Tíminn - 09.12.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.12.1988, Blaðsíða 9
Föstudagur 9. desember 1988 Tíminn 9 lllllll VETTVANGUR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll ... Þorgerður Björnsdóttir: Ferðalög - af I til friðar Fyrr á árinu efndu Búnaðarbankinn, Flugleiðir og Ferðamálaráð til ritgerðasamkeppni meðal framhalds- skólanema um ferðamál, og gátu þátttakendur valið um tvö ritgerðarefni undir heitunum: Ferðalög - afl til friðar og Ferðamannalandið ísland. Góð þátttaka var í þessari samkeppni og voru veitt fern verðlaun og viðurkenningar. Þeirra á meðal voru ferðir til Kanada, Bretlands og peningar í Gullbók hjá Búnaðarbankanum. Tíminn birtir í dag eina verðlaunaritgerðina. Hún er eftir Þorgerði Björnsdóttur nemanda í Kvennaskólanum í Reykjavík. Ferðalögum nútímamanna má líkja við ferðalag Kristófers Kól- umbusar á 15. öld. Hann var stórhuga og draumlyndur maður, sem vildi kanna heiminn en jafn- framt finna „Paradís á jörðu“. Mesti munurinn er líklega sá að á ferðalögum sínum vissi Kristófer I aldrei hvar hann var og að hann hafði ekki farmiða til baka, en einmitt þess vegna á hann að hafa fundið Ameríku. Þó að það hafi verið á eftir Leifi Eiríkssyni. Ferðalög nút ímamanna eru aftur á móti að minnstu leyti byggð á draumum einstaklinga heldur miklu fremur á hugmyndum vinnu- veitenda um hvernig vinnutíma og frístundum hinna vinnandi stétta verði best varið. Þær hugmyndir urðu til eftir langa baráttu verka- ! lýðshreyfinga fyrir því að atvinnu- rekendur viðurkenndu nauðsyn þess að hinn almenni einstaki verkamaður fengi hvíld og tilbreyt- ingu frá störfum sínum, sem svo mundi leiða til þess að þær sætu ekki uppi með afkastalítinn og útslitinn vinnukraft löngu fyrir ald- ur fram. Þegar þessar frístundir verka- lýðsins voru orðnar að lögboðnu orlofi, sem varð þó ekki almennt j fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld- ! ina, beindu brautryðjendur ferða- ! mannaþjónustu sjónum sínum í j þessa átt, enda höfðu þá sam- i göngutæki smám saman tekið j tæknilegum framförum og lækk- j andi orkuverð fengið hjól þeirra til að snúast hraðar og með minni j kostnaði. Brautryðjendur ferðamanna- þjónustu höfðu erindi sem erfiði og nú er talið að hundruð milljóna manna ferðist um heiminn árlega. J Löngunin til að kynnast menningu ! framandi þjóða jafnframt því aðfá I tilbreytingu frá daglegu amstri er ; oft drifkrafturinn í þessum ferða- j lögum. Það er meira en líklegt að þessi ! ferðalög mætti með betri skipu- lagningu nýta í þágu friðar í heim- inum. Því fleiri manneskjur sem fá tækifæri til að kynnast stjórnskipu- lagi, trúarbrögðum og lífsbaráttu annarra, þeim mun meiri von er til þess að skilningur milli þjóða auk- ist og þar með bræðralag. Hinn vitiborni maður segir vinum sínum ekki gjarnan stríð á hendur og „hjörtum mannanna svipar saman“ hvort sem þau eru í Afríku, Rúss- landi eða íslandi. Nú standa yfir 24. Ólympíu- ;! leikarnir í Seoul í S-Kóreu. Þar sem íþróttafólk hvaðanæva úr heiminum kemur saman undir merki hringjanna fimm á hvítum Ífeldi. Hringirnir tákna heimsálf- urnar fimm sem tengjast sam’an í leit að friði. í hringjunum eru litir úr öllum þjóðfánum heims. Eink- unnarorð ólympíuleikanna í ár eru: Friður, samlyndi og framfarir. Ólympíuleikarnir voru endurvakt- ir í Grikklandi 1896. Frumkvæðið að því átti franskur aðalsmaður og fleiri hugsjónamenn í Evrópu, sem brutu heilann um það hvað mætti helst