Tíminn - 09.12.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.12.1988, Blaðsíða 12
Föstudagur 9. desember 1988 12 Tíminn ÚTLÖND Tugir þúsunda láta lífið I hörðum jarð- skjálfta I Armeníu Tugir þúsunda sovéskra borgara fórust í gífurlega hörðum jarðskjálftá sem gekk yfir norðurhluta Armeníu á miðviku- dagskvöld. Telja menn að jafnvel 50 þúsund manns hafi farist. Meginhluti borgarinnar Leninakan eru nú rústir einar, en í borginni bjuggu 200 þúsund manns. Það sama gildir um fjölda þorpa og bæja á þessum slóðum. Er Ijóst að heimili hundruð þúsunda Armena eru nú óíbúðarhæf og tugþúsundir slasaðir. FRÉTTAYFIRLIT JERÚSALEM - fsraelskir hermenn skutu palestínskan ungling til bana og palestínskir verslunareigendur lokuðu búð- um sínum a hernumdu svæð- unum þegar nákvæmlega ár var liðið frá því að Palestínu- menn hófu uppreisn sína gegn hernámsliði Israela. Því létust að minnsta kosti 330 Palest- ínumenn á þessu fyrsta ári uppreisnarinnar. Ellefu fsrael- ar hafa týnt llfi. BUENOS AIRES - Holl endingur sem sakaður hefur verið um stríðsglæpi var hand- tekinn á heimili sínu í Buenos Aires, 39 árum eftir að hann flúði úr þýsku fangelsi. Argent- ínsk fréttastofa sagði manninn I vera Johann Olij Hottentort. TEL AVIV - Miðstjórn ísra- elska Verkamannaflokksins samþykkti að halda í samn- ingaviðræður um stjórnar- myndum við aðalandstæðing- inn, Likudbandalagið, um áframhaldandi samsteypu- stjórn. Eftir margra klukku- stunda umræður kusu 690 manns viðræður en 390 voru á móti. BELGRAD - Níu manns létust og tuttugu og einn slas- aðist þegar strætisvagn fór út af þjóðvegi í mikilli hálku. LISSABON - UNITA skæruliðahreyfingin sem berst gegn marxistastjórninni í Ang- ólu segist hafa drepið 45 stjórnarhermenn í bardaga í síðustu viku. Þeirsegjastsjálfir aðeins hafa misst þrjá skæru- liða. PRAG - Tékknesk yfirvöld gáfu leyfi fyrir útifundi óopin- berra mannréttindasamtaka í1 miðbæ Prag. Slíkt leyfi hefur ekki fengist sfðan Vorið í Prag ■ blómstraði árið 1968. Tilefnio var það að 40 ár eru liðin frá mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna. Ekki er langt j síðan lögreglan í Prag réðst j að 10 þúsund mótmælendum I er minntust 20 ára innrásar1 Rauða hersins. Talið er að , heimsókn Mitterrands forseta! Frakklands hafi spilað inn í en i hann kom til Tékkóslóvakíu í gær. Mikhaíl Gorbatsjov æðsti maður Sovétríkjanna var staddur í Banda- ríkjunum og hélt hann snarlega heim á leið er umfang hörmunganna var ljóst. Hann hyggst sjálfur taka að sér yfirstjórn björgunaraðgerð- anna er hann kemur heim, en björg- unarsveitir víðs vegar frá Sovétríkj- unum hafa verið sendar á þessar slóðir og hafa erlend ríki og hjálpar- stofnanir þegar boðið aðstoð sína. Jarðskjálftinn sem átti upptök sín í 50 km fjarlægð frá Leninakan var um 9 stig á Richterkvarða og varð hans vart á jarðskjálftamælum hér á íslandi. Hann olli einnig miklu tjóni Herinn í Brasilíu getur nú leikandi létt smíðað sér atómbombu og þann- ig skipað Brasilíu sess í hinum alþjóðlega kjarnorkuvopnaklúbb, jafnvel þó stjórnvöld í landinu vilji ekkert með kjarnorkusprengju hafa. Þetta kom fram á ráðstefnu banda- rískra og brasilískra vísindamanna í háskólanum í Rio de Janeiro í gær. Vísindamennirnir segja að ein- ungis þurfi að gera minniháttar breytingar á verksmiðju er vinnur Afganskir skæruliðar höfnuðu samstundis tilboði Mikhaíl Gor- batsjovs um vopnahlé og friðarvið- ræður frá og með 1. janúar, en hann lagði þetta til í ræðu sinni á Allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna í fyrra- dag. Virðist lítið skipta hvaða flokk- ar innan Mujahideen skæruliðasam- takanna eiga í hlut. - Á meðan innrásarher er í land- inu er fáránlegt að biðja um vopna- hlé. Fólkið í Afganistan er staðráðið í að losa sig við innrásarliðið. Þetta sagði háttsettur embættismaður af- ganska Jamiat-i-Islami flokksins í gær, en flokkurinn berst gegn stjórn- inni í Kabúl vopnaðri baráttu. Talsmaður Hezb-i-Islami flokks- ins sem einnig berst gegn Sovét- mönnum og stjórninni í Kabúl tók í í nálægum héruðum í Tyrklandi, en þar létust þó ekki nema innan við tíu manns. Um leið og yfirvöld í Moskvu gerðu sér grein fyrir umfangi hörm- unganna í Armeníu settu þau á fót neyðarnefnd undir forsæti Nicholais Ryzhkov forsætisráðherra Sovét- ríkjanna. Skipulagði hún þegar flugbrú frá Moskvu svo koma mætti hjálpargögnum til Armeníu. Gorbatsjov mun hins vegar taka við stjórn nefndarinnar er hann kemur til Sovétríkjanna, en hann var talinn ætla að