Tíminn - 09.12.1988, Síða 13

Tíminn - 09.12.1988, Síða 13
Föstudagur 9. desember 1988 Tíminn 13 lllllllllllllll ÚTLÖND lllllllllll Fækkun í herjum Rauða hersins hefur strax áhrif: NATO vill helmings fækkun skriðdreka Sovétmenn ætla að fækka skriðdrekum sínum í Evrópu og riii bjóða vamarmálaráðherrar NATO samninga um helmingsfækkun skriðdreka. Varnarmálaráðherrar ríkja Atlantshafsbandalags- ins brugðust snarlega við yfir- lýsingu Mikhafl Gorbatsjofs um að Sovétríkin hygðust fækka í herliði sínu um 500 þúsund manns á næstu tveim- ur árum og að skriðdrekum yrði fækkað um 5000 á sama tíma. Eftir fund sinn í gær buðust NATO ráðherrarnir til að semja um nær helm- ingsfækkun skriðdreka í Evr- ópu eða um 40 þúsund skrið- dreka í það heila. í yfirlýsingu ráðherranna er lagt til að ekkert ríki í hernaðarbanda- lögunum tveimur ætti fleiri en 12 þúsund skriðdreka í Evrópu. Það þýðir að Sovétmenn yrðu að fækka allra mest í sínum skriðdrekaflota, en önnur austantjaldsríki minna. Fækkun í skriðdrekaflota NATO myndi dreifast jafnar milli aðildar- ríkjanna. Vamarmálaráðherrarnir fögnuðu mjög ákvörðunum Sovétmanna um fækkun í herliði og samdrætti í vígbúnaði, en sögðu að meira þyrfti til svo að jafnvægi ríkti í hefðbundn- um vígbúnaði milli Varsjárbanda- lagsins og Atlantshafsbandalagsins, en NATO telur herstyrk Varsjár- bandalagsins mun meiri en NATO. Pað voru ekki einungis varnar- málaráðherra NATO ríkja sem fögnuðu áætlunum Sovétmanna um fækkun í herafla Rauða hersins. Almenn ánægja virðist ríkja meðal flestra ríkja og má þar nefna Kín- verja sem lýstu sérstakri ánægju með fækkun í Asíuher Sovétríkj- anna og þá ætlun Sovétmanna að kalla stærsta hluta sovéska herliðsins í Mongólíu heim. Megn óánægja ríkir þó í herbúð- um hergagnaiðnaðarins í Bandaríkj- unum með þessa ákvörðun Sovét- manna, enda féllu hlutabréf í helstu fyrirtækjum er framleiða hefðbund- in vopn fyrir Bandaríkjaher í verði strax í kjölfar ræðu Gorbatsjofs hjá Sameinuðu þjóðunum. Líkur eru á að aðgerðir Sovétmanna verði til þess að Bandaríkjamenn dragi úr framleiðslu hergagna fyrir herlið sitt og heri NATO. Það veldur að sjálf- sögðu miklum skaða fyrir fyrirtæki eins og Lockheed, Northrop og Rockwell International Corpora- tion. Hlutabréf í þessum fyrirtækj- um féllu snarlega í verði í Wall Street í gær. Shamir og Peres einhuga um Stokkhólmsyfirlýsingu Arafats: Yfirlýsingin breytir engu Yfírlýsing Yassers Arafats um að PLO viðurkenni tilveru- rétt Gyðingaríkisins ísrael og að samtökin fordæmi og hafni hvers kyns hryðjuverkum bítur ekki á helstu forystumenn í ísrael. Andstæðingarnir Yitzhak Shamir forsætisráðherra ísraels og formaður hins hægri sinnaða Likudbandalags og Shimon Peres formaður Verka- mannaflokksins og utanríkisráð- herra landsins voru einhuga um að yfirlýsingin breytti í engu afstöðunni til PLO sem Israelar telja ekkert annað en hryðjuverkasamtök. Peir vilja báðir meina að engu skipti hvað Arafat segi, takmark PLO sé að má Ísraelsríki af landakortinu. - Þeir geta lýst yfir hverju sem er, en takmark þeirra sem er tortíming Ísraelsríkis, er óbreytt, sagði Shamír í viðtali við ísraelska sjónvarpið. Shamir sagði yfirlýsingu Arafats og gýðinganna fimm í Stokkhólmi engu breyta um afstöðu PLO og að aldrei kæmi til greina að ræða við þau glæpasamtök. Peres tók í sama streng hvað yfirlýsingu Arafats varðaði, en hann hefur ekki gefið frá sér þann mögu- leika að ræða við PLO og Palestínu- menn um frið, enda var það kosn- ingaloforð Verkamannaflokksins í haust að semja um frið. - Við þurfum skýr tilboð og við þurfum skýra yfirlýsingu um að endi verði bundinn á ofbeldið. Við