Tíminn - 28.12.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 28.12.1988, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 28. desember 1988 Tíminn 13 111! ÚTLÖND Gyðinglegir landnemar á hernumdu svæðunum: Hyggjast stofna nýtt gyðingaríki Nýtt gyðingaríki „Júdea“ verður stofnað á hinum hernumdu svæðum á Vesturbakkanum og á Gazasvæð- inu í næsta mánuði til að mótmæla aðgerðaleysi ríkisstjórnar ísraels við að innlima þessi viðkvæmu svæði. Þá verður búið að lýsa yfir stofnun tveggja ríkja, annars vegar Palestínuríki araba og hins vegar Júdeu gyðinga. Það var rabbíinn Michel Ben-Hor- in sem skýrði frá þessu á mánudag- inn, en hann er leiðtogi Kach flokks- ins sem fylgir mjög róttækri strang- trúarstefnu og Síonisma. -Við munum fylla það stjórnmála- lcga, varnarlega ogfélagslega tómar- úm sem ríkir í Júdeu, Samaríu (vesturbakkinn) og á Gazasvæðinu. Þetta mun verða þverstæðukennt ríki. Við munum lýsa yfir sjálfstæði með það að markmiði að sameinast Ísraelsríki, sagði Ben-Horin. Fáni hins nýja ríkis á að verða eins og fáni Ísraelsríkis nema hvað mynd af ljóni og sjö arma ljósastiku auk hinnar hefðbundnu Davíðsstjörnu. Um það bil 70 þúsund gyðingar búa nú á nýbýlum á hernumdu svæðunum þar sem 1.7 miiljónir araba búa. Landnemar gyðinga á hernumdu svæðunum hyggjast stofna þar nýtt gyðingaríki. Þeir telja ríkisstjórnina í ísrael hafa svikið sig þar sem svæðin hafa ekki verið innlimuð í Israel. Líbýa: Arabar samstíga gegn hótunum Bandaríkjamanna Arabaríkin eru samstíga í því að grípa til róttækra aðgerða gegn Bandaríkjunum ef Bandaríkjamenn gera loftárás á nýja efnaverksmiðju í Líbýu sem Bandaríkjamenn stað- hæfa að framleiði eiturefni í efna- vopn. Gaddafi leiðtogi Líbýu segir hins vegar að slíkt sé Ijarri lagi, heldur muni verksmiðjan framleiða ýmis lyf. Það var sjálfur Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna sem hótaði að eyðileggja efnaverksmiðjuna þar sem hún væri ógnun við „hinn frjálsa heim". Minnugir loftárásar Bandaríkja- manna á Trípólí og Benghazi árið 1986 þegar átti að koma Gaddafi fyrir kattarnef fóru Líbýumenn fram á fund í Arababandalaginu vegna Sjálfur hryðjuverkakóngurinn Abu Nidal heimsótti í gær frönsku stúlkurnar tvær sem sleppt var úr gíslingu í Líbanon eftir að hafa dúsað hjá mannræningjum ásamt móður sinni í rúmt ár. Nidal óskaði Marie-Laure og Virginie góðrar heiptf^rðar áður en þær héldu til æffingja sinna í París. Stúlkurnar eru dbeins sex og sjö ára gamlar. Það mun vera að tilstuðlan Gadd- umrnæla Bandaríkjaforseta. Araba- bandalagið var sammála um að taka hart á málinu ogjafnvel Saudi-Arab- ar sem cru hvað dyggastir stuðnings- menn Bandaríkjamanna í Araba- heiminum hyggjast beita sér af alefli gegn Bandaríkjamönnum ef loftárás verður gerð. - Ríki okkar gera sér grein fyrir hversu alvarlegar ásakanir Banda- ríkjamanna eru og vara við hvers- konar áreitni gegn aðildarríkjum Arababandalagsins. Það er Ijóst að öll aðildarríkin muni sýna fullkomna samstöðu með Líbýu, sagði Chedli Klibi framkvæmdastjóri Araba- bandalagsins. Líbýumenn hafa boðið hvaða sér- fræðingi sem er að heimsækja lyfja- verksrúiðjuna í Rabta við opnun hennar eftir þrjá mánuði. afis leiðtoga Líbýu sem stúlkunum var sleppt, en ættingjar þeirra hafa reynt sitt ýtrasta til að fá þær og móður þeirra leystar úr haldi. Móðir stúlknanna mun áfram verða í haldi hjá Palestínumönnun- um í Fatha byltingaráðinu sem Abu Nidal leiðir. Samtökin halda því fram að hún hafi ásamt fimm Belgum sem einnig eru