Tíminn - 09.12.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.12.1988, Blaðsíða 20
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/írYggvagötu, S 28822 Átján mán. binding ▼ ▼ ^ 7,5% ÞRDSTUR 685060 SAMVINNUBANKINN VANIR IVIENN Ttmiiin Fundahöld milli þingflokka um að freista þess að afgreiða fjárlög fyrir jól: SJÁI .FST/EÐISMENN MÆI Á w FRESTUN FJARLAC SA Fulltrúar allra þingflokka munu koma saman í dag og næstu daga til að ræða tekjuöflunarfrumvörp fjárlaga næsta árs og hvernig hraða megi afgreiðslu þeirra svo unnt sé að afgreiða fjárlög fyrir jól. Ósk þessa efnis kom fram í umræðum á Alþingi í gær, frá Halldóri Ásgrímssyni sem gegnir embætti forsætisráðherra í fjar- veru Steingríms Hermannssonar. Talsmenn stjómarandstöðunnar tóku vel' í þessa málaleitan og sagði Kristín Halldórsdóttir kvennalistakona meðal annars að þingmenn hlytu að reyna að ná einhverju samkomulagi um störf þingsins, þar sem mörg og stór mál biðu afgreiðslu þess fyrir jól. Frumvarp um tekju- og eigna- skatt ásamt öðrum tekjuöflunar- frumvörpum ríkisstjórnarinnar verða væntanlega lögð fyrir þing- ið í dag, en stefnt er að því að önnur umræða um fjárlög geti farið fram á mánudag. Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra sagði að við það yrði staðið að öll fjáröflunarfrumvörpin yrðu lögð fram fyrir aðra umræðu en það væri spurning hvort að þau yrðu öll afgreidd fyrir þriðju umræðu fjárlaga. Pálmi Jónsson sagði að áður en þriðja umræða færi fram yrði afgreiðsla fylgi- frumvarpanna að vera Ijós, að öðrum kosti væru fjárlögin hald- lítið plagg. Af því má ráða að sjálfstæðismenn munu ekki fara út í þriðju umræðu fyrr en af- greiðslu þeirra er lokið. Þær raddir gerast nú æ háværari á þingi að fresta beri afgreiðslu fjárlaga fram yfir áramót, bæði innan stjórnar og stjórnarand- stöðu. Pálmi sagði ljóst að af- greiðsla fjárlaga gæti ekki farið fram fyrir jól og benti á máli sínu til stuðnings að lítið væri nú fundað í fjárveitinganefnd, en á þessum tíma væri venjan að meðlimir hennar legðu nótt við dag til að ganga endalega frá fjárlagafrumvarpinu. Ölafur Ragnar kvaðst vona að Alþingi sæi sér fært að afgreiða frumvarp- ið fyrir jól, það væri vel hægt og einungis spurning um pólitískan vilja. - ág EBE á dagskrá Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra átti fund með Wilfried Martens forsætisráð- herra Belgíu í gærdag, þar sem viðhorf íslendinga til Evrópu- bandalagsins og þess sem þar er að gerast voru rædd. Steingrímur sagði í samtali við Tímann, að hann hefði gert Mar- tens grein fyrir því að full aðild fslands að EBE væri ekki æskileg, en hins vegar fríverslunarsamn- ingar og samstarf á öðrum sviðum vel hugsanlegt. „Ég lýsti yfir áhyggjum okkar þess efnis að saltfiskur skuli ekki vera með í þeim samningi sem við höfum og gerði honum grein fyrir því að við legðum mikla áherslu á að honum yrði bætt við og sömuleiðis flökum," sagði Steingrímur. Hann sagði að Martens hefði sýnt fullan skilning á því að full aðild okkar kæmi ekki til greina og mun Martens hafa svarað þannig tiTað hann skildi mæta vel að slíkt kynni að vera okkur óhentugt. Á þriðjudaginn átti Steingrím- ur viðræður við Margaret Thatch- er forsætisráðherra Bretlands um sömu mál og mætti afstaða fs- lendinga fullum skilningi frú Thatchers. -ABÓ STRUMPARNIR Heildsala síml 91-39550 Bömin virtust sum hver ekki yfir sig spennt fyrir Hnotubrjótnum, enda héit vist einn snáðinn að verkið héti Hrotubrjóturinn. Tímamynd: Gunnar Boðið á jólatónleika Öllum börnum sem fædd eru 1983, og eru á dagheimilum og leikskólum borgarinnar, var í gærmorgun boðið að sjá jólaævintýrið Hnotubrjótinn eftir Hoffmann. Benedikt Ámason sagði söguna um Hnotubrjótinn við tónlist Tsjajkofskís sem flutt var af Sinfóníuhljómsveit fslands. Tónleikarnir voru í Háskólabíói og voru þeir næstsíðustu á þessu ári. Bömin fóm í fylgd umsjónarfóstra sinna og að sögn voru allir mjög ánægðir með tónleikana sem hófust kl. 9.30 og lauk um klukkan hálf ellefu. elk

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.