Tíminn - 28.12.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.12.1988, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 28. desember 1988 Tíminn 3 Týndist „kreppan“ í jólaösinni? Enginn samdráttur í jólaversluninni Kreppan margumtalaða kom ekki fram í innkaupum landsmanna fyrir jólin. Af viðtölum við kaupmenn má merkja að salan var með svipuðu móti og í fyrra. Notkun á greiðslukortum var síst meiri fyrir þessi jól, virðist jafnvel vera heldur minni ef miðað er við þær tölur sem nú liggja fyrir hjá greiðslukortafyrirtækjunum. Þess má jafnframt geta að ekki hefur aukist að fólk fari fram úr úttektarheimildinni. Tíminn setti sig í samband viö nokkra kaupmenn til að kanna hvort staðhæfingar stjórnvalda um kreppuástand í landinu fengju stað- festingu í samdrætti í jólainnkaupum landsmanna. Kaupmennirnir sem talað var við voru sammála unt það að í jólaösinni hafi ekki verið hægt að merkja að fjárráð fólks væru eitthvað minni en áður. Notkun á greiðslukortum vifðist vera nokkuð mismunandi eftir teg- undum verslana. í stórmörkuðunum var notkunin hlutfallslega mesl.,. í Miklagarði fengust t.d. þær upplýs-'1 ingarað hún væri urn 60% af heildar- sölunni. í bókaverslunum var helm- ingur jólasölunnar tekinn út á greiðslukort. 'V • í skartgripa- og heimilistækja- verslunum virðist notkun greiðsluk- orta vera mun niinni. í viðtölum við verslunarstjóra í slíkum verslunum kom fram að staðgreiðslur á dýrum hlutum voru ótrúlega algengar fyrir jólin. Sem dæmi má nefna að hjá Bræðrunum Ormsson voru greiðslur nteð greiðslukortum aðeins 15-20% af heildarsölunni og í langflestum tilfellum var varan staðgreidd. Er þar um að ræða upphæðir frá 35 þúsund krónum og allt upp í 300 þúsund krónur. í versluninni Gull rtg Silfur fengust þær upplýsingar að salan á dýrunt skartgripum var töluverð fyrir þessi' jól og síst minni en í fyrra. Yfirleitt voru gripirnir staðgrciddir og veröið. var allt upp í 300 þúsund krónur. Algengast var þó aö keyptar væru gjafir fyrir um tíu þúsund krónur. Þess má geta að góð sála í gjafa- vörum virðist ekki hafa haft áhrif á áfengiskaup landsmanna fyrir jólin. í viðtali við verslunarstjóra hjá ÁTVR kom fram að fljótt á litið væri salan vera mjög svipuð að magninu til og í fyrra. Erfitt er að segja til um hvort krepputal stjórnmálamanna eigi sér stoð þrátt fyrir líflega verslun fyrir jólin. Einn kaupmannanna sent Tíminn ræddi við var á þeirri skoðun að allt tal um kreppu hefði þann eina tilgang að draga úr neyslunni en ef litið væri til sölunnar fyrir jólin væri Ijóst að stjórnvöld töluöu fyrir dauf- um eyrum og almenningur skynjaði stöðuna á annan veg en stjórnvöld gera. SSH Jólaös í Kringlunni á Þorláksmessu. Týndist „kreppan" í innkaupunum? Tíminn: Cunnar Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda: Mótmæla álagn- ingu vörugjalds Rcvkholtsskóli í Borgarfírði. Vatnsleki í Reykholtsskóla: Tværkennslustofur skemmdust talsvert Tvær kennslustofur í Reykholts- skóla skemmdust talsvert þegar heitavatnskrani gaf sig í einni skóla- stofunni á efstu hæð skólahússins. Vatnið lak sem leið lá niður milli hæða og skemmdust m.a. loftplötur sem nýlega hafði verið komið fyrir. Snorri Jóhannesson yfirkennari í Reykholtsskóla sagði f samtali við Tímann að lekinn hefði uppgötvast um hádegisbilið í gær og var