Tíminn - 07.12.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.12.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 7. desember 1988 UTLOND lliilllii! Nýjar tillögur Gorbatsjovs: JOLAGJOFIN I AR? Leit að Ieiðum til þess að stuðla að áframhaldandi þíðu í samskiptum stórveldanna mun verða höfuðviðfangsefni við- ræðna þeirra Reagans og Gorbatsjovs er þeir hittast á hádegisverðarfundi í New York í dag. Um leið verður fundur leiðtog- anna eins konar kveðjufundur Rea- gans og Gorbatsjovs, en Reagan lætur af embætti eftir 45 daga, sem elsti forseti í sögu Bandaríkjanna, en hann er nú 77 ára að aldri. Hafa menn haft við orð að fáir hefðu búist við fundi í svo vinsamlegum anda milli leiðtoganna, þegar Reagan tók við embætti fyrir átta árum. Þessi forseti, sem hóf feril sinn með stefnu er byggði á hatrömum and-kommún- isma, nefndi Sovétríkin „heimsveldi hins illa“ og hét að einangra þau um aldur og ævi, mun afhenda eftir- manni sínum völd, þegar nýtt og óvenju vinsamlegt andrúmsloft ríkir í samskiptum austurs og vesturs. „Þetta verður síðasti fundur okkar og ég bjóst ekki við því er ég tók við embætti að ég ætti eftir að sakna þessa að hitta Sovétleiðtogann ekki aftur,“ sagði Reagan í útvarpsræðu á laugardag. „En nú hittumst við Gorbatsjov í fimmta sinni og vonumst til að geta eflt friðinn.“ Valdataka Bush táknar áframhald Reagan kvaðst mundu segja Gor- batsjov að þótt víst mundu breyting- ar fylgja embættistöku Bush, vara- forseta, sem kjörinn var Bandaríkja- forseti þann 8. nóvember, þá þýddi valdataka hans um leið áframhald. „Enginn er betur að sér í málum er snerta samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, né hefur traustari stöðu, til þess að fást við utanríkis- mál,“ sagði forsetinn. Bush mun ekki hafa sig mikið í frammi á fundinum, til þess að forðast að þurfa að tjá sig um ýmis sérmál, áður en hann sest í forseta- stólinn. Þetta er í þriðja skipti sem hann hittir Gorbatsjov. Hann varð fyrstur háttsettra valdamanna í Bandaríkjunum til þess að hitta Sovétleiðtogann, en það var er hann fór til Moskvu að vera viðstaddur útför Konstantin Chernenko árið 1985. Hann hitti Gorbatsjov á ný á leiðtogafundinum í Washington í desember sl. og í kosningabaráttu sinni sagði hann að hann vildi efna til leiðtogafundar sem forseti við allra fyrsta tækifæri er byðist til að efla friðinn. Þó gat hann þess nýlega að áður en af slíkum fundi yrði mundi utanríkisráðherra hans ráðg- ast við evrópska bandamenn og Eduard Shevardnadze, hinn sovéska utanríkisráðherra. Raunsæi leiðar- stjarna Bush Bush hét því að raunsæi mundi verða leiðarstjarna sín í stefnumót- un gagnvart Sovétríkjunum og að hann mundi halda áfram að tækni- væða Bandaríkjaher, þótt hann um leið mundi leita leiða til að fækka langdrægum kjamaeldflaugum um 50 prósent. „Ég mun hvorki láta leiðast af óhóflegri bjartsýni né óhóf- hafa nýjar og athyglisverðar tillögur í farteskinu, en vildi ekki tjá sig um þær nánar. „Líta verður svo á að heimsókn Gorbatsjovs verði jólagjöf til bandarísku þjóðarinnar og alls mannkyns,“ bætti hann við. Þótt hvorugur aðili muni leggja nýjar tillögur fram strax á miðvikudags- fundinum, þá segja talsmenn Rea- gans að nóg annað sé um að ræða; sennilegt er að þar á meðal verði brottflutningur sovésks liðs frá Af- ghanistan, sem hefur verið stöðvað- ur í bili, en á að vera lokið um miðjan febrúar. Þá munu leiðtogam- ir fara yfir stöðu afvopnunarvið- ræðna, sem hefjast eiga á ný í Genf þann 15. febrúar. Loks er ætlunin að ræða mannréttindamál. „Við munum hlýða á allt það sem Gorbatsjov hefur að segja og auðvit- að verða þetta alvöru viðræður... en hvað mig snertir, þá mun ég alls ekki tjá mig um tillögur um fækkun einnar eða annarrar tegundar vopna, né neitt slíkt,“ sagði Bush. legri svartsýni," sagði hann á fundi með kjósendum í nóvember. Gorbatsjov kemur til Bandaríkj- anna á þriðjudag, en mun ávarpa þing Sameinuðu þjóðanna á mið- vikudag, áður en viðræðurnar við Reagan hefjast. Nýjar og athyglis- verðar tillögur Æðstaráðsmaðurinn Nikolai Shishlin segir að Gorbatsjov mundi ARAFAT Á FUND GYÐINGA FRÁ AMERÍKU í SVÍÞJÓÐ Frá Þór Jónssyni fréttaritara Tímans í Stokk- hólml: Yasser Arafat leiðtogi PLO kom til Stokkhólms árdegis í gær til að ræða deilu Palestínuaraba og ísraela við hóp kunnra bandarískra gyðinga. Gyðingarnir komu frá Bandaríkjun- um til Svíþjóðar með mikilli leynd daginn áður. Arafat er í Svíþjóð í boði sænsku ríkisstjórnarinnar og með blessun allra formanna stjórnarandstöðu- flokkanna, sem vonast til að fá tækifærí til að hitta Arafat meðan á heimsókn hans stendur. Arafat hverfur aftur frá Svíþjóð seinna í dag. Með heimboði Arafats lætur sænska stjórnin í ljós álit sitt á ákvörðun. utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Georg Shultz, að heimila ekki Arafat að koma á samkomu Sameinuðu þjóðanna í New York. Svíþjóð er hlutlaust land með tilliti til deilunnar. Stjórnin viður- kennir tilverurétt ísraels og Palest- ínuríkis, sjálfsákvörðunarrétt beggja þjóða, fordæmir hryðjuverk og nú nýverið fordæmdi utanríkis- ráðherra Svía í ræðu á fundi SÞ, „kúgun ísraela á Palestínuaröbum". Undirbúningur með leynd Fundur Arafats og gyðinganna í Stokkhólmi er að undirlagi utanrík- isráðherra Svía, Sten Anderson sem undanfarna níu mánuði hefur setið marga leynilega og óopinbera fundi með gyðingunum og fulltrúum PLO. í lok nóvember sl. var hér í Svíþjóð einn helsti ráðgjafi Arafats, Khalde Hassan, að undirbúa fundinn og bjó hjá Evgeni Makhlouf, forstöðu- manni PLO-skrifstofnunnar hér í Stokkhólmi. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hefur hitt Makhlouf þennan að máli, eins og frægt er orðið. Sten Anderson vonar að fúndur- inn geti leitt til að grundvöllur skap- ist fyrir samræður PLO og ísraels- stjórnar um friðsamlega lausn á deilunni. Meðan á heimsókn Arafats stendur mun hann auk gyðinganna hitta að máli forsætisráðherra Svía, utanríkisráðherra og forseta sænska þingsins. Ef til vill mun Arafat hitta formenn annarra stjórnmálaflokka einnig. Ingvar Carlson forsætisráð- herra var í opinberri heimsókn í Frakklandi, þegar hann með tveggja daga fyrirvara frétti um að von væri á Arafat til Svíþjóðar. Hann stytti heimsókn sína snarlega og kom heim til Svíþjóðar í gær. Gyðingarnir á eigin vegum Gyðingarnir komu ekki til fundar við PLO leiðtogann í umboði neinna samtaka, en eru í fylkingarbrjósti fyrir friðleitandi gyðinga í Banda- ríkjunum. í fyrstu stóð til að gyðing- arnir yrðu fleiri á fundinum, en að minnsta kosti þrír hættu við að koma til Svíþjóðar á síðustu stundu. Meðal þeirra sem komu er Rita Hauser repúblikani, sem áður starfaði með utanríkisráðherra B andaríkj anna, áðurnefndum Shultz, í friðarum- leitunum hans í Mið-Austurlöndum. Hún er einn stofnenda þrýstisamtak- anna International Center for Peace in the Middle-East, ICPME. Öll samtök gyðinga í Bandaríkj- unum hafa lýst því yfir að þau eigi engan þátt í þessum samræðum við Arafat. Gyðingarnir eru í Svíþjóð á eigin vegum. „Ekkert hefur breyst eftir yfirlýs- ingarnar í Alsír,“ segir Tom Neuman foringi í stærstu gyðinga- samtökum í Bandaríkjunum í viðtali við Dagens Nyheter og vísar til þess að Arafat lýsti yfir stofnun Palest- ínuríkis hinn 15. nóvember sl. „ Arafat er ennþá hryðjuverkamaður og við tölum ekki við hryðjuverka- menn, en bandarískir gyðingar eru eins misjafnir og þeir eru margir, það er hægur vandi að safna saman litlum hóp sem er reiðubúinn að tala við Arafat.“ ísraelsmenn tóku einnig óstinnt upp að leiðtoga PLO skyldi boðið til Svíþjóðar. Sendiherra Svía í Jerúsa- lem voru afhent formleg mótmæli utanríkisráðuneytisins á mánudag. Samtök gyðinga í Svíþjóð hafa ein- nig lýst yfir óánægju sinni. Mikil lögregluvemd Ýtrustu öryggisráðstafanir voru viðhafðar þegar leiðtogi PLO lenti á Arlandaflugvelli í Stokkhólmi, énda mun Arafat vera hótað morði upp á hvern dag. Ekki færri en 300 ein- kennis- og óeinkennisklæddir lög- reglumenn gæta leiðtogans og hann er fluttur milli húsa í Stokkhólmi í þyrlu. Það mun vera einsdæmi í Svíþjóð að gestur sænsku stjórnar- innar er fluttur með þessum hætti frá dvalarstað til fundarhalds. Fjórar þyrlur fara alltaf saman, tvær sams- konar þyrlur fljúga á undan og í annarri situr Arafat. Þetta er til að villa um fyrir hugsanlegum hermdar- verkamönnum. Svo hefur hann tvær lögregluþyrlur til fylgdar. Skýli úr skotheldu gleri var reist yfir gröf Olof Palme, áður en Arafat lagði blómsveig á leiði hans í gær. Palme tók á móti Arafat í fyrri heimsókn hans til Svíþjóðar árið 1983. Engin teljandi mótmæli hafa verið gegn Arafat á götum Stokkhólmsborgar líkt og síðast þegar hann heimsótti borgina. Miklu heldur hefur honum verið fagnað. —.'•'.■.swsMiXWAW

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.