verða stríðshrjáðum heimi til bjargar. Markmið þeirra var að stuðla að friðsamlegri sambúð þjóða með því að auka kynni og skilning milli einstaklinga af ólíku þjóðerni. í þeim tilgangi vildu þeir sýna fram á að ungir menn og ungar konur, synir og dætur sjálf- stæðra þjóða gætu komið saman og keppt í íþróttum, eftir þar til settum leikreglum, án tillits til stjómskipulags þjóða sinna, trúar- bragða og litarafts. Flestir munu vera á þeirri skoðun að þessi íþróttahátíð heimsbyggðarinnar sé af hinu góða og það sama má segja um ýmis samtök skiptinema, sem hafa á stefnuskrá sinni að stuðla að friði í heiminum með því að gera ungu fólki kleift að dvelja um stundarsakir meðal annarra þjóða í vemduðu umhverfi heimila og skóla. Ferðalög víkka sjóndeildarhring þeirra sem verða þeirra aðnjótandi og líka þeirra sem við þeim taka og verða þannig beint eða óbeint til að koma í veg fyrir að ósannindi, misskilningur og fákunnátta um hagi manna af ólíku þjóðerni skapi fordóma sem reka fleyg milli þjóða og öll stríð nærast á. En betur má ef duga skal og hversu vel sem stjórnendum ferða- mannaþjónustu tækist að skipu- leggja ferðir sínar til að auka kynni og skilning milli þjóða yrði það aldrei nema lítið lóð á vogarskál þeirra manna sem vilja frið í heim- inum. Við skulum vona að það sé mikill meirihluti, en hvort sem svo er eða ekki, hefur sá hluti fyrir löngu skynjað og skilið að nú, eða mjög bráðlega, er komið að því að sjálfstæðar þjóðir verða að velja á milli þess að gera mannkyninu kleift að lifa saman í friði eða segja skilið við þá menningu sem heim- urinn býr við í dag. En eitt er að vilja vel og annað að mega sín. Til þess að einstakar þjóðir geti tekist á við þann vanda, sem það er að velja á milli friðar og tortímingar, þarf að koma til forysta á alþjóðavettvangi. Sá vett- vangur er Sameinuðu þjóðirnar. Eitt af meginmarkmiðum þeirra er að koma á og viðhalda friði í heiminum. Það væri því verðugt verkefni fyrir þær að beina tilmæl- um til aðildarþjóða sinna um að skipuleggja ferðalög einstaklinga og hópa um heiminn í þágu friðar. Tilgangur þessara ferðalaga ætti einnig að vera til hjálpar þeim sem búa við skert mannréttindi, svo sem skort á brýnustu lífsnauðsynj- um og tjáningarfrelsi eða hótanir um frelsissviptingu og stríðsógnir af öðru tagi. Ef til vill voru meiri vonir bundn- ar við Sameinuðu þjóðirnar í upp- hafi en nú. Þar vegur ef til meira en annað að ekki skyldi takast betur til um afvopnunartilraunir þeirra en raun ber vitni. Varlega skal þó almenna ályktun af því draga, því að hafa ber í huga að ekki er ólíklegt að vopnafram- leiðsla í heiminum sé í höndum alþjóðlegs auðhrings sem er óháð- ur landamærum. Með friðarverðlaunum Nóbels til friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna nú, hafa vonir manna uni mátt þeirra sem samtaka á alþjóðavettvangi, fengið byr. Þessi verðlaun sem auðvitað eru líka viðurkenning til Sameinuðu þjóð- an.na í heild fyrir friðarstörf, munu létta þeim róðurinn í áframhald- andi viðleitni og auka líkur á árangri á því sviði. Tilmæli Sameinuðu þjóðanna um að einstakar þjóðir skipuleggi ferðalög í þágu friðar munu því áreiðanlega fá mikla og jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum um heim allan og vekja enn fleira fólk en vaknað hefur til umhugsunar um þá miklu hættu sem að mannkyni steðjar ef ekki verður gert raun- verulegt sameiginlegt átak til að koma á friði milli þjóða og þjóðar- brota