fljúga beint til Armeníu frá New York í gær. úraníum í kjarnorkumiðstöð brasil- íska sjóhersins í Sao Paulo til að herinn geti framleitt hráefni í kjarn- orkusprengju. í kjarnorkumiðstöð sjóhersins í Sao Paulo hefur verið unnið á laun að kjamorkuáætlun þar sem herinn hefur tögl og hagldir á sama tíma og brasilísk stjórnvöld hafa unnið að sömu hlutum, en með friðsamlega notkun kjarnorku í huga. - í Aramar kjarnorkumiðstöðinni sama streng: - Þetta er aðeins tilraun Gorbat- sjovs til að sigra stjórnmálalega þegar hann hefur tapað hernaðar- lega í Afganistan. - Við höfum barist gegn ríkis- stjórninni í tíu ár og við höldum áfram að berjast gegn henni hvort sem Rússar eru hér eða ekki, sagði talsmaður Mahaz-i-MilIi flokksins sem berst einnig með Mujahideen. Gorbatsjov hafði lagt til að vopna- hlé tæki gildi 1. janúar, öllum her- gagnastuðningi við stríðandi aðila yrði hætt, friðargæslusveitir Samein- uðu þjóðanna sæju um að vopnahlé yrði haldið og ný ríkisstjórn yrði mynduð í Afganistan á breiðum grundvelli. Gorbatsjov sem hafði sett allt á annan endann í New York með ræðu sinni á Allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna varð að aflýsa síðari hluta heimsóknar sinnar um Banda- ríkin, heimsókn sinni til Kúbu og til Bretlands. Ronald Reagan hringdi til Gor- batsjovs í gær og vottaði honum samúð sína og bandarísku þjóðar- innar og bauð alla þá aðstoð sem Sovétmenn kærðu sig um. Nancy talaði einnig við Raisu í nokkrar mínútur í sömu erindagjörðum. Margaret Thatcher forsætisráð- herra Bretlands fékk persónulega afsökunarbeiðni frá Gorbatsjov er hann afboðaði heimsókn sína til Bretlands. Thatcher harmaði at- burðina í Armeníu og bauð Sovét- mönnum aðstoð. Þá aðstoð hafa Sovétmenn þegið, því í gær hélt sveit sérþjálfaðra slökkviliðsmanna frá London til jarðskjálftasvæðanna, en sérsveit þessi er þjálfuð í því að bjarga fólki úrhúsarústum. Hún tók er úraníum nú hreinsað 20% en gæti auðveldlega verið hreinsað 90% sem er meira en nóg til að nota það í kjarnorkusprengju, sagði David Al- bright hjá Samtökum bandarískra vísindamanna en hann tók þátt í ráðstefnunni. Ný stjórnarskrá Brasilíu kveður á um að kjarnorka í Brasilíu verði einungis notð til friðsamlegra hluta, en Jose Sarney forseti landsins hefur lengi sagt að Brasilíumenn hafi ein- meðal annars þátt í björgunarstörf- um eftir jarðskjálftann í Mexíkó- borg 1985. Þá eru aðrar breskar björgunarsveitir sem starfa á al- þjóðavettvangi í viðbragðsstöðu. Talsmenn Alþjóða Rauða kross- ins og Alþjóðlega Rauða hálfmán- ans í Genf skýrðu frá því í gær að yfirmaður sovéska Rauða krossins væri að kynna sér aðstæður og taka ákvörðun um hvort hjálp alþjóð- legra samtaka væri nauðsynleg. Sovésk stjórnvöld skýrðu frá því í gærkveldi að eftir gaumgæfilega at- hugun á kjarnorkuverum þeim er staðsett eru í Armeníu þá sé ljóst að þau hafa sloppið algerlega við skemmdir. Allt bendir til að jarðskjálftinn í Armeníu sé sá mannskæðasti í heim- inum frá því 240 þúsund manns létust í jarðskjálfta í norðaustur- hluta Kína árið 1976, en þá lagðist milljónaborgin Tangshan algerlega í rúst. ungis friðsamlega notkun kjamorku í huga. Brasilíski flotinn segist einungis ætla að brúka úranið sem unnið er í Aramar sem eldsneyti á kjarnorku- kafbáta sem í framleiðslu era og eiga að vera komnir í notkun um alda- mót. Níkaragva: Stjórnarandstæð' ingar fá frelsi Síðustu stjóraarandstæðingarnir sem fangelsaðir voru í mótmælun- um gegn Sandínistastjórninni í Níkaragva í júlímánuði fengu frelsi sitt á ný í gær. Alls voru þrjátíu og átta stjórnarandstæðingar teknir höndum í kjölfar óeirðanna sem Sandínistastjórnin sagði að skipu- lagðar hefðu verið af bandarísku leyniþjónustunni. Áður hafði sextán stjórnarand- stæðingum verið sleppt eftir að dómstóll úrskurðaði þá saklausa og níu höfðu fengið skilorðsbund- inn fangelsisdóm og því getað um frjálst höfuð strokið. 1 gær var dæmt í málum hinna þrettán síðustu. Fengu níu þeirra átján mánaða skilorðsbundinn dóm, en fjórir þeir frægustu fengu þriggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa hvatt til uppþota og valdið skemmdum á opinberum eignum. Þeir þurftu að auki að greiða sem samsvarar fimmtíu þús- und krónum í skaðabætur. Mikill styr stóð á sínum tíma um handtöku stjórnarandstæðinganna meðal margra ríkisstjórna sem hliðhollar eru Sandínistastjórn- inni. Brasilíuher leið í kjarna- vopnaklúbbinn? Afganskir skæruliðar höfnuðu vopnahléi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.