Tíminn - 28.12.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.12.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 28. desember 1988 Jll viÓskiptamanna_ banka og sparisjóóa Lokun 2. janúar og eindagi víxla Vegna áramótavinnu verða afgreiðslur banka og sparisjóða lokaðar mánudaginn 2. janúar 1989. Leiðbeiningar um eindaga víxla um áramót liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík, 14. desember 1988 Samvinnunefnd bankaog sparisjóða KENNARA- HÁSKÓLI Laust starf við ISLANDS Kennaraháskóla íslands Starf fjármálastjóra viö Kennaraháskóla íslands er lausttil umsóknar. Helstu verkefni fjármálastjórans eru aö hafa í umboði rektors og skólaráös umsjón með fjárreiðum skólans og starfsmannahaldi, annast gerö fjárhagsáætlana og sjá um fram- kvæmd þeirra. Nánari upplýsingar um starfið gefur rektor skólans. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og störf sendist til Kennaraháskóla íslands v/Stakkahlíö fyrir 20. janúar 1989. Rektor. Laus staða Staöa skattstjóra Austurlandsumdæmis er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokiö prófi í lögfræði, hagfræði, viðskiptafræöi eöa hlotið lög- gildingu í endurskoðun. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 29. desember 1988. Fjármálaráðuneytið 21. nóvember 1988. <!P Umboðsmaður á Patreksfirði óskar að ráða umboðsmann á Pat- .o i. mars 1989. Viðkomandi þarf að oa vörugeymsluhúsnæði og tækjum til að i ‘msóknarfrestur er til 20. janúar 1989. , singar eru veittar á skrifstofu okkar >8822. Skipaútgerð ríkisins 30% söluaukning á grásleppukavíar Allt að 30% aukning hefur orðið í sölu grásleppukavíars á þessu ári. Stjórn Landssambands smábátaeigenda telur að auka megi þessa sölu enn frekar. Vciði ú grásleppu í ár rcyndist vcra 10.000 til 10.500 tunnur af hrognum. Á fyrstu átta mánuðunt ársins hafa 242 tonn af kavíar og 503,4 tonn af söltuðum hrognum vcriðflutt út. Heildarverðmæti þessa cr 235 milljónir króna og var þetta magn í 7.500 tunnum. Á stjórnarfundi hjá Landssam- bandi smábátaeigenda fyrir skömmu kom fram að vcrðmismunur á hrogn- um milli íslendinga annars vegar og Kanada- og Norðmanna hins vegar væri orðinn of mikill. Fyrirhugaður er fundur með Kanadamönnum í janúar til að koma á vináttutengslum og gagnkvæmu trausti þjóðanna. Vinna að stöðugleika á framboði hrognanna m.a. með upplýsinga- streymi milli þjóðanna um verð og veiði og meta í sameiningu hversu mikið markaðurinn þolir. Komið hefur í Ijós að í Breiðafirði hafa veiðimenn skilið eftir allnokkuð af grásleppunetum. Á aðalfundi landssambandsins í haust var sam- þykkt að ef menn yrðu uppvísir að því að skilja eftir net ódregin í lok vertíðar, þá væri rétt að viðkomandi menn fengju ekki veiðileyfi á næstu vertíð. Stjórnin samþykkti að fylgja þeirri samþykkt enn frekar eftir. ABÓ Trillukarlar án atvinnuleysisbóta Trillukarlar gcta ekki notið at- vinnuleysisbóta fyrir vinnu við eigin útgerð, cn hafi viðkomandi hins vegar unnið hjá öðrum aðila sem hefur greitt í Atvinnuleysissjóð fyrir hann þá öðlast hann rctt til bóta. Þetta kom til umræðu á stjórnar- fundi Landssambands smábátaeig- enda, sem haldinn var þann 17. desember sl. Voru stjórnarmenn á einu máli að viðurkenna bæri rétt smábátaeigandans til atvinnuleysis- bóta. Þeir smábátaeigendur sem stunda róðra eftir svokölluðu banndaga- kerfi geta ekki stundað atvinnu sína frá 10. desembertil 16. janúar vegna ákvæða í lögum um stjórn fiskveiða 1988-1990. Þá eiga smábátaeigendur á smærri bátum ekki möguleika að sækja sjó um hávetur í slæmu tíðar- fari. Stjórn Landssambands smá- bátaeigenda telur því að þar sem umræddir aðilar missa atvinnu sína umræddan tíma ættu þeir með réttu að njóta atvinnuleysisbóta. - ABÓ Héraðsnefnd Austur- Húnavatnssýslu: Valgarður Hilmarsson kjörinn oddviti Laugardaginn 10. desember síð- astliðinn kom Héraðsnefnd Austur- Húnavatnssýslu saman til fyrsta fundar á Blönduósi. Á fundinum var Valgarður Hilm- arsson. bóndi á Fremstagili. kjörinn oddviti héraðsnefndar, og einnig í héraðsráð, en þar eiga auk þess sæti þeir Ófeigur Gestsson, sveitarstjóri á Blönduósi og Guðmundur Sig- valdason, sveitarstjóri á Skaga- strönd. Mun fyrsta verk þeirra verða frágangur ýmissa mála, sem nefndin tekur við af sýslunefnd. Einnig verð- ur fjárhagsáætlun fyrir næsta ár undirbúin. Valgarður Hilmarsson, oddviti héraðsnefndar Austur-Húnavatnssýslu. Mynd: ÖÞ Málningarverksmiðjan Harpa í nýtt húsnæði Öll starfsemi málningarverk- smiðjunnar Hörpu hf. er nú flutt í nýtt luísnæði að Stórhöfða 44, sent er 2500 fermetrar að stærð. en alls er lóðin 8000 fermetrar. Með tilkontu nýja húsnæðisins breytist öll vinnuaðstaða í verk- smiðjunni til batnaðar, m.a. vegna þess að nú er hún á einni hæð, en var áður á 7 gólfum. Vélakosturinn hefur líka verið bættur verulega með nýjum tækjum og mun það auka framleiðnina til muna. Santningur var gerður við ístak hf. og hönnuðu þeir og byggðu luisið fyrir fast verð. Áætlað var að verkinu yrði lokið 15. desembers.l. ogstóðst það upp á dag. Arkitektar voru þeir Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall, og eftirlit með framkvæmdum hafði Stanley Pálsson, verkfræðingur. Harpa seldi tvær af húseignum sín- um áður en framkvæmdirnar hófust og er nýbyggingin því fjármögnuð aö miklu leyti með eignafé.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.