og í veg fyrir þriðju heims- styrjöldina. Augu manna mundu almennt opnast betur fyrir því að aldrei fyrr í mannkynssögunni hafa jarðarbúar staðið frammi fyrir svo villimannlegri framtíðarsýn sem nú og ef að þróuninni verði ekki snúið við geti það endað með því að jörðin breytist í eitraða atómeyði- mörk þar sem geislavirknin gerir alla jafna. Óttinn við að svo kunni að fara mundi verða til þess að áróður yrði rekinn fyrir því að allar þjóðir sýni í verki vilja til að beita öllum tiltækum ráðum til að bægja frá hvers konar styrjaldarhættu. Þessi áróður mundi líka ná eyrum þeirra sem í ríkisstjórnum og á þjóðþing- um sitja og koma af stað stjórn- málalegri umræðu þar sem hug- myndir yrðu settar fram um hvern- ig einstakar þjóðir ættu, eða gætu, staðið að þessum ferðalögum. Ferðalög í þágu friðar yrðu að því leyti öðruvísi en önnur ferðalög að ekki væri rétt að gera ráð fyrir að þau stæðu undir sér. Það byggist á því að skylda yrði þátttakendur til að skrifa grein í blað eða halda erindi í útvarp um það sem þeir hafa orðið vísari um þjóðlíf í þeim löndum sem þeir hafa heimsótt og gera tillögur um hjálp íbúunum til handa ef um neyð væri að ræða að þeirra mati. Sanngjarnt mundi vera að líta á slíka blaðagrein eða erindi a.ni.k. að hluta sem greiðslu fyrir ferðina. Ávinningur af slíkri upplýsinga- miðlun til almennirigs yrði aðallega sá að fleiri en þeir sem í ferðirnar færu, fengju tækifæri til að mynda sér skoðanir um þjóðfélagsaðstæð- ur í fjarlægum löndum og bera þær saman við sínar eigin. Sá saman- burður gæti leitt til þess að sterkt almenningsálit gerði kröfur um jöfnun lífskjara í heiminum, en einmitt ójöfnuður af ýmsu tagi og skortur á sjálfsögðum lífsgæðum eru oft orsakir styrjalda. Ferðalög þessarar tegundar ætti auðveldlega að vera unnt að skipu- leggja a.m.k. í þeim löndum sem hafa málfrelsi og prentfrelsi í heiðri og þau gætu gert hreint ótrúlega mikið gagn. Vænlegast til árangurs væri lík- lega að Sameinuðu þjóðirnar gæfu leiðbeiningar, sem giltu jafnt fyrir allar þjóðir, um hvernig ætti að standa að þessum ferðalögum og gæfu þeim einkunnarorð. Eink- unnarorðin gætu verið: „Ferða- frelsi og friður án vopna“ og leið- beiningarnar í því fólgnar að þátt- takendur yrðu að velja með tilliti til þess hvað þeir gætu lagt af mörkum til þessa mjög svo mikil- væga hlutverks sem hér um ræðir. Þó að leiðbeiningarnar væru ekki aðrar en þessar mundu þær að öllum líkindum leiða til þess að stjórnvöld, eða þeir sem til þess væru settir í umboði þeirra, mundu helst velja vísindamenn og rithöf- unda til ferðalaganna. Samanlagðir eiginleikar þessara tveggja ein- staklingshópa eru þess eðlis að gera mætti þá að einskonar friðar- sendiherrum landa sinna með er- indisbréf upp á vasann. Það sem styddi það val er að mörgum vísindamönnum er það sameiginlegt að hafa löngun til ferðalaga um heiminn og það að þeir eru oft of fjárvana til að veita sér þau. Vísindastörf eru gjarnan illa launuð og oft ekkert fyrir þau greitt fyrr en að vísindamanninum sjálfum látnum ef árangur hefur þá sannast af störfum hans. Ef hægt væri að fá vísindamenn til að vinna fyrir friðinn, þó ekki væri nema að hálfu leyti á við það sem þeir hafa unnið fyrir stríðið eða tilurð atómvopna væri vel. Að því er varðar rithöfundana þá hafa þeir oft óseðjandi löngun til að kynnast menningu framandi þjóða og hæfni þeirra til að beita stílvopni mundi koma að notum við að reka erindi í þágu