam-
starfsmaður Ruskins um langa hríð.
Hann skrifaði ævisögu hans „The
Life and Work of John Ruskin",
mikið rit sem kom út í tveimur
bindum 1893. Ritverk Collingwoods
eru fjölmörg og eru birtar skrár um
þau í þessu riti.
Auk þessara starfa stundaði Coll-
ingwood málaralistina, hann hafði
snemma hrifist af litum og formi,
faðir hans kenndi honum frumatrið-
in og með honum hafi hann ferðast
um fegurstu héruð Englands þar
sem hann málaði. Kynni hans af
Ruskin urðu ekki til þess að slæva
áhugann.
Collingwood ólst upp og mótaðist
af viðmiðunum og smekk mennta-
manna og listamanna, þ.e. yfirstétt-
anna. Það er oft vitnað í orð Disrael-
is um hinar tvær þjóðir, sem byggðu
England, yfirstétt og lágstétt. Skilin
voru mjög skörp og skilningur milli
stétta takmarkaður. Þetta var bæði
menningarleg skipting og efnahags-
leg. Málfarsleg skipting var áber-
andi.
Petta ber að hafa í huga þegar bréf
Collingwoods til fjölskyldu hans eru
lesin og hann kynnist samfélagi, sem
stakk mjög svo í stúf við samfélags-
legar venjur og smekk hans sjálfs.
íslenskt samfélag um síðustu alda-
mót var fyrst og fremst samfélag
bænda og fiskimanna ásamt fámenn-
um hópi embættismanna og kaup-
manna. Efnamunur var mikill; þessa
gætti mjög meðal bænda. Um alda-
mótin voru auðugustu einstakling-
arnir nokkur hópur stórbænda og
jarðeigenda, nokkur hópur taldist til
meðalbænda, en meginhluti stéttar-
innar gerði vart meir en að skrimta
sem einyrkjar. Útvegur hafði aukist
á 19. öld og þar var sama munstrið
og meðal bænda, nokkrir útvegs-
menn efnuðust allvel, margir þeirra
stunduðu jafnframt landbúnað, svo
sem hákarlamenn við Djúp og við
Eyjafjörð og þeir sem gerðu út
skútur frá Reykjavík. Verslunar-
ábati fór vaxandi með auknum út-
vegi. Fjármagnsmyndun var hér
sáralítil í samanburði við t.d.
England.
Þéttbýli var takmarkað viö fá-
menn kauptún og bæi, íbúar þéttbýl-
is töldust 15.561 og sveita 62.909,
árið 1901. Það sérstæðasta við þetta
samfélag miðað við evrópskt var að
málfarslegrar og menningarlegrar
stéttaskiptingar gætti lítt. Þar kom
til fámenni þjóðarinnar.
SVÍNADALUR í Borgarfirði.
Myndin er máluð sunnan í Geld-
ingadraga, hjá Brennigili. Drag-
hálsá liðast fram í Geitabergsvatn
og á bænum Geitabergi rýkur
glatt. Fjær sér á Glammastaða-
vatn. í hlíðinni mótarfyrirtveimur
dölum. Upp af Geitabergi er Hös-
uldalur en fjær Kuhallardalur.
Milli dalanna er Gláma en handan
Kúhallardals Þúfufjall og Fer-
stikluháls. Örnefnin Geldinga-
drangi, Svínadalur og Kúhallar-
dalur eiga öll rætur í ránsferðum
Harðar og Hólmverja að því er
segir í sögu þeirra. (27. júlí)
Fátækt var hér mikil og öllum
ferðamönnum auðsæ, búsetuhættir
gerðu það að verkum. Á Englandi
hagaði öðruvísi til, þar var fátæktina
einkum að finna í eymdarhverfum
stórborganna og þangað leituðu
ferðamenn lítt. Samkvæmt lýsingum
Mayhews og fleiri höfunda sem
rannsökuðu þessi efni á Englandi
var eymdin ömurleg í verst komnu
fátæktarvilpum stórborganna.
Collingwood kemur hingað beint
úr umhverfi siðmenntaðrar borgara-
stéttar á Englandi til lands þar sem
varla var hægt að tala um borgara-
stétt, hvað þá siðaða borgarastétt,
sem hefur reyndar átt harla erfitt
uppdráttar allt fram á vora daga um
alla samfélagsmótun.
Enn er eitt atriði sem vert er að
hafa í huga, sem var upphafið að
upplausn fornra samfélagshátta á
þessu tímabili, sem höfðu mótað
íslenskt samfélag allt frá miðöldum.
