Tíminn - 09.12.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn
Föstudagur 9. desember 1988
[llllllllllllllllllll DAGBÓK
ÚTVARP/SJÓNVARP llllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllEI
Neskirkja -
félagsstarf aldraðra
Samverustund verður á morgun laugar-
daginn 10. des. kl. 15:00 í safnaðarheimili
kirkjunnar. Gestir verða Borgþór Kærn-
ested og börn úr Grandaskóla.
Kvæðamannafélagið Iðunn
heldur jólafund
Kvæðamannafélagið Iðunn vill minna
á jólafund að Hallveigarstöðum á
morgun, laugard. 10. des. Fjölbreytt
dagskrá tengd jólum. Góðar veitingar.
Fundurinn hefst kl. 20:00 stundvíslega.
Alþýðuleikhúsið:
Koss Kóngulóarkonunnar
Alþýðuleikhúsið sýnir leikritið Koss
Kóngulóarkonunnar eftir Manuel Puig í
kjallara Hlaðvarpans, Vesturgötu 3.
Miðapantanir í síma 15185 allan sólar-
hringinn. Miðasala í Hlaðvarpanum kl.
14:00-16:00.
Sýningar nú um helgina verða: föstu-
daginn 9. des. og laugardaginn 10. des.
kl. 20:30 bæði kvöldin.
Þetta eru síðustu sýningar fyrir jól.
FÍM-salurinn verður
sölugallerí
Félag íslenskra myndlistamanna hefur
nýjan rekstur í galleríi sínu, FÍM-salnum,
Garðastræti 6. Þar verður rekið annars-
vegar sölugallerí, þar sem fólk getur
keypt verk því sem næst beint af lista-
manninum, en hins vegar verður haldið
áfram með sýningarsalinn, þar sem
stöðugar sýningar verða.
Verk sem boðin verða til sölu í gallerí-
inu verða eingöngu eftir viðurkennda
myndlistamenn.
Félag íslenskra myndlistamanna er
elsta og virtasta félag myndlistamanna
hér á landi.
í descmber og janúar verður galleríið
eingöngu starfrækt sem sölugallerí og
verður skipt um upphengi viku - til
hálfsmánaðarlega.
Opnunartími verður kl. 12:00- 18:00
virka daga, en í desember verður lokað
um leið og verslanir loka. Á laugardögum
er opið kl. 14:00- 18:00, en í desember
verður opið jafn lengi á laugardögum og
verslanir hafa opið. Lokað er á sunnudög-
um.
Sýning TOLLA
Um þessar mundir eru til sýnis og sölu
í fslensku óperunni, Gamla bíói, Ingólfs-
stræti, 16 málverk eftir Þorlák Krístins-
son, TOLLA.
Hann stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla íslands árin 1977-1983 og
við Myndlistarháskólann í V-Berlín
1983-’84. Hann hefur haldið fjölda einka-
og samsýninga, hér á landi sem erlendis
og einnig sýnt á vinnustöðum víða á
landsbyggðinni.
Sýningin í Óperunni er opin til 18.
desember kl. 15:00-19:00 alla daga.
Jólasala 3. árs nema MHÍ
Hin árlega jólasala Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands hófst um síðustu helgi í
turninum á Lækjartorgi. Til sölu eru
ýmsir hlutir unnir af nemcndum sjálfum,
svosem: piparkökuhús, smákökur, laufa-
brauð, jólakort, kerti, eyrnalokkar, tölur,
slæður, málverk o.m.Ó. Jólasalan er í
umsjá 3. árs nema og rennur allur ágóði
í námsferð. í MHf er áralöng hefð fyrir
utanlandsferð 4. árs nema áður en hafin
er vinna lokaverkefna.
Salan er opin sem hér segir:
Mánud. - fimmtud. 16:00-18:00, föstud.
16:00-19:00 og laugard. 10:00-18:00.