friðar. Væntanleg ferðalög friðarsendi- herranna, fundi og fyrirlestra yrði að auglýsa svo sem kostur væri í þeim löndum sem ferðinni væri heitið til. Máttur auglýsinganna er svo mikil að þar mætti ekkert til spara. Kappkosta þyrfti að fá sem flesta til að koma og hlusta og taka þátt í umræðum. í fyrirlestrunum þyrftu friðar- boðarnir að Ieggja áherslu á nauð- syn þess að menn byrgi ekki lengur innra með sér þá skelfingu sem vitneskja eða hugboð um mögu- lega gjöreyðingu hefur í för með sér, heldur tali opinskátt um ótta sinn og taki höndum saman til aðgerða. Orð eru til alls fyrst og fjöldahreyfingar geta lyft Grettis- taki. Menn verða að horfast í augu við raunveruleikann og háværar kröfur verða að heyrast um að orðið strið verði í framtíðinni að- eins hugtak sem heyrir fortíðinni til. Ef þeim sem til þessara ferðalaga , veldust tækist að flytja mál sitt af nógu miklum eldmóði mundi ekki líða á löngu þangað til að öllum yrði Ijóst að í þessu sambandi er aðeins um tvennt að velja: frið eða tortímingu. Þriðji möguleikinn er ekki fyrir hendi. Eftir tilkomu atómvopnanna verða deilur milli þjóða ekki lengur leystar með stríði því að báðir eða allir aðilar eru fyrirfram dæmdir til að tapa. Ekki mætti gleymast í þessum málflutningi að minnast á þá hel- köldu staðreynd að í heiminum í dag eru til nægileg kjamorkuvopn til að ráða niðurlögum mannkyns, hvort sem þeim yrði nú beitt vilj- andi eða óviljandi. Þess vegna eru sífelldar fréttir um samninga og samningatilraunir stórveldanna um að draga úr framleiðslu kjarnorku- vopna svo hörmulegar. Það verður að koma því til vitundar stórveld- anna að þorri manna bindur vonir við að samningar takist um að hætta allri framleiðslu kjarnorku- vopna og að eyðileggja þau sent fyrir eru. Það dugar einfaldlega ekkert minna ef jarðarbúar eiga að geta horft bjartsýnir fram á veginn. Fjármagninu sem annars færi til vopnaframleiðslu ætti svo að verja til að metta sveltandi fólk og eyða fáfræði víðsvegar í heiminum. Ef svo mætti verða hefðum við þá ekki fundið „paradís á jörðu“ eins og Kólumbus langaði til? Það sem hér hefur verið sett fram um ferðalög til friðar eru draumar um að einn góðan veður- dag megi ríkja friður um alla heimsbyggðina. En draumar eru ekki einskisvirði og ef mennirnir hafa ekki kjark til að láta sig dreyma um frið verður heldur aldrei um neinn frið að ræða. Enn hafa Sameinuðu þjóðirnar ekki beint tilmælum til aðildar- þjóða sinna um að skipuleggja ferðir til friðar en það sem skiptir máli er að þær gætu gert það og það er meira en fræðilegur möguleiki að slíkar ferðir gætu orðið afl sem stuðlaði að friði. Ef af ferðalögum til friðar yrði, gætu íslendingar orðið liðtækir. Þeir hafa löngum ferðaglaðir verið og ekki látið fjarlægð og léleg samgöngutæki aftra sér. Það var t.d. ekki óalgengt á miðöldum að þeir ferðuðust alla leið til Rómar í leit að sáluhjálp og friði við sjálfa .sig. Eftirmáli Síðan ég ákvað að taka þátt í ritgerðarsamkeppni framhalds- skólanema um „ferðamál“ hef ég lesið tvær bækur. Hin fyrri er „Att se tillbaka vid 94“ - Minnen frán ett liv för freden - eftir Greta Engkvist og hin síðari" Den tredje verdenskrig kan vi forhindre den? En bog om atomoprustning og fredsbevægelser eftir Toni Liver- sage. Við lestur þessara bóka hef ég fengið hugmyndir þó að ég geti ekki bent á neina sérstaka kafla í því sambandi. Þorgerður Björnsdóttir 5.9. ’88

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.