þurf- um skýra samþykkt á rétti fsraels til að lifa í friði. Verkamannaflokkur Peresar fundaði í gærkvöldi um það hvort flokkurinn eigi að taka þátt í áfram- haldandi samsteypustjórn með Li- kudbandalaginu. Þingmenn flokks- ins hafa einu sinni hafnað því en nú er að bíða og sjá. Suður-Afríka: Mandela fluttur í stofufangelsi Nelson Mandela leiðtogi Afríska þjóðarráðsins hefur nú verið flutt- ur af heilsuhæli þar sem hann fékk meðhöndlun við berklum í íbúðar- hús í bænum Paarl þar sem honum verður haldið í stofufangelsi á næstunni. Er þetta talið merki þess að Nelson verði bráðlega sleppt endanlega úr haldi, en fjölskylda Nelsons mun nú fá að umgangast hann mun meira og frjálslegar en áður. Um húsið er að vonum ströng öryggisgæsla og ekki langt til næsta fangelsis ef nauðsynlegt verður að flytja Mandela í pottþétta gæslu einhverra hluta vegna. Winnie eiginkona Nelsons Mandela hefur lýst því yfir að hún muni ekki notfæra sér rýmri mögu- leika til að hitta Mandela þar sem hann væri enn fangi og því muni hún aðeins híímsækja hann í 40 mínútur í senn til að sýna samstöðu með öðrum pólitískum föngum í Suður-Afríku. - Mandela er enn fangi. Það eina sem hefur gerst er að hann hefur verið fluttur úr einu fangelsi í annað.sagði í yfirlýsingu Winnie- ar. Mandela var dæmdur í lífstíðar- fangelsi árið 1964 fyrir andóf sitt og baráttu fyrir afnámi aðskilnaðar- stefnunnar í Suður-Afríku. Hann hefur alla tíð verið sameiningar- tákn afríska þjóðarráðsins. Á sama tíma og Mandela var fluttur um set og komið fyrir í eilítið frjálsara umhverfi þá voru tólf andstæðingar aðskilnaðar- stefnunnar í Suður-Afríku dæmdir í tólf ára fangelsi fyrir „landráð", eftir lengstu réttarhöld í sögu Suð- ur-Afríku. Manntjón er þota fellur á íbúðarhús Manntjón varð er banda- rísk orrustuþota brotlenti í íbúðarhverfi í bænum Remscheid í Vestur-Þýska- landi í gær. Eitt lík hafði fundist í húsarústum í gær- kveldi, en Ijóst var að mun fleiri höfðu farist þó ekki væri enn vitað hve margir, en flugmaðurinn er á meðal þeirra. Margir slösuðust. Orrustuvélin lenti á húsaröð og kviknaði í sex húsum í þessum 125 þúsund manna bæ þegar þotan sprakk í loft upp. Slysið er fyrsta alvarlega flugslys flugherja NATO frá því í harmleikn- um í Ramstein þegar sjötíu manns létust er þotur í ítalskri sýningarsveit skullu saman á flugsýningu og brak dreifðist yfir áhorfendur. Hins vegar hafa nokkrar orrustu- þotur NATO herja farist síðan, en alls <faafa hundrað orrustuþotur þeirra farist á þessu ári, flestar í Vestur-Þýskalandi. Framsóknarvist á Sögu Framsóknarvist verður haldin á Hótel Sögu sunnudaginn 11. desember n.k. kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun kvenna og karla. Stutt ávarp flytur Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingaráðherra. Stjórnandi: Jónína Jónsdóttir. Verð aðgöngumiða kr. 400,- (Veitingar innifaldar) Framsóknarfélag Reykjavíkur Jólakort - Jólakort! Höfum til sölu tvær gerðir af fallegum jólakortum. Einnig hálsbindi, blómavasa og glösin vinsælu með flokksmerkinu. Landssamband framsóknarkvenna Nóatúni 21, - s. 24480 Hörpukonur Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi Jólafundur Hörpu verður haldinn miðvikudaginn 14. desember kl. 20.30 í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði. Jóladagskrá - jólaveitingar. Freyjukonur í Kópavogi eru boðnar á fundinn. Mætum allar í jólaskapi og tökum með okkur gesti. Stjórnin Selfoss og nágrenni Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ræðir stjórnmálaviðhorfið á Hótel Selfossi fimmtudags- kvöldið 15. desember kl. 21.00. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.