Tíminn - 09.12.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.12.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 9. desember 1988 Tónlistarskóli Kópavogs Jólatónleikar Fyrri jólatónleikar Tónskóla Kópavogs veröa haldnir í salnum Hamraborg 11, laugardaginn 10. desember kl. 14. Aðgangur ókeypis. Skólastjóri. Frá sölusamtökum ísl. matjurtaframleiðenda Aðalfundur S.Í.M. verður haldinn að Hótel Selfossi, fimmtudaginn 15. desember 1988 og hefst kl. 14.00. Á dagskrá eru aðalfundarstörf samkv. 10. gr. samþykkta samtakanna. Stjórnin.__________________________ BILALEIGA meö utibú allt i kringum landiö, gera þér mögulogt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent oBílaleiga Akureyrar o Hönnum auglýsingu FRÍTT þegarþú auglýsir í Tímanum AUGLÝSINGASÍMI 680001 Jólaalmanak SUF 1988 Eftirtalin vinningsnúmer hafa komið upp: 1. des. 1. nr. 1851 2. nr. 4829 2. des. 3. nr. 7315 4. nr. 1899 3. des. 5. nr. 6122 6. nr. 1500 4. des. 7. nr. 2993 7. des. 13. nr. 8240 8. nr. 8376 14. nr. 7307 5. des. 9. nr. 1780 8. des. 15. nr. 1340 10. nr. 3258 16. nr. 7485 6. des. 11. nr. 1984 12. nr. 8352 Velunnarar! Látið ekki happ úr hendi sleppa. Gerið skil og leggið baráttunni lið. Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-24480 eða 91-21379 og á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, Fteykjavík. SUF Jólahappdrætti Framsóknarflokksins Dregið verður 24. desember. Vinsamlegast greiðið heimsenda miða.' Framsóknarflokkurinn Vestur-Húnvetningar Alþingismennimir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson efna til fundar í Víðigerði þriðjudagskvöld 13. desember kl. 20.30. Sjávarútvegsfræði kennd við Háskólann á Akureyri: Vonast til að hefja kennslu næsta haust Haraldur Bessason rektor Háskólans á Akureyri segir að vissulega sé stefiit að því að hefja kennslu í sjávarútvegsfræði næsta haust. „Við bíðum átekta, þar sem ekki er búið að afgreiða þessa deild með fjárlögum, en við erum ákaflega von- góðir um að allt fari vel,“ sagði Haraldur Bessason rektor Háskólans á Akur- eyri. En fyrir skömmu skilaði nefnd, sem skipuð var af menntamálaráðherra þann 3. mars sl., skýrslu um sjávarút- vegsfræðinám við Háskólann á Akureyri. Haraldur sagði að vissulega væri stefnt að því að hefja kennslu strax næsta haust, eða svo fljótt sem unnt væri. Fyrirhugað er að háskólinn á Akureyri fái húsnæði það sem Verk- menntaskólinn er í, en verið er að ljúka við nýbyggingu verkmennta- skólans á næstunni. „Vjð væntum þess að verulegur hluti þeirrar bygg- ingar rýmist næsta haust og vonumst til þess að meirihluti kennslu geti farið fram í byggingunni, en þó er augljóst að við hana þarf að bæta mjög fljótlega, hvort sem það verður til bráðabirgða eða ekki. Það er alltaf mjög hættulcgt að fara út í kostnaðarsamar byggingafram- kvæmdir, betra er að reyna að spara þeim megin og jafnvel bara að slá upp skúrum, eins og gert hefur verið í Noregi. Svo þegar stofnunin er komin í gang og farin að bera sig með ágætum, ef maður getur sagt það um háskóladeildir, þá má fara að hyggja að steinsteypunni," sagði Haraldur. Haraldur sagði að námið hefði geysilega mikla þýðingu fyrir sjávar- útveg á íslandi. „Sjávarútvegsfræði er ákaflega víðtækt. Sumir segja að sjávarútvegsfræði sé ekki til, heldur samnefnari fyrir margargreinar. Pað er nokkuð til í því. Það verður mikil samnýting á milli rekstrarfræði, iðn- rekstrarfræði og sjávarútvegsfræði. Rekstrar- og iðnrekstrarfræðin eru þegar komin í gang og skipulögð að talsverðu leyti með sjávarútvegs- fræði í huga, þannig að hún sé þungamiðjan og þetta ætlum við að nota sem grunn,“ sagði Haraldur. I skýrslu nefndarinnar kemur fram að markmið námsins í sjávarútvegs- fræðum sé að mennta einstaklinga sem hafi þekkingu á öllum undir- stöðuatriðum íslensks sjávarútvegs og þjálfun í að beita faglegum vinnu- brögðum við stefnumörkun, ákvarð- anatöku og stjórnun í greininni. Lagt er til að nemendur sem teknir verði inn í nám í greininni hafi stúdentspróf og a.m.k. 12 mánaða reynslu af starfi í sjávarútvegsfyrir- tækjum, auk þess sem gert er ráð fyrir að umsækjendur með langa starfsreynslu, en aðra fræðilega þekkingu en stúdentspróf skuli þó eiga kost á inngöngu. Haraldur sagði að mikill áhugi hefði verið sýndur, þá hjá væntan- legum nemendum, á að taka upp nám í sjávarútvegsfræðum. „í þess- um greinum getur maður ekki búist við miklum fjölda stúdenta, en mjög sterkum kjama.