Tíminn - 28.12.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.12.1988, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 28. desember 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________' i'^iiiliiílÍHlliililliiíllllllilllllllllllllllllliilillll Guöni Ágústsson, alþingismaöur: Sá er þessa grein ritar hefur lagt fram á Alþingi þingsályktun ásamt fleirum um að skora á ríkisstjórnina að endurskoða reglur um starfslok og starfsréttindi. Það má velta því fyrir sér, hvort verjandi sé að höggva a starfsréttindi fólks svo snöggt að þegar það nái ákveðnum aldri sé það lögum samkvæmt nauðbeygt til að hverfa af vettvangi. Full starfsorka í dag og langur starfsdagur unninn, burt rekinn á morgun gegn vilja þínum án tillits til þess að enn er starfsorka og hæfni í fullkomnu lagi. Hvers á fullorðinn, trúr starfsmaður að gjalda? Þó vitað sé og það sé lögmálið að ungur má en gamall skal, þá er það fullkomlega rétt- lætanlegt nú að taka þessi mál til endurskoðunar, ekki síst út frá ýmsum mikilvægum læknisfræði- legum upplýsingum sem nú liggja fyrir. Ég tel að eftirlaunaaldur eigi að vera mun sveigjanlegri en nú er, þannig að fólk geti sjálft valið hvort það hætti störfum t.d. á aldursbilinu 64-74 ára. Það á hvorki að vera lögþvingun né ein- hliða réttur atvinnurekanda að þvinga fólk til að hætta störfum þegar ákveðnu aldursmarki er náð. Allar rannsóknir benda til þess að ófrávíkjanleg starfslok fólks við ákveðin aldursmörk valdi ótfma- bærri hrörnun. f niðurstöðum hóprannsókna Hjartavemdar á árunum 1979- 1984 á fólki á aldrinum 67-74 ára kom fram að lyfjaneysla helst nokkuð óbreytt meðal karla og kvenna 47-66 ára en meðal kvenna 67-73 ára eykst neysla taugaróandi lyfja um 35% og svefnlyfja um 80%. Meðal karla eykst neysla taugaróandi lyfja um 50% á þess- um aldri. Athyglisvert er að neysla taugaróandi lyfja og svefnlyfja eykst mjög mikið eftir að fólk kemst á eftirlaunaaldur og hættir störfum. Nærtækasta skýringin er að fólkið þjáist af vanlíðan og leiða og finnst það hafi ekkert hlutverk og sé sett til hliðar í þjóðfélaginu. Smátt og smátt er einkarekstur- inn að taka upp þær reglur hins opinbera að svipta fólk fastráðn- ingu eigi síðar en þegar 70 ára aldursmarkinu er náð. Þau lög, sem í gildi eru um sviptingu fastráðningar starfs- manna ríkis eða bæjar, eru frá árinu 1935. Síðan eru liðin 53 ár. Þá var 70 ára maður oft farinn að heilsu, nú er öldin önnur. Leggja ber áherslu á eftirtalin atriði: hafa verið, fjalla um ástand hjá ófaglærðum og starfsmönnum í lægri launaflokkum en fáar um menntamenn og sjálfstæða at- vinnurekendur. Launþegar hætta störfum mun fyrr en þeir er starfa sjálfstætt. Algengast er að mennta- menn og atvinnurekendur eigi sér frekar áhugamál er koma í stað starfsins en verkamenn. Sá hópur, sem er mótfallinn því að hætta störfum við 67 ára aldur, er á bilinu 15-30% og allt að þriðjungur elli- lífeyrisþega á Norðurlöndum kemst illa af fjárhagslega. í kjölfar þessa hrakar oft næringarástandi ------------------------------------------=, A Líkamleg hæfni (S), t.d. vöðvastyrkleiki, nær að vísu hámarki snemma á æviskeiðinu (A), en margs konar önnur hæfni er óbreytt lengi uns hægfara hrörnun gerir vart við sig. leg og andleg örvun nauðsynleg, svo sem: 1. skyn- og hreyfigetu (sjónar, heyrnar og líkamshreyfinga), 2. andlegrar hæfni (minni hæfni til lausnar verkefna), 3. félagslegrar og sálrænnar að- lögunarhæfni. Tamt er að líta á mannsævina sem göngu á fótinn framan af með sífellt aukinni getu, en síðan halli undan fæti þegar lengra líður. Mynd 1 tákngerir slíkt viðhorf. Vitað er að frumum líkamans fjölgar og þær stækka fram að kynþroska og e.t.v. að 20-25 ára aldri, en í sumum tilvikum fer þá þegar að draga úr stærð þeirra og fjölda. Niðurstöður langtímarann- sókna, sem gerðar eru á mannslík- amanum með nútímatækni, sýna að þrátt fyrir það að viss rýrnun fruma líkamans byrji um 25 ára aldur eru breytingarnar litlar næstu 20 ár. Almennt benda rannsóknir til þess að breytingar á frumum líkamans með hækkandi aldri verði ekki verulegar fyrr en komið er yfir 65-75 ára aldur. Meira máli skiptir minnkun starfsgetu heldur en 3. Gefa þarf fólki rétt á að sinna hlutastarfi í „fastri vinnu" þegar aldur færist yfir. 4. Heilsufar fólks 64-74 ára er Áöur fyrr var rosknu fólki talið hollast aö setjast í helgan stein og hvílast, en þaö kemur ekki heim viö nútíma læknisfræöi- þekkingu og verður aö teljast með öllu úrelt stefna. 6. Enn fremur þarf að bæta lífeyri fólks svo það neyðist ekki til að vinna lengur en heilsa og hugur leyfa. betra en áður var, enda starfar nú helmingur fólks 67-74 ára fullan starfsdag en oft í íhlaupa- 5. Meðferð öldrunar er ekki alger hvíld heldur andleg og líkamleg örvun og þar af leiðandi eru lög um vinnulok við 67 eða 70 ára aldur ekki læknisfræðilega rétt- lætanleg. eykst, sérstaklega hjá konum. Námskeið til undirbúnings starfsloka hafa verið haldin „en margir eru tortryggnir á þau og halda að ýta eigi þeim út af vinnu- markaðinum". Hvort heldur vinnulok verða við tilskilinn hámarksaldur eða fyrr, leiða þau yfirleitt til skorts á verk- efnum og óvirkni. Áður fyrr var rosknu fólki talið hollast að setjast í helgan stein og 1. Það eru mannréttindi að halda óskertum starfsréttindum og eiga það ekki undir náð atvinnu- rekenda hvort viðkomandi heldur vinnu sinni. 2. Fólk á að halda áunnum eftir- launaréttindum en starfslok þurfa að vera mun sveigjan- legri, svo að fólk geti hætt störfum að eigin vali, t.d. á árabilinu 64-74 ára. Hér skal gripið ofan í skýrslu sem Ólafur Olafsson landlæknir og Þór Halldórsson yfirlæknir gerðu um mannréttindi og eftirlaunaald- ur. Heilsufar og aðstæður eftirlaunafólks „Flestar rannsóknir, sem gerðar hvílast, en það kemur ekki heim við nútíma læknisfræðiþekkingu og verður að teljast með öllu úrelt stefna. Líkamleg og andleg örvun Til að fólk haldi líkamlegri og andlegri hæfni sem lengst er líkam- myndrænar (morfologiskar) breyt- ingar. Mörg líffæri búa yfir mikilli aukagetu. Sum þeirra má skerða um 1 2 3A hluta án þess að nokkur greinileg starfsskerðing komi í ljós. Margs konar geta, sem skiptir okkur máli, nær hámarki um kyn- þroskaaldur en stendur síðan að mestu leyti óbreytt í langan tíma þar til hægfara skerðing verður með háum aldri, sbr. mynd 2. Vlllllllllillllllíllllllllllllllll Það er mikilvægt að benda á að á sumum sviðum geta menn aukið hæfni sína á miðjum aldri og býsna lengi fram eftir ævinni, sbr. mynd 3. Þess háttar getuaukning á t.d. við um störf hugans - störf sem reyna á greind og sérstaklega ef reynsla skiptir þar máli. Það hefur oft komið í ljós að fram að 70 ára aldri er andleg hæfni flestra lítt eða ekki skert og má jafna við getu þrítugra eða fer- tugra. Þó verður að taka fram að snerpunni hrakar heldur. Rannsóknir á sjötugu fólki fyrir og eftir þjálfun sýna að þjálfun eykur ekki aðeins vöðvastyrk held- ur aukast einnig meira viðbrögð skjótvirkra vöðvaþráða en hæg- virkra. Margar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna að með þjálfun hugans er hægt að hafa mælanleg áhrif á andlega getu, þ.e. þá getu sem menn búa yfir, sbr. mynd 4. Annars konar geta Líkamsþjálfun vinnur gegn aldursbreytingum í vöðvum og stoðkerfi. Hæfileg þjálfun getur hamlað beineyðingu og efnaskipta- breytingum. Þjálfun styrkir hjartavöðvann, þ.e. eykur slagrúmmál hjartans og þol. Niðurstöður Þótt heilsufar fólks 65-74 ára á Norðurlöndum hafi ekki versnað heldur mun frekar batnað hin síð- ari ár fer í vöxt að fólk láti af störlum jafnvel áður en eftirlauna- aldri er náð. Vinnulok við 65-70 ára aldur leiðir oft til stöðnunar og óvirkni. Slíkt er ekki læknisfræðilega rctt- lætanlegt eins og nú horfir við og leiðir oft til ótímabærrar hrörnunar og innlagna á stofnanir eins og mörg dæmi cru til um. Meðferð öldrunar cr ekki algjör hvíld, held- ur andleg og líkamleg örvun." Tilvitnun lýkur. Ég tel að starfslöngun fólks rninnki við 74-75 ára aldur hér á landi og unt leið og það gerist hefst ævikvöldið í sátt við lífið og tilver- una. Nú þegar fólkið er rekið hcim sjötugt veldur það innri baráttu og kvíða. Oft kvíðir fólk fyrst sínum efnalegu kjörunt við þessi umskipti og fer síðustu árin fyrir sjötugt að leggja á sig meiri vinnu til að safna til mögru áranna og þannig bilar oft heilsan vegna of mikils álags. Við sjáum mörg dæmi um fólk sem á stuttum tíma við starfslok um sjötugt fitnar og slappast við inni- veru og hreinlega deyr drottni sínum á ótrúlega stuttum tíma. Það er t.d. athyglisvert að bændur og sveitafólk, sem hefur að vísu unnið erfiðan dag, hefur um sjö- tugt tíu árum lengri lífslíkur en aðrir þjóðfélagshópar. Skyldi ekki vera samhengi á milli þess að sveitafólkið í flestum tilfellum hefur hlutverki að gegna, starf og ábyrgð löngu eftir að það er orðið sjötugt? Margir nefna eitt atriði sem vandamál ef fólk fengi að starfa til 74 eða 75 ára aldurs en það er að endurnýjun í forystu- störfum yrði vandamál. Yrði sú leið farin að lengja starfsævina, væri sjálfsagt að menn hyrfu úr verkstjórn og forystuhlut- verki við t.d. 67 ára aldur. Enda hef ég aldrei skilið það hversu sjaldgæft það er í íslensku atvinnu- lífi að menn hverfi í tíma úr forystu og sinni áfram almennum störfum þegar henni lýkur. Oddaflug ákveðinna fuglategunda gæti verið okkur leiðarvísir í þessu. Þeir of- gera aldrei forystufuglinum, setja hann eftir hæfilegt erfiði inn í hliðarröð en beita öðrum fram í oddinn þar sem mest mæðir á. Æskilegast væri að fólk gæti dregið hægt og sígandi úr vinnu, t.d. á tíu árum. Minnkað vinnu úr 100% í 75%, úr 75% niður í 50%. Það er hófið og hin hægu en markvissu skref á öllum sviðum sem eru mikilvægust, jafnt í einka- lífi sem atvinnurekstri eða við að stjórna þjóðarskútunni sjálfri. Guðni Ágústsson, alþm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.