Tíminn - 28.12.1988, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 28. desember 1988
II lllillll
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
BirgirGuðmundsson
Eggert Skúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr.
465,- pr. dálksentimetri.
Póstfax: 68-76-91
Kvennastörf
á landsbyggðinni
Sex þingmcnn Framsóknarflokksins, Unnur Stef-
ánsdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Jón Kristjánsson,
Ólafur F. Þórðarson, Stefán Guðmundsson og
Aiexander Stefánsson, flytja á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um að efla atvinnu fyrir konur í
dreifbýli.
í greinargcrð fyrir tillögu þessari er lögð áhersla
á, að þróun í landbúnaði og almcnn þróun atvinnu-
þátttöku kvcnna í þjóðfélaginu, gerí það nauðsynlegt
að huga að aðstöðu kvenna í dreifbýli hvað varöar
möguleika til þess að sinna tekjuskapandi störfum,
vera raunverulegir þátttakendur í störfum á vinnu-
markaði.
Flutningsmenn benda á þá staðreynd, að staða
sveitahúsfreyjunnar hal'i gjörbreyst frá því sem áður
var, meðan hún tók beinan þátt í að stýra stóru búi,
þar sem margt fólk vann að bústörfum. Nú er þannig
komið, segja flutningsmenn, að búin í landinu eru
víða ckki stærri cn svo og vélvæðingin það mikil að
á 40% allra búa er ekki vinna fyrir nema einn aðila.
Tillöguflytjendur bcnda á að vegna hefðbundinnar
verkaskiptingar kynjanna sé það í flestum tilfellum
konan, sem veröur að sætta sig við skerta atvinnu-
möguleika við bústörf. Þróunin kemur þannig beint
niöur á konum og stöðu þcirra.
Flutningsmenn taka það fram, að þetta vandamál
dreifbýliskvenna sé ekki séríslenskt fyrirbæri, heldur
sé viö sama vanda að stríða víðast í Evrópulöndum.
Þróun og skipulag sveitabúskapar, atvinnumöguleik-
ar í sveitum og hefðbundin viðhorf til starfaskipting-
ar, fæla konur burt úr sveitum. Þær hafa þar ekki
nægum verkum að sinna. Atvinnutækifærin í dreif-
býlinu eru fábreytt og hvorki í takt við nútímaþjóð-
félagsgerð né þörf og kröfur um að konur jafnt sem
karlar starfi á almennum vinnumarkaði. Þetta leiðir
alls staðar af sér sömu þróun, að konum fækkar í
sveitum. í Svíþjóð eru t.d. 20% sænskra bænda
ókvæntir. Ekki birta flutningsmenn beinar saman-
burðartölur að þessu leyti frá íslandi, en upplýsa í
greinargerðinni, að samkvæmt hagtölum séu 1770
færri konur í íslenskunt sveitum en karlar.
Flutningsmenn segja réttilega, að ef sveitir lands-
ins eigi áfram að vera lifandi samfélög, verði að auka
fjölbreytni atvinnumöguleikanna þar og skapa fyrst
og fremst fjölbreytta atvinnu fyrir konur á öllum
aldri. Fjöldi kvenna vill búa í sveit, ekki síður en
karlar, en nauðsynlegt er að gera sveitakonum kleift
að njóta sem verða má hliðstæðra tækifæra til
atvinnu og konum bjóðast í þéttbýli.
Flutningsmenn þessa þingmáls segja að lokum í
greinargerð sinni, að í málefnasamningi núverandi
ríkisstjórnar sé ákvæði um, að sérstakt átak verði
gert til að auka fjölbreytni í atvinnu kvenna á
landsbyggðinni. Tillöguflytjendur vilja minnaá þetta
ákvæði stjórnarsáttmálans og segja að gera þurfi
áætlun um samræmt átak á þessu sviði.
Tíminn telur að hér sé hreyft athyglisverðu máli,
sem stjórnvöld og bændasamtökin þurfi að láta til sín
taka.
GARRI
Eg skal, ég skal
Þegar seinni ritunartími hófst á
íslandi með tilkomu skáldsagna
Jóns Thoroddsens var þjóðin vel
búin undir viðtökur, enda hafði
hún unað við rímur sér til gamans,
sem oft og tíðum var mesta dóma-
dagskjaftæði, en vinsælt engu að
síður. Skáldsagnagerð Jóns Thor-
oddscns þótti út af fyrir sig engum
tiðindum sæta. Hún hefur eflaust
verið talin sjálfsögð og eölilegt
framhald á rímnasögum og öðru
því frásagnarlegs eðlis sem al-
menningur lét sér um munn fara.