'rottins dýrðarsól
Kór Keflavíkurkirkju
Sfttirtvtndt: Steuróli Geirs*ón
Hljómplata með
kór Keflavíkurkirkju:
Drottins dýrðarsól
Út er komin hljómplatan Drottins
dýrðarsól á vegum Kórs Keflavíkur-
kirkju. Á henni syngur kórinn þekkta
hátíðarsálma og önnur kirkjuleg verk, er
sunt hafa ekki áður komið út á hljóm-
plötu. Undirleik annast félagar úr Sinfón-
íuhljómsveit íslands og Tónlistarskóla
Keflavikur. Dr. Orthuldf Prunner leikur
á orgcl. Einnig koma fram cinsöngvararn-
ir María Guðmundsdóttii, Hrafnhildur
Guðmundsdóttir, Sverrir Guðmundsson
og Steinn Erlingsson. Stjórnandi er Sigur-
óli Geirsson.
Hljóðritun fór fram með stafrænni
tækni í Keflavíkurkirkju á vegum Hall-
dórs Víkingssonar. Hljómplatan er bein-
skorin (Direct Metal Mastering) og fram-
leidd hjá Teldec í V-Þýskalandi.
Kórinn mun halda aðventutónleika í
Keflavíkurkirkju sunnud. 11. des. kl.
20:30 og kynna þar lög af plötunni, en
tilefni útgáfunnar er 45 ára afmæli kórsins
á sl. ári.
Hægt er að panta plötuna í símum: 92
- 11905, 12417, 12275 og 12416.
Þau sýna í Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4A
Jólasýning í Gallerí Grjót
1 Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4A
stendur nú yfir jólasýning, - sem jafn-
framt er sölusýning. Á sýningunni eru
verk þeirra 9 listamanna sem að galleríinu
standa, þ.e.: Gestur Þorgrímsson, Jónína
Guðnadóttir, Magnús Tómasson, Ófeig-
ur Björnsson, Páll Guðmundsson frá
Húsafelli, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigrún
Guðjónsdóttir (Rúna), Þorbjörg Hösk-
uldsdóttir og Örn Þorsteinsson.
Opið er alla virka daga kl. 12:00-18:00
en næsta laugardag kl. 10:00-17:00, en þá
verður Ingibjörg Þóra Gestsdóttir (Inga)
fatahönnuður með tískusýningu, þar sem
hún sýnir fatnað á börn, unglinga og
fullorðna.
Verðlaun í „Forsíðukeppni"
tímaritsins Hárs & fegurðar
Veitt hafa verið verðlaun í Forsíðu-
keppni tímaritsins Hárs & fegurðar, og
vann fyrstu verðlaun Anna Margrét Elías-
dóttir, sem starfar á Salon Ritz. Verð-
launin voru málverk af Edgar Alan Poe,
eftir Nicolai, sem starfar í París. Einnig
veitti tímaritið sem fyrstu verðlaun opinn
flugmiða með Flugleiðum á þeirra leið-
um.
í öðru sæti varð Helena Hólm, sem
starfar á Klassísku hárgreiðslustofunni,
Til hægri á myndinni er Anna Margrét
með listaverkið eftir Nicolai ásamt fleirí
verðlaunum, Pétur Melsted rítstjóri tíma-
ritsins og t.v. Helena Hólm með sín
verðlaun
en hún fékk myndavél frá Ljósmyndabúð-
inni, Laugavegi 118.
Fleiri verðlaun voru veitt af fyrirtækj-
unum: Eldborg, Sebastian, H. Helgason
og Forval (Oggi)
Tímaritið Hár & fegurð kemur á mark-
að innan nokkurra daga og er þar sagðar
nánari fréttir af „forsíðukeppninni" og
hvað sé að gerast í hártískunni.
Opið hús á vinnustofum
Kópavogshælis
Laugardaginn 10. desember verður
opið hús á vinnustofum Kópavogshælis
kl. 14:00-18:00. Ætlunin er að kynna þá
starfsemi sem þar fer fram og bjóða
jafnframt til sölu ýmsa eigulega hluti sem
unnir hafa verið af vistmönnum.
Nær eitt hundrað einstaklingar koma
til hinna ýmsu starfa á vinnustofurnar
daglega.
Boðið er upp á kaffi og piparkökur um
leið og vinnustofur Kópavogshælis eru
kynntar.
Karlakórínn Stefnir
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga hana nú í
Kópavogi verður á morgun, laugardaginn
10. desember. Lagt af stað frá Digra-
nesvegi 12 kl. 10:00.