“ Haraldur bjóst jafnvel við að fyrir jól væri hægt að ráða forstöðumann deildarinnar. „Hve mikið við fáum af fjárlögum er ekki vitað og hvort einhver frestun verði á því að kennsla hefjist, þá er ég viss um að við getum ráðið forstöðumann, enda er mikið og nauðsynlegt skipulagsstarf framund- an.“ Þess er vænst að sem mest sam- vinna verði milli deildarinnar og fyrirtækja í greininni, auk þess sem væntanlega verði haft samstarf við samskonar háskóladeildir erlendis. „Þetta er ákaflega merkilegt mál. Að mér finnst eitt merkasta mál sem komið hefur til umræðu í íslenskum menntamálum á þessari öld,“ sagði Haraldur. Lagt er til að námið verði fjögur ár, samtals 120 námseiningar.-ABÓ Hindranir í við- skiptum afnumdar Noröurlöndin hafa náö langt í samanburði við önnur ríki Evrópu í að afnema hindranir í viðskiptum landanna. Einnig hefur gildi hugmyndarinnar um Norðurlönd sem heimamark- að fengið aukið vægi. Þessi atriði komu m.a. fram á fundi utanrfldsviðskiptaráðherra Norðurlanda sem var haldinn í lok nóvembermánaðar. Habitat í Miklagarð Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis (KRON) hefur náð sam- komulagi við verslunina Kristján Siggeirsson hf. um að KRON muni yfirtaka rekstur Habitat á fslandi. Þetta var staðfest í gær af Hjalta Geir Kristjánssyni fyrir hönd Kristjáns Siggeirssonar hf. og Þresti Olafssyni, stjórnarfor- manni KRON. Fyrst um sinn verður Habitat verslunin áfram rekin f húsnæði því sem Kristján Siggeirrsson hf. hefur rekið verslunina í að Laugavegi 13. í marsmánuði næstkomandi mun Habitat síðan flytja yfir í stærra og rúmbetra húsnæði við Holtagarða, en það verður í sama húsnæði og Mikli- garður við Sund. KB Þaðþarf ekki að gerast í desember 1987 var gert mynd- band um þá hættu sem getur skapast þegar eldur brýst út og hvernig koma má í veg fyrir að tjón hljótist af. Nú hefur verið ákveðið að dreifa myndinni um allt land, fólki til fræðslu og eftirbreytni. Það er Brunavarðafélag íslands sem hefur látið gera þessa mynd. Hún hentar vel fyrirtækjum, stofnunum og starfsmannafélög- um. Brunavarðafélag Reykjavík- ur hyggst ekki láta hér staðar numið fái myndband þeirra góðar viðtökur. Árið 1984 ákváðu ríkisstjórnir Norðurlandanna að hafa frumkvæði að því að atvinnulífið gerði grein fyrir öllum hindrunum á milli land- anna. Rúmur helmingur þeirra við- skiptahindrana, sem greint hefur verið frá, hafa nú verið afnumdar eða verða það í náinni framtíð. Dæmi um slíkt er að nú er samkomu- lag um að hætta við kröfur um tryggingagjald vegna tímabundins tollafrelsis svo sem vegna vörusýn- inga. Á fyrrnefndum fundi urðu ráð- herrarnir sammála um mikilvægi þess að öll ríkin geri ráðstafanir til að hrinda í framkvæmd sameigin- legri áætlun um að afnema viðskipta- hindranir. Ennfremur var embættis- mannanefndinni um viðskiptamál falið að hafa frumkvæði um að leysa þau tollavandamál sem væru óleyst og hefja athugun á öðrum hindrun- um. Fyrsta útgáfa af „skrá um vörur með líkar reglur“ á Norðurlöndum hefur nú verið gefin út. Þar er átt við þær vörur sem hægt er að selja hvarvetna á Norðurlöndum án þess að krefjast þurfi frekari prófunar eða eftirlits. Ráðherrarnir lýstu einnig ánægju sinni með að norræni verkefnaút- flutningssjóðurinn, NOPEF, hefur eftir reynslutímabil haslað sér völl í atvinnulífi Norðurlanda. Sjóðurinn, sem hefur hlotið varanlegan sess, er nú í fararbroddi fyrir norrænum verkefnaútflutningi. SSH Farsóttir í október Samkvæmt skýrslum fjögurra lækna og Læknavaktarinnar s.f., voru farsóttir í október síðast- liðnum í Reykjavíkurumdæmi sem hér segir: Inflúensa 2 tilfelli, 8 manns fengu lungnabólgu, og 675 veikt- ust af kvefi og öðrum veirusýk- ingum í efri loftvegum. í sex tilfellum var um hálsbólgu af völdum sýkla (skarlatsótt) að ræða, 2 fengu einkimingasótt, enginn kíghósta, en 9 fengu hlaupabólu. Allir sluppu við misl- inga, rauða hunda fékk 1 og hettusótt 1. Iðrakvef (veirusýking í þörmum) hrjáði 93 persónur, enginn fékk matareitrun og 5 urðu fyrir því að fá maurakláða (scabies).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.