Tíminn - 09.12.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.12.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 9. desember 1988 örlygur Hálfdánarson, útgefandi, með vcrðlaunagripina á lofti, þegar Tíminn veitti gjöfinni viðtöku í Síðumúlanum í gær. Tímamynd Gunnar REYKJAVÍK PÁLS L VEin í VERDLAUN í fyrra jólablaöi Tímans, sem kemur út 15. desember er efnt til krossgátu, sem byggð er á minnum úr bókmenntum okkar. Höfundur gátunnar er séra Þórarinn Þór. Veitt verða vegleg verðlaun frá Erni og Örlygi. Það er Reykja- vík, Sögustaður við Sund, myndskreytt útgáfa í þremur bindum eftir Pál Líndal. Þessi bókmenntaverðlaun eru að verðmæti um 14 þúsund krónur. Reykjavíkurbók Arnar og Ör- lygs hf. er merkileg útgáfa. Hún ætti að vera freistandi lesning fyrir alla landsmenn og er efni hennar sett fram á aðgengilegan hátt. Þeir sem þekkja til bókarinnar Landið þitt Island, sjá strax og þeir fletta Reykjavíkurbókinni, að hún er ekki sett upp á mjög ólíkan hátt að grunni til. Allargöturogöllörnefni eru í réttri stafrófsröð og er t.d. hægt að fletta upp á öllum þekktum húsheitum. Inn á milli eru svo stuttar rammagreinar þar sem fram koma skemmtilegar sögur og sagn- ir sem ekki er beint hægt að setja í flokk með einu atriði í stafrófsröð. Mikill fjöldi mynda er í bókinni og eru gamlar myndir gjarnan settar við hlið nýrra sem teknar eru á svipuðum slóðum. Það getur því verið bæði skemmtilegt og fróðlegt að fletta Reykjavíkurbókunum án þess að vera að leita uppi einhvern einn stað eða hús. Páll Líndal er höfundur textans í Reykjavíkurbókinni og leitar hann víða fanga eins og sést best af stöðugum tilvísunum til heimilda. Fullt heiti bókarinnar er Reykja- vík, Sögustaður við Sund, og ber hún skýringartitilinn Saga og sér- kenni höfuðborgarinnar í máli og myndum. í bókinni er hver gata, hvert sögufrægt hús og hvert ör- nefni uppsláttarorð. Rakin er saga Reykjavíkur og dregin fram sér- kenni í markvisssm og efnisríkum texta og auk þess í hátt á þriðja þúsund gömlum og nýjum myndum, málverkum, teikning- um, kortum og uppdráttum. Þegar Sýnishorn úr einni opnu Reykjavíkurbókarinnar. eru komin út þrjú bindi Reykjavík- urbókarinnar og þar með allir stað- ir sem flokkaðir verða í stafrófsröð frá a til ö. Fjórða bindið kemur út á næsta ári og verður það svokölluð lykilbók líkt og segja má um síð- asta bindi í bókaflokknum Landið þitt fsland. Hvert bindi um sig kostar liðlega fjögur þúsund krón- ur og er bókargjöf Arnar og Örlygs hf. því að verðmæti 13-14 þúsund krónur, en bækurnar eru gjöf frá útgefanda til verðlaunakrossgátu Tímans. Lausn krossgátunnar þarf að skila fyrir 18. janúar 1989. Örlygur Hálfdánarson, útgef- andi, sagðist vona að bókarverð- laun þessi kæmu að góðum notum hvar sem þau lentu og yrðu verð- launahafanum til skemmtunar og fróðleiks. KB Stjarn- vísinda- , félag íslands Stjarnvísindafélag íslands var stofnað föstudaginn 2,desember síð- astliðinn. Markmið félagsins er að efla stjarnvísindi á íslandi. í þeim tilgangi mun félagið m.a. stuðla að vexti og viðgangi rannsókna í stjörnufræði og stjarneðlisfræði hér- lendis og leitast við að efla kynni íslenskra stjarnvísindamanna inn- byrðis og við aðra áhugamenn um stjarnvísindi í landinu. Félaginu er ætlað að vera vett- vangur fræðslu og skoðanaskipta um stjarnvísindaleg efni og mun það í fyrstu gegna því hlutverki sínu með því að halda umræðu- og fyrirlestra- fundi. Síðar er reiknað með útgáfu fréttabréfs og ráðstefnum á sviði stjarnvísinda. Jafnframt mun það beita sér fyrir auknum samskiptum íslenskra og erlendra stjarnvísinda- manna. Félagið mun fylgjast með kennslu í stjörnufræði í skólum og vinna að framförum