„Úr því ntyrkrið aftur snýr-ofar færist
sól." Mætið skammdeginu í góðunt fé-
lagsskap í bæjarrölti Hana nú. Nýlagað
molakaffi á boðstólum.
JÓLAVAKA í M0SFELLSBÆ
Sunnudaginn 11. des. kl. 20:30 halda
Karlakórinn Stefnir og Leikfélag Mos-
fellssveitar sína árlegu jólavöku.
Leikfélagið flytur m.a. söngogupplest-
ur úr verkum Þórbergs og Guðjón Sveins-
son les nútíma jólasögu. Karlakórinn
Stefnir syngur undir' stjórn Lárusar
Sveinssonar. Stefnur sjá um vcitingar.
21.30 Kvöldtónar. Lög af ýmsu tagi.
22.07 Snúningur. Stefán Hilmarsson ber kveöjur
milli hlustenda og leikur óskalög.
02.05 Rokk og nýbylgja. Skúli Helgason kynnir.
(Endurtekinn þáttur Irá mánudagskvöldi).
03.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi til morguns. Fréttir kl. 4,00 og sagðar fréttir
af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og
6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
Föstudagur
9. desember
6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Hreinn Hákonar-
son flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 I morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur.
Fróttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fróttir kl. 8.00 og
veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum
dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30.
Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og
9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Jólaalmanak Útvarpsins 1988. Umsjón:
Gunnvör Braga. (Einnig útvarpað um kvöldið kl.
20.00).
9.20 Morgunleikfimi Umsjón: Halldóra Björns-
dóttir.
9.30 Bókaþing. Kynntar nýjar bækur. Umsjón:
Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Maðurinn á bak við borgarfulltrúann.
Umsjón: Jóhann Hauksson.
11.00 Fréttir. Tílkynningar.
11.05 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir.
11.55 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.35 Miðdegissagan: „Konan í dalnum og dæt-
urnar sjö“. Ævisaga Moniku á Merkigili skráð
af Guðmundi G. Hagalín. Sigríður Hagalín les
(10).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Ljúflingslög. Svanhildur Jakobsdóttir
kynnir. (Einnig útvarpað aðfaranótt miðvikudags
að loknum fréttum kl. 2.00).
15.00 Fréttir.
15.03 Hann sá lífið fremur sem leik sorgar en
gleði. Þáttur um breska rithöfundinn Thomas
Hardy. Sigurlaug Björnsdóttirtók saman. Lesar-
ar ásamt henni: Herdís Þorvaldsdóttir og Hallm-
ar Sigurðsson. (Endurtekinn frá kvöldinu áður).
15.45 Þingfréttir.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. Sigurlaug M. Jónasdóttir
talar við börn um það sem þeim liggur á hjarta
í símatíma Bamaútvarpsins.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi. a. Ljóðasöngvar eftir
Joseph Haydn við Ijóð eftir Anne Hunter. Elly
Ameling sópran syngur; Jörg Demus leikur á
píanó. b. Tilbrigði eftir Wolfgang Amadeus
Mozart ’um lagið ABCD. Christian Lindberg
leikur á básúnu og Roland Pöntinen á píanó. c.
Fantasía op. 30 eftir Femando Sor. Göran
Söllscher leikur á gítar.
18.00 Fréttir.
18.03 Þingmál. Umsjón: Amar Páll Hauksson.
(Einnig útvarpað næsta morgun kl. 9.45).
Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30Tilkynningar.
19.33 Kviksjá. Þáttur um menningarmál í umsjá
Friðriks Rafnssonarog Halldóru Friðjónsdóttur.
20.00 Jólaalmanak Útvarpsins 1988. (Endurtekið
fr.imorgni).
20.15 Blásaratónlist. a. ftalskar kaprísur eftir Pjotr
Tsjaíkovskí. Breska unglingahljómsveitin leikur;
Geoffrey Brand stjómar. b. Konsertforleikur eftir
John 0‘Gaunt. „Black Dyke Mills“ lúðrasveitin
leikur; Geoffrey Brand stjórnar.