auðsjá- anlegt að vatnið hefði þá lekið um nokkurn tíma. Ekki er að fullu ljóst hvenær leiðslan gaf sig, en síðast var farið í skólann á jóladag og var þá ekkert óvenjulegt að sjá. þannig að heita vatnið hefur ekki lekið meir en í um sólarhring, þar til það uppgötv- aðist á hádegi í gær og var unnið við það síðdegis að þurrka vatnið upp. „Þetta mun hafa verið krani sem lá upp í vask í kennslustofu, sem cr á efstu hæð í austurhluta skólahúss- ins,“ sagði Snorri. Vegna hita var ekki viðlit að fara inn í kennslustof- una þar sem kraninn gaf sig og urðu mestar skemmdir á þeirri stofu og stofunni á næstu hæð, auk þess sem minni skemmdir urðu á öðrum stofum. Skólabyggingin er þrjár hæðir auk kjallara og hafði vatnið lekið frá þeirri efstu og niöur í kjallara, þar sem það hafði síðan lekið út um sprungur í gólfi kjallárans. Snorri sagði að skemmdir væru einkum á loftplötum sem nýlega hefði verið komið fyrir, en gólfdúk- urinn virtist ekkert eða lítið hafa skemmst, og skemmdir minni en ætla mætti þar sem um hcitt vatn var að ræða. Aðspurður hvort menn gerðu sér grein fyrir tjóninu sem af þessu hefði hlotist, sagði hann svo ekki vera. Hann sagði að þctta kæmi ekki til með að hafa áhrif á skóla- haldið og lekinn engin áhrif haft á rafmagnið. -ABÓ Húsgagna- »g innréttingaiönaöur á mjiig í vök aö vcrjast, aö því cr frain kcniur ályktun scm sainþykkt var á fclagsfundi hjá Fclagi hós- gagna- »g innréttingaframleiöenda nýveriö. Félagiö mótmælir harölcga þcirri aöför aö íslcnskum húsgagna- og innréttingaiönaöi, sem felst í frumvarpi uin brcytingu á lögum um vörugjald, scm ríkisstjórnin hcfur lagt fyrir Alþingi. í þessu sambandi bcndir félagið á að íslcnskur húsgagna- og innrétt- ingaiðnaöur hefur árum saman átt í mjög harðri samkcppni viö crlenda aðila og samkcppnisaðstaðan stór-. um versnaö á undanförnum misser- um vegna fastgcngisstcfnu, óhóflcgs fjármagnskostnaðar og erfiðra starfsskilyrða, segir í ályktuninni. Þá kemur fram að þrátt fyrir mikið uppbyggingarstarf íslenskra hús- gagnaframleiðenda, helur markaðs- hlutdeild þeirra sílellt farið minnk- andi, allt frá unt 73% á árinu IÓ77 niður í um 32% á síðasta ári. I innréttingalramleiðslu hcfur innlend markaðshlutdeild cinnig minnkaö stórlega, eða úr um 90% niöur í um 52% á síöasta ári. „Að leggja vörugjald á íslensk húsgögn oginnréttingarogjafnframt á hráefni til þeirrar framlciðslu er því forkastanlcgt og lýsir óskiljan- legri vanþckkingu eða skilningsleysi stjórnvalda á samkcppnisstöðu þessa iönaðar," scgir í ályktuninni. Ef vörugjaldið vcrður að veruleika. segir í ályktuninni, mun það lciða til að mörg fyrirtæki vcrði að hætta starfsemi og hluti þeirra 1400 manna sem við hann starfa missi því atvinn- una. -ABÓ Ekið á mann á gönguskíðum Ekiö var á mann á gönguskíöum á Ólafsfjarðarvegi skammt fyrir norðan bæinn Hof í Arnarneshrcppi skömmu eftir klukkan níu í fyrra- kvöld. Hann var fluttur á sjúkrahús- ið á Akurcyri ogNíðan mcð flugvél til Reykjavíkur þar sem hann liggur nú mjög þungt haldinn á sjúkrahúsi. Hann var við annan mann á gönguskíðum á letð milli ba:ja í sveitinni. Þeir stoppuðu til ;iö ræða við kunningja sinn sem þeir mættu þar á btl. cn skömniu siöat korn annar bíil norðanað og ók á annan manninn með fyngs'cindum at-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.