Tíminn - 28.12.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.12.1988, Blaðsíða 20
 Atjan man. binding 0 7,5% ▼ ▼ RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 ÞROSTUR 685060 SAMVINNUBANKINN VANIR MENN # Iíniinn Ný skráningarnúmer bifreiða taka gildi um áramót, um leið og Bifreiðaskoðun íslands tekur til starfa: Fyrsta merkið á ráðherrabíl Um áramótin tekur Itil'reiðaskuðuii íslands hf. til starfa og tekur þá jafnframt að mestu leyti við hlutverki Bifreiðaeftirlits ríkisins, sem verður lagt niður. Þá taka ný skráningarnúmer, svokölluð merki, gildi um áramótin og frá þeim tíma verður útgáfu gömlu „svart- hvítu“ númeranna hætt. Heimilt verður þó að nota þau gömlu áfram, en æskilegt að bifreiðaeigendur skipti um númer til þess að breytingin verði hröð og almenn á sem stystum tíma. Forniðamenn Bifreiðaskoðunar islands hf. búast við að um fjörutíu [rúsund bílar vcrði komnir með nýju númerin eftir áriö. Þar eru meötaldir nýir bílar cr koma á götuna og fá sjálfkrafa nýju númer- in. Fyrst um sinn verður starfsemi Bifrciðaskoðunar íslands rekin með svipuðu sniði og Bifreiðaeftir- lit ríkisins, hvað varðar skoðun Hér sést bifreiö Halldórs Ásgrimssonar, dómsniálaráAherra nieft nýja númeriö, og starfsmaAur bifreiAaeftirlitsins meA gamla númeriA. Halldór fékk „merkiA“ HP 741. Tímamyndir: Pjelur. bifrciða, en áformað er að reisa fullkomnar skoðunarstöðvar í Reykjavík, á Selfossi, í Keflavík og á Akureyri. Þá verða svokallað- ar einmenningsstöðvar í öllum kjördæmum, og skoðun í dreifð- ustu byggðunum verður í formi skoðunarstöðvar, sem færanleg er um landið. Fullkomin skoðunar- tæki vcrða notuö um landið allt til að tryggja samræmda skoðun og sem best ástand ökutækja í um- fcrðinni, og á það jafnframt að stuðla að bættu umferöaröryggi. Innköllun ökutækja til skoðunar verður þannig háttað, að síðasti tölustafur skráningarnúmers segir til um þann mánuð sem færa á viðkomandi ökutæki til skoðunar, en skoðun skal hafa farið frani í síðasta lagi fjórum mánuðum seinna. Sc t. d. síðasti tölustafur 3 á að skoða bílinn í mars, en í síðasta lagi í júli. Tekið verður upp pantanakerfi þannig að hægt verð- ur að panta skoðunartíma símleið- is, og mun það væntanlega koma í veg fyrir biðraðir. Eigendaskipti ökutækja ber að tilkynna til Bifreiðaskoðunar fs- lands hl. á þar til gerðum eyðu- blöðum hjá pósthúsum eða í af- greiðslum fyrirtækisins. Númeraskiltin verða framvegis framleidd í fangelsinu á Litla- Hrauni samkvæmt ákvörðun dómsmálaráðherra og kaupir Bif- 384 AE 001 Tvö efstu númerin eru „venjuleg“ númer, þá kemur númer sem varn- arliðið á Keflavíkurflugvelli mun nota, en þau eru gul að lit, CD númerin verða fyrir sendiráðin, græn að lit, og það neðsta, bráða- birgðanúmer, rautt aö lit. reiðaskoðun íslands hf. skiltin það- an til endursölu. Nýr vélabúnaður hefur verið keyptur frá Þýskalandi og kostar hann um 1,4 milljónir króna. Koma þrír fangar til með að hafa fullt starf við gerð númeranna. I gær var dómsmálaráðherra, ásamt fréttamönnum boðið að Litla-Hrauni, m.a. til að skoða nýju númerin og aðstöðuna. Var dómsmálaráðherra, Halldóri Ás- grímssyni, aflient fyrsta númerið, og varö honum að orði að honum fyndist verst að missa zetuna sfna, en þetta þýddi væntanlega að nú væri hún dottin út fyrir fullt og allt. Halldór sagði ennfremur í sam- tali við Tímann, aö hann væri mjög ánægður með nýja fyrirkomulagið, hann hefði lengi verið hlynntur þessu fyrirkomulagi og þetta yrði allt miklu cinfaldara og betra með nýju númerunum. Þá kvaðst Hall- dór einnig ánægður með þá vinnu, sem þetta kæmi til með að skapa föngum á Litla-Hrauni. Elk Feröalangar víða í hrakningum yfir jólahátíðina: Fimm tíma akstur yfir Hellisheiði Fjölmargir ferðalangar lcntu i hrakningum á Hellisheiði á jóladag og tók það allt að fimm tíma að aka yfir heiðina. Lögreglan á Selfossi og í Rcykjavík þurfti að aöstoöa fjölda fólks sem lagt hafði á heiðina og lent í crfiðleikum. Þurftu nokkrir öku- menn að skilja bíla sína ef'tir, sem voru vanbúnir til aksturs við þessar aðstæður. Þá fóru nokkrir bíla út af veginum. Þessir erfiðleikar stöfuðu einkum af því hversu mikill skafrenningur var og hálka. Að sögn Ólafs Torfa- sonar vegaeftirlitsmanns festi snjó aöallega í Kömbunum sem skamnta stund tók að hreinsa burt og var vcgurinn yl'ir heiðina að mestu auður að öðru leyti, en gífurleg hálka var á tímabili, sem gerði ökuniönnum erfitt fyrir. Þá lentu ökumenn í talsverðum erfiðleikum á öörum vegum í nágrenni Reykjavíkur á jóladag, m.a. á Reykjanesbraut og Vesturlandsvegi. Þá olli veðrið einnig nokkrum árekstrum í Reykjavík, enjda skyggni lítið, en engin slys urðú á fólki. í gær gcrði einnig mjög slæmt' veður á Hellisheiðinni og lentu nokkrir bílar þar í erfiðleikum. Var þar einkum um að ræða illa búna bíla. Þegar veðrið tók að lægja með kvöldinu fóru starfsmenn Vegagerð- arinnar upp á heiðina og mokuðu snjó sem safnast hafði í skafla í burtu. Að öðru leyti var ágætis færð í grennd við Reykjavík í gær. Fært var vestur á firði, góð færð á Snæ- fellsnesi, í Dölum og í Reykhóla- sveit. Sömu sögu var að segja með Holtavörðuheiði norður um til Ak- ureyrar og nteð ströndinni. allt norð- urtil Vopnafjarðár. -ABÓ/sá Toyota sem farið hafði útaf á Þrengslavegi. Bíllinn var auður og yfirgefilln. Iim.nn,ndir Pjclur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.