Tíminn - 09.12.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.12.1988, Blaðsíða 3
ff.i'f.iY v Tíminn 3 k Fostúdágur ‘ð'. 'desember 1988 Skipulagsstjóri ríkisins um bíóið sem varð að búðum: Fyrsta eintakið af Nýja testamenti Odds í útgáfu Lögbergs, var aflient í Haligrímskirkju. F.v. Jón Aðalsteinn Jónsson, hr. Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands, dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, og Sverrir Krístinsson, útgef- andi. Tímamynd Gunnar Lögberg gefur útfyrstu íslensku prentuðu bókina sem enn er þekkt: „Leitun að þvílíkum atburði í sögu okkar“ Nýja testamenti Odds Gott- skálkssonar er komið út að nýju og nú í aðgengilegri útgáfu fyrir al- menning og er letrið m.a. fært til nútímalegrar stafsetningar. Oddur varð fyrstur til að þýða Nýja testa- menti á íslensku og auk þess er útgáfa hans í Hróarskeldu árið 1540 fyrsta bók sem prentuð var á íslensku og enn er til svo vitað sé. Við þessa nýju útgáfu Lögbergs gat dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, þess að leitun væri að þvílíkum atburði í sögu landsins með tilliti til áhrifa þýðingar Odds á íslenska tungu og þróun málsins. Sagði Sigurbjörn við þetta tækifæri að útgáfa Odds væri að þessu leyti meira afrek en sjálf útgáfa Guð- brandsbiblíu fjörutíu árum síðar. Þess má geta að enginn einn maður hefur haft meiri áhrif á íslenska þýðingu Nýja testamentis en Oddur, eins og við höfum hana fyrir augum í útgáfu Biblíunnar frá 1981. Það var árið 1981 sem hafist var handa við þessa útgáfu Lögbergs og var það er Árni Óskarsson hóf að vélrita upp N.t. Odds. Skömmu síðar slógust fleiri í för með Árna og varð fljótlega til útgáfuráð til ráðuneytis um stafsetningu. Hana skipuðu dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, Guðrún Kvaran, dr. phil, Gunnlaugur Ingólfsson, cand. mag. og Jón Aðalsteinn Jónsson, cand. mag. Þessi fjögur síðar- nefndu rita og merk inngangsorð að N.t. Odds um Odd sjálfan og um þýðingu Odds. Þegar vélritun var lokið að fullu tók frú Halldóra Eldjám að sér að slá textann inn á tölvu og var það verk unnið í samvinnu við Orðabók Háskóla íslands. Það er bókaforlagið Lögberg sem gefur þessa útgáfu á N.t. Odds út í samvinnu við Hið íslenska biblíufélag, kirkjuráð og Orðabók Háskólans, en hópur valinkunnra fræðimanna og bókagerðarmanna hefur lagt hönd á plóginn til að gera þessa útgáfu sem besta úr garði. Á kynningarfundi í Hallgríms- kirkju sagði útgefandinn, Sverrír Kristinsson, að þó svo allt þetta fólk hafi lagt sig mjög fram við verk sitt, sé það umhugsunarvert að verkið tók lengri tíma nú en sem nemur tímanum frá því Oddur hóf að þýða N.t. og þar til bókin kom út í Hróarskeldu. Það var herra Pétur Sigurgeirs- son, biskup íslands, sem tók við fyrsta eintakinu fyrir hönd þjóð- kirkjunnar, úr hendi Sverris Krist- inssonar. Við það tilefni sagðist hann efast um að við íslendingar töluðum íslensku í dag ef ekki hefði komið til stórvirki Odds Gottskálkssonar sem hann vann í fjósinu í Skálholti fyrir nær fjórum og hálfri öld. KB Amælisverðar Félagsmálaráðherra óskaði eftir því við embætti skipulagsstjóra ríkis- ins fyrir nokkru að athugað yrði hvort farið hefði verið að lögum og reglugerðum um skipulagsmál við byggingu Kringlunnar nr.4. Eins og fram kom hér í blaðinu 2. des. s.l. var talsverður hluti Kringl- unnar nr. 4 skipulagður og sam- þykktur sem kvikmyndahús. Hins vegar virðast byggingaraðilar mjög fljótlega hafa hætt við kvikmynda- húsið og ákveðið að breyta húsnæð- inu í verslanir og þjónustuhúsnæði. Hins vegar komu þessar breyting- ar ekki fyrir skipulagsyfirvöld og aðrar stofnanir borgarinnar fyrr en um og eftir miðjan síðasta mánuð og hinar róttæku breytingar t.d. fyrst samþykktar með fyrirvörum í bygg- inganefnd þann 24. nóvember s.l., sex dögum áður en Kringlan 4 var opnuð. „Svar við fyrirspurn ráðherra hef- ur nú borist og samkvæmt því er ljóst að uppdrættir og teikningar hafa nú fengið umfjöllun og endan- lega afgreiðslu hjá byggingayfirvöld- um Reykjavíkur. Hjá bygginganefnd voru gerðir aðfarir fyrirvarar um samþykki heilbrigðis- ráðs og slökkviliðsstjóra og því virð- ist hafa verið kippt í lag samkvæmt upplýsingum skipulagsstjóra," sagði Berglind Ásgeirsdóttir ráðuneytis- stjóri í félagsmálaráðuneytinu við Tímann. Berglind sagði að í svari skipulags- stjóra kæmi fram gagnrýni á hvernig að breytingum á upphaflegum fyrir- ætlunum um notkun hússins hefði verið staðið gagnvart skipulagsyfir- völdum, en embættið teldi að málin hefðu nú hlotið endanlega af- greiðslu. -sá Steingrímur og Thatcher ræddu um Rockall: Viðræður um lausn deilu Deila íslendinga og Breta um yfirráðin yfir Rockall svæðinu kom til umræðu á fundi Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra og Margaret Thatchers forsætisráð- herra Breta sem fram fór á þriðju- dag. Steingrímur sagði að hann hefði farið fram á það við Thatcher að efnt yrði til fundar með þeim þjóðum sem gerðu tilkall til svæðisins og reynt yrði að leysa deiluna áður en alþjóða hafbotnsstofnunin gerir til- kall til svæðisins. Forsætisráðherra sagði að Thatcher hefði tekið vel í þessa málaleitan, „niðurstaðan varð sú að ég kem til með að skrifa henni og fara fram á það formlega að slíkar viðræður fari fram,“ sagði Stein- grímur. Innan skamms verða birtar niður- stöður íslensks-dansks rannsóknar- leiðangurs, þar sem jarðlög á Rock- all svæðinu voru tekin til athugunar. Rannsóknarleiðangurinn var farinn árið 1987 en undanfarið ár hefur verið unnið úr tölulegum upplýsing- um sem safnað var. Samkvæmt niðurstöðunum hafa fundist jarðlög undir hraunskorpunni, sem ef til vill eru setlög, svipuð þeim sem fundist hafa 'í N-Evrópu og innihalda olíu. Þessi vitneskja er grunnur þess að svæðið verði rannsakað nánar, þar sem ekki er lengur útilokað að olía gæti leynst í jarðlögunum. -ABÓ S.H. eykur hlutafé í dótturfyrirtæki Stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna samþykkti nýlega á fundi í Grimsby að auka hlutafé í dótturfyr- irtæki sínu þar, I.F.P.L. um sem svarar 253 milljónum íslenskra króna. Fyrirtækið sem um ræðir hefur verið í hraðri uppbyggingu á síðustu árum, en fjármagnað nær eingöngu með lánum, auk þess sem nokkurt tap hefur verið á undanförnum mán- uðum, m.a. vegna mikils fjármagns- kostnaðar og umfangsmikillar vöru- þróunar. Þess má geta að á yfirstand- andi ársfjórðungi lýkur þróun 22 tegunda nýrra vara sem áætlað er að fari á almennan markað fyrir mars n.k. Mikill vöxtur er nú á markaði fyrir frosin matvæli í Bretlandi og öðrum ríkjum Evrópubandalagsins og allar spár benda til þess að sú þróun haldi áfram. Þessi ákvörðun stjórnar S.H. er tekin m.a. vegna þess að hún álítur að mjög mikilvægt sé að íslenskir fiskframleiðendur styrki sem best stöðu sína á mikilvægum markaði Evrópubandalagsins og það verði best gert með því að tryggja rekstur eigin fyrirtækja innan þess. SSH SDÍ óhresst með meðferð Vestmannaeyinga á dýrum: Barist fyrir sex gemlinga Samband dýravemdunarfélaga íslands hefur farið þess á leit við bæjarfógetann í Vestmannaeyjum að sex gemlingar sem komið var fyrir á Lambhillu í Stórhöfða til vetrarbeitar verði teknir þaðan aftur. Ástæðan fyrir því að Sam- band dýraverndunarfélaga grípur til þessa ráðs er sú að það telur meðferð af þessu tagi vera ómannúðlega og hún varði við lög um dýravernd. Á Lambhillu er gras grænt allt árið og í fréttatíma Sjónvarpsins í s.l. viku var sýnt er gemlingarnir voru fluttir á sylluna en um 100 metra þverhnípi er af Lambhillu og niður í sjó. í Morgunblaðinu í gær var rang- hermt að um kæru hafi verið að ræða. Hjá Sambandi dýraverndun- arfélaga íslands fengust þær upp- lýsingar að beiðni af þessu tagi hafi verið send með þeim rökum m.a. að sá tími væri liðinn að svo þröngt sé í búi að nýta þurfi hverja tuggu og í lögum sé kveðið svo á að þeim er halda dýr er skylt að sjá þeim fyrir rúmgóðum og skjólgóðum vörslustað, einnig nægilegu vatni og fóðri. SSH Baráttufundur er í Háskólabíói í dag kl. 15 o o ASI - BHMR - BSRB - FBM - KÍ - SÍB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.