Ókjör af skáldsögum fylgdu í kjöl-
farið, einkum fyrir og um miðbik
20. aldar. En nú eru litlar sögur af
þeim. Helftin af þeim er gleymd og
grafin og verður væntanlega ekki
rifjuð upp. Bókaútgáfa í dag, þetta
400-500 titlar á ári, hefur á sér svip
iðnaðar, og er svo jafnvel komið
að þrautagangan til skáldskapar er
hvorki lcngri eða erfíðari en svo,
að nú eru synir farnir að taka við
af feörum við skáldskapariðkanir,
og má ekki á milli sjá hvort það
þykir í sjálfu sér merkilegra en
pródúktið. Meö miklu vafstri til
„hjargar“ bókmenntunum hamast
fjölmiðlar fyrir hver jól við að
koma á vettvang framleiöslu skáld-
skaparins í landinu. og fer þetta
oftast þannig að „sniöugustu“ út-
gefcndurnir fá mesta sölu í bækur
sínar. En þetta kemur bók-
menntunum auövitað ekkert við.
Ekkcrt sannar það frekar en sú
ógnarstóra glatkista, sem geymir
snilldarverkin frá liðnum árum.
Þáttur um Halldór
En mitt í þeim nútíinalega
rímnakveðskap sem nú er stundað-
ur og gengur undir nafninu bók-
menntir, sendir Stöð 2 frá sér fyrri
þátt um Halldór Laxness. Það er
dálítið inerkilegt að sú stöð skuli
verða til að sinna alvörumanni
innan greinar bókmenntanna á
sama tíma og stöðin er þekkt fyrir
að hamast með unga höfunda áður
en þeir komast til vits og ára.
Halldór Laxness er nú tekinn
fast aö cldast, en í raun er hann af
þeirri stærðargráðu scm íslenskur
höfundur, að furðu sætir hvað lítið
sést af honum í annars frægðar-
sjúkum fjölmiðlum, sem búa jafn-
vel frægðina til sé hún ekki fyrir
hendi. Þátturinn um ævi hans sem
nú hefur verið sýndur er í raun
réttri mjög merkilegur, einnig fyrir
unga höfunda. Hér hefur sá háttur
verið hafður á vegna mannfæðar
og þvi lítillar umsetningar, að höf-
undar hafa verið að rita bækur í
hjáverkum, frá námi, húsvarðar-
störfum eða búskap. Auðvitað
kann þetta ekki góðri lukku að
stýra. Aðeins sárafáir menn, þeir
sem skrifa, þurfa ekki að vinna
fyrir sér sem kallað er, en eru á kafí
í margvíslegu listabrauki. Þeir eru
frekir til sjóða sem eðlilegt er og
ákafamenn um að ekki sé veitt fé
til rithöfunda nema þeir séu at-
vinnulausir.
Keyptur tími
Engir sjóðir voru til þegar Hall-
dór Laxness var að byrja að gefa út
bækur. En honum tókst að bjarga
gáfu sinni með ýmsu móti. Miklu
skipti fyrir tíma fjölmiðlafársins,
að gáfaðir einstaklingar fundu til
mikillar samkenndar með Halldóri
og vildu allt gera til að greiða götu
hans. Um tíma yar hann kaþólskur
og hafði af því nokkurt framfæri.
Erlendur í Unuhúsi veitti honum
það menningarlega atlæti sem
hann þarfnaðist þegar hann var hér
heima. Morgunblaðið gerði sér títt
um unga skáldið, kannski mest
fyrir hvað því fannst það sérkenni-
legt, ungur maður sem alltaf var í
siglingum á tíma þegar engir sigldu
nema grósserar og einstaka
menntafátæklingur. Seinna varð
Halldór sósíalisti og naut góðs
atlætis þeirrar maskínu allt til þess
að hann kvaddi í kringum Nóbels-
verðlaunin. En lengst af þennan
tíma hafði Halldór engar tiltakan-
legar tekjur af bókum sínum. Hið
margvíslega viðurværi og keyptur
tími til að sinna ritstörfum hlaut
því að koma annars staðar frá.
Þessa er auðvitað að engu getið, en
sorgleg dæmi hafa af þessu sprottið
eins og Gerska ævintýrið. Hitt er
þó mikilsverðara að á tímum sjóða-
leysis voru alltaf uppi menn, sem
reyndu að sjá hag Halldórs borgið.
Heljartak
Það hlýtur að vera upplýsandi
fyrir unga rithöfunda að sjá hverjir
erfiðleikar urðu á vegi Halldórs í
byrjun. Þótt nú orðið þyki erfið-
leikar hans aðeins upprifjun á
ævintýrum ungs manns, stóð hann
■ meiri og harðari baráttu en höf-
undar í dag væru reiðbúnir að
leggja á sig, einkuni þar sem auð-
velt er að baða sig í frægðarljóma
fjölmiðlanna. í tvígang er til þess
vitnað að Halldór ritaði í bréfum:
Ég skal, ég skal. Og árangurinn
varö eftir því.
Halldóri Laxness tókst ætlunar-
verk sitt að verða mestur íslenskra
rithöfunda í samtímanum. Renni
cinhvcr grun í fábreytileika ís-
lensks þjóðfélags um það leyti sem
hann skrifar Barn náttúrunnar og
fer fyrst til útlanda, getur sá hinn
sami gert sér í hugarlund hvílíkt
heljartak það var fyrir Halldór að
hugsa eins og hann gerði og skrifa
eins og hann gerði, og skrifaði allar
götur síðan. Nú tala menn mikið
um nútímann og þykir hann allra
tíma merkilegastur. $é tekið mið
af Jóni Thoroddsen og síðan Hall-
dóri Laxness, og þeirrar glatkistu
sem cr þar á milli getur hver sem
vill reiknað út tilgangsleysi 500
bókartitla á ári. Garri
llllllllllllllll VÍTT OG BREITT lllllllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll 1111111
Ástlaus hrollvekja
Miklu var til kostað að gera
jóladagskrár sjónvarpa ríkmann-
lcga úr garði og ntikið var það
steigurlæti sem fram kom í svo-
kölluðum kynningum á innlendum
dagskrárliðum.
Þar scm sjónvarpsfólk er orðið
helsta viðfangsefni sjónvarpsstöðv-
anna er ekkert við það að athuga
þótt ríkissjónvarpið geri tvö löng
viðtöl við einn starfsmanna sinna,
sem fenginn var til að búa til bíó
um þjóðsöguna um djáknann frá
Myrká, sem orðin er allþekkt á
síðustu og bestu fjölmiðlatímum.
Viðtölin við bíóstrákinn voru
nokkurn veginn samhljóða, en í
þeint báðum sagðist hann hafa fært
gömlu draugasöguna upp á nútím-
ann og fjallaði hún um fagra ást
sem nær út yfir landamæri lífs og
dauða og þvælt var um það aftur
og aftur, að sá framliðni hafi aðeins
viljað njóta ástar og veita hana og
allt var þetta svo fallegt og gott.
Nútímadjákninn á alls ekki að
vera hryllingsmynd, heldur fjallar
hún um ást og ástarþrá, að því er
höfundur og leikstjóri ætlar.
Poppað og nöturlegt
En mikið andskoti var ást mótor-
hjóladjáknans upppoppuð og
nöturleg ef sá skilningur er réttur
að allt hafi þetta átt að vera svo
fallegt og gott.
Sjónvarpsdjákninn, sem þjóðin
hefur nú eignast, er fyrst og síðast
hryllingsmynd. Deila má um ágæti
hennar sem siíkrar, en það er sama
hve margir núverandi og fyrrver-
andi starfsmenn sjónvarpsins og
þar með vinnufélagar höfundar,
ræða við hann um að Itann hafi
búið til ástarsögu úr draugasögu,
eftir stendur ekkert annað en hroll-
urinn.
Að búa til hryllingsbíó er ekkert
ómerkilegra verkefni en hvað
annað. En þá á líka að kalla
kvikmyndaverkið hrollvekju, en
ekki eitthvað allt annað og síst af
öllu ljúfa ástarsögu.
Annars var tvítekna viðtalið um
margt fróðlegt. Þekkt draugasaga í
nútímabúningi er ranghermi og
sýnir hvað sjálfumglatt sjónvarps-
fólk er langt úti í eternum að aka.
Allt eins má kalla jólahrollvekj-
una íslenska útgáfu af Gauks-
hreiðrinu, Ormagryfjunni eða ótal-
mörgum öðrum erlendum kvik-
myndum, sem gerast á geðveikra-
stofnunum og komast í tísku annað
slagið.
Sá geymslustaður vitfirringa sem
höfundur kóperar á ekkert skylt
við íslenskar geðdeildir, enda seg-
ist hann sækja það yrkisefni til
suðurfylkja Bandaríkjanna. Öðr-
urn er hulið hvernig það þvælist inn
í íslenska þjóðsögu og að ókræsi-
lega framreiddar nauðganir á sjúk-
lingi séu eitthvað annað en hryll-
ingur.
Annars hefur hinn hugmynda-
ríki höfundur nýja djáknans einnig
orðið fyrir áhrifum af stórvirkinu
um heilsubælið í Gervahverfi og
má segja að vfða standi verk hans
fótum, því minni og brellur eru
sóttar vítt og breitt um kvikmynd-
asöguna.
Mótorhjóladjákninn er ágætur
hryllingur og frá því sjónarmiði er
kannski eðlilegt að sigur elskusem-
innar hreki stúlkukind inn í ein-
semd vitfirringar. En elsku góða
sjónvarpsfólk. Reyniðekki aðtelja
okkur hinum trú um að jólahroll-
vekjan í ársé íslensk þjóðsaga, eða
að hún fjalli um hugtakið ást.
Og svo hitt sjónvarpsundrið.
Hvað kemur langdregni reyfarinn
um morð og ágengni tveggja karla
um ástir móður tveggja drengja
patcr Jóni Sveinssyni við? Og hvers
vegna er verið að sýna íslenskum
lesendum Nonnabókanna þessi
ósköp? OÓ