21.00 Kvöldvaka. a. Þáttur af Klemens Guðm-
undssyni. Sigurður Gunnarsson segir frá eina
kvekara landsins um sína daga. Annar hluti. b.
Sigrún Valgerður Gestsdóttir syngur lög eftir
Björgvin Þ. Valdimarsson. Höfundur leikur á
píanó. c. Blanda. Kristinn Kristmundsson les úr
þjóðsögum Jóns Ámasonar. d. Lög eftir Þórarin
Guðmundsson. Umsjón: Gunnar Stefánsson.
22.00 Fréttlr. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldslns.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Visna- og þjóðlagatónlist.
23.00 í kvöldkyrru. Þáttur í umsjá Jónasar Jónas-
sonar.
24.00 Fréttir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
01.10 Vökulögin. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar
fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00
og &.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með
fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00.
Leifur Hauksson og Ölöf Rún Skúladóttir hefja
daginn með hlustendum, spyrja tíðinda víða um
land, tala við fólk i fréttum og fjalla um málefni
líðandi stundar. Jón örn Marinósson segir
sögur frá Ódáinsvöllum kl. 7.45. Veðurfregnir kl.
8.15 og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30.
9.03 Viðbit - Tröstur Emilsson. (Frá Akureyri)
10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur og
Óskars Páls Sveinssonar.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 í Undralandi með Lísu Páls. Sigurður Þór
Salvarsson tekur við athugasemdum og ábend-
ingum hlustenda laust fyrirkl. 13.00 í hlustenda-
þjónustu Dægurmálaútvarpsins og í framhaldi
af því gefur Hilmar B. Jónsson hlustendum holl
ráð um helgarmatinn.
14.00 Á milli mála - Eva Ásrún Albertsdóttir og
Óskar Páll Sveinsson.
16.03 Dagskrá. Stefán Jón Hafstein, Guðrún
Gunnarsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp
mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem
hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr
kl. 16.00, „orð í eyra“ kl. 16.45 og dagsyfirlit kl.
18.30. Frásögn Arthúrs Björgvins Bollasonarfrá
Þýskalandi og fjölmiðlagagnrýni Einars Kára-
sonar á sjötta tíir.anum. Ódáinsvailasaga
endurtekin frá morgni kl. 18.45.
19.00 Kvöldfréttir.
19.33 Áfram ísland. Dægurlög með islenskum
flytjendum.
20.30 Vinsældalisti Rásar 2. Stefán Hilmarsson
kynnir tíu vinsælustu lögin. (Einnig útvarpað á
sunnudaq kl. 15.00).
Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30,
9.00, 10.00, 11.00,12.00,12.20,14.00,15.00,
16.00,17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2
8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands
18.03-19.00 Svæðisútvarp Austurlands
SJÓNVARPIÐ
Föstudagur
9. desember
17.50 Jólin nálgast í Kærabæ.
18.00 Sindbað sæfari (41) Þýskur teiknimynda-
flokkur. Leikraddir: Aðalsteinn Ðergdal og Sig-
rún Waage. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
18.25 Líf í nýju Ijósí (18) (II était une fois... la vie).
Franskur teiknimyndaflokkur um mannslíkam-
ann, eftir Albert Barrillé.
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 Austurbæingar (Eastenders) Sjötti þáttur.
Breskur myndaflokkur í lóttum dúr. Aðalhlutverk
Anna Wing, Wendy Richard, Bill Treacher,
Peter Dean og Gillian Taylforth. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
19.25 Búrabyggð (Fraggle Rock) Breskur teikni-
myndaflokkur úr smiðju Jim Hensons. Þýðandi
Guðni Kolbeinsson.
19.50 Jólin nálgast í Kærabæ.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Ekkert sem heitir. Þáttur fyrir ungt fólk.
Umsjón Gísli Snær Erlingsson.
21.05 Þingsjá. Umsjón Ingimar Ingimarsson.
21.30 Söngelski spæjarinn (3) (The Singing De-
tective) Breskur myndaflokkur sem segir frá
sjúklingi sem liggur á spítala og skrifar saka-
málasögu. Hann sjálfur er aðalpersónan í
sögunni en vegna veikinda sinna á hann oft
erfitt með að greina raunverulega atburði frá
ímyndun sinni. Þýðandi Gauti Kristmannsson.