í haldi, njósnað fyrir ísraela. Borgarastyrjöldin á Filippseyjum: Herinn að ná yfir- höndinni Herinn á Filippscyjum cr að öllum líkindum að ná yfirhönd- inni í borgarastyrjöldinni gcgn skæruliðum kommúnista sem barist háfa gcgn stjórnvöldum um árabil. Varnarmálaráðherra Filippscyja Fidcl Ramos hélt þessu fram í gær. - í fyrsta sinn í langan tíma höfum við náð tökum á skærulið- um kommúnista, sagði Ramos þegar hann skýrði frá nýrri sókn gegn skæruliðum. Ramos skýrði fréttamönnum frá því að á þessu ári hcfðu 3752 verið drcpnir í átökum stjórnar- hers og skæruliða, cn árið 1987 voru 3812 drcpnir. Á þessu ári féllu 912 hermenn, 1913skærulið- ar og 927 óbreyttir borgarar. Ramos sagði að með nýrri sókn væri skæruiiðum haldiö fjær og fjær markmiðum sínum, scm er að ná völdum á cyjunum. Þá virðist einnig barátta skæru- liða múslíma á syðstu eyjum Filippseyja einnig vera að fjara út. Rúmlega þúsund leiðtogar skæruliða gáfust upp á eyjunni Mindanao eftir að stjórnvöld buðu þeim sakaruppgjöf. Þar hafa múslímar barist fyrir sjálf- stæði f fimmtán ár. Þess má geta að Eduard She- vardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna sem sótti Filipps- eyjar heim rétt fyrir jólin gaf stjórnvöldum þar vilyrði fyrir því að Sovétmenn myndu ekki styðja. skæruliða kommúnista á eyjun- um. Abu Nidal í jólaskapi: Sleppti frönskum stúlkum Lausar stöður heilsugæslulækna Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stööur heilsu- gæslulækna: 1. Patreksfjörður H2, önnur læknisstaða frá 1. júlí 1989. 2. Þingeyri H1, staða læknis frá 1. mars 1989. 3. Siglufjörður H2, önnur staða læknis frá 1. júlí 1989. 4. AkureyriH2,ein staðalæknisfrál.apríl 1989. 5. Þórshöfn H1, staða læknis frá 1. mars 1989. Umsóknirásamt ítarlegum upplýsingarum læknis- menntun og læknisstörf sendist ráðuneytinu fyrir 1. febrúar 1989 á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást og hjá landlækni. í umsókn skal koma fram hvenær umsækjandi getur hafið störf. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðileyfi í heimilislækn- ingum. Upplýsingar um stöðuna veita ráðuneytið og landlæknir. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 23. desember 1988. RER RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS Rafvirkjar - Rafverktakar Próf í þeim áföngum, sem kenndir hafa verið á námskeiðum Rafiðnaðarskólans til löggildingar í rafvirkjun, verða haldin í Tækniskóla íslands og Verkmenntaskólanum á Akureyri, fimmtudaginn 5. janúar 1989 kl. 13.00-14.30. Þátttakendur leggi fram staðfest gögn um að þeir hafi lokið námskeiðunum, eða sambærilegu námi. Rafmagnseftirlit ríkisins. Laus staða Staða sérfræðings á Rannsóknarstofnun landbún- aðarins, bútæknideild á Hvanneyri, er laus til umsóknar. Upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn Tómasson, forstjóri, s. 91 -82230 og Grétar Einars- son, deildarstjóri, s. 93-7000. Umsóknir um starfið ásamt gögnum skulu berast landbúnaðarráðuneyti eigi síðar en 10. janúar 1989. Landbúnaðarráðuneytið 20. desember 1988. BLIKKFORM ______Smiðjuveqi 52 - Sími 71234___ Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið- gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælonhúðaöir í öllum litum. Póstsendum um ailt land (Ekið niður með Landvélum). Endurskinsmerki S^gguilía Dökkklæddur veglarandi sést ekki fyrr en i 20 - 30 m. (jarlægð (rá lágljósum bifreiðar. umferðinni. en með endurskinsmerki sést hann i 120 — 130 m. fjarlægð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.