á því sviði. Einnig mun það beita sér fyrir aukinni almenn- ingsfræðslu um þessi vísindi og sögu þeirra. Formaður Stjarnvísindafélags ís- lands er Einar H. Guðmundsson. Auk hans sitja í stjórninni þeir Einar Júlíusson og Karl Jósafatsson, og eru þeir allir stjarneðlisfræðingar. Rætt um stefnu- atriði í skólamálum Menntamálaráðherra Svavar Gestsson bauð dr. Wolfgang Edel- stein, forstöðumanni Max Planck- rannsóknastofnunarinnar í þrosk- avísindum og skólarannsóknum í Vestur-Berlín til vikudvalar hér á landi nýlega til þess að ræða við hann ásamt aðstoðarmönnum sínum um ýmis stefnuatriði varðandi ís- lenska skólastefnu. SSH Fjórði stæða- sjálfsalinn Þann 21. nóv. s.l. var tekinn í notkun nýr stæðasjálfsali, og er hann sá fjórði sem settur er upp í Reykja- vík. Þessi er nyrst við Þverholt, austan Búnaðarbankans við Hlemm. Gjaldið er 50 krónur á klukkustund og er hámarkstími 2 klst. Sömu reglur gilda um aukaleigugjald sem á stöðumælum. Leiðbeiningar um notkun er að finna á sjálfsalanum og munu stöðumælaverðir leiðbeina fólki til að byrja með. Slæm frammistaða atvinnurekenda varðandi jafnréttismál: Kærur aldrei fleiri Það sem af er þessu ári hefur Jafnréttisráð fjallað um 15 kærur vegna brota á jafnréttislögunum. Kærur vegna meintra brota á ákvæðum 5. greinar jafnréttislaganna hafa aldrei verið eins raargar frá því að ráðið hóf störf. Fimmta greinin fjallar um s&m- skipti atvinnurekenda og starfsfólks og kveður á um að atvinnurekendur megi ekki í neinu tilliti mismuna starfsfólki sínu eftir kynferði. f öll- um tilvikum þar sem kært er vegna brota á þessari grein er um að ræða konur sem telja að sér hafi verið mismu#iað vegna kynferðis á þann veg að gengið hafi verið fram hjá þeim við ráðningar í stöður eða stöðuhækkanir, eða vegna launamis- munar. Allt síðastliðið ár voru kærur af þessu tagi aðeins þrjár en eru hins vegar orðnar níu taisins á þessu ári. Af þessum kférumálum er búið að afgreiða sex. í tveimur tilvikum taldi ráðið að um brot á jafnréttislögunum hafi verið að ræða. Annað þessara mála varðaði ráðningu í stöðu spari- sjóðsstjóra á Neskaupstað, en þar var gengið fram hjá hæfri konu og karl með minni menntun og starfs- reynslu ráðinn í starfið án þess að gildandi rök kæmi á móti. Jafnrétt- isráð hefur nú höfðað mál vegna þessarar kæru. Ekki liggja alfarið fyrir skýringar á þessari aukningu í kærumálum til Jafnréttisráðs. Bent hefur verið á að mikil umræða um réttindi og stöðu kvenna í tengslum við norræna kvennaþingið í sumar eigi hér e.t.v. einhvern hlut að máli. Jafnréttisráð hefur bent á að brot á 5. greininni eru sjálfsagt ekkert algengari nú en undanfarin ár, en konur eru hins vegar duglegri við að leita réttar síns í þessum efnum en þær hafa verið. SSH Nefnd um málefni RÚV: ÁLITISKILAÐ ÁLAUGARDAG Starfsnefndin sem Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, skipaði til að kanna stöðu Ríkisút- varpsins og gera tillögur um eflingu þess mun skila áliti sínu næstkom- andi laugardag. Ráðgert hafði ver- ið að nefndin lyki störfum fyrir lok nóvembermánaðar en enn munu ekki vera fuilfrágengnar tillögur varðandi fjármál stofnunarinnar. Fjárhagsstaða Ríkisútvgrpsins er slæm og skuldir þess nema nú um hálfum milljarði króna og nálg- ast því æ meir að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Verkefni starfsnefndarinnar miðast að því að finna afgerandi lausn á fjárhagsvandanum og leiðir til að tryggja fjárhag þess til fram- búðar. Ekki hefur reynst unnt að fá uppgefnar þær tillögur sem nefndin hefur nú þegar samþykkt, enda vinnur hún á vegum ráðherra og hann mun fyrstur berja þær augum. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.