Þegar slík upplausn er í gerjun er
fyrsta merkið afræksla fornra verð-
mæta og gilda, andlegra sem efnis-
legra. Röskun grafhelginnar er
merki um upplausn og menningar-
legt eymdarástand. Hirðuleysi og
sóðaskapur varðandi fornar minjar,
kirkjugripi og legsteina urðu Coll-
ingwood ásteytingarsteinn, sem
hann getur nokkrum sinnum um í
bréfum sínum. Hann nefnir nokkur
hrikaleg dæmi um eyðileggingu leg-
steina og hirðuleysi um forna kirkju-
gripi, altaristöflur, prédikunarstóla,
kaleika og patínur. Og fyrir slíkum
barbarisma stóðu ýmsir merkis-
klerkar landsins á þeirri tíð. Þessari
stefnu er reyndar haldið áfram nú,
því að undanfarna áratugi hefur
sléttun kirkjugarða verið talið mikið
framfaraspor til þæginda þeim sem
sjá um slátt þeirra og umhirðu.
Tæknivæddum barbörum nú á dög-
um verður því enn meira ágengt í
röskun grafhelginnar en forverum
þeirra ótæknivæddum.
í fyrstu bréfum Collingwoods frá
Reykjavík gætir mikilla vonbrigða,
„allt virðist hálfkarað“ og sóða-
skapurinn og óreiðan hvarvetna. En
þó er margt sem vegur á móii þessu:
„En í allri þessari fátækt og deyfð
býr hér margt ágætt og gáfað fólk“.
Ahuginn á ætlan þeirra félaga var
mikill og ferð þeirra þótti miklum
tíðindum sæta. Collingwood rekur
síðan ferðasöguna. Þeir halda á
Snæfellsnes og í Dali á sögustaði
HAUKADALUR í Biskupstungum,
óðal Haukdæla og lærdómssetur.
Þar undi Ari fróði Þorgilsson forð-
um og nam fræði sín. Hallur Þór-
arinsson, fóstri hans, mundi þá
Þangbrandurskírði hann þrevetr-
an. T.v. sést Geysir. (8. ágúst).
Eyrbyggju og Laxdælu, Colling-
wood verður oft hugsað til hinna
glæstu kappa og kvenna íslendinga-
sagnanna og lýsinga á húsakynnum
og öllum búnaði. Nú var öldin
önnur. Honum fellur aldrei verk úr
hendi, hann teiknar og málar sögu-
staðina og auk þess oft myndir af
börnum, sem greiðslu fyrir góðgerð-
ir og næturgreiða, þegar neitað var
að taka við greiðslu. Aðbúðin var
misjöfn, þrifnaðurinn var ekki alls
staðar til fyrirmyndar, en á stöku
stað var allt eins og best var á kosið.
Húsakynnin hjá Torfa í Ólafsdal
minntu hann á þokkalegt býh í Sviss,
þrifalegt og að auki menningarlegt
og siðað viðmót húsráðenda. Ferða-
mátinn þreytir hann og enn frekar
rigningin og volkið. Síðan er farið
um Húnaþing, þar unir hann sér vel
eins og á Stóru-Borg, Komsá og í
Hvammi f Vatnsdal.
Þrátt fyrir erfiðleika og vonbrigði
þá var allt til vinnandi að sjá landið,
hina fjölbreytilegu náttúru og fegurð
hauðurs og hafs. Landið var óbreytt
frá sviði Islendingasagna og engir
ferðasöguhöfundar hafa látið eftir
jafn dýrlega ferðasögu og Colling-
wood í myndum og teikningum.
Bréfin um ferðalagið um Suður-
land eru mettuð rigningarsudda,
mýrafenjum og volki. Öðru hvoru
stytti þó upp, en hann gerir þó
nokkurn samanburð á Vestur- og
Norðurlandi og hins vegar Suður-
landi. Ýmsar frægustu myndir hans
eru úr þessum landsfjórðungi,
Skálholt, Óddi og Þingvellir.
Bréfið til eiginkonu listamannsins,
skrifað í Reykjavík 13. ágúst er mjög
opinskátt varðandi skoðanir Colling-
woods á neikvæðari einkennum ís-
lendinga. Hann skrifar þetta bréf
þegar sér fyrir lok ferðalagsins og
kominn til Reykjavíkur úr Suður-
landsferðinni. í þessu bréfi segir
m.a.: „Sé í raun og veru um ein-
hverjar gáfur (landsmanna) að ræða
væri það einna helst á bókmennta-
sviðinu, enda er fjöldi manna kallað-
ur skáld á þessu landi þar sem hver
gæs er gerð að háfleygum svani.
Aftur á móti virðist engin sála bera
skyn á... efnahagsleg sannindi,
stjórnmálalegt raunsæi eða nokkur
önnur fræðileg efni...“ Þetta er
skrifað annó 1897. Hefur eitthvað
breyst?
Það sem er athyglisvert í umsögn
bréfritara er viðhorf landsmanna til
skáldskapar, hér var annar hvor
maður yrkjandi,- sem var hvergi
stundað af sveitaalþýðu annars stað-