22.40 Blóðsáttmálinn. (The Holcroft Covenant).
Bresk bíómynd frá 1985 gerð eftir sögu Robert
Ludlum. Leikstjóri John Frankenheimer. Aðal-
hlutverk Michael Caine, Anthony Andrews,
Victoria Tennant og Lilli Palmer. Arkitekt í
Bandaríkjunum fær boð um að koma til Sviss
og hitta þar háttsettan bankastjóra. Hann af-
hendir honum bréf frá föður hans sem var
hershöfðirigi í þýska hemum, og innihald þess
brófs hrindir af stað flókinni atburðarás. Myndin
er ekki við hæfi bama. Þýðandi Sigurgeir
Steingrímsson.
00.30 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Föstudagur
9. desember
16.35 Táldregin. A Night in Heaven. Myndin fjallar
um unga kennslukonu og náið samband hennar
við fyrrverandi nemanda sinn. Hann vekur
með henni bældar tilfinningar sem síðar verða
prófsteinn á hjónaband hennar. Aðalhlutverk:
Christopher Atkins, LeSley Ann Warren og
Robert Logan. Leikstjóri: John G. Avildsen.
Þýaðndi: Ástráður Haraldsson. 20th Century
Fox 1983. Sýningartími 80 mín.
17.55 Jólasveinasaga. The Story of Santa Claus.
Teiknimynd. Níundi hluti af 23. Leikraddir:
Robert Arnfinnsson, Júlíus Brjánsson og Saga
Jónsdóttir. Telecable.
18.20 Pepsí popp. Tónlistarþáttur með nýjustu
myndböndum, ferskum fréttum úrtónlistarheim-
inum, viðtölum, getraunum, leikjum og alls kyns
uppákomum. Þátturinn er unninn í samvinnu við
Sanitas hf. sem kostar gerð hans. Kynnar
Hafsteinn Hafsteinsson og Nadia K. Banine.
Umsjón: Helgi Rúnar Óskarsson. Dagskrár-
gerð: Hilmar Oddsson. Stöð 2.
19.19 19:19. Frétta- og fréttaskýringaþáttur ásamt
umfjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á
baugi.
20.45 Fjölskyldubönd. Family Ties. Bandarískur
gamanmyndaflokkur.
20.45 Alfred Hitchcock. Stuttar sakamálamyndir
sem gerðar eru í anda þessa meistara hrollvekj-
unnar. Þýðandi: Pálmi Jóhannesson. Sýningar-
tími 30 min. Universal 1986.
21.45 Magnum P.l. Thomas Magnum er fyrrver-
andi flotaforingi í bandaríska hernum sem
gerist einkaspæjari á Hawaii. Aðalhlutverk:
Tom Selleck og John Hillerman. Sýningartími
90 mín. Aukasýning 23. des.
23.15 Þrumufuglinn. Airwolf. Bandarískur
spennumyndaflokkur. Aðalhlutverk: Jan-Mi-
chael Vincent og Ernest Borgnine. Þýðandi:
Ásthildur Sveinsdóttir.
00.05 Gott gegn illu. Good Against Evil. Það hefur
hver sinn djöful að draga, segir einhvers staðar
og það á svo sannarlega við um Jessicu,
aðlaðandi, unga stúlku, sem er ofsótt af illum
nornum. Aðalhlutverk: Dack Rambo, Elyssa
Davalos og Richard Lynch. Leikstjóri: Paul
Wendkos. 20th Century Foz 1979. Sýningartími
80 mín. Alls ekki við hæfi yngri barna. Aukasýn-
ing 20. jan.
01.25 Jeremiah Johnson. Fyrrum hermaður er
• dæmdur í útlegð.- Hann leitar upp í óbyggðir þar
sem hann á í stöðugri baráttu við náttúruöfl og
árásargjarna indíána. Aðalhlutverk: Robert
Redford, Will Geer og Stefan Fierasch. Leik-
stjóri: Sidney Pollack. Þýðandi: Ásthildur
Sveinsdóttir. Warner 1972. Sýningartími 105
mín.
03.10